Morgunblaðið - 17.05.1980, Síða 21

Morgunblaðið - 17.05.1980, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980 21 Framsókn kyngdi Guðmundi, Skær- ingur slapp? Oft getur að líta skemmtilegar fyrirsagnir í landsmálablöðunum okkar. I Fylki, sem gefinn er út í Vestmannaeyjum, 8. maí sl. gat að líta undirfyrirsagnir og millifyrir- sagnir sem áreiðanlega fengu margan lesandann til að lesa áfram, þó ekki væri nema til að fá úr því skorið, hvernig Framsókn fór að því að kyngja Guðmundi og hver bjargaði Skæringi frá því að fara sömu leið. Þegar kemur að millifyrirsögnunum vakna spurn- ingar um hver „prímadonnan" sé o.fl. Við nánari lestur kemur í ljós að hér eru á ferðinni hápólitísk skrif um bæjarmálin í Vestmannaeyj- um. Minna þessi skrif eflaust margan eldri borgarann á gömlu, góðu dagana í pólitíkinni. Yerkföll Dýrasta mjólkur- flaska sem um getur SÁTTAFUNDUR milli Aiþýðusambands íslands og Vinnuveitenda- sambands íslands var haldinn í gær. Á fundinum kom m.a. til tals, hvers vegna Þorsteinn Pálsson væri framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins. Það upplýstist Á árinu 1955 stóðu yfir mikil verkföll á íslandi og hafa þau hvorki fyrr né síðar verið rekin með meiri hörku. Verkfallsverðir stöðvuðu þá alla umferð til höfuð- borgarinnar og leituðu að bann- vöru hjá vegfarendum. Á þessum tíma var að alast upp á Selfossi 7 ára drengur. Dag einn í verkfallinu var hann sendur frá Selfossi til Reykjavíkur og hafði meðferðis í sokk mjólkurflösku, sem hann skyldi færa aldraðri ömmu sinni, sem bjó í Reykjavík. Þegar í Ártúnsbrekkuna kom, fundinum. gerðu verkfallsverðir flöskuna upptæka. Snáðinn var Þorsteinn Pálsson núverandi framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins. Þetar þetta hafði upplýstst á sáttafundinum í gær, kvað við í Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni Verkamannasambands íslands: „Hvert þó í logandi — þetta er nú einhver allra dýrasta mjólkurflaska sem um getur. Hvers vegna í ósköpunum baðstu ekki einhvern ættingja þinna um að tala við mig?“ — Ég, barnið? — sagði Þor- steinn. Vort önnum kafna alþingi ANNIR á Alþingi eru sagðar miklar þessa dagana og þingmenn hafa sumir hverjir sagt, að ekkert vit sé í að slíta alþingi á næstunni, vegna fjölda óafgreiddra mála. S.l. mánudag var þingfundahald svo sem hér segir: í neðri deild 20 mínútur, í efri deild 40 mínútur og í sameinuðu þingi í 10 mínútur, samtals 70 mínútur. Hlaðvarpinn getur tekið undir orð þingmanna um að ekkert vit sé í að slíta þingi á næstunni, ef daglegur vinnutími við afgreiðslu mála er svipaður og s.l. mánudag. Dekrar við álftirnar - útrýmir varginum - rætt viö Jóhann Óla Hilmars- son eftirlitsmann Tjarnarinnar Jóhann Óli Hilmarsson heitir eftirlitsmaöur Tjarnarinnar. Hann er svarinn óvinur varg- fugla þeirra sem á Tjörnina herja og hefur hann sagt þeim stríö á hendur, enda skýtur hann varginn þegar því verður viö komiö. Morgunblaðiö hitti hann um stund í vikunni og ræddi viö hann um starfið og fleira. Unniö lengi sem eftirlitsmaður? —Ég hef veriö rúmt ár, auk þess var ég yfir sumariö 78. Þaö er lítið að gera á veturna, aö vísu tel ég fuglana viö Tjörnina reglulega. Þaö hefur frést aö álftapar nokkurt hér á Tjörninni baki þér nokkur vandræði? — Já, forsaga málsins er sú aö voriö 1977 þá varp álft á litla hólmann hér á Tjörninni. Síðan hefur veriö par hér á stjái, — hefur meira aö segja iðkað hér ástarleiki — og ég hef alltaf búist viö því aö þaö myndi verpa. Ég hef borið hey í dyngjuna frá árinu 1977, en þetta par virðist ekki vilja setjast þar aö. Halda fleiri álftir