Morgunblaðið - 17.05.1980, Síða 36

Morgunblaðið - 17.05.1980, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 Aðalfundur Snarfara Úr Reykjavíkurhöfn. Yst til hægri á myndinni er 22 feta Flugfisk-bátur, sem segir nánar frá í greininni,... vinsælir rallbátar. Ljósm. H.S. I dag, iaugardaginn 17. maí, heldur Snarfari, félag sportbáta- eigenda, sinn fimmta aðalfund í húsi Slysavarnafélags íslands á Grandagarði. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður í tengslum við fundinn bátasýn- ing, bæði á sjó og landi, með þátttöku bæði innlendra báta- framleiðenda og bátainnflytj- enda og er aðgangur ókeypis. Þeir, sem væntanlega taka þátt í sýningunni, eru: Benco, Bolholti, Bogi Baldursson, Barco, Gísli Jónsson, Ingvar Herbertsson, Mótun h/f, og Rolf Johanson. ef til vill bætast enn fleiri við eftir að línur þessar eru ritaðar. Ahugi virðist alltaf mikill á bátum og því ætti þetta að vera kærkomið tækifæri fyrir Reyk- Bátar Umsjón HAFSTEINN SVEINSSON víkinga nú í vorblíðunni þegar sjósóknaráhugi er í hámarki. Ættu allir bátaáhugamenn að notfæra sér þessa sýningu og fjölmenna, ekki síður fyrir það að mönnum gefst kostur á að reynslusigla einhverjum sýn- ingarbátanna, sem verða í höfn- inni neðan við Slysavarnahúsið á Grandagarði. Þar sem Snarfari er með sinn aðalfund á sama tíma, skal öllum bátaáhuga- mönnum bent á, að þeir eru velkomnir í félagið enda full þörf á að efla samtakamáttinn, þar sem enn stendur yfir barátta fyrir fjárveitingu í þá smábáta- höfn, sem samþykkt var 1978 af þáverandi borgarstjórnarmeiri- hluta, að gerð yrði í Elliðavogi, en ekki hefur þrátt fyrir marg- endurteknar áskoranir fengist fjárveiting fyrir sem er í sjálfu sér óviðunandi og Reykjavíkur- borg til minnkunar. Nánar mun form. Snarfara skýra frá þessari tregðu borgaryfirvalda á aðal- fundi félagsins í dag. Auk báta- sýningarinnar mun Slysavarna- félagið taka á móti gestum og sýna tækjabúnað sinn í Gróubúð og Slysavarnahúsinu á Granda- garði. Sýningu Karls að ljúka Málverkasýningu Karls Kvar- ans í Ásmundarsal lýkur á sunnudagskvöld. Aðsókn hefur verið ágæt að sýningunni og margar myndir selst. Sýningin er opin kl. 14—22 laugardag og sunnudag. VERTÍÐARLOK — Sólborg SU 202 varð aflahæst vertíðarbáta frá Fáskrúðsíirði í ár og landaði skipið 730 lestum. en hluti aflans var aðgerður fiskur. Skipstjóri á Sólborgu er Ilermann Steinsson, en hann er einnig einn af eigendum skipsins. Tveir aðrir bátar voru gerðir út frá Fáskrúðsfirði í vetur. Þorri SU 402 kom með 530 lestir að landi og Guðmundur Kristinn SU 404 með 488 lestir. Myndin er tekin af Sólborgu að koma inn úr fyrstu veiðiferð eftir páskastoppið með 94 lestir af vertíðarþorski. (Ljósm. Albert). VOR-RABB um nokkrar nytjajurtir Síðari hluti Margar káltegundir hafa verið ræktunarjurtir manna frá örófi alda. Ymiskonar kál vex ágætlega hér og gefur góða uppskeru. Vil ég telja upp nokkrar káltegundir, sem ég hef góða reynslu af: SALAT er góð matjurt, sem sáð er beint í garðinn snemma vors og kemst fljótt í gagnið. Af því eru ræktuð mörg af- brigði en í stórum dráttum skiptist það í blaðsalat og höfuðsalat. Því er sáð í raðir með um það bil 15 sm. milli raða. Það getur staðið dálítið þétt í röðunum en betra er samt að grisja það og gefa því nokkurt vaxtarrými, ef til vill má gera það með því að taka jafnóðum til notkunar þær plöntur, sem standa of þétt. Blaðsalatið vex hraðar en höf- uðsalatið en er varla eins ur. Blómkál er ákaflega fallegt á borði og gott til matar. Það þolir illa frostnætur haustsins og er þá gjarnan brotið blað af plöntunni yfir höfuðin, ef manni finnst þau ekki nógu stór til þess að skera þau upp. Blómkál má geyma í frystikist- unni en þá þarf að sjóða það fyrst í um það bil 3 mínútur, eftir að búið er að þvo það og taka í hríslur, kæla síðan vel og pakka í kistuna. HÖFUÐKÁL EÐA HVÍTKÁL er einhver hollasta matjurt sem þekkist og almennt ræktuð um allan heim. Af því eru mörg afbrigði í ræktun. Hér þarf að velja hratt vaxandi afbrigðin því vaxtartíminn er stuttur miðað við suðlægari lönd. Hraðvöxnu afbrigðin — sum- arhvítkálið — hefur ekki eins Spinat bragðgott. Ekki þarf stórt sal- atbeð til að geta haft salat á borðum frá því seint í júní og fram í október. Webbs-Wond- erful og Butterchrunch eru ágæt afbrigði. GRÆNKÁL er sú káltegund, sem einna lengst hefur verið í ræktun hjá mannkyninu, enda fyrirmyndar matjurt, harð- gerð, nægjusöm og auðræktuð, vítamínauðug og holl til matar. Lágvaxin afbrigði eru heppileg hérlendis. Grænkál getur stað- ið úti langt fram á vetur. Það má geyma í frosti. SPÍNAT er vinsæl matjurt enda auðræktuð og auðugt af A-vítamíni. Það hefur þann galla að í því er oxalsýra og ætti því ekki að vera daglega á borðum. Til kálplantna, sem mynda höfuð er oftast sáð inni eða í reit í apríl og plantað út, um eða eftir miðjan maí eftir því hvernig tíð fellur. Plönturnar þarf að venja við útiloftið, herða þær áður en þær eru settar út í garðinn. Kálplöntur tilbúnar til gróðursetningar úti eru og jafnan til sölu í flestum gróðrarstöðvum á vorin. BLÓMKÁL nær hér góðum þroska ef sáð er snemm- sprottnum afbrigðum. Það þarf mikinn áburð, og vökvun í þurrkatíð, einkum ungar plönt- stór og föst höfuð og vetrarhöf- uðkálið en þó er hægt að fá mjög sómasamlega uppskeru af því. Hraðvaxnasta afbrigðið sem ég hef reynt er toppkáls- tegund GREYHOUND. Það verður ekki mjög stórt en er fljótt að mynda höfuð og er ljúffengt. Af höfuðkáli má nefna afbrigðin Ditmarsken, Stonehead og Green Express, sem öll hafa reynst mér vel. Frh. Salat I röðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.