Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.05.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ1980 37 Jón Þ. Árnason: Það erflónska að búast við bjargráðum af þeim, sem hugsa eins ogfjöldinn talar. Lífríki og lífshættir L Efinn um burðarþol náttúru- ríkisins og, í rökréttu framhaldi af honum, óttinn við tilvistar- nauð mannkynsins sem lífveru- tegundar, hafi rutt sér sífellt ofar á dagskrá tíðarandans, er allt til loka 3. ársfjórðungs líðandi aldar var fjötraður ofsa- trú á óþrjótandi töframátt efnis- bundinna framfara, reistum á grunni vísinda- og tækniafreka. Nú verður því varla litið svo í blað eða tímarit, merk og ómerk, eða hlýtt á fréttir og prédikanir, án þess að um hin válegu málefni sé fjallað rétt eins og eitthvað, sem öllum hafi verið ljós frá ómunatíð. Af þeim sökum er nánast sjálfgefið að sú spurning vakni, hvers vegna komið sé fram á glötunarþröm, hvernig sú ganga var hafin og leidd, úr því að allir, eða a.m.k. flestir, hafa vitað og skilið, hvað framfaraklukkan sló fyrir mörgum árum eða jafnvel áratugum. Ráðaleysi í velferðargildru Þótt hér verði látið undir höfuð leggjast að ráða í þvílíkar þverstæður óreiðualdar, verður tæplega talið úrleiðis að benda á, að hinar blossandi umræður um eyðileggingu náttúrlegra lífs- skilyrða og mannlegra lífshátta, bera einnig að því leyti hryggi- legan vott um uppgjafaranda og úrræðaleysi ráðandi samtíðar- afla, að þau fara hamförum gegn afleiðingaatriðum og sjúkdóms- einkennum, en annað hvort þekkja ekki raunverulegar hnignunarorsakir þess, sem venjulega hefur verið talið eftir- sóknarvert menningarlíf, ellegar hafa þær vitandi vits að engu. Mér sýnist því lítið efamál, að flest hugsandi fólk, muni heils- hugar geta tekið undir með þýzka rithöfundinum og fræði- manninum Heinz Friedrich, er kemst þannig að orði (í bók sinni „Kulturkatastrophe — Nachruf auf das Abendland", Hamburg 1979): „Staðreynd er því, að hin hraðfara eyðilegging um- hverfisskilyrða, sem iðnaðar- þjóðfélög nútimans leystu úr læðingi. er aðeins afleiðing miklu djúpstæðari atburða- rásar — nefnilega skyndofn- unar og þar með hrörnunar vestrænnar menningar.“ Vitanlega er ekkert undarlegt við að afleiðingar séu yfirleitt auðþekktari en orsakir. Margs konar orsakir illbærilegra óþæginda og jafnvel skelfinga liggja þó oft ekki dýpra en svo, að sérhver sæmilega skynug manneskja ætti að geta gert sér þeirra grein án teljandi áreynslu. Aðrar verða eðlilega vandfundnari. En ef og þegar ófarnaðarorsakir eru fundnar án þess að tvímæla orki, virðist ekkert áhorfsmál, að við þeim beri að bregðast með uppræt- ingu fyrir augum. A hinn bóginn verður rauna- lega oft sá hængur á, að einmitt þá skortir djörfung og dug. Oft og lengi hefir sú krafa verið höfð í frammi, að menn ættu að læra af sögunni, reynsl- unni — bæði sinni eigin og annarra. Raunin hefir samt sem áður orðið sú, að fá dæmi munu finnast um erfiðara og lang- dregnara nám. Svo torsótt hefir það í sannleika sagt reynzt, að spekingur nokkur, sem ég man ekki að nefna í svipinn, þótti komast afar nærri kjarna máls- ins, þegar hann mælti á þá leið, að það helzta (eða eina), sem mannkynið hefði lært af mann- kynssögunni, væri, að það hefði ekkert af henni lært. Vafalítið hefir hinn merki maður tekið fremur of djúpt í árinni, væntanlega af ásettu ráði, í því skyni að leggja áherzlu á þá sannfæringu sína, að heillavænlegir lærdómar hefðu orðið úti í hrævakulda. Einn hinna gagnlegustu lær- dóma, sem