Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1980 Síra Rögnvaldur Finnbogason rœðir við Zóphónías Pétursson sjötugan Af þessum heimi ogöðrum~. í hraunbarminum sunnan undir Stapafelli stendur hús sem byggt var fyrir fáum árum. Hjónin sem hér búa eru Stella Siguröardóttir og Zóphónías Pétursson. Þau eru bæöi úti viö þegar mig ber aö garöi og eru aö sá til blóma og undirbúa jarðyrkju sumarsins þarna mitt í úfnu hrauninu. Eftir aö hafa heilsaö og látiö viöeigandi orö falla um veöurblíðuna á þessu maíkvöldi geng ég í bæinn. Erindiö var raunar aö eiga viötal viö húsbóndann, en hann nálgast sjötugsaldurinn óöfluga, á afmæli hinn 17. maí. Þegar ég er búinn aö hreiöra um mig í bókaherbergi Zóphóníasar, þar sem góð sýn er til Stapafells biö ég hann aö segja mér frá fööur sínum og móöur og þeim skyldmennum sem honum eru hugleiknust úr bernsku. — Ég er aö vísu fæddur í Reykjavík, faðir minn var Pétur Zóphóniasson, ættfræðinfjur og móðir mín var Guðrún Jónsdóttir frá Ásmundarstöðum á Melrakka- sléttu. Þejjar ég var árs gamall fór ég með Þorbjörgu móðursystur minni þangað norður til afa míns og ömmu o(t var hjá þeim þangað til é(? var níu ára. Jón Árnason, afi minn, var mikill báta- o« skipa- smiður og óðalsbóndi á Ásmundar- stöðum og þarna átti ég indæla bernsku. Þegar ég kom hingað suður aftur til Reykjavíkur var ég bæði læs, skrifandi og reiknandi og fór þá í skóla, níu ára gamall. Noröur á Sléttu R: Nú er sagt að Sléttan sé heldur ömurlegur staður. Svo skilst flestum þeim sem ekki hafa komið þar. En mér hefur heyrst á þér Zóphónías, að þetta væri allt annar heimur en fólk gerir sér í hugar- lund, þetta væri veröld full af töfrum, ekki síst á vorin, þegar fuglarnir koma og æður fer að hreiðra sig. Z: Það er mikið rétt hjá þér að á Sléttu eru ekki miklar fjallasýnir, en þar er allt þakið af vötnum, sem eru full af lífi, bæði silungi og öðrum vatnaverum og allt iðar af fugli. Vorið og sumarið er mjög fagur tími þarna norður frá þegar sólin sest ekki og þar eru ákaflega miklar stillur og fögur vor. Hitt er annað mál, að á veturna, þegar norðaustanáttin leggst að, þá getur orðið dálítið drungalegt á þessu siéttlendi. Þegar litið er til baka man maður allt sem var bjart, þegar varpið var gengið og hugað að dún og fugli, og farið ríðandi um þetta sléttlendi. R: Það hefur mikil breyting orðið á byggð þarna eins og víðar á þessu landi, síðan þú varst að vaxa þar ú grasi og margur bærinn farið í eyði, trúi ég ... Z: Já, ég er uppalinn þarna á Ásmundarstöðum á kirkjustað, þar sem afi bjó og þar hafði hann vinnumenn, — hann hafði bæði fjósamann og fjármann og auk þess kaupamann. Hann þurfti í raun og veru ekkert annað að gera en að segja f.vrir verkum og hugsa um sína bátasmíði og fara á sjó til að ná sér í sel eða fisk, eða eitthvað þess háttar og hugsa um æðarvarp- ið. Þegar einyrkjan tók við þá var mörgum mönnum það ofviða að nytja öll þessi hlunnindi samfara fjárbúskap og útræði og þess vegna fluttust margir burt og jarðirnar lögðust í eyði, sér í lagi þær sem byggðust mest á hlunnindum, þær hafa orðið verst úti. En þarna var allt annað búskaparlag, þegar ég var ungur. Hildur fróöa R: Þetta hefur verið töfraheimur fyrir ungan dreng og hún fylgir þér meðan þú lifir, þessi nóttlausa voraldarveröld og þau ævintýri öll sem þú hefur upplifað á Sléttu? Z: Já, ég er forsjóninni þakklátur fyrir að alast þarna upp og það eru ákaflega margar minningar