Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 . HLAÐVARPINN . Hluti af íslcnzka dansflokknum scm æfir nú nýjan ballett um Galdra-Loft. Ljósmynd Mbl. RAX. LISTDANS Umsjón Árni Johnsen íslenzki dansflokkurinn æfir Galdra-Loft íslenzki dansflokkurinn hefur hægt og sígandi unnið sér merkan sess í menningarlífi landsíns þótt hann hafi búið við þröngan kost. Brautryðjendurnir í dansflokkn- um hafa unnið mikið og óeigin- gjarnt starf, en þeir hafa skilað mörgum ánægjustundum til áhorfenda. Um þessar mundir æfir íslenzki dansflokkurinn fyrir Listahátíð og er verið að æfa nýjan ballett eftir ballettmeistara Þjóðleikhússins, Kenneth Tillson. Ballettinn byggist á þjóðsögunni og leikritinu um Galdra-Loft og er hér um 30 mínútna verk að ræða. Nær 15 dansarar dansa í ballettin- um, sem verður sýndur á Lista- hátíð 16. og 18. júní á sýningum þar sem íslenzku ballettdansmeyj- arnar María Gísladóttir og Svein- björg Alexanders dansa ásamt karldönsurum af erlendu bergi. María starfar í Vestur-Berlín og Sveinbjörg í Köln. ÞJÓÐMÁL í Óslóarsól Þessi mynd var tekin í garðin- um í sendiráði íslands i Osló að loknum samningum við Norð- menn um Jan Mayen, er sendi- herrahjónin Páll Ásgeir Tryggvason og Björg Ásgeirs- dóttir buðu islenzku sendinefnd- inni heim, en alls voru fjórir íslenzkir ráðherrar staddir i Ósló þennan dag, því auk ólafs og Steingríms sem voru í sendi- nefndinni voru þeir á ferðinni Gunnar og Hjörleifur Guttorms- son. Á myndinni eru í hópi kvenna frafvinstri: Kristín Guttormsson, Ragnheiður Hafstað, Björg Ás- geirsdóttir, Kristín Ingimundar- dóttir, Vala Thoroddsen og Auður Rútsdóttir. Frá vinstri í hópi karla eru Hjálmar Vilhjálmsson, Már Elísson, Gunnar Thoroddsen Sigurður Hafstað, Ólafur Egils- son, Börkur Karlsson, Sighvatur Björgvinsson, Ólafur Jóhannes- son, Guðmundur Eiríksson, Björn Þorfinnsson, Páll Ásgeir Tryggva- son, Hans G. Andersen, Guð- mundur Benediktsson, Jón Arn- alds, Matthías Bjarnason, Steingrímur Hermannsson, Þór- arinn Þórarinsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Hjörleifur Guttorms- son og Gunnar G. Schram. Ljós- mynd Mbl. Árni Johnsen. 14. SEPTEMBF.R Skopuningur givið plátu út saman viö kendum islendskum poppbólki: Verður at hoyra í útvarpinum í kvold — Er upptikin í einum av tslands bestu upptokustudium, sigur Elis Poulsen, Skopun. •• Poker og Elis- er heitið á n.VRKjarí plátu. sum hós- dagin kom i fsroysku platuhandlamar. A plátuni. ifl ber tveir sangir á hvorjari aiðu. eru m.a. tveir gamlir kenning- jbh, ið Bimi Tónleikabólkv eitt ár á bakij - Spæla mest gomui feroysk I kend útlendsk dansíleg, siguri Joensen, Hvalvik. Tað er nerum eitt ár aið- ani. at tónleikabólkurín ••Flian- varð settur á stovn Teir sum mynda bólkin i dag eru: Súni Joensen. trummur. 19 ár Hvalvík, Jargen Andreassen. aolo. 23 ar Oyrabakka. Eilif Hajsted. bass 18 ár Langasandur og Jóhan Hansen. rytmu & sang, 25 ár Langasandur. Umframt nevndu spæl- arar. hevur 16 ára gamla Aðalgunn Jacobsen av Langasandi vant við bólk- inum ta seinastu tíðina. og er ætlanim at hon i framtiðini skal syngja við «Fliuni». Manningin broytt Síðan bólkurín byrjaði at spæla fyrí slekum árí sið- ani. er manningin oftani broytt. — Tað fyrstu tiöina spæ- i nurn^ h.ial Rinda ikki leigu feroyskum tt bólkum. eru viðurskiftini heldur ikki tey «Flian» byrjaí i nyggju ungmannafelag «Eydnan» og rindaðu pening fyrí at n Eftir at kappro tið hjá Hvalvilj nesar Kapprl nærum er hevur bólkurin rl tið til venjingij leiðis uttan at r ing fyri leiguna.l Súni upplýsir. j fyri at gjalda ’ húsið. havateirá TÓNLIST Hljómsveitin Póker á plötu með Færeyingnum Elis Poulsen I FÆREYSKA blaðinu 14. sept- ember segir frá því í maíbyrjun að Færeyingurinn Elis Poulsen hafi sungið inn á hljómplötu færeysk lög með íslcnzku hljóm- sveitinni Póker. Er vakin athygli á þvi að þarna sé um nýja tegund af samvinnu að ræða i frændsemi og búskap Færeyinga og íslend- inga, en platan sem heitir Sköp- un hefur fengið góðar undirtekt- ir í Færeyjum. Elis Poulsen bjó um skeið á Islandi, talar íslenzku reiprenn- andi og hér nam hann bæði kokkamennsku og garðyrkju. Elis Poulsen var einnig í skipshöfn færeysku skútunnar sem sigldi fyrir seglum til íslands þjóðhátíð- arárið 1974 til þess að færa íslenzku þjóðinni 6 manna far, glæsilegan og vandaðan bát, sem okkur er því miður ekki kunnugt um hvar er niðurkominn. SÖNGUR Dató syngjandi um landið DATO Triffler kallar þessi ungi söngvari sig, en hann hélt fyrir skömmu tónleika í Laugarásbíói þar sem hann söng og lék eigin lög og texta með tilþrifum. Nú hyggst söngvarinn leggja land undir fót og fara vítt og breitt um landið í tónleikaferð, m.a. til ísafjarðar, Hornafjarðar, Akureyrar, Vest- mannaeyja, Egilsstaða, Húsavíkur og Reykjavíkur. Tæki bóndans í þjón- ustu útvegsbóndans Magnús Kristinsson heitir þessi ungi maður en þótt hann sé svo vel vopnum búinn sem bóndi til sveita í dag, þá er hann ekki bóndi í eiginlegri merkingu, heldur útvegsbóndi í Vestmanna- eyjum sem hefur tekið tæknina í sína þjónustu. Magnús er framkvæmdastjóri og útgerðarstjóri og sér m.a. um skuttogara og fleiri stór fiskiskip. Þeir keyptu dráttarvél með fimm tonna sturtukerru til þess að notá við alhliða verkefni í kring um útgerðina og framkvæmdastjórinn ók traktornum frá Reykjavík til Þorlákshafnar í Herjólf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.