auðvelt hefði átt að vera að draga af þúsunda ára misviðrasamri vegferð mann- eskjunnar í rúmi og tíma, sér- staklega eftir að hún gekk í velferðargildrur liberalisma og sósíalisma, er án efa sá, að lífshamingjan lýtur ekki mark- aðslögmálum, og því síður lög- skipuðum verðlagsákvörðunum. Hún er ekki til sölu og fæst því ekki keypt. Himinháir kauptaxtar og mik- il yfirvinna koma að litlu haldi og hefna sín undantekningalítið með verðsprengingum; eyðslu- vöxturinn hefir náttúruspjöll og Hljómsveitarstjóri „velferðarinnar“ Barátta niðurlægingu við háð og spé framfærsluríkisins. Verður þá til einskis að berj- ast? Þeirri spurningu verðum við að svara neitandi. Berjast verðum við — og það þótt ekki se nema baráttunnar sjálfrai vegna. Um árangurinn getum við hins vegar ekkert vitað — en hefjast verðum við handa eigi aö síður. Verkefnið er risavaxið, satt og rétt er það, og úrslit hljóta að velta á þeim, sent forystu taka. En enda þótt svo kynni að fara, að baráttan fyrir sam- virknibúskap manns og náttúru mistækist, væri samt sem áður ófyrirgefanleg glópska að ana eyðsluvaxtarbrautina beint af augum hér eftir sem hingað til. Slíkt gönuskeið myndi ekki leiða til annars en að stytta frestinn til óhjákvæmilegra skuldaskila á ábyrgðarlausan hátt, með þeirri afleiðingu að fallið niður af heljarbrúninni hlyti að verða miklu harkalegra en ella. „Þeir ljúga allir ...“ Flestum okkar verður alltof oft á að hneykslast vegna yfir- sjóna og misferlis náungans: Hins vegar valda eigin heimska og aumingjaskapur okkur sjaldnast erfiðum andvökum. Astæðan mun líklega helzt vera sú, að hugsanir okkar rista ekki sérlega djúpt, og framkvæmda- þrekið af skornum skammti. Þannig eru atkvæði. Úrlausna verður því aldrei að vænta úr án fórna er óhugsandi lífríkistjón, orkuskort og hrá- efnaskort í för með sér. Máls- metandi vísindamenn eru þess vegna mjög bærilega á einu máli um, að núlifandi kynslóðir séu komnar ískyggilega langt með að torga þeirri köku nú þegar, sem afkomendunum var einnig ætl- uð. Kardínáli teku til máls Við og við láta velviljaðir og vakandi athugendur samtíma- þróunar þess reyndar getið, að straumhvarfa sé tekið að gæta í viðhorfum almennings til vel- Og kardínálinn spyr: „Er því í rauninni ekki þannig farið, að fjöldi fólks gleymir bókstaflega að lifa sökum ein- skærrar ágirndar? Er sannleik- urinn ekki sá, að margur maður- inn kaupir hluti, sem hann þarfnast ekki, fyrir peninga, sem hann á ekki, til þess að ganga í augun á fólki, sem honum geðj- ast ekki að?“. Skynsamlegar athugasemdir hins háttsetta kirkjuhöfðingja þurfa engum að koma á óvart. En dr. König kardínáli er auðvit- að fyrst og síðast dyggur þjónn kirkju sinnar og ötull talsmaður jákvæðan, framsýnan hátt. Ennfremur ber og á að líta, að skyndigeðhrif, duttlungar og tízkustraumar móta iðulega al- menningsálitið, sem eðli sínu samvkæmt er hvarflandi og því óábyggilegt. Þess vegna m.a. er ákaflega ósennilegt, að almenn skynsemd, þó að sammögnuð kunni að verða, megni nokkru sinni að standast ofuráhrifum tæknivæddra hraðgróðaafla snúning nema örskamma hríð. Orð og árangur Er þá frágangssök að ímynda sér, að hugsjónin um nærgætni við náttúruríkið og skaplega Uppgjöf og Orðaflaumur Forysta úrræðaleysi í athafna fyrir stað finnst engin ferðartilburða atvinnulýðræð- ismanna. T.d. hefir dr. Franz König, kardínáli í Vín, sem alvarlega kom til álita við síðasta páfakjör, en snerist á sveif með yngri vini sínum, Karol Woityla, núverandi