sem ég á frá þessum árum, og sérstaklega frá ömmu minni, Hildi Jónsdóttur, sem nefnd var hin fróða, því að hún kunni ógrynni af sögum og fornum fróðleik sem hún var alveg óspör á og sérstaklega í skammdeginu á veturna, þegar rökkursvefninn var yfir, þá tók maður oft dúntutlu hjá henni og fékk sögu fyrir, og þær voru margar sögurnar sem maður fékk líka þegar verið var að breiskja dúninn sem kallað var, þ.e. að hreinsa hann. Þá sat maður við hlóðarhelluna og hlustaði lang- tímum saman. R: Hún hefur verið sagnasjór þessi gamla kona. Z: Hún var það, og líka feikilega ættfróð og stálminnug þannig að það fór ekki á milli mála sem hún sagði, það mátti fletta því upp í bókum síðar, og það stóðst alltaf — allir hlutir sem hún talaði um. Hennar er getið í bókinni „Sóp- dyngja" eftir Braga Sveinsson, sem Hildar fróðu, og þar eru nokkrar af sögum hennar, en samt fáar. R: Hvernig var hugarheimur þessa fólks. Var ekki mikil trú á huldar vættir á Sléttu á þessari tíð og þá draugahræðsla þegar skammdegið fór yfir og allt var líkast því að gengið væri inn í veröld þjóðsagnanna? Z: Sennilega hefur það nú sum- staðar verið, en samt sem áður var það svo á Ásmundarstöðum, hjá ömmu minni, að hún sagði okkur aldrei neinar ljótar sögur eða draugasögur, vegna þess að sjálf var hún mjög trúuð og það fólk allt, og hún var alveg viss um það að allir menn hlytu fyrr eða síðar vist í náðarfaðmi Abrahams, ef svo mætti að orði komast. Jafnvel þeir sem væru villuráfandi sálir og aðrir nefndu drauga eða svipi, þeir væru aðeins um stundarbið á þessu reiki sínu og mundu hljóta sæluvist í lokin. I raun og veru var ekkert víti til í hugarheimi þessa fólks þarna norður frá, þar var aðeins sæluvist. R: Já og svona tímabundið limbo, eins og kaþólska kirkjan hefur kennt. Z: í raun og veru var það svo, 6 hreinsunareldurinn kominn í breyttu og öðru formi. Hann var búinn að breyta um svip og orðinn miklu mildari en hinn upphaflegi kaþólski hreinsunareldur. Það var kirkjugarður þarna rétt hjá og þá trú innprentaði hún okkur að eng- inn væri raunverulega í þessum kirkjugarði. Helst að þeir sem væru mjög jarðbundnir kæmu einstöku sinnum og þá í kirkjuna, en alls ekki í kirkjugarðinn. R: Það hefur farið þvert á henn- ar trúarskoðanir að ala með ykkur ótta við framtíðina? Z: Algjörlega. Þarna höfðu að sjálfsögðu farist sjómenn, innlendir og erlendir. T.d. norskur stýri- maður, ég man eftir marmaraplöt- unni á leiðinu hans og við umgeng- umst þennan stýrimann með mikilli virðingu fyrir afreksverk hans. Okkur var kennt það að ef við einhvern tíma fyndum lík þá ættum við að gera því til góða, og þá myndi allt fara vel. Við fórum allra ferða okkar þarna norður frá, sama hvort bjart var eða dimmt, — það skipti engu máli. R: Þú sagðist hafa verið orðinn læs þegar þú komst suður. Hver kenndi þér þessa göfugu kúnst, — var það þessi gamla kona, amma þín, spyr ég Zóphónías. Z: Já, bæði hún og móðursystir mín, og loks var ég prófaður með því að lesa húslesturinn. Ég æfði mig vel á honum áður, og þótti þetta mikil viðurkenning á kunn- áttu minni, og vandaði mig mjög mikið til þess að koma þessu hátíðlega verkefni með sóma frá mér. R: Og forskriftarbækur hafa að sjálfsögðu verið til staðar? Z: Já, ömmubróðir minn hafði farskóla þarna og ég fékk forskrift- arbækur og var kennt að draga til stafs á réttan hátt. R: Og þetta hefur verið sú undir- staða sem þú hafðir í veganesti þegar þú