Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 3 Útfærslan við A-Grænland: Fyrsti viðræðufund- urinn á fimmtudag FYRSTI viðræðufundur milli íslendinga og Dana um málefni er tengjast útfærslu fiskveiði- lögsögunnar við Austur—Græn- land hefur verið ákveðinn fimmtudag 22. maí n.k. i Kaup- mannahöfn, en ríkisstjórnin ákvað á fundi sinum 13. mai sl. að fara fram á formlegar viðræð- ur við Dani. Viðræðunefndina íslenzku skipa Hannes Hafstein skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, sem verður formaður nefndarinnar, Þórður Asgeirsson skrifstofustjóri sjáv- arútvegsráðuneytisins og Jón Jónsson forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar. Þá mun sendi- herra Islands í Kaupmannahöfn, Einar Agústsson, starfa með nefndinni og vera henni til ráðu- neytis. Formaður dönsku nefndar- innar verður Skjold Mellbin sendi- herra, forstöðumaður réttardeild- ar danska utanríkisráðuneytisins. Ræddu um aðild Laxárvirkjunar að Landsvirkjun FYRSTI fundur nefndar er fjall- ar um aðild Laxárvirkjunar að Landsvirkjun var haldinn i gær. Laxárvirkjun hefur óskað eftir að fá að nýta heimild, sem fyrir hendi er i Landsvirkjunarlögun- um um aðild hennar að Lands- virkjun og kom ósk um þessar viðræður fram eftir að ekki varð samkomulag um eina landsvirkj- un. Nefndina skipa fulltrúar borg- arráðs, ráðuneytis, stjórnar Lax- árvirkjunar og Akureyrarbæjar. Birgir ísl. Gunnarsson, sem sæti á í viðræðunefndinni, sagði í sam- tali við Mbl. að hann væri efnis- lega á móti þessari aðild Laxár- virkjunar og taldi ekki rétta stefnu að steypa öllum orkuöflun- arfyrirtækjum í eitt landsfyrir- tæki. Réttara væri að hver lands- hluti ætti sitt fyrirtæki, sem þýddi meiri áhrif viðkomandi byggðarlags á orkumál í sínu héraði. Þá taldi Birgir ísleifur vafa leika á réttmæti þessarar túlkunar 17. greinar Landsvirkj- unarlaganna og var á fundinum samþykkt að leita lögfræðilegrar aðstoðar til að fá úr þessu atriði skorið. Uppboð Klausturhóla: Mynd Jóns Stefánssonar fór á rúmar MÁLVERK eftir Jón Stefánsson var selt á hærra verði á uppboði Klausturhóla s.l. fimmtudag en dæmi eru til um áður eða kr. 3.087.500,- með söluskatti. Mál- verkið ber nafnið Hekla og er 67,5x47,5 cm stórt. Á þessu sama uppboði var 71 númer og voru fimm önnur mál- verk seld á yfir eina milljón króna. Mynd Þorvalds Skúlasonar Bátar í fjöru var seld á kr. 2.223.000 - með milljónir söluskatti, mynd Gunnlaugs Blöndals Ur Mývatnssveit var seld á kr. 2.099,500.-, mynd Jóhanns Briem Garðyrkja var seld á kr. 1.729.000.-, mynd Jóns Engilberts Landnám íslands var seld á kr. 1.543.750.OO- og mynd Gunnlaugs Blöndal Model var seld á kr. 1.420.250.-. Á meðfylgjandi mynd má sjá málverk Jóns Stefánssonar Heklu, sem seldist á rúmar 3 milljónir króna. Flugvélakaup Flugleiða? „Könnum hagkvæma sam- setningu á flugflotanum“ segir Sigurður Helgason forstjóri „ÞAÐ liggur ekkert fyrir um það að Flugleiðir kaupi Boeing 737 til endurnýjunar flugflotanum og reyndar er ekkert sérstakt um málið að segja, það eru mjög örar breytingar í heimi flugtækninnar og við erum sífellt að skoða flugvélar sem eru á boðstólum, fjölmargar tegundir,“ sagði Sig- urður Helgason forstjóri Flugleiða í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „í þessum málum er lögð áherzla á að um hagkvæmar vélar og góðar sé að ræða og hvaða samsetning á flugflotanum sé æskileg. Þess verður þó vart að vænta að ákvörðun í þessum efnum verði tekin á næstu mánuðum." Már SH 127 — hinn nýi skuttogari Ólafsvikinga. Nýi skuttogarinn kominn til Ólafsvíkur: Er sérstaklega styrkt- ur til siglinga í ís SKUTTOGARINN Már SH 127 kom til Ólafsvíkur sl. miðviku- dag og á fimmtudag buðu for- ráðamenn Útvers, sem gerir skipið út. þingmönnum og ráð- herrum og fleiri gestum til að skoða skipið. Var það smíðað í Portúgal, fyrsta fiskiskip, sem þar er smíðað fyrir íslendinga, eftir norskum teikningum og var afhentur eigendum hinn 18. apríl sl. Skipstjóri er Sigurður Pét- ursson, 1. stýrimaður Guðmund- ur Halldórsson og 1. vélstjóri Garðar Rafnsson. Umsamið kaupverð var 2,4 milljarðar og er kaupandi skipsins Útver í Ól- afsvík sem er í eigu fiskverkun- arstaða þar, Rifi og Hellissandi ásamt Ólafsvíkurhreppi. Alex- ander Stefánsson flutti ræðu við athöfn er skipið var sýnt og Kristján Pálsson framkvæmda- stjóri Útvers lýsti því í aðalat- riðum. Már er 53,45 m langur og mesta breidd er 10,5 m. Er skipið búið Wichmann aðalvél 2.350 hö, sérstaklega búin til svartolíu- brennslu, tveimur 360 hestafla ljósavélum og skipið er búið öllum fullkomnustu tækjum svo sem veðurkortamóttakara, loran C og fiskileitartækjum. Már er búinn með veltitönkum. Skipið er alls staðar einangrað 75 mm þykkri glerull og sérstaklega styrkt til siglinga í ís, með plötuþykkt hina sömu og á ísbrjótum. Rúm er fyrir 17 manna áhöfn í 10 klefum og í borðsal, sem einnig er setustofa, er litasjónvarp, myndsegulband og steríóútbúnaður. Mikil framleiðslu- aukning á saltfíski Tómas Þorvaldsson endurkjörinn formaður SÍF SALTFISKFRAMLEIÐSLAN það sem af er þessu ári er orðin um 40 þúsund tonn, en varð allt árið i fyrra 41.500 tonn. í fyrra var búið að framleiða um þetta leyti árs um 32 þúsund tonn. öll framleiðsla þessa árs hefur nú verið seld og nemur verðmætið um 40 milljörðum króna. Þetta kom fram á aðalfundi Sölusam- bands íslenzkra fiskframleiðenda í gær, en stjórn SÍF var endur- kjörin á fundinum. Var Tómas Þorvaldsson kosinn formaður í 16. skipti, en hann var fyrst kosinn formaður sambandsins 1965. Framkvæmdastjóri SÍF er Friðrik Pálsson. Meðalverðhækkun í dollurum hefur orðið veruleg milli ára og nemur um 20% miðað við síðasta ár, en verðin eru nú um 40% hærri í dollurum en fyrir 2 árum. — Þrátt fyrir þessar hækkanir þurfa, til að skríða yfir núll- regluna, sem gildir í þjóðfélaginu, enn að koma til greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði, en saltfiskur- inn á þar enn þá innistæður, þó svo að eflaust fari að styttast í því, sagði Tómas Þorvaldsson í gær, en afkoma saltfiskverkenda mun vera mjög misjöfn. Þeir Tómas og Friðrik Pálsson sögðu að í ár hefði gengið mun betur að selja saltfisk- inn heldur en mörg undanfarin ár. Á þeim tíma, sem samningar hefðu verið gerðir hefði verið hægt að selja meira af saltfiski. Enn er eftir að gera aðalsamning við Grikki auk þess sem hin markaðslöndin hafa óskað eftir meira magni. Friðrik Pálsson Aðspurður um þurrfiskmarkaði í Mið- og Suður-Ameríku sagði Tómas Þorvaldsson, að íslend- ingar stæðu mjög höllum fæti á þeim mörkuðum. Fyrst og fremst væri það vegna verðsamkeppni við ríkisstyrkta þurrfiskframleiðslu Kanadamanna og Norðmanna um SÍÐUSTU daga hafa nokkur íslenzk fiskiskip landað afla sínum i Bret- landi og verður væntanlega fram- hald á þvi i næstu viku. Mjög misjafnt verð hefur fengizt fyrir aflann og virðist markaðurinn óstöðugur um þessar mundir. Á miðvikudag seldi Ólafur Magn- Tómas Þorvaldsson þessa markaði, en einnig vegna ýmiss konar tollamúra í þessum löndum. Neyzla í þessum Amer- íkulöndum á þurrfiski væri þó mjög mikil og full ástæða væri því til að reyna að finna leiðir til að komast inn á þessa markaði á ný og á því máli þyrfti að taka. ússon EA 250 57,7 lestir í Grimsby fyrir 29,7 milljónir króna, meðalverð 514 krónur. Á fimmtudag seldi Skúmur GK 22 57,8 lestir í Hull fyrir liðlega 27 milljónir, meðalverð 469 krónur. Loks seldi Ársæll Sigurðsson í Hull í gær 116,1 lest fyrir 36,8 milljónir, meðalverð 317 krónur. Seldu í Hull og Grimsby

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.