Morgunblaðið - 17.05.1980, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.05.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 23 jr Israelsmenn gera árásir á Líbanon Tel Aviv, 16. maí. AP. ÍSRAELSMENN gerðu árásir með þyrlum og fallbyssubátum á palestínsk skotmörk í Suður- Líbanon i nótt og að minnsta kosti 11 biðu bana og 17 særðust. Sjö skæruliðar ú Saiqa-samtök- unum sem Sýrlendingar styðja biðu bana af völdum tíma- sprengju sem ísraelskur árásar- flokkur skildi eftir að sögn tals- manna yfirvalda i Sidon. Arásar- flokkurinn kom með þyrlu til skæruliðastöðvar nálægt libönsku þorpi inni i landi 16 km frá israelsku landamærunum. Sprengjan sprakk þegar Saiqa- skæruliðarnir rannsökuðu gripinn nánar í Sidon og sjö biðu bana og fjórir særðust. Talsmaðurinn sagði að fallbyssu- þyrla hefði gert árás á flutninga- bifreið nálægt Kfarwa-stöðinni, 35 ára gamall ökumaður bílsins beið bana og bifreiðin varð eldi að bráð. Stórskotaliðsárás var einnig gerð á Nabatiyeh frá ísraelsku landa- mærunum og yfirráðasvæði her- sveita Saad Haddad majórs. ísraelskir eldflaugabátar gerðu eldflaugaárásir á hafnarborgina Tyros og þrjár búðir Palestínu- manna umhverfis borgina. Einn Palestínumaður og tvær konur biðu bana og 10 særðust. Verðbólgan yfir 20% í Bretlandi Það var þungbúinn forsætisráðherra, sem sté inn í bifreið sína fyrir utan þinghúsið í Tókýó síðdegis í gær. Vantrauststillagan á Ohira og stjórn Frjálslynda demókrataflokksins, sem hefur ráðið ríkjum í Japan frá stríðslokum, var borin fram af Sósíalistaflokknum. (AP-símamynd) London, 16. mal. AP. VERÐBÓLGAN í Bretlandi hækkaði um tvo af hundraði í 21,8% í apríl miðað við næsta mánuð á undan og hefur aldrei verið hærri siðan í febrúar 1976 samkvæmt tölum sem voru birtar í dag. Verðlag hefur rúmlega tvöfald- azt síðan ríkisstjórn Margaret Thatcher kom til valda fyrir rúmu ári. Verðbólgan var 10,3% í maí 1979. Verðbólga er meiri í Bretlandi en í nokkru öðru iðnaðarríki oc eina hliðstæðan er Ítalía þar sem verð- bólgan er 20,5%.' Verðbólga í Bandaríkjunum er 14,7%, í Vestur- Þýzkalandi 5,8%, Frakklandi 13,7% og í Japan 8%. Á tveimur síðustu mánuðum hafa auk þess orðið miklar hækkanir á eignasköttum, húsaleigu, bensín- verði (nú 3 dollarar gallonið), far- gjöldum, rafmagni og gasi, meðul- um og matvælum. En kaupgjald helzt nokkurn veginn í hendur við verðbólguna og hefur hækkað um 20.1% að meðaltali. Larsen efstur Bugojno, Júgóslaviu, 16. maí. AP. SOVÉZKU stórmeistararnir Lev Polugaevsky og Mikhail Tal sigr- uðu júgóslavnesku stórmeistar- ana Ljubojevic og Bojan Kurajica i Bugojno í gær. Skák heims- meistarans Anatoly Karpov og Júgóslavans Borislav Ivkov fór í bið, en Karpov hefur betri stöðu. Bent Larsen gerði jafntefli við Jan Timman frá Hollandi og Daninn heldur því forystu sinni á mótinu. Skák Horts og Andersons frá Svíþjóð fór í bið, en Kavalek og Gligoric sömdu jafntefli. Staðan: Larsen 3Vz, Timman, Polugaevsky 3, Tal, Ljubojevic, Kavalek 2xk, Karpov, Anderson, Tvkov 2 (1 biðskák) Gligoric 2, Hort xk (1 biðskák), Kurajica 1 xk. ttent Liarsen geroi jainiein vio oon, -rz u oiosaaK;, tvurajica i‘/2. }ýrt að hringja í Nor- gi - og hækkar enn iló. 16. mai. Frá Jan Erik Laurie. Ó8ló, 16. mai. Frá Jan Erik Laurie, tréttaritara Mbi. NOREGUR er að verða eitt dýr- asta land i heimi fyrir símnotend- ur og enn mun verðið hækka. Frá 1. júli hækka afnotagjöldin um átján prósent. Samtímis því