Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980 .. ^ Jón Viöar Jónsson: „There is no business like show- business" segir ameríkaninn og veit líklega hvað hann er að tala um. Skemmtanaiðnaðurinn er auðvitað alþjóðlegt fyrirbæri, eins og öll stóriðja nútímans, en engu að síður vekur sjálft orðið hugboð um eitthvað sem við tengjum öðru fremur við Bandaríki Norður- Ameríku. Evrópumönnum þykja Bandaríkjamenn oft yfirborðs- kenndir og jafnvel barnalegir og sé hér á annað borð um þjóðar- einkenni að ræða — sem ég læt alveg liggja á milli hluta — birtist það trúlega hvergi skýrar en í afurðum þessarar iðngreinar. Á færiböndum hennar er leik, dansi og söng steypt saman í þeim tilgangi að miðla mönnum glað- værð og fegurð. Áhrifamáttur bandaríska söngleiksins, músík- alsins, hlýtur að felast í þvi að fólki finnst hann svala þörf fyrir eitthvað sem það getur ekki verið án, jafnvel þótt fullnægingin sé í rauninni blekking og þörfin vakni strax á ný. Það er því ekki undarlegt þó að skemmtanaiðnaðurinn og fram- leiðsla hans veki með mönnum blandaðar tilfinningar. Við getum fordæmt hann og afgreitt sem loddaraskap og lævíslegt tæki til - -^að heilaþvo almenning, telja hon- um trú um að allt sé í himnalagi í heimi sem stefnir beint fram af hengifluginu. Ef við trúum því að leiksviðið sé staður til að skerpa vitund okkar í stað þess að sljóvga hana hlýtur skemmtanaiðnaður- inn, hvort sem hann leggur undir sig leiksvið, kvikmyndir, sjónvarp eða aðra fjölmiðla, að birtast okkur sem ímynd þess versta og siðlausasta sem er hægt að gera við þessa miðla. En við megum samt sem áður ekki gleyma þeirri hlið málsins sem snýr að njótend- unum, okkur sjálfum, því að innra með okkur leynist alltaf eitthvað frumstætt sem showið hrífur með sér, hvað sem heilbrigð skynsemi og menntun segja. Og á vissum augnablikum getur samruni söngs, dans, leiks, tónlistar og einfaldrar frásagnar vakiö hjá okkur tilfinningu sem kemur beint frá uppsprettu allrar leiklistar. Eins og gríski harmleikurinn, sem að sumra áliti er í senn upphaf og endipunktur allrar leikrænnar tjáningar, virkjar músíkalið tónlist, söng, dans og leik til að kalla fram sérstök hughrif hjá áhorfendum. Við get- um kennt þessi hughrif við lífsgleði, fegurðarþrá eða ein- hverjar aðrar nautnir sem fá okkur til að gleyma leiða og angist. Nútímamenn sækjast eftir þeim ekki síður en Forn-Grikkir eða populis Romanus, þó að form- in sjálf séu hvert öðru frábrugðin og menn fari misjafnar leiðir að svipuðu marki. Ég átti t.d. fyrir nokkru þess kost að sjá Peking- óperuna, hið forna leikhús Kínverja, og þó að stíll hennar sé fíngerðari og agaðri en stíll músíkalsins krefst hann jafn al- hliða tjáningar. Músíkalið er vissulega ekki jafn háþróað list- form og Peking-óperan að því leyti að það gerir ekki eins miklar kröfur til áhorfendanna, en lista- menn þess verða þó að hafa náð tæknilegri fullkomnun ekki síður en Kínverjarnir. í báðum leikhús- unum horfir maður á sviðslista- menn sigrast á takmörkunum og vinna afrek, afrek sem venjulegt fólk verður að láta sér nægja að dreyma um. Ég er of ókunnugur innviðum Peking-óperunnar til að hætta mér út í listrænan saman- burð og trúlega yrði hann ekki músíkalinu hagstæður. Sá sem hefur einu sinni fallið fyrir freist- ingum leiksviðsins veit þó vel að tungumál hvorugs