Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1980 Ófarir Bandaríkjamanna á Tabas flugvelli í íran er harmleikur fyrir Carter, fyrir Bandaríkin og fyrir Vesturlönd. Frá Persaflóa til Egyptalands og frá svörtu Afríku noröur til Spitzbergen bíöa Rússar eftir aö hiröa afraksturinn. Á þessa leiö hefur franska blaöiö Express langa grein um björgunarleiöangurinn til íran, til aö frelsa gíslana úr sendiráöinu. Blöö um allan heim velta nú fyrir sér hvaö hafi gerzt, hvernig og hverjar afleiöingarnar veröa. Baksvið ófaranna í Iran í blaðinu Now segir að vikuna á eftir hafi Bandaríkjamenn flykkt sér að baki forseta sínum. En eftir að tók að síast út í smáatriðum það sem gerðist, hafi efinn sótt á. Þá tóku að heyrast raddir um að björgunin hafi mistekizt vegna þess að Carter missti kjarkinn, þegar óhöppin fóru að dynja yfir. I rauninni kunni hann að hafa gert það áður en björgunin hófst. Skv. áreiðanlegum heimildum í Wash- ington hafi upprunalega ráðagerð- in um björgun gert ráð fyrir 350 mönnum, sem fluttir yrðu á stað- inn í litlum þyrlum, studdum af sprengiflugvélum. En Carter hafi hafnað því, vegna þess að það hætti mannslífum, bæði banda- rískum og írönskum. Hann vildi „öruggari" valkost. Samkvæmt þeirri kenningu hafi ástæðan fyrir óförunum ekki verið „tæknilegir erfiðleikar", heldur að björgunar- áformin hafi ekki verið nógu djörf. Er haft' eftir William Safire, einum virtasta dálkahöfundi í Washington og fyrrum aðstoð- armanni Nixons; „Forsetanum var svo í mun að þessi mikilvæga aðgerð yrði án blóðsúthellinga, að hann gat ekki skonð í merg.“ En með því að draga úr hættu á mannslífum, jók Carter hættuna á því að förin mistækist. Og svo hörmulega meinlega tókst til að líf voru látin eftir að hann ákvað að hætta við allt saman. „Þetta er vissulega mannlegt, en hörmulega tilgangslaust,“ segir Safire, sem bætir við: „Varast skal dirfsku hins varkára," og líkir þar eftir orðum Johns Dryens, sem sagði: „Varast ber reiði hins þolinmóða." Þessi orð gætu vel orðið grafskrift stjórnar Jimmy Carters. Blaðið hefur áhyggjur af því að nú hafi hættuleg ólga færzt yfir hernaðarlega mikilvægt svæði við norðurhluta Persaflóa, og tvö öfl- ugustu stórveldi heims hafi bland- azt enn meira inn í málin. Það óttist bandamenn Bandaríkjanna. Samkvæmt orðum eins af sam- starfsmönnum hans, er Carter heltekinn af máli gíslanna. Með þeim afleiðingum, að hans dómi, að forsetinn er blindur á víðtæk- ari afleiðingar þess að bjarga þeim. • Harmleikur Ófarirnar í Tabas ery ekki bara sendiför sem mistókst, segir franska blaðið Express, sem hér- eftir er notað sem heimild: Það er harmleikur. Fyrir forseta Banda- ríkjanna, fyrir orðstír þjóðar hans og fyrir öll Vesturlönd. Fyrstu afleiðingar þessa harmleiks eru þegar kunnar: afsögn Cyrusar Vance utanríkisráðherra, áfall allra þjóða við Persaflóa og enn meiri ógnun múhameðstrúar- manna við olíubirgðir Evrópu og Japan. Þegar Jimmy Carter kaus árás- ina 11. apríl sl., tók hann hefð- bundinn valkost. Það er auðvelt að gagnrýna áætlunina eftir á, eftir ófarirnar, en hún var fyllilega réttlætanleg eins og hún var hugsuð. Beinni árás