Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 35 Önnur grein frjálsu lífsnautn, sem daglegt líf hans sjálfs er svo fátækt af, og finni hann hana ekki snýr hann vonsvikinn frá. Og heimurinn hefði aldrei staðið á öndinni yfir sigrum Broadway, söngleikjum eins og Oklahoma og West Side Story, hefðu upphafsmenn þeirra ekki verið að lýsa tilfinningum sem þeir fundu sjálfir til og vildu miðla öðrum. Goðsögnin um Broadway grundvallast á því að þetta skuli hafa tekist og á listamönnum Broadway hvílir sífellt krafan um að þeir sanni hana og vinni sigra, sem jafnist á við þá sem voru unnir fyrr á árum. Þegar menn fara til New York í þeim tilgangi að sjá leikhús, byrja þeir á því að kynna sér hvaða söngleikir hafa slegið í gegn, því að eitt af sérkennum þessa leik- húss er að einn söngleikur leikárs- ins verður ævinlega að vera mest- ur, „the hit of the season", eins og það er kallað vestra. En „hit“ seinni ára stafa sjaldan af sér sama ljóma og söngleikir fyrri ára; þannig ákvað ég að sleppa því að sjá „hit“ síðasta leikárs, söng- leikinn Sweeney Todd, þegar ferðafélagar mínir komu stynj- andi af honum. Og það er kannski tímanna tákn um hnignun þessa stórveldis í veröid leiklistarinnar, að báðar goðsagnirnar, Oklahoma og West Side Story, voru til sýnis í leikhúsum á Broadway nú í mars- byrjun. Ég fór þó að sjá hvoruga; það er fátt jafn ömurlegt og leikhús, sem hefur lifað sjálft sig og reynir að fela rotnunina. Meginorsök þess að þeir lista- menn, sem starfa nú á Broadway, megna ekki að halda anda fyrri tíma lifandi er ef til vill einfald- lega sú, að þeir trúa ekki á hann. Þeir lifa og hrærast í þjóðfélagi sem neyðir menn til að sýna ruddaskap og harðneskju, sjúku þjóðfélagi sem óttast að endadæg- ur þess sé í nánd. Þeir eru sjálfir jafn þrúgaðir af þessum samfé- lagsveruleika og fólkið sem flýr undan honum inn í leikhúsin. Eins og dansameistarinn í mynd Fosse verða þeir að segja eitthvað sem skiptir þá sjálfa máli, en tillits- semin við áhorfendur, sem fram- leiðendur standa dyggilega vörð um í krafti auðvalds síns, bannar þeim að láta í ljósi það sem þeim býr í brjósti. Þeim er jafnframt ljóst að geti þeir ekki framleitt annað en innantóma glaðværð og giys sjá áhorfendur í gegnum þá og hætta að koma. Þeir eru þannig komnir í þá vonlausu aðstöðu að geta ekki sagt sannleikann, en mega ekki heldur bera fram fal- legar lygar. Hvernig eiga þeir að fara að því að snúa sig út úr þessari sjálfheldu? Það er athyglisvert að sumir vinsælustu söngleikirnir sem ganga á Broadway nú fjalla ekki um efni úr daglegu lífi nútíma Bandaríkjamanna, heldur um skemmtanaiðnaðinn sjálfan. Ég sá þar t.d. sýningu á ágætu músíkali, A Chorus Line, sem var frumsýnt fyrir fjórum árum og hefur síðan verið sett upp víða um lönd. Persónurnar í þessum leik er ungt fólk sem vill komast áfram sem dansarar og hann lýsir nokkru af því sem það verður að ganga í gegnum. Þegar sýningin hefst eru tæplega þrjátíu ungmenni komin saman til að sýna dansameistara nokkrum færni sína, en þegar henni lýkur og hann hefur vaiið þá bestu úr, eru örfáir eftir. Þeir sem standa að og leika í þessari sýningu eru sem sé að lýsa veru- leika sem þeir hafa sjálfir kynnst; þetta er m.