páfa, látið þess getið nýlega (í viðtali við vikublaðið „Bunte“, Offen- burg, 2. f.m.), að undanfarin ár hafi hann orðið þess var í vaxandi mæli, að fjöldinn óskaði afturhvarfs til einfaldari og heilbrigðari lífshátta. Hann kveður fjölda fólks tekinn að spyrja sjálfan sig: Er lífsnautnin í raun og veru aðeins fólgin í vinnu, peningapuði, eyðslugetu? Og honum virðist flestir hafa á tilfinningunni, að þeir fari á mis við hið eiginlega líf, hina fölskvalausu lífsgleði, hina sönnu hamingju. þeirrar trúar, sem hún hefir helgað sig og sína. Fyrir því hlýtur getsakalaust að mega efa, að stofnun og trúarbrögð, er hafa leitt mann- dýrkun til jafn fortakslausrar upphefðar og raun sannar, sé að öllu leyti traustvekjandi stór- skotalið í stríðinu gegn heims- ósómanum, sem ekki hvað sízt á rætur að rekja til forynjulegra kenninga um, „að manneskjan er kóróna sköpunarverksins", „maðurinn er herra náttúrulög- málanna", „allir menn eru skap- aðir jafnir", o.fl. af svipuðu tagi. Ekki er heldur ósanngjarnt að ætla, að kirkjunnar mönnum hætti óhóflega til að ofmeta gæzku og skynsemi manneskj- unnar yfirleitt, en þó alveg sérstaklega vilji hennar til þess að beita vitsmunum sínum á lífshætti manneskjunnar verði einhvern tíma að veruleika? Öil- um er fyrir löngu orðið kunnugt um, hversu lítils kristinn dómur hefir fengið áorkað á nálega 2.000 árum. Honum fylgdi þó úr hlaði sægur þróttmikilla boð- bera og snjallra áróðursmeist- ara, hann hreif hugi og hjörtu alþýðu og borgara á undra- skömmum tíma; keisarar, kon- ungar, heimspekingar, hershöfð- ingjar og herraþjóðir urðu síðan í fylkingarbrjósti. Þrátt fyrir það lifa Dauðasyndirnar sjö — ágirnd, nízka, öfund, óhóf, leti, bruðl og hroki — enn þann dag í dag við biómlegan hagvöxt, eig- inlega gróskumeiri en nokkru sinni fyrr. A sama tíma veslast Megindyggðirnar fjórar — fyrir- hyggja, réttsýni, hugprýði og hófsemd — upp í örbirgð og vinstri átt. Málsbót er, að al- menningur hefir ekki tranað sér fram á uppboðstorgum fyrir- greiðslumarkaðarins og skuld- bundið sig til þess að leysa sérhvert vandamál öllum að kostnaðarlausu. Það hafa aðrir gert: Atvinnulýðræðismenn, sem kalla sig stjórnmálamenn. Um þá manntegund fórust framsýnismanninum og heim- spekingnum Oswald Spengler þannig orð í fyrri hluta síðustu bókar sinnar, „Jahre der Ent- scheidung“, sem kom út árið 1936 (síðari hlutanum auðnaðist honum ekki að ljúka fyrir andlát sitt sama ár): „Enginn stjórnmálamaður, enginn flokkur. naumast nokkur pólitískt hugsandi maður, stendur í dag nægi- lega vel að vígi til þess að segja sannleikann. Þeir Ijúga allir, þeir taka allir undir í kór hins dekurspillta og fá- vísa fjölda. sem þráir að láta fara jafn vel um sig á morg- un, eða betur. en áður. enda þótt stjórnmálamennirnir og leiðtogar efnahagslífsins ættu að geta gert sér gleggri grein fyrir hinum ógnvæn- lega veruleika." Þessi einkunn á ekki síður við árið 1980 en árið 1936, en þó aí> margt megi misjafnt um „stjórnmálamenn" segja . með réttu, finnst mér þeir þó ekki alltaf vera látnir njóta sann- mælis. Kjósendur segja þá tala allt öðruvísi en þeir hugsi og að þeir séu syndum hlaðnir. Hvort tveggja er rangt. Því miður er sannleikurinn sá, að þeir hugsa eins og þeir tala. Og tala. Að því er síðari ásökunina varðar, þá fær hún naumast staðizt heldur, því að hugsanir þeirra eru yfirleitt of volæðisleg- ar til þess að geta verið synd- samlegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.