Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 120. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1980 Prentsmiðja Morgunhlaðsm^ Klukkur París- ar hringdu þegar páfi kom í gær París 30. maí AP. KIRKJUKLUKKUM um gervalla Parisarborg var hringt í dag samtímis því að Jóhannes páfi II kom í fjögurra daga heimsókn til Berlín: Elzta gedd- an dauð Berlín 30.mai. AP. ELZTI ibúinn í dýragarðinum i Beriin, gedda, sem lifði af sprengjuárásir Bandamanna á borgina i striðinu, andaðist i dag, 55 ára gömul. Starfsmenn dýragarðsins segja að geddan hafi verið flutt í hann árið 1927 ásamt annarri sem drapst fyrir fjórum árum. Síðustu daga heimsstyrjaldarinn- ar voru geddurnar og aðrir íbúar dýragarðsins fluttir til Leibzig en komu „heim“ aftur árið 1953. Mjög óvenjulegt er að geddur nái svona háum aldri. í AP-frétt um geddulátið segir að hún hafi haft „góða matarlyst og ágæta heilsu" til hins síðasta. Frakklands sem „boðberi friðar, trúnaðar, kærleiks og trúar“. Stutt móttökuathöfn var fyrir páfa á flugvellinum og tók þar á móti honum Barre forsætisráð- herra og ýmsir forsvarsmenn ka- þólsku kirkjunnar í Frakklandi. Að svo búnu sté páfi um borð í þyrlu sem flaug með hann til Place Clemenceau á Champs Elysee og beið hans þar mikill mannfjöldi með Frakklandsforseta í broddi fylkingar. Páfi sagði í stuttu ávarpi að hann væri kominn til að styrkja kaþólisma í Frakklandi og bæri boð friðar og kærleika til allra manna. Síðan var ekið til Notre Dame þar sem páfi baðst fyrir og söng síðan messu á torginu úti fyrir kirkjunni. Munu um fimmtán þúsund manns hafa þrengt sér saman á torginu og hundruð þúsund manna voru við götur þær sem páfi fór um. Enda þótt um 80 prósent 53 milljón íbúa Frakklands séu ka- þólskir i orði mun þó aðeins um 6V4 milljón manna sem eru eldri en 15 ára iðka trú sína að staðaldri og á þriðja þúsund karlar hafa hætt prestsskap síðustu árin og æ færri stúlkur í Frakklandi finna hjá sér hvöt til að gerast nunnur. Ökyrrt í Baskalandi San Sebastian 30. maí. AP. FJÓRIR lögreglumenn urðu fyrir skotum og særðust illþyrmi- lega á þjóðveginum i útjaðri San Sebastian í Baskalandi i dag. Sjónarvottar segja að skotið hafi verið með vélbyssum ofan af húsþaki samtímis því að lög- reglubíll á eftirlitsferð með sex mönnum í fór þar hjá. Lögreglu- mennirnir höfðu ekki aðhafst neitt þegar skothríðin hófst skyndilega. Nú hafa Baskasamtökin ETA lýst 54 mannvígum á hendur sér það sem af er árinu. Jóhannes Páll páfi II ug Giscard D'Estaing Frakklandsfurseti vcifa til mannfjöldans sem fagnaði páfa við komu hans til Parisar í gær. Samkomulag í EBE-deilunni Hrusscl, 30. maí. AP. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Efnahagsbandalagslandanna náðu í dag samkomulagi í deil- unni um fjárframlög einstakra aðildarrikja til bandalagsins og góðar horfur eru á því að það fái samþykki ríkisstjórna landanna. Aðeins örfáum klukkustundum eftir að samkomulagið tókst sagði franska stjórnin að hún væri fylgjandi tillögunum. Brezki utan- ríkisráðherrann, Carrington lá- varður, vildi ekki láta í ljós álit sitt á samkomulaginu, en flýtti sér til London til að leggja það fyrir brezku stjórnina sem þegar hefur hafnað tveimur fyrri tillögum á síðustu sex mánuðum. Fulltrúi EBE kvaðst þess full- viss að ríkisstjórnirnar mundu samþykkja samkomulagið. Það miðar að því að ganga til móts við þá gagnrýni Breta að þeir greiði of mikið af 20 milljarða dollara fjárlögum bandalagsins. Framlag Breta er um 4 milljarðar, en þeir fá til baka aðeins 1,5 milljarð af framlögum EBE þar sem bændur eru færri þar en í öðrum aðildar- löndum og fá því minni niður- greiðslu. Síðan leiðtogafundur EBE var haldinn í Luxemborg í apríl hafa Bretar beitt þrýstingi til að fá lausn á deilunni með því að beita neitunarvaldi gegn 5% hækkun á niðurgreiðslum sem önnur aðild- arríki hafa farið fram á. Brezkir fiskimenn sturtuðu þorski við sjávarútvegsráðuneytið og sjómannskonur í Newcastle héldu ýsuútför London 30. maí. AP. FULLTRÚAR úrgra brezkra fiskimanna sýndu í dag reiði sína í verki, vegna innflutnings á ódýrum fiski, með því að sturta hálfu tonni af giænýjum þorski á tröppurnar á sjávarútvegsráðu- neytinu i London. Lögreglan kom í veg fyrir að þeir endurtækju leikinn við Dowing-stræti 10. en mennirnir, sem voru um 100 talsins, kváðust hafa hug á að færa Margaret Thatcher fisk að gjöf ásamt með bréfi þar sem þeir létu í ljós vanþóknun á þeirri mismunum sem þeir telja sig búa við. Talsmaður fiskimannanna, Nig- el Atkins, sagði að lögreglan hefði lokað Downing-stræti, þegar frétt- in spurðist út um fisktonnið á tröppum sjávarútvegsráðuneytis- ins. Þar útbýttu mennirnir síðan fiski til vegfarenda ókeypis við mikla athygli. í Newcastle, Whitby, Grimsby og Scarborough deildu sjómenn út ókeypis ýsu og var það liður í aðgerðum þessum. I morgun settu sjómannskonur á svið sérstaka ýsuútför; báru þær ýsu vafða inn í fána. „Þetta var þögull virðingar- vottur við deyjandi atvinnugrein", sagði ein kvennanna, Sandra Dalt- on, við fréttamenn AP. Austin Mitchell, þingmaður frá Grimsby, tók þátt í mótmælunum við sjávarútvegsráðuneytið í dag og sagði að brezkur fiskiðnaður væri nú nánast í dauðateygjunum vegna þess að inn væri fluttur hræódýr fiskur, ekki aðeins frá Efnahagsbandalagsiöndum, held- ur einnig frá Kanada og Noregi og hefði það dregið verðið svo stór- lega niður að fyrirsjáanlegt væri að brezkur fiskiðnaður stæði ekki af sér þá samkeppni. Stjórn Suarez stóð af sér vantraust Madrid 30. maí. AP. STJÓRN Adolfo Suarezar á Spáni hélt í dag velli í atkva'ðagreið.slu um vantraust á ríkisstjórnina. sem Sósíalistaflokkurinn bar fram. Munaði 21 atkvæðum á lokasprettinum. en stjórnmála- fréttaskýrendum ber saman um að Suarez hafi engu að síður beðið alvarlegan pólitískan hnekki. Atkvæðagreiðslan fór fram í neðri deild þingsins, en þar sitja 350 þingmenn. Vantrauststillaga sósíalista fékk stuðning 152 þing- manna, 166 voru á móti, 21 sat hjá og ellefu þingmenn voru fjarri. Sósíalistar hefðu þurft 176 atkvæði til að koma stjórn Suarezar frá völdum. Auk þeirra mótmæla brezkra fiskimanna, sem er sagt frá hér í fréttinni. er þess að geta. að tveir fiskibátar sigldu upp undir byssukjafta freigátunnar Belfast á Thames í gær til að láta í ljós gremju sina vegna mikils innflutnings á fiski.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.