Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 „Takmarkið er að aðstoða fólk við að finna i sjálfu sér það jafnvægi hugans, sem styður að Kóðri heilsu til líkama og sálar“ sagði Jón Sigurgeirsson fyrr- verandi skólastjóri á Akureyri á fundi með blaðamönnum, þar scm hann kynnti opnun á hress- ingar- og hvíldarheimili að Varmalandi í Borgarfirði í sumar. Forstöðumenn hressingar- heimilisins eru Jón og Úlfur Ragnarsson, yfirlæknir, en þeir stóðu fyrir rekstri slíks heimilis að Laugalandi í Eyjafirði sumrin 1976-1977 og 1977-1978. Mark- mið þessa reksturs hefur verið að hjálpa fólki til þess að losna við þreVtu og streitu sem getur hlaðist upp í hinu daglega lífi. Dagskrá á hressingarheimilinu er mjög frjálsleg, boðið er upp á ýmislegt, en enginn þarf að taka þátt í neinu nema hann sjálfur hafi áhuga á því. En allt er við það miðað að byggja upp and- lega, tilfinningalega og líkam- lega velferð dvalargesta. Varmaland í Borgarfirði. Hressingarheimili að Varmalandi í sumar Dagskráin hljóðar á þennan veg að sögn Jóns að á morgnana kl. 8—8.30 er hugleiðslustund, kl. 10—11 kenna Asta Guðvarðar- dóttir og fleiri yogaæfingar og á kvöldin kl. 8.30 er helgistund með tónlist. Síðdegið er frjálst, en á staðnum verða hljómburð- artæki og bókasafn m.a. Um- hverfið laðar til gönguferða, sundlaug er að Varmalandi og sólböð munu bjóðast. Ennfremur nudd og ekki sízt aðstoð m.a. erlendra huglækna. Erlendis hefur það stöðugt farið í vöxt að læknar og huglæknar hafi sam- starf að hluta, — í Bretlandi t.d. mega huglæknar stunda sjúkl- inga á sjúkrahúsum í ákveðnum tilvikum. A kvöldin verða frjálsar kvöldvökur með tónlist og söng, erindi verða flutt, lesið verður upp og myndasýningar. Ymsir listamenn í tónlist m.a. og skáld sækja gesti heimilisins heim í sumar, og má þar nefna Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Kristján frá Djúpalæk, Þorvald Steingríms- son og fleiri. Helgistundir verða með prest- um en helgistundir á kvöldin verða fastur liður, með tónlist á undan og eftir, og verður þar lögð áherzia á kyrrð hugans að sögn Jóns. Hressingarheimilið verður op- ið frá 28. júní til 23. águst en þegar er dvöl pöntuð fyrir 60 gesti af 160 mögulegum yfir sumarið. Hægt er að panta dvöl í viku eða lengur, og jafnvel í 2—3 daga til reynslu í byrjun og fleiri daga ef vel líkar. Jón sagði að aðstæður væru fyrir 20—25 gesti að staðaldri, en 11 þriggja manna herbergi væru í skóla- húsinu að Varmalandi þar sem heimilið verður rekið, svo nýt- ingin á herbergjum yrði e.t.v. ekki eins góð sem skyldi. Vikudvöl að Varmalandi mun skólastjóri. kosta rúmlega 100 þúsund krón- ur með öllum máltíðum, en þar sem reksturinn er ekki styrktur, er helzt líkur rekstri á heima- vistarskóla að sögn Jóns, þá er ætlast til að gestir komi sjálfir með ver með sér um sængurföt og handklæði t.d. — þannig megi m.a. gera reksturinn ódýrari. Við rekstur þessa fyrirtækis verður lagt kapp á að friðsæld ríki á staðnum og í daglegu umhverfi gestanna svo að þeir njóti sem bestrar hvíldar og búi sem lengst að henni. Það má geta þess hér í lokin að erlendis hafa heimili sem þessi verið sett á stofn eftir fyrirmyndinni Laugalandi í Eyjafirði sem þess- ir sömu aðilar og reka heimilið að Varmalandi stóðu fyrir. Pantanir um dvöl á hress- ingarheimilinu tekur Jón Sigur- geirsson sjálfur í síma á Akur- eyri alla daga milli 13.00 og 14.00 og 18.00 og 20.00. Fjárhagsáætlun Búða- hrepps samþykkt: Halli áætlaður um 2,5 milljón- ir króna Fáskrúðsfirði, 14. maí. F JÁRH AGSÁÆTLUN fyrir Búðahrepp í Fáskrúðsfirði var samþykkt fyrir skömmu og var þar samþykkt að hækka útsvarsprósentuna um 0,5% og verður hún því 11,5%. Heildartekjur eru áætlaðar ríflega 381 milljón króna og er þá miðað við hækkað útsvar. Þar er reiknað með því að halli á bæjarsjóði verði um 2,5 milljónir króna, en ef