Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 33