ö.o. Broadway að yrkja um sjálfa sig. Útkoman var líka býsna góð, þó að efnið væri ekki ris mikið; og um sum andartök leiksins, þegar krakkarnir syngja og segja frá lífi sjálfra sín, gat maður sagt: Nú er ég á Broadway og hvergi annars staðar, þessa frjálslegu einlægni eiga engir til nema Bandaríkjamenn. í A Chor- us Line er þannig lýst á ósvikinn fallegan hátt ákveðinni mannlegri reynslu, sem allir geta lifað sig inn í, jafnvel þótt hún sé bundin við mjög lítinn þjóðfélagshóp. Með því að fara til sjálfra sín tókst aðstandendum sýningarinnar, sem Michael Bennett hafði eink- um veg og vanda að, því að vera sannir, án þess að láta beiskju og svartsýni ná yfirhöndinni. Að sjálfsögðu endaði sýningin á flottu dansnúmeri alls hópsins, svo að enginn þurfti að fara í slæmu skapi heim. Pólitískur showbisness er aðal- efni þess fræga söngleiks, Evitu, eftir þá Tim Rice og Andrew Lloyd Webber, sem gengur nú fyrir fullum húsum í London og New York. I leiknum segir frá sérstæð- um ferli Evu Peron, sem braust áfram úr fátækt og lauk ævi sinni sem forsetafrú Argentínu, og taumlausri dýrkun argentínsku þjóðarinnar á henni. Til þess að ná markmiði sínu beitti Eva óspart persónutöfrum sínum og kven- legum yndisþokka, sem hver merkismaðurinn öðrum æðri féll fyrir, uns ekki varð hærra komist. Vald Peróns byggðist ekki síst á fylgi lágstéttanna, „hinna skyrtu- lausu“, sem dýrkuðu Evu og hún lofaði gulli og grænum skógum gegn stuðningi við eiginmann hennar. Sjálf dó hún úr krabba- meini um þrítugt og þurfti því ekki að standa við öll loforðin. Þeir Rice og Lloyd Webber sýna Evu í óvægnu ljósi, leggja mikla áherslu á valdafíkn hennar og loddaraskap og Che Guevara, sögumaður sýningarinnar og málpípa höfunda, minnir áhorf- endur óspart á að showið, sem Eva setur á svið fyrir landa sína, sé ekki annað en blekking og innan- tóm skrautsýning. Engu að síður er augljóst að höfundarnir hafa heillast af sögunni um Evitu og tilfinningaþrungin tónlistin hlýt- ur í vissum atriðum að laða áhorfendur á band hennar. Besta dæmið er ávarp Evu til þjóðarinn- ar á svölum Casa Rosada, sem hún hefði tæplega sviðsett betur sjálf, en showfólkið á Broadway gerði atriðið að glæsilegum hápunkti sýningarinnar. Þannig eru áhorfendur söng- leiksins sefjaðir með svipuðum brellum og þeim sem þau Perón- hjón og aðrir einræðisherrar hafa notað til að vinna múginn á sitt band. Það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um uppbyggileg áhrif þessarar sýningar, með furðulegri blöndu sinni af marxískri þjóðfélagsgagnrýni og fasískri áróðurstækni! Ég er viss um að Brecht, málsvari skynsam- legrar leikhúsupplifunar, myndi fordæma þennan söngleik harð- lega og saka höfunda um aftur- hald og sýndarmennsku. Trúlega hefði honum þá líkað betur við annan söngleik, sem ég sá skömmu áður en haldið var frá New York. Þessi söngleikur, Stri- der, er byggður á rússneskri leik- gerð á Sögu um hest eftir Tolstoj, en sú leikgerð var fyrst sett á svið í Gorkíleikhúsinu í Leníngrad undir stjórn Tostonogovs, eins fremsta leikstjóra Sovétríkjanna. Þá sýningu sá ég fyrir þremur árum og hún er með því besta sem ég hef nokkru sinni séð á leiksviði. Saga um hest lýsir lífshlaupi hálfvanskapaðs hests frá því hann fæðist, þar til hann er sleginn af. Þetta er beisk dæmisaga um mannlega eymd; hesturinn Chol- stomer hrekst um veröldina, hann er geltur, fyrirlitinn af öðrum hrossum og sætir víðast hvar illri meðferð. Bandaríska útgáfan á þessari sögu var bæði snotur og geðfelld, en samanburð við þá rússnesku stóðst hún ekki. í ýms- um atriðum stældi hún rússnesku sýninguna beint, þó að í heild væri yfirbragð hennar léttara og fjör- meira. Én hana skorti alveg þann sársauka og trega, sem er manni ógleymanlegur úr rússnesku sýn- ingunni; e.t.v. af því að rússneska þjóðin getur séð sjálfa sig í hesti Tolstojs, en sú