Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 30
30 Tékkneskir kvikm yndadagar í Háskólabíói hefjast i dag tékkneskir kvikmyndadagar á vegum tékkneska sendiráðsins. Tékknesk-íslenska menninKaríé- lagsins og Iláskólabfós. í dag kl. 16 verður sýnd myndin „Skug>?ar sumarsins“ eftir Fratisék Vláéil. kl. 16 „Stefnumót í júlí“ eftir Karel Kachyiia ojí kl. 21 „Adela er svönj;“ eftir Oldrich Lopský. ' Á morgun, kl. 15 hefst sýning á myndinni „Krabat" eftir 0. Preussler kl. 17 verður aftur sýnd myndin „Adela er svöng en kl. 19 „Haltu honum hræddum“ eftir Ladislav Rychman. „Skuggar sumarsins“ verður svo sýnd aftur kl. 21. Tékkneskum kvikmyndadögum lýkur 22. maí. Kvikmyndafjelagið í Regnboganum Kvikmyndafjelagið sýnir tvær myndir í Regnboganum um helg- ina. Á laugardag kl. 19.10 verður sýnd kvikmyndin ,,Rashomon“ eft- ir Kuro Sawa. Á undan verður sýnd stutt ballettmynd, „Pas de Deux“. Á sunnudag kl. 19.10 hefst sýning myndarinnar „Moment of Truth“, leikstjóri er Frasesco Rosi. Atriði úr „Skuggar sumarsins“ sem sýnd verður á tékkneskum kvikmyndadögum. Skólahljómsveit Tónlistarskóla Njarðvíkur. Landsmót skólahljómsveita Landsmót skólahljómsveita verður haldið í dag, laugardag í Njarðvík. Á mótinu, sem haldið er í boði skólahljómsveitar Tónlist- arskóla Njarðvíkur verða saman komnar 19 lúðrasveitir og er fjöldi hljóðfæraleikara um 600. Á mót- inu mun hver sveit leika tvö lög og að lokum spila allar sveitirnar saman. Mótið verður sett kl. 16 í íþróttahúsinu og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Prófessor Páll Skúlason. Bylting og brœðralag Fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki verð- ur haldinn á morgun, sunnudag 18. maí kl. 14.30. Prófessor Páli Skúlason flytur erindi til minn- ingar um Jean Paul Sartre er hann nefnir „Bylting og bræðra- lag.“ Leikstjóri og leikendur i „Hart í bak“. Litli leikklúbburinn sýnir Jlart í bak “ LITLI leikklúbburinn á ísafirði sýnir „Hart í bak“ eftir Jökul Jakobsson í Félagsheimilinu á Patreksfirði í dag kl. 21 og á morgun kl. 15. Leikstjóri er Margrét Óskarsdóttir en leik- mynd er eftir Steinþór Sigurðs- son. Helstu leikendur eru: Kristján Finnbogason. Guðrún Eyþórsdóttir, Reynir Sigurðs- son, Elísabet Þorgeirsdóttir, Július H. Kristjánsson og Jök- ull Veigar Kjartansson. Litli leikklúbburinn frum- sýndi „Hart í bak“ á ísafirði s.l. sunnudag, 11. maí og hefur sýnt verkið þar fjórum sinnum. Áformaðar eru fleiri sýningar á ísafirði. Litli leikklúbburinn á 15 ára afmæli í ár og hefur af því tilefni gefið út afmælisrit, í ritnefnd eru Anna Lóa Guðmundsdóttir, Halla Sigurðardóttir, Jón Bald- vin Hannibalsson, Trausti Her- mannsson og Hafsteinn Vil- ' iálmsson. Leikklúbburinn hef- sett upp 32 verk á þessum 15 árum og sagði Hafsteinn Vil- hjálmsson í samtali við Mbl. að sýningarnar hefðu verið vel sótt- ar. „Um 60 virkir félagar eru nú í klúbbnum og þótt stundum sé erfitt að finna fólk í hlutverk þá er þetta áhugasamur hópur sem hefur staðið sig mjög vel,“ sagði Hafsteinn. Á s.l. ári fór Litli leikklúbburinn með Fjalla-Ey- vind til Seltjarnarness og sýndi þar tvisvar fyrir fullu húsi við góðar móttökur. Leika d víólu og píanó HELGA Þórarinsdóttir víólu- leikari og Anne Taffel píanóleik- ari halda tónleika í Norræna húsinu á morgun, sunnudaginn 18. maí og hefjast þeir kl. 20.30. Þær spila þar sónötu i g-moll eftir Bach, Marchenbilder eftir Schumann, Vocalise eftir Rach- maninoff og sónötu i f-moll eftir Brahms. Helga stundaði nám í Tónlist- arskólanum í Reykjavík en fór síðan til Englands og nam við Northern College of Music í Manchester. Á undanförnum ár- um hefur hún verið í framhalds- námi í Bandaríkjunum, fyrst hjá Peter Mark í Santa Barbara í Kaliforníu og síðan hjá George Neikrug í Boston. Anne Taffel er ungur amerískur píanóleikari. Hún hefur mikið spilað með öðrum tónlistar- mönnum í Boston og New York og í mars sl. lék hún í píanókvartett í Carnegie Recital Hall. Helga Þórarinsdóttir, víóluleik- ari. Sýningu Jakobs Hafstein að Ijúka JAKOB Hafstein heldur um þess- ar mundir málverkasýningu i félagsheimilinu Festi í Grinda- vík. Sýningu Jakobs lýkur annað kvöld. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning á verkum Péturs Friðriks og í austursalnum er þýsk grafík- sýning. Á göngum hússins er sýning á teikningum frá Reykja- víkurborg. I Norræna húsinu er sýning á verkum ungversk-sænska nútíma- málarans Entre Nemes. . Jakob Hafstein og Pétur Friðrik sýna verk sin um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.