komst svo til stórborgar- innar, níu ára gamall. Z: Já, og ég kunni smávegis í reikningi líka. Til Reykjavíkur R: Hafðir þú séð systkini þín og foreldra á þessum átta árum, eða komstu sem framandi gestur suður aftur? Z: Ég hafði séð bræður mína í svip. Þeir komu norður nokkru áður en ég fór. R: Og þið hafið farið með skipi suður? Z: Við fórum með Sterling — á fyrsta plássi. R: Tók það ekki langan tíma að sigla frá Raufarhöfn, spyr ég. Z: Jú. Ég hafði nú ekki gott tímaskyn þarna, en ég held það hafi verið hálfur mánuður að minnsta kosti, ef ekki meira. Ég man best etir Guðjóni bryta, sem spilaði á mandólín og söng. Hann hafði líka kvöldvökur fyrir okkur og þar voru sagðar sögur og Ingimundur, bróðir Kjarvals, lék á fiðlu og Tobba söng. R: Þetta hefur verið fjölskrúðugt mannlíf? Z: Já, þetta var nýr heimur sem ég var allt í einu staddur í, sveitastrákurinn. En ég man það, þegar ég kom suður og skipið lagðist að hafnarbakkanum að ég sá föður minn í fyrsta sinn. Ég hafði ekki hugmynd um hvaða maður þetta var fyrr en Viðar bróðir minn benti mér á að þetta væri faðir minn. R: Hvernig tilfinning er í brjósti drengs, níu ára gamals, sem sér föður sinn í fyrsta skipti? Z: Mér fannst hann, svona miðað við þá frændur mína á Sléttunni sem ailir voru þrekmiklir og stórir, að maðurinn væri heldur visinn og krangalegur, þar sem hann stóð þarna í morgunkælunni. R: En það hefur nú kannski breyst? Z: Já. Reisn hans og glæsi- mennska var sú, að það fór fljótt af. Ég man að við fórum heim í bíl og þegar við komum heim var þar Hrafnhildur yngri systir mín með allar vinkonur sínar. Þær voru víst fimm eða sex og ég þessi strákur þarna á sauðskinnsskóm og stutt- buxum heilsaði þeim auðvitað að sveitasið og kyssti þær allar. Það vakti mikla kátínu, sem ég gleymi ekki. R: Svo varstu náttúrlega sendur í barnaskóla. Var það ekki Mibæjar- skólinn? Z: Jú, jú. Ég fór í Miðbæjarskól- ann hjá Mortin Hansen. Það var ágætur skóli. Við urðum miklir vinir ég og hún Guðlaug gamla Arason. Hún kenndi mér afar lengi og tók mig í marga bekki til þess að sýna forskriftir, því að hvernig sem á því stóð þá féll mín skrift svo vel að hennar, að hún hélt að ég hefði lært af sér, og ég hefði haft einhverja forskriftarbók frá sér fyrir norðan, en það var ekki. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann þangað til ég hætti þar í fjórða bekk vegna berkla sem ég barðist við næstu árin. R: Og þetta varð til þess að þú áttir ekki afturkvæmt í Lærða skólann, Zóphónías? Z: Já, þannig fór það. Hinsvegar hefi ég alla æfi verið sílesandi, og konan segir, að þegar ekkert heyrist til mín, þá hafi ég náð í góða bók. Bridge R: Þú ert landskunnur fyrir áhuga þinn í bridgeíþróttinni og ert eiginlega frumkvöðull að kennslu í útvarpinu, ef ég man rétt. Þú varst með fræðsluþætti í bridge, spyr ég. Z: Jú. Ég hef gefið út eina bók um bridge: Bridgebókina, sem löngu er uppseld og ófáanleg. En með henni skrifaði ég mig eiginlega frá bridge, það var dálítið skrítið. En áður kenndi ég lengi bridge og var með bridgeþætti í útvarpinu, og fór ætíð með þá í beina útsendingu. R: Það hefur verið fyrir daga segulbandsins? Z: Nei. Það var komið, en ég þurfti ekki á því að halda. Ég kenndi líka víða bridge og keppti í bridge, og það má segja að ég hafi staðið að stofnun Bridgesambands íslands. Það varð til fyrir minn tilverknað. R: Þau ár sem við erum búnir að þekkjast hef ég aldrei séð þig handleika