er út í bláinn og að músíkalið og Peking-óperan flytja hvort á sinn hátt skiljan- legan boðskap. En þó að viss skyldleiki sé með svo ólíkum leikhúsformum sem þessum tveimur, getur ekki verið síður fróðlegt að íhuga það sem skilur þau að. Þau eru nefnilega sprottin úr gerólíkum þjóðfélags- legum jarðvegi og endurspegla allt aðrar pólitískar aðstæður. Pek- ing-óperan er yfirstéttarlist og táknmál hennar skilja þeir einir sem hafa hlotið hefðbundna kín- verska menntun. Músíkalið er hins vegar orðið til í ríki, þar sem allir eiga að hafa jafna möguleika til að komast áfram og lifa heilbrigðu og hamingjusömu lífi. Óhemjulegar vinsældir músíkalsins langt út fyrir mörk Norður-Ameríku stafa eflaust ekki síst af því að það fer ekki í manngreinarálit, gerir eng- ar sérstakar kröfur um menntun og býður öllum að taka þátt í veislunni, sem geta á annað borð borgað miðann sinn. Það er auð- velt að laga músíkalið eftir gróða- vænlegri miðlum en leiksviðinu, þó að trúlega njóti það sín best á því og það er einnig handhægt til útflutnings. Grófgerð og bein- skeytt áhrifabrögð þess þola vel það hnjask sem fylgir flutningi úr einum miðli í annan. Broadway er háborg músíkals- ins og margir af frægustu söng- leikjum okkar tíma hafa hafið sigurför sína um heiminn þar. En bakhliðin er ekki jafn fögur og ytra borðið, a.m.k. dregur maður þá ályktun eftir að hafa séð nýjustu kvikmynd Bob Fosse, All that jazz, sem er nú verið að sýna í New York. í myndinni er lýst starfi og endalokum dansahöfund- ar eða balletmeistara, sem hefur helgað skemmtanaiðnaðinum á Á svölum Casa Rosada; Patti LuPone í hlut- verki Evitu syngur sönginn fræga, Don’t Cry for Me Argentina. Broadway alla krafta sína, en er nú að þrotum kominn. Hann er fjölhæfur og snjall listamaður og nýtur virðingar jafnt undirmanna sinna á sviðinu sem framleiðand- anna, þeirra stórkapítalista sem halda í alla þræði og hirða gróð- ann fyrir eigin hönd eða þeirra sem þeir fjárfesta fyrir. í fyrstu grein minni frá Broadway lýsti ég nokkuð leikhúsrekstrinum þar og því gróðasjónarmiði sem er þar allsráðandi. í All that jazz kynn- umst við hinni mannlegu hlið þessa fyrirkomulags. I upphafs- atriði myndarinnar er dansa- meistarinn, frábærlega leikinn af Roy Scheider, að prófa hóp nýrra dansara, sem sumir eru ósköp viðvaningslegir, á meðan fram- leiðendurnir sitja lengst aftúr í sal, alvöruþrungnir og ábúðar- miklir. Þeir hafa örlög hvers einasta listamanns og hverrar sýningar í höndum sér og áhorf- endum er ekki boðið upp á annað en það sem hefur hlotið náð fyrir þeirra augum. Niðurlægingu lista- mannsins fyrir þessu valdi pen- inganna er lýst víða í myndinni á eftirminnilegan hátt, t.d. þegar framleiðendurnir hrista höfuðið yfir ofsafengnu dansatriði með erótískum undirtóni, sem dansa- meistarinn hefur samið og æft. Þannig rekst löngun listamanns- ins til að leggja eitthvað af sjálfum sér í verk sitt á við hagsmuni auðsins, sem spyr að- eins um smekk lýðsins. Og út úr þeirri klemmu er engin von til að listamaðurinn geti brotist, hversu langt sem hann nær á sínu sviði. All that jazz er bitur mynd og lýsing hennar á andrúmsloftinu í leikhúsum Broadway virðist sann- ferðug. Fáir ættu heldur að þekkja það betur en Bob Fosse, sem á að baki sér glæstan feril á Broadway sem dansahöfundur, leikstjóri og