Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 GRANI GÖSLARI Já, þetta vissi ég og ég er tii i slaginn! Segðu mér i trúnaði, því kon- una mina langar svo til Sviss. Borga oliufurstarnir ekki enn gott verð fyrir kröftugar ljós- hærðar konur? 406 Þessi hefur alltaf þurft að sýna iistir sinar! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Bridge er svo sannariega margslungið spil. Mannlegir þættir skipta of miklu máli til að hægt sé að segja ákveðinn hlut réttari en annan. Og það, sem bækur segja tóma vitleysu getur jafnvel við spilaborðið verið það eina rétta. Lítum á eitt furðuspil. Norður gaf og allir voru utan hættu. Norður S. 7 H. 6 T. Á10872 L. ÁDG653 Austur S. Á543 H. Á10974 T. KD9 L. 10 Vestur S. 1098 H. DG52 T. 64 L. 9842 COSPER Reyndu nú að láta mér bregða. Ég er víst komin með hiksta! Skoðanakannanir Ósköp finnst mér undarlegar þær niðurstöður skoðanakannana um fylgi frambjóðenda til forseta- kjörs, sem birtast í dagblöðum þessa dagana. Það er svo langt frá því að þær séu samhljóma því sem talað er manna á meðal. Hvernig skyldi vera staðið að slíkum könn- unum? Það væri nógu fróðlegt að vita hver útkoman yrði, ef einhver tæki sig til og gerði könnun, að fulltrúum allra forsetaefnanna viðstöddum. í raun er annað ekki marktækt. Helga Gunnarsdóttir. • Vanhugsuð ráðstöfun Velvakandi góður. Nú er hinum almenna kjósanda trúlega að verða ljóst, að hinum almenna þingmanni dettur ekki í hug að standa við gefin loforð. Það er nú ekkert smáræði, sem þeir ætla að gera fyrir fólkið í landinu, ef það bara vill koma þeim á þing. Nú í þinglok hafa fá mál af mörgum verið afgreidd og hefur margt verið til að tefja störf þeirra og alltaf hlaðast upp málin, mörg þeirra frá í fyrra, hitteð- fyrra og árið þar áður og hver veit hvað langt aftur. Ekki dettur þingmönnum í hug að óska eftir að sitja lengur að störfum og klára sín verk og fá tækifæri til að vinna fyrir kaupi sínu og standa við gefin loforð til kjósenda. Mætti benda þeim á að fara í frystihús og sjá hvernig verka- fólkið leggur nótt við dag þegar Suður S. KDG62 H. K83 T. G53 L. K7 Lokasögn: 3 Grönd spiluð í suður. Otspil hjartatvistur, sem austur tekur með ás og hvernig verða 9 slagir hugsanlegir? Þegar spilið kom fyrir hafði austur sagt 1 hjarta yfir opnun norðurs en í reynd skipti sú sögn alls engu máii. Silð'jr gat alls ekki séð nokkurn möguleika á 9 slögum með hefðbundnum aðferðum. Og þó honum hefði verið ungum kennt, að kóngar væru til þess, að taka með þeim slagi og í von um, að eitthvað myndi gerast lét hann hjartakónginn undir ásinn! Frá sjónarhóli austurs leit út fyrir, að vestur hefði spilað út frá 8532 og, að suður væri eingöngu að sýna veldi sitt í hjartanu. Og væri svo lá vörnin nokkuð beint við. Vestur varð að eiga bæði laufkóng og tígulgosa. Suður ætti þá ekki innkomu á hendina og gæti ekki svínað laufi. Austur spilaði því tígulkóng, fékk slaginn og spilaði aftur tígli — tíu slagir mættir og unnið spil. Var einhver að segja að erfitt væri að koma auga á svona lagað við spilaborðið? Það getur verið og í öllu falli þýðir ekki að beita svona brögðum nema hiklaust og alls ekki eftir lanea umhugsun. Samkeppni um teikn- ingar einbýlis- og raðhúsa á Eiðsgranda NÚ stendur yfir á Kjarvals- stöðum sýning á tillögum, sem bárust í samkeppni um gerð uppdrátta af einbýlis- og rað- húsum i 2. átzr.™ Eiðsgranda- svæðisins. Alls bárust 12 tiiíög- ur og varð dómnefnd sammála um að veita þremur tillögum verðlaun. Samkvæmt sam- keppnisregium Arkitektafélags íslands bar dómnefnd að út- nefna 1. verðlaunatillögu og vaidi dómnefndin tillögu arki- tektanna Guðmundar Kr. Guð- mundssonar, Ólafs Sigurðsson- ar og Dagnýjar Helgadóttur. Auk tillögu Guðmundar, Ólafs og Dagnýjar hlutu verðlaun til- laga arkitektanna Ingimundar Sveinssonar og Egils Guðrnunds- sonar, en tillöguna unnu þeir í samstarfi við Jón B. Stefánsson verkfræðing og Snæbjörn Krist- Arkitektarnir ólafur Sigurðsson (t.v.), Dagný Helgadóttir og Guðmundur Kr. Guðmundsson hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni um gerð uppdrátta af einbýlis- og raðhúsum í 2. áfanga Eiðsgrandasvæðisins og segir dómnefndin að tillaga þeirra sé „sú tillagan, sem á frískan hátt vekur nýja umræðu um gerð íbúðarhúsnæðis.“ Ljósm. mm. Kristján. i.t- jánsson, og tillaga arkitektanna HelgaHjálmarssonar, Vilhjálms Hjálmarssonar, Dennis Jó- hannessonar og Björns Helga- sonar byggingarfræðings en ráðgjafar þeirra voru Vífill Oddsson verkfræðingur og Reyn- ir Vilhjálmason landslagsarki- tekt. Á blaðamannafundi,sem dóm- nefndin efndi til kom fram að hér er um að ræða nýtt hverfi, sem rísa á norðan Granskjóls. Er miðað við að hverfið skiptist í 8 þyrpingar og myndi 7 til 17 íbúðir í einbýlis- og raðhúsum hverja þyrpingu. Alls verða í þessu hverfi 64 íbúðir í raðhús- um og 35 íbúðir í einbýlishúsijrn. Lóðum í hverfinu hefur þegar veriö úthiutaö og éíga lóðarhafar að velja eftir hvaða tillögu af verðalaunatillögunum þremur þeir vilja byggja. Er ætlunin að hús í hverri þyrpingu verði byggð eftir teikningum sama höfundar. Sem fyrr sagði er lóðarhöfum ætlað að velja eftir hvaða tillögu þeir vilja byggja og hefur nú verið ákveðið að framlengja frest þeirra til loka júní. Sýning- unni á Kjarvalsstöðum lýkur 20. mái n.k. en tillögurnar verða áfram til sýnis í Skúlatúni 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.