að setja mikinn kraft í að byggja upp simakerfi landsins, vegna þess að óeðlilega löng bið þykir þar eftir að fólk geti fengið síma. Nú eru á biðlista eitt hundrað þúsund manns. Hvert skref nú kostar 67 norska aura eða um sjö krónur ísl. og varir það í 180—200 sekúndur eftir því hvar í Noregi er hringt. Frá og með 1. júlí hækkar gjald á skref í 83 aura. Veður víða um heim Akureyri 14 skýjað Amsterdam 16 heiörikt Aþena 35 mistur Barcelona 20 léttskýjað Berlín 17 lóttskýjað BrUssel 18 heiöríkt Chicago 16 skýjað Frankfurt 16 heiöríkt Genf 14 heiöríkt Helsinki 21 heiðríkt Jerúsalem 31 heiðríkt Jóhannesarborg 23 heiðríkt Kaupmannahöfn 13 heiðríkt Las Palmas 22 léttskýjað Lissabon 24 heiöríkt London 19 heiðríkt Los Angeles 20 skýjað Madríd 21 heiðríkt Malaga 17 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjaö Miami 29 skýjað Moskva 6 skýjað New York 20 heiðríkt Ósló 25 heiðríkt París 20 skýjað Reykjavík 9 skýjað Rio de Janeiro 31 heiðríkt Róm 16 skýjað Stokkhólmur 20 heiðríkt Tel Aviv 29 heiðríkt Tókýó 19 rígning Vancouver 18 skýjað Vínarborg 15 heiðríkt Greenpeace dæmt í sekt London. 15. maí — AP. GREENPEACE hefur verið dæmt í 800 punda sekt fyrir að reyna að koma í veg fyrir að skipið „Pacific Fisher", hlaðið kjarnorkuúrgangi. legðist að bryggju í Barrow-in-Furness á austurströnd Englands 25. marz sl. Samtökin verða og að greiða málskostnað. Þrír forystumenn Grænfrið- ætluðu að halda áfram baráttu unga, Allan Thornton, Pete Wil- kinson og David McTaggart, sluppu við fangelsisdóm vegna loforðs um að trufla ekki eða hindra skip í höfninni í Barrows. Það voru Grænfriðungar úr „Rainbow Warrior" sem reyndu að hindra „Pacific Fisher“ með því að sigla fyrir skipið í gúmbátum. En þrímenningarnir lýstu því yfir eftir réttarhöldin að þeir Þetta geröist 1970 — Norski landkönnuðurinn Thor Heyerdahl fer frá Marokkó í papýrusbátnum Ra II og gerir aðra tilraun til að sanna að Forn- Egyptar hafi farið til Nýja heimsins fyrir 4—5.000 árum. 1961 — Fidel Castro býður skipti á föngum, sem voru teknir í Svína- flóa-innrásinni, og bandarískum dráttarvélum. 1949 — Bretar viðurkenna sjálf- stæði Eire, en ítreka stöðu Norður- írlands. 1940 — Þjóðverjar taka Brussel. 1939 — Svíar, Finnar og Norðmenn hafna boði Þjóðverja um griðasátt- Fimm forsetar hafa notað almannafé til eigin þarfa London, 16. mai. AP. KYNHVÖT Lyndon B. Johnsons forseta var sterk með ólíkindum og hann naut ásta við ritara sína á legubekk í herbergi við hliðina á forsetaskrifstofunni og minnstu munaði að komið væri að Leonid Brezhnev, forseta Sovétríkjanna, með flugfreyju. Frá þessu segir í nýrri bók, „Breaking Cover“ eftir Bill Gulley, yfirmann hermálaskrifstofu Hvíta hússins um 11 ára skeið, að sögn brezkra blaða í dag. Gulley sakar síðustu fimm forseta Banda- ríkjanna um að nota milljónir dollara úr ríkissjóði til eigin þarfa — allt frá kvenna- fari upp í endurbætur á húsum sínum, og Jimmy Carter er þar með talinn. Hann segist hafa farið til heimabæjar Carters, Plains, Georgíuríki, til að ræða kaup á jarðnæði í eign Billy Carter forsetabróður, handa Bandaríkjaher og seg- ir að Miss Lillian forsetamóðir hafi sam- þykkt viðskiptin. „Taktu allt sem þú getur því að þú færð aldrei aftur annað eins tækifæri," segir Gulley að Miss Lillian hafi sagt. „Bókin mun valda pólitísku fjaðrafoki þegar hún kemur út í sumar," segir eitt brezku blaðanna. í bókinni segir að Brezhnev hafi smyglað