söngleikjahöfundur, og það er ekki erfitt að greina drætti hans sjálfs á bak við andlit aðalpersónunnar. Við sjáum allt sem fram fer með augum hennar og þessari hug- lægni er fylgt eftir í stíl og frásagnarmáta myndarinnar á yf- irvegaðan hátt. Myndir og atriði þjóta hjá með sótthitakenndum hraða, sem eykst eftir því sem á líður myndina og lætur okkur finna fyrir spennunni og því ákafa vinnuálagi, sem brýtur listamann- inn að lokum niður. Líkamlega nærgöngular nærmyndir af hrein- lætisathöfnum og pilluáti hans skiptast á við breið atriði úr danssýningunum, sem hann eyðir öllum kröftum sínum í. Þannig leggur óraunveruleiki dansins sífellt meir undir sig af einkalífi listamannsins, sem er reyndar allt í molum, uns ekkert er eftir að lokum. Hann hefur þá verið flutt- ur á sjúkrahús, helsjúkur af kransæðastíflu, en hlýðnast ekki strangri skipun læknisins um al- gera hvíld. Jafnvel þar losnar hann ekki úr hörðu tempói vinn- unnar og heldur áfram að fá hugmyndir að nýjum dönsum og sýningum, sem hann útfærir um leið og hann er sloppinn út. En sjúkdómurinn ágerist, veruleikinn hverfur sýn og trylltir dauðadans- ar geisa um tjaldið á meðan líf hans fjarar út. í einu atriðinu skiptast myndir af lifandi hjarta listamannsins, sem læknar skera í, á við myndir af framleiðendun- um þar sem þeir ræða fjárhagsaf- leiðingarnar, sem dauði hans muni hafa í för með sér og komast að þeirri niðurstöðu að bráður dauði hans muni koma sér best fyrir þá. Lógík skemmtanaiðnað- arins, sem listamaðurinn hefur fórnað lífi sínu, gengur þannig á endanum best upp í dauða hans. Að lokum stöðvast dansinn skyndilega og rennilás er rennt fyrir plastpoka með líki hans í. Showið hefur tekið sinn toll og er á enda. En þó að í All that jazz sé þannig deilt hart á miskunnar- leysi og fánýti alls showbisness, leynir sér ekki að höfundur mynd- arinnar ber í brjósti sterkar til- finningar til Broadway. Hann reynir ekki að bera í bætifláka fyrir eitt né neitt, þvert á móti játar hann syndir sínar af hreinskilni, en það er eins og iðrunin verði aldrei fullkomlega einlæg. Eins og aðalpersóna myndarinnar er hann sjálfur ger- samlega á valdi þess sem hann hefur lært af showmennskunni á Broadway og gefið af sér í hana. Myndin sjálf er nefnilega út í gegn glæsileg sýning á þeirri tæknikunnáttu og fagmennsku, sem er aðalsmerki Broadway og fáir hafa betur á valdi sínu en Bob Fosse sjálfur. En hún miðlar ekki þeirri mannlegu hlýju og lífsgleði, sem Broadway gat sameinað sviðstækninni þegar veldi hennar stóð sem hæst; kannski af því að listamaður á Broadway árið 1980 getur ekki verið glaður og trúr sjálfum sér í senn. All that jazz er eflaust mjög sönn mynd, en hún er myrk og hörð og á dauðadönsum hennar er allt að því djöfullegur blær. Mér þykir afar ótrúlegt að hún nái miklum vinsældum meðal áhorfenda; þegar ég sá hana voru eitthvað innan við tuttugu sálir á sýningunni. Það er hugsanlegt að við sjáum hér vísi að kreppu, sem gæti orðið Broadway að falli á næstu árum eða áratugum. Listamaðurinn verður að trúa á það sem hann er að skapa; geri hann það ekki kemur falskur tónn í verkið, sem sérhver skynigæddur áhorfandi skjfnjar undir eins. Áhorfandinn væntir upplyft- ingar af söngleiknum; hann vill finna til snertingar af þeirri Broadway 1980

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.