spil, hvað þá meira. En þetta er skýringin. — Þú hefur verið búinn að spila og skrifa frá þér spilafýsnina. Z: Ég hef löngu lokið þeim kafla í þessari jarðvist. En ég er út af mikilli spila- og taflætt. Faðir minn var skákmeistari í mörg ár, og mikill bridgespilari og Sturla, ömmubróðir minn, sem ég var oft hjá í æsku, hann var líka mikill skákmaður og ég tefldi oft við hann. Hann var mikill spilamaður líka. Þetta er ættlægt hjá mínu fólki, þannig að það má heita að ég hafi sloppið vel þarna með bókinni. En úr því að við ræðum um útvarp, þá mætti geta þess, að ég mun hafa verið fyrstur til að halda „Heila- brotaþátt", en er lauk, vorum við aðstandendur þáttarins þess full- vissir, að hann var alltof þungur, enda hafa þeir er síðan hafa riðið á vaðið sýnt að svo hefur verið. Endurholdgun R: Ég hjó eftir því, að þú sagðir „í þessu jarðlífi". Þú hefur þá óhagganlegu trú að menn komi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á þessa jörð? Z: Ég skal segja þér dálitla sögu af því. Þannig var, að þegar amma mín sem ég hef áður nefnt, var að útlista fyrir mér hvernig allir færu til himnaríkis að lokum, þá var ég, þó ungur væri, ekki tilbúinn að taka því, að allir væru þar í sæluvistinni um alla eilífð, allt frá því að mannkynið varð til. Mér fannst þetta slíkur mannfjöldi þar efra, að mér varð um og ó, og það hlyti að vera einhver þroskaviðleitni áfram eftir þetta líf, menn færu ekki svo undirbúnir héðan, það væri ekki öllu lokið. Ég hugsaði mikið um þetta. R: Þér hafa ekki sýnst þeir vera þannig í stakk búnir, að þeir ættu greiðan aðgang að himnaríki. Z: Nei. Og ekki trúlegt að menn myndu una við hörpuspil englanna þarna uppi endalaust. En burtséð frá því í gamni, þá hef ég sennilega verið 12 ára þegar ég fór að læra bókband í barnaskólanum, og fór þá til föður míns til þess að vita hvað ég mætti binda 'inn, og þá sagði hann: „Þú mátt binda þetta,“ og tók upp tímarit sem voru þar í horninu í bókaskápnum hjá honum. Ég fór að glugga í þessi tímarit og það voru þá tímarit fyrir öll Norður- löndin um guðspeki, þeosófísk tímarit á norðurlandamálum. Ég fór að stauta mig fram úr þessu og lenti þar einmitt á karma og endurholdgun. Það var eins og það hefði verið opnaður gluggi yfir mér og eftir það hef ég aldrei hvikað frá því, að þar hlyti að vera fundinn lykillinn að leyndardómum tilver- unnar — í raun og veru var það stærðfræðingurinn í mér, skák- maðurinn, sem sagði að þetta væri eina rökrétta svarið við gátunni miklu. R: Þú hefur orðið fyrir eins konar hugopnun? Z: Það var eins og það væri kveikt stórt ljós fyrir mér þegar ég sá þetta. Ég las þetta allt saman og hef aldrei vikið frá þessari sann- færingu og síðan hafa þessi fræði átt hug minn allan. R: Gastu gert þér nokkra grein fyrir trúarskoðunum fólks þarna kringum þig norður á Sléttu — heldur þú að þessar hugmyndir eða þeim líkar, hafi átt marga fylgjend- ur þar norður frá, spyr ég Zóphóní- as. Z: Nei. Séra Páll Hjaltalín Jóns- son, sem var afbragðsmaður og messaði á annexíunni þriðja hvern sunnudag á sumrin, var með lang- lokupredikanir og gamlaguðfræði, þannig að maður var dauðfeginn þegar öllu var lokið, og enginn skildi neitt í því sem hann var að predika. En hann var þeim mun skemmtilegri á eftir, þegar afi og hann fengu sér brennivín frammi, á bak við smíðahúsið. R: En hann hefur boðað hreina trú, og ómengaða?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.