bandaríska ekki. á hverju ári svo að það hafa ekki verið nein vandkvæði á að fjölga henni, enda er oftast eitthvað tl af plöntum, sem þó hafa verið lítið eftirspurðar fram að þessu. Broddfuran virðist vaxa jafn- vel um allt land við sæmileg skilyrði, en reynsla af henni utan Hallormsstaðar nær aðeins til undanfarinna 10—15 ára. Sakir þess, hve furan er smá- vaxin og fyrirferðariítil má ætla að hún kunni að sóma sér vel í litlum görðum þegar l'ram líða stundir. Öskubuskur minni, að sitkagreni væri of stórvaxið til að geta verið garðtré á litlum lóðum. Sakir þess að flestum þykir upplyfting að því að hafa sígræn tré eða runna fyrir augum þá átta mán- uði ársins, sem lauftrén standa nakin og ber, verður hér sagt ofurlítið frá fjallafuru, brodd- furu og eini. Broddfura er lítið tré en hin eru runnar og taka því ekki mikið vaxtarrými. Henta þau því vel í litlum görðum. Hákon Bjarnason Fjallafura Hún á heimkynni sín suður í Alpafjöllum, þar sem hún hefur dagað uppi eftir lok síðustu ísaldar við efstu skógamörkin. Hún er flutt til íslands í fyrsta sinn árið 1899 og gróðursett á Þingvöllum, þar sem nú er furu- lundurinn við Almannagjárhall- ið. Þar var hún sett með leyfi Alþingis og landsstjórnar. Síðan var mikið flutt inn af henni næsta áratuginn og plantað á ýmsum stöðum en síðan ekki söguna meir fyrr en 1936 til 1939. Þá var enn flutt inn fræ af henni eftir 1950, en aldrei mikið í senn. Fjallafuran var lengi vel litin hornauga og margir höfðu hana að háði og spotti, vitandi ekki hvað þeir voru að tala um, en svo er það nú oft með brjóstvitið. Á síðari árum hefur henni verið sinnt nokkuð meira en aður af tvennum ástæðum. Sem skógarplanta er hún mjög jarðvegsbætandi og getur breytt örreytismóa í frjótt land, en hún er líka að verða mjög vinsæl sem garðtré. Til eru nokkur afbrigði fjalla- furu og eru öll lágvaxnir runnar nema eitt, bergfuran, sem er lávaxið tré og kemur ekki við sögu hér. Fjallafuran er ekki langlíf frekar en flestir runnar. Hún nær 50 til 70 ára aldri, en þá er hún oftast orðin gisin og óhrjáleg. Á unga aldrei er hún bústin og sómir sér vel. Sumir runnanna ná aldrei nema mannhæð, en aðrir vilja teygja sig hærra og til allra átta. Fjallafura þolir nokkra stýfingu, sé hún klippt með varfærni má eflaust halda henni í skefjum árum saman. Ekki er ráðlegt að gefa henni mikinn áburð nema rétt á meðan hún er að festa rætur í tvö til þrjú ár. Hún er meðal nægjusömustu barrvið- anna og því er hætt við að hún herði vöxtinn úr hófi við áburð- argjöf. Fjallafura er laus við óþrif og sjúkdóma en standi hún á næð- ingssömum stað er hætta á að barr hennar roðni og jafnvel skemmist í þurrnæðingi útmán- aðanna, einkum ef sólfar er og frost í jörðu. Því ætti ekki að velja henni stað þar sem súgur er mikill. Einnig skyldi varast að flytja hana til eftir að hún er orðin rótföst. Gildir það sama um allar tegundir furu, að þær deyja flestar við flutning eftir að þær eru komnar nokkuð á legg. Þegar séra Jóhann Hannesson var prestur á Þingvöllum sagði hann mér eitt sinn í óspurðum fréttum, að honum fyndist vet- urnir langir og skammdegið þrúgandi í fásinninu þar eystra. En þegar honum væri þungt í skapi væri honum tíðlitið til fjallafuranna í spönginni milli gjánna norður af bænum. Kvað hann sér heilsubót að því að horfa á þessa sígrænu runna, þeir léttu honum lund og deyfðu vetrarkvíðann. Furan var honum það, sem greniskógurinn var Stephani G. Stephanssynmi: „Blettur lífs á líki fróns — lands og vetrar prýðin“. Þessum furum var plantað á þennan stað