til á Tjörninni? — Þaö er alltaf mikiö af álft á Tjörninni á vissum tímum, en Tjörnin ber hins vegar ekki nema eitt álftapar. Þaö par sem sest hér að þaö hrekur aðrar álftir burtu. Það getur því ekki verið vegna truflunar frá öörum álftum sem áöurnefnt par vill ekki verpa, enda kann ég ekki skýringu á því. Hvaö meö varpið? — Æðarfuglinn byrjaöi aö verpa þann 28. apríl í stóra hólmanum. Þaö hafa aldrei fundist egg hjá æðarfugli fyrir mánaöamót, fyrr en nú. Nú liggja 25 kollur á, en í fyrra var orpiö í 56 hreiöur. Æöarfuglinn verpir yfirleitt út þennan mánuð, þannig aö hreiörunum á áreiðanlega eftir aö fjölga talsvert. Aðrir fuglar, eru þeir ekki farnir aö verpa? — Stokköndin er líklega farin aö verpa, en hún verpir yfirleitt um líkt leyti og æöarfugl- inn. Fyrir utan æöur og stokkönd þá verpa hér duggönd, gargönd og skúfönd, af öörum andategundum. Duggöndin og skúföndin verpa yfírleitt seinna en hinar tegundirnar sem hér verpa, en þær halda aðallega til í Vatnsmýrinni og gera sér þar hreiður. Vatnsmýrin er sérlega mikilvæg fyrir endurn- ar, þar verpa þær mikiö. Þess vegna erum við að berjast fyrir því aö Vatnsmýrin veröi gerö aö friðlandi. Er krían komin á Tjörnina? — Krían er nýkomin. Hún er herská eins og kunnugt er og heldur hún vargfuglinum nokkuö í skefjum, en hér á Tjörninni er sílamáfurinn skæöasti vargurinn, einnig kem- ur svartbakurinn nokkuö við sögu. Hettumáf- urinn gerir svipað gagn og krían, hann herjar á illfyglin. Svartbakurinn er minna á ferli en sflamáfurinn, en hér kemur ailtaf einn og einn mjög skæöur. Þaö eru illa innrættir einstak- lingar, þeir drepa unga og jafnvel endur miskunnarlaust. Ég reyni að stemma stigu viö varginum, skýt alltaf eitthvaö á hverju sumri. Hrafnar eru nokkrir í grennd viö Tjörnina, þeir eru þjófóttir, stela eggjum frá varpfúglunum. Er ekki illa séö aö þú gangir um miöbæinn meö byssu og skjótir í allar áttir? — Þaö hefur verið farið fram á þaö viö mig aö ég skjóti aðeins á nóttunni. Hins vegar er þaö þannig, aö máfurinn er hér aöeins á daginn, hann sækir nefnilega í brauöið, þó ekki sé þaö honum ætlaö. Ég get því ekki annað gert en aö skjóta þessa fugla á daginn, þaö er ekki hægt annað. Ég fer þannig aö, aö ég fer á bátnum út á Tjörn og egni þar fyrir máfana, meö brauöi eöa þessháttar. Þegar þeir koma svífandi niöur aö agninu, skýt ég þá, ég reyni yfirleitt aö ná þeim á flugi. Hetur eitthvaö boriö á mink hór viö Tjörnina aö undanförnu? — Nei, ekki nýlega. Þaö hefur einstaka sinnum orðiö vart viö mink hér á undanförn- um árum, en þeir hafa ekki gert neinn umtalsveröan skaöa. Ég man eftir því aö einu sinni hafi verið veginn hér minnkur, þaö var áriö 1975. Fólk hefur tekió eftir því aó undanfarna daga hefur veriö stór hrúga í hólmanum í nyrstu Tjörninni, hvaöa hrúga er þaö? — Þefta er torf sem rist hefur veriö ofan af hólmanum og bíður þess aö veröa flutt burt. Viö höfum haft þá reglu aö þekja hólmann upp á nýtt á hverju vori. Þaö er gert vegna þess aö krían er stuttfætt og getur því ekki orpið nema í lágvöxnum gróöri. Á vorin er hólminn alltaf útskitinn af hundruðum fugla og er þá grasrótin annað hvort brunnin vegna þess eöa í grasið hleypur slíkur vöxtur aö þaö vex kríunni bókstaflega yfir höfuö. Einnig er þaö ástæða fyrir þessum grasrótarskiptum aö ef þaö er ekki gert þá myndi iligresi nokkurt, gulbrá, leggja undir sig hólmann. Hólminn er semsagt þakinn, annarsvegar til þess aö krían geti orpiö þar og hins vegar til að verjast því aö illgresi nái þar fótfestu. Jóhann Óli á eftirlitsferö um Tjörnina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.