vinstúlku sinni — ónafngreindri flugfreyju Aeroflot, inn í svefnherbergi sitt þegar hann dvaldist í Camp David í forsetatíð Richard Nixon. En Pat Nixon „leit undan" til þess að gera þetta ekki að milliríkjamáli að því er segir í bókinni. Gulley segir að Johnson hafi fengið mikla kynorku sína frá B—12 vítamínsprautum. Hann á að hafa greitt ritara nokkrum kaup fyrir 55 tíma yfirvinnu þegar hann tók hana með sér í fjögurra daga embættisferð. Peningarnir segir Gulley að hafi komið úr sérstökum sjóði sem síðustu fimm forsetar hafi haft til ráðstöfunar og þingið viti ekki um þar sem þeir séu faldir á lið fjárlaga um útgjöld til hervarna. Gulley játar að hafa séð um þessar greiðslur. Því er haldið fram í bókinni að Johnson hafi notað sjóðinn til að gera endurbætur að upphæð fjórar milljónir dollara á búgarði sínum í Texas og að John F. Kennedy hafi eytt fimm milljónum sem engin grein var gerð fyrir þegar hann var í Hvíta húsinu. Ekki kemur fram í fréttum brezkra blaða hvort Richard Nixon og Gerald Ford hafi notað sjóðina. Sjóðurinn er til staðar til að gera forseta kleift að gera það sem hann þarf að gera eða langar til. Gulley, höfundur bókarinnar, er fyrrver- andi liðþjálfi úr landgönguliðinu og var forstöðumaður hermálaskrifstofu Hvíta hússins 1966 til 1977. Hann kveðst hafa sagt af sér þar sem hann hafi fyllzt viðbjóði á þeirri hræsni sem komið hafi fram hjá Cafterstjórninni þegar um það var rætt að reisa hernaðarmannvirki á landi Billy Carter. sinni gegn því að kjarnorkuúr- gangur komi til Bretlands. McTaggart sagði fréttamönnum að í loíorðinu fælist ekki að þeir mundu ekki hafa í frammi frið- samleg mótmæli, í því fælist aðeins að þeir trufluðu ekki skip- in. , Grænfriðungar telja að Iífi fólks í Barrow stafi hætta frá flutning- um með kjarnorkuúrgangsefni. 17. maí mála, en Danir, Eistlendingar og Lettar taka því. 1900 — Bretar leysa Mafeking úr umsátri í Suður-Afríku. 1885 — Þjóðverjar innlima Norð- ur-Nýju-Guineu og Bismarck-eyja- klasann. 1848 — Ferdinand I af Austurríki flýr til Innsbruck. 1814 — Norðmenn lýsa yfir sjálf- stæði. 1809 — Napoleon Bonaparte fyrir- skipar innlimun Páfaríkjanna. 1803 — Bretar kyrrsetja frönsk og hollenzk skip í brezkum höfnum. 1756 — Bretar segja Frökkum stríð á hendur — Frakkar taka Minorca. 1632 — Gústaf Adolf sækir inn í Munchen og kjörfursti Saxa tekur Prag. 1579 — Arras-friður. 1536 — Cranmer erkibiskup ómerkir giftingu Hinriks VIII og Önnu Boleyn. 1521 — Edward Stafford, kröfuhafi ensku krúnunnar, tekinn af lífi fyrir landráð. Afmæli — María Theresía, aust- urrísk keisaradrottning (1717— 1780) — Edward Jenner, enskur læknir (1749-1823) - Birgit Nils- son, sænsk óperusöngkona (1922—). Andlát — 1510 Sandro Botticelli, myndlistarmaður — 1799 Pierre de Beaumarchais, leikritahöfundur — 1838 Talleyrand, stjórnmálaleiðtogi. Innlent — 1941 Alþingi samþykkir ályktanir um sambandsslit — 1841 d. Thomas Sæmundsson — 1207 d. Herdís Ketilsdóttir og Halla — 1311 d. Sig. Seltjörn — 1341 d. Styrkárr Gizurarson í Nesi — 1724 Eldgos í Mývatnssveit — 1913 Eimreið ekur eftir nýrri járnbraut frá Öskjuhlíð — 1959 Ásmundarsalur opnaður — 1974 Gengislækkun — 1898 f. Einar Guðfinnsson útgm. — 1912 f. Robert A. Ottósson — 1924 f. Haukur Morthens. Orð dagsins — Það er mannlegt að borða; það er guðlegt að melta — Mark Twain, bandarískur rithöf- undur (1835—1910).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.