út- svarsprósentan hefði verið hækkuð um 1%, hefði hagur bæjarsjóðs verið jákvæður um ríflega 5,5 milljónir króna. Stærsti útgjaldaliðurinn í fjárhagsáætluninni eru út- gjöld vegna varanlegrar gatnagerðar, en til þess er áætlað að verja um 73 milljón- um króna. Þá koma fræðslu- málin með um 47 milljónir króna. Áætlunin var samþykkt með atkvæðum beggja fulltrúa sjálfstæðismanna og fulltrúa Álþýðubandalagsins, en þeir mynda meirihluta hrepps- nefndar. Þá greiddi annar fulltrúi Framsóknarflokksins atkvæði með áætluninni, en hinn sat hjá og lýsti þeirri skoðun sinni að nýta ætti útsvarsprósentuna að fullu. Þá var einróma samþykkt að nýta alla aðra tekjustofna sem fyrir eru. — Albert. Teppaland nemur land á Akureyri Akureyri 10. maí. VERSLUNIN Teppaland í Reykja- vík hefir í dag opnað útibú í Tryggvabraut 22 á Akureyri. Verslunin er þar í björtu og rúmgóðu húsnæði á 180 fermetra gólffleti. Þennan mánuð munu starfa þar tveir starfsmenn aðal- verslunarinnar í Reykjavík, þeir Sigmundur Guðbjarnason, versl- unarstjóri, og Ingimundur Hákon- arson, en frá næstu mánaðamót- um veita versluninni forstöðu hjónin Stella Kristín Víðisdóttir og Guðjón Gíslason. Eigandi fyrir- tækisins er Víðir Finnbogason. í versluninni eru 25 rafknúðar tepparúllur, og með þeim er hægt að sýna teppi á stórum fleti. Þar að auki eru til sýnis og sölu stök teppi og sýnishorn um 50 lita og gerða, sem unnt er að panta frá versluninni í Reykjavík. Flest teppin, sem á boðstólum eru, eru frá Kanada, Bandaríkjunum, Eng- landi, Hollandi og Belgíu, og eru þau flutt inn milliliðalaust. Yfir- leitt nýtur Teppaland magnaf- sláttar hjá framleiðendum, og þess vegna er hægt að bjóða teppin á lægra verði en ella. Sv. P. Við opnun verslunarinnar Teppalands: Viðir Finnbogason, Sigmund- ur Guðbjarnason, Jón H. Karlsson, framkvæmdastjóri Teppalands í Reykjavik, og Ingimundur Hákonarson. Frá fundi kaupmanna á Akurcyri. Ályktanir Kaupmannafélags Akureyrar Akurcyri. 10. maí. KAUPMANNAFÉLAG Akureyr- ar hélt félagsfund í dag. þar sem m.a. var rætt um vanda dreifbýl- isverslunar. Nokkrir forystu- menn kaupmannasamtakanna komu á fundinn og fluttu erindi. 1 fundarlok voru eftirfarandi ályktanir samþykktar einróma: P’undurinn vekur athygli á þeim erfiðleikum sem landsbyggðar- verzlunin á við að glíma og telur það skyldu stjórnvalda að hlutast nú þegar til um úrbætur, þannig að smásöiuverzlunin geti gegnt því hlutverki sem til er ætlast í nútíma þjóðfélagi. Fundurinn bendir sérstaklega á það mikilvæga hlutverk sem verzl- unin gegnir til byggðarjafnvægis í landinu. Verzlunin sem atvinnu- grein nýtur engra opinberra styrkja eða ívilnana, þvert á móti má segja að hún hlaupi undir bagga með öðrum atvinnugreinum landsmanna, svo sem iandbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði, með því að taka að sér nauðsynlega þjónustu fyrir gjald, sem er ákveðið af hinu opinbera og í mörgum tilfellum undir kostnaðarverði. Á hverju ári gera þingmenn og ríkisstjórn sérstakar ráðstafanir til þess að bæta hag annarra atvinnugreina landsmanna, en lit- ið er framhjá þeim vanda sem verzlunin í landinu á við að etja. Við þetta verður ekki lengur unað af hálfu verzlunarinnar og áskilur hún sér allan rétt þar að lútandi. Almennur fundur í Kaup- mannafélagi Akureyrar, haldinn að Hótel Varðborg laugardaginn 10. maí, mótmælir harðlega þeirri fyrirætlun ríkisstjórnarinnar sem fram kemur í frumvarpi til láns- fjárlaga fyrir árið 1980, um að skerða ráðstöfunarrétt lífeyris- sjóða landsmanna, með því aö skylda þá til þess að láta af hendi 40% af ráðstöfunarfé þeirra til hins opinbera. Lífeyrissjóðir eru stofnaðir í frjálsum kjarasamn- ingum milli launþega og atvinnu- rekenda og eiga því þessir aðilar fullan rétt til ráðstöfunar á því fé sem rennur til þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.