að ósk Guðmundar Davíðssonar, fyrsta þjóðgarðs- — Tveir sígrænir runnar og lítið tré verði og fyrsta náttúruvernd- armanni landsins. Hvort þar sé rétt tré á réttum stað skal ósagt látið. En fjallafuran er nú komin þarna öllum að meinalausu, og bráðum eru dagar hennar uppi. Eftir það en kanske ástæðulaust að gróðursetja aðrar í þeirra stað. En þær gætu fundið upp á þeim skratta að sá sér sjálfar og þá vandast málið. Broddfura Árið 1903 komu fyrstu brodd- fururnar til landsins og var þeim plantað á Hallormsstað. Þær komu úr 3000 metra hæð yfir sjó í Klettafjöllum Norður- Ameríku, en þar vex þessi teg- und á mjög litlu svæði og eru þar einu heimkynni hennar í allri veröldinni. Fáar eða engar trjá- tegundir eiga svo takmarkað heimaland. Nú eru til nokkrir tugir þeirra á Hallormsstað frá fyrstu árum aldarinnar, en þar er líka til töluvert af yngri trjám frá síðari árum. Vöxtur broddfurunnar er mjög hægur og hefur hann numið um 10 sentimetrum á ári. En hún hefur aldrei beðið nokk- urn hnekki af völdum veðurfars, jafnvel ekki frostaveturinn mikla árið 1918, þegar margt annað varð að lúta í lægra haldi þar á staðnum. Hún er líka blessunarlega laus við öll skor- dýr og sjúkdóma. Undanfarin 30 ár hefur hún borið köngla og fræ íslenskir skógræktarmenn geta verið allhreyknir af brodd- furunni af tvennum ástæðum, Hún er hvergi til á Norðurlönd- um eða sunnar, nema fáeinar í trjágörðum, „arboreta", að því er ég best veit, og eru þrif hennar eigi góð. En þessi trjátegund er nú talin elsta lífvera jarðarinn- ar. Fundist hafa 4500 ára gömul tré og jafnvel nokkur eldri, en áður þekktu menn ekki eldri tré en rösklega 3000 ára. Við getum því státað af því að hafa lang- lífustu tré jarðkringlunnar á milli handa þótt við getum ekki státað af mikilli skógrækt. Einir Margir garðræktarmenn hafa sóttst eftir eini til að prýða garða sína um nokkurt skeið. Islenski einirinn er dvergtegund og skríða greinar hans með jörðu. Því hefur honum verið plantað í steinhæðir, þar sem hann nýtur sín vel. Hér hafa líka fundist runnar, sem hefja sig upp í um eins metra hæð, bæði í Haukadal og Skorradal, og við Sandvatn í Mývatnssveit eru einibreiður á nokkru svæði, þar sem hann rís hálfan annan metra frá jörðu. Runnarnir eru nokkuð sveigðir frá rót, þannig að stofnarnir eru nærri 2 metrar þar sem best lætur. Fyrir einum 12 árum tók ég með mér 1,7 metra langan stofn úr þessari einibreiðu og fór með hann að Mógilsá. Hann reyndist vera 45 ára og þó ekki meira en röskir 3 sentimetrar í þvermál. Af stofninum voru skornir græðlingar og upp af þeim hafa komið ágætar plöntur, sem virð- ast hafa hæfileika til að reisa sig meira frá jörðu, en venjulegt er um íslenskan eini. Þess má geta, að hér er verið að rækta eini af græðlingum úr / ;/ nyrstu héruðum Noregs, þar sem hann vex upp sem lítið tré, 2—3 m á hæð, og standa vonir til að hann geti náð svipuðum þroska hér. Sá einir, sem hér hefur verið rætt um, er allur talinn sömu tegundar, en hingað hafa verið fluttar aðrar tegundir, sem virð- ast ætla að gefa góða raun. Einkum virðist sá athyglisverð- ur, sem Gunnar stórkaupmaður Ásgeirsson flutti hingað frá Svíþjóð, en hann mun eiga upp- haf sitt að rekja til Himalaja- fjalla. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengist töluvert við að fjölga eini af græðlingum og á nú töluvert safn þeirra í gróðra- störf sinni í Fossvogi. Sennilegt þykir mér að natnir ræktunar- menn fari að huga að þessum Broddfura skemmtilegu runnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.