á sendiráð Bandaríkjanna í Teheran, sem fyrst kom til mála, var hafnað af sérfræðingum. Þótti alltof áhættusöm fyrir gíslana. Þá var unnin út áætlun „fyrir skrif- borðsskúffuna". Hún byggði á leyniaðstöðu í Teheran, frá mönnum sem komið var fyrir i höfuðborginni í byrjun nóvember. Þeir leigðu sér aðstöðu í úthverfi, keyptu farartæki, bíla og trukka, völdu í samráði við heimamenn í lykilstöðum miðstöðvar, Desert II, í afskekktu fjalllendi nálægt Te- heran, þar sem þyrlurnar skyldu bíða. Þaðan skyldu þær koma með mannskap til að sækja gíslana, eftir að dulbúnir vinir hefðu hafið aðgerðina og tekið fram í fyrir hendur stúdentanna. Þá yrði beitt kemískum hættulausum efnum, til að gera írönsku stúdentana og gíslana óvirka þ.e. vankaða. Og flogið yrði með gíslana til móts við Herkúles-vél, sem komin yrði frá Desert I og biði með mótorana í gangi. Desert I er flugvöllurinn yfir- gefni í eyðimörkinni, sem Banda- ríkjamenn byggðu fyrir 12 árum. Þar var safnazt saman og þar gerðist nú allur harmleikurinn. Oheppni? Nei, miklu alvarlegra mál. Þessi ótrúlega röð bilana, óvæntra atvika og slysa, sem urðu á fyrsta stigi leiðangursins, segir meira um undirbúninginn og al- mennt ástand bandaríska hersins. Þótt herförin væri rétt skipulögð, þá var aðgerðin illa undirbúin hvað snerti upplýsingar, alltof þung í vöfum og líklega stjórnað af alltof óákveðnum manni. • Englar Kalla Mennirnir 84, sem stóðu að framkvæmdinni, eiga þarna enga sök. Þeir eru allir sjálfboðaliðar, frábærlega vel þjálfaðir og undir stjórn úrvals hermanns, Charles Beckwitch. Englarnir hans Char- les eða Kalla telja sig úrvalið úr hinum beztu, enda hafa þeir geng- ið í gegn um nálarauga þrisvar sinnum sem sjálfboðaliðar — er þeir ganga í herinn, verða fall- hlífahermenn ganga í 82ra her- deildina. En bestu menn þar fá fjórða tækifærið til að bjóða sig fram, sem Englar Charles. Deildin var mynduð 1977, þegar Gerald Ford uppgötvaði sér til skelfingar að Bandaríkjamenn áttu enga deild á borð við Sayeret Matkal Israelsmanna, sem frömdu björg- unina á Entebbe eða þýzka GSG, sem skömmu síðar átti eftir að bjarga farþegunum úr Lufthansa- vélinni í Mogadíshu. Svo furðulegt sem það virðist að Bandaríkja- menn, sem byggðu frelsisstríð sitt á skæruliðaaðferðum indíána, Herkulesvélin brunna á flugvellinum í Iran. Þyrla í baksýn. Allar þyrlurnar voru skildar eftir ásamt flakinu. skuli vera svona seinir til nú. í seinni heimsstyrjöldinni hættu þeir skæruliðaaðferðum og settu allt sitt traust á þungavopnabún- að. Jafnvel lexían frá Vietnam var ekki nýtt til að bregðast við nútíma hermdarverkum. En þótt seint væri, gengu þeir af krafti í að koma sér upp sérhæfðu anti- hermdarverkaliði. Og réðu Char- lie, þennan sköllótta þrautþjálf- aða risa, sem varð hetja Grænhúf anna í Vietnam, eftir að hafa lengi verið frábær knattspyrnuhetja. Hann hefur þrautþjálfað 250 manna sérsveit í Fort Bragg í Norður-Karólínu, heimavelli 82. herdeildarinnar. Og í marga mán- uði hafa þessir menn æft innrás- ina í bandaríska sendiráðið á leynistað í Arizona-eyðimörkinni. En þegar þeir flugu nóttina 25. apríl í áttina til Desert I um borð í Herkúles-flugvélum voru þessir menn ekki nema örsmátt hjól í risavél eða sá litli toppur sem stóð upp úr risajaka, með hættulega margar sprengjur á botninum. Þeir ætluðu allt til enda, en sneru aftur án þess að svo mikið sem að fá að reyna, og skildu eftir lík félaga sinna, gegn heilagasta boð- orði slíkra hermanna. • Upplýs- ingaleynd? Fyrsta ólánið: upplýsingarnar. Árum saman hefur CIA lagt allt sitt traust á örtölvukerfi, á kostn- að mannlega þáttarins. Fyrsti mótblástur Herkúles-vélanna var að þeir sem tryggja áttu þeim vernd fyrir aðkomandi umferð við flugvöllinn, vissu ekki að leiðin þar um er allfjölfarinn tengivegur milli Mached og Yazd, tveggja mikilvægra kauptúna. Loftmynd- ir, sem teknar eru að degi til, sýna óverulega umferð. En vegna hit- ans aka farartæki að næturlagi eða í býtið á morgnana. Þess vegna kom það björgunarmönnum alveg á óvart, þegar þeir allt í einu urðu á vegi 40 farþega rútubíls. Og síðar kom olíubíll með bílstjóra, sem tókst að flýja yfir í sendi- ferðabíl, sem var í för með honum og sleppa í burtu. Sennilega var um smyglaraflokk að ræða, en hvernig var hægt að vita hvort þeir gerðu aðvart? Annað ólánið: þyngslalegt um- fang aðgerðanna, nema á einum mikilvægum punkti, of fáar vara- þyrlur. Þar var ekki aðeins um að ræða sex Herkúles-vélar og 8 Siko-þyrlur, einu þyrlurnar, sem lögðu upp. Þessa sömu nótt hófu sig einnig á loft tvær stuðnings- þotur. Önnur frá herdeildinni í Persaflóa, sem hélt sig í háloftun- um. Um borð í þeirri seinni, sem kom frá Natostöðinni í Incirlik í Tyrklandi, var háttsettur foringi, líklega John Warner, yfirmaður 82. flugdeildarinnar. Sérútbúin Boeing 707 vél hans flaug með landamærum Tyrklands og írans og flutti áfram boð, sem fóru um flugstöðina á Nimitz, þaðan sem þyrlurnar komu. Sambandið teygði sig því yfir um hálf Austur- lönd nær, frá Incirlik að Persa- flóa, og Charles Beckwitch gaf hvað eftir annað skýrslu til David Jones, sem stýrði herförinni frá herstjórnarherberginu á neðstu hæð í Pentagon — gegnum fimm milliliði. Og þá spyr maður: hvern- ig voru boð hans um atvikið með rútuna og trukkana, þegar þau voru komin til Hvíta hússins? Önnur alvarleg spurning vakn- ar. Var leyndin algjör? Ýmislegt bendir til hins gagnstæða. Carter hafði allt frá 11. apríl reynt að rugla um fyrir öllum með her- flutningum á svæðinu. En þegar Herkúles-vélarnar með björgunarmennina fóru frá Fort Bragg, lentu einhverjar þeirra a.m.k. fyrst í Incirlik í Tyrklandi. Fimmtudaginn 24. apríl hefur hernaðarfréttaritari ísraelska blaðsins Maariv, sem alltaf er mjög vel heima, komizt á snoðir um lendingu þeirra á Quena-flugvelli í suðurhluta Eg- yptalands og tilkynnir komu þeirra, „líklega í sambandi við hernaðaraðgerðir í Iran“. Þegar þessar sex Herkúles-vélar fóru frá Quena til að taka eldsneyti á Masirah-herflugvellinum á eyju sunnan við Oman, fylgdu þeim í háloftunum tvær Boeing Awacs, sem staðsettar voru mánuðina á undan í Egyptalandi og hlaðnar elektrónískum truflunartækjum. Talið er að þær geti blindað radar Sovétmanna frá Aden og Eþíópíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.