Morgunblaðið - 17.05.1980, Page 25

Morgunblaðið - 17.05.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 2 5 Hann vann Sjálf- stæðisf lokknum _ allt er hann mátti Jóhanns Hafsteins minnst á fundi þingflokksins Á fundi þingflokks sjálfstæðismanna sl. fimmtudag minntist formaður þingflokksins, Ólafur G. Einarsson, Jóhanns Hafsteins, nokkrum orðum. Ólafur rakti hin fjölmörgu trúnaðarstörf, sem Jóhann gegndi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, frá því hann sem ungur maður varð erindreki flokksins og til þess er hann' lét af for- mennsku, og nokkru síðar þingmennsku, vegna heilsubrests. „Hann vann Sjálfstæðisflokknum allt, sem hann mátti og gegndi fyrir hann flestum trúnaðarstörfum, sem einum manni verða falin,“ sagði Ólafur. „Maðurinn var minnisstæður. Allir rómuðu drenglyndi hans. Persónulega minnist ég með þakklæti kynna við hann, einkum þann tíma, sem við sátum saman á Alþingi. Hann var nýliðanum einkar hjálpsamur, leiðbeinandi, en sýndi um leið traust. Ég veit ég mæli fyrir munn allra þing- manna Sjálfstæðisflokksins þegar ég þakka Jóhanni Hafstein öll störfin í þágu flokks og þjóðar," sagði Ólafur að lokum. Þingmenn risu úr sætum í virðingarskyni við minningu hins látna flokksforingja og vottuðu eftirlifandi konu hans og sonum dýpstu samúð. FORSETI Sameinaðs Alþingis, Jón Helgason, minntist Jóhanns Ilafsteins fv. forsætisráðherra, við upphaf þingfundar í gær. Jóni fórust svo orð i minningarræðu sinni: Jóhanns Hafstems minnst á Alþingi „Aður en gengið er til dagskrár vil ég leyfa mér að minnast Jóhanns Hafsteins fyrrverandi al- þingismannns og ráðherra, sem andaðist aðfaranótt uppstign- ingardags, 15. maí, 64 ára að aldri. Jóhann Hafstein var fæddur á Akureyri 19. september 1915. For- eldrar hans voru hjónin Júlíus Havsteen, síðar sýslumaður Þing- eyinga og Þórunn Jónsdóttir fræðslumálastjóra og alþing- ismanns Þórarinssonar. Æsku- stöðvar Jóhanns voru á Húsavík, en hann fór ungur til langskóla- náms, lauk stúdentsprófi á Akur- eyri 1934 og lögfræðiprófi í Há- skóla íslands 1938. Veturinn 1938-1939 var hann í London við framhaldsnám í þjóðarrétti. Jóhann Hafstein hóf ungur af- skipti af stjórnmálum og var þar lengi í sveit forystumanna. Hann var einn af stofnendum og fyrsti formaður Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, árið 1935, var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna 1939— 1942 og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1943— 1952. Erindreki Sjálfstæðisflokks- ins var hann 1939—1942 og fram- kvæmdastjóri flokksins vár hann 1942—1952. Hann átti lengi sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, í stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík og í stjórn Landsmálafélagsins Varðar. Hann var varaformaður Sjálfstæðis- flokksins 1965—1970 og formaður flokksins og jafnframt þingflokks- ins 1970-1973. Jóhann Hafstein var kennari í þjóðarétti og almennri lögfræði við Viðskiptaháskóla íslands 1939—1942. Árið 1946 var hann kosinn alþingismaður Reykvík- inga og átti sæti á Alþingi til vors 1978, er hann dró sig í hlé sökum vanheilsu. Alls sat hann á 35 þingum. Hann var forseti neðri deildar Alþingis 1959—1961 og 1962—1963. Árið 1946 var hann einnig kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur og átti sæti í henni til 1958 og var jafnframt í bæjarráði 1946—1954. Bankastjóri Utvegs- banka íslands var hann 1952— 1963. Hann átti sæti í bankaráði Framkvæmdabanka íslands 1953—1966, allan starfstíma bankans, og var tvívegis formaður bankaráðsins. Haustið 1961 varð hann dóms- og kirkjumálaráð- herra, heilbrigðismála- og iðnað- arráðherra í forföllum og gegndi þeim störfum til loka þess árs. Síðla árs 1963 tók hann fast sæti í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar og tók þá við sömu ráðherrastörf- um og 1961. í júlímánuði 1970 varð hann forsætisráðherra, en lét af ráðherrastörfum í júlí 1971. Auk alls þessa gegndi Jóhann Hafstein ýmsum nefndarstörfum, var í lýð- veldishátíðarnefnd 1944 og síðar í stjórnarskrárnefnd, var fulltrúi á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, á þingi Evrópuráðsins og á fundum þingmannasamtaka Atl- antshafsbandalagsins. Jóhann Hafstein helgaði flokki sínum starfskrafta sína vel og lengi. Hann barðist oft hart fyrir málstað sínum og samherja sinna í þjóðmálum, en honum var jafn- framt lagið að miðla málum og leita sátta þegar þess þurfti við. Jafnan kvað mikið að honum í þjóðmálaumræðum meðan heilsa hans leyfði. Honum voru hugleikin landhelgismál íslendinga, örygg- ismál og þátttaka í vestrænni samvinnu. I ráðherrradómi hans ber einna hæst margvíslegar um- bætur í iðnaðarmálum, og hann beitti sér einarðlega fyrir stóriðju á íslandi. Snögglega varð það hlutskipti hans að taka við forystu í ríkisstjórn og flokksformennsku. Að þremur árum liðnum varð hann að láta af formennsku flokks síns vegna bilaðrar heilsu. Hann hélt þó áfram eftir megni að vinna flokknum það gagn sem hann mátti. Ég vil biðja háttvirta alþing- ismenn að minnast Jóhanns Haf- steins með því að rísa úr sætum." Landsamband hjálparsveita skáta: Hyggjast fá hunda- eigendur til að þjálfa leitarhunda Þessi aðferð hefur gefist mjög vel í Noregi LANDSAMBAND hjálp- arsveita skáta ráðgerir nú að koma á fót hérlendis sveit manna sem áhuga hafa á að eiga og þjálfa leitarhunda. Hugmyndin er sótt til Noregs, en þar er starfandi sérstakur félags- skapur „Faringen Norske Lavinehunder“ og eru í honum nálægt 400 hunda- eigendur. Félagar úr hjálparsveitunum hafa sótt námskeið sem FNL héldu í Noregi og kynnt sér þessi mál bæði þar og víðar í Evrópu, en um langt skeið hefur Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði, ýmist ein, eða í samvinnu við Hjálparsveit skáta í Reykjavík, átt og rekið spor- hunda. Árangur af því starfi hefur verið ágætur og að mati hjálpar- sveitamanna eru sporhundar al- gjörlega ómissandi hjálpartæki við leit að týndu fólki. Hafnfirðingar hafa undanfarin ár einungis notað hunda af blóð- hundakyni, en þeir hafa þá eigin- leika að geta rakið slóðir, jafnvel þótt þær séu orðnar meira en dagsgamlar. Landsambandið hefur nú áhuga á að útvíkka þessa starfsemi þannig að virkja einstaklinga sem áhuga hafa á útilífi og hundaþjálf- un. Flestar tegundir hunda eru nothæfar sem leitarhundar t.d. Scheffer, Labrador, Doberman og fleiri. Skilyrði er þó að hundarnir séu sterkbyggðir og séu þétthærð- ir og þoli vel kulda og vosbúð. Þessir hundar hafa ekki sömu eiginleika og blóðhundar og koma ekki að sömu notum við sporrakn- ingu. Hins vegar geta þeir orðið mjög góðir leitarhundar í snjó- flóðum. Þjálfun hundanna kostar mikið erfiði og tíma. Þannig þarf að þjálfa þá í að minnsta kosti 2—3 klukkutíma á dag til þess að þeir nái árangri. Miklar kröfur þarf að gera til þjálfarans að öðru leiti t.d. hvað varðar kunnáttu í fyrstu hjálp og kunnáttu í almennri ferðamennsku. Björgunarskóli Landsambands- ins mun standa fyrir námskeiðum fyrir væntanlega þjálfara og fá hingað til lands norskan sérfræð- ing í þjálfun leitarhunda til nám- skeiðahalds ef áhugi verður á málinu. Að sögn forystumanna Land- sambandsins er vitað um nokkra menn á landinu sem eiga hunda af þessum tegundum og vonast Landsambandið til þess að fá þá til samstarfs. Ennfremur er hugs- anlegt að Landsambandið geti útvegað fáeina hvolpa til þjálfun- ar. Leitað hefur verið samvinnu bæði við Hundavinafélagið og Hundaræktarfélagið í þessu máli. Þeir sem hafa áhuga á að afla sér frekai upplýsinga geta haft samband við skrifstofu Landsam- bands hjálparsveita skáta að Nóa- túni 21 í Reykjavík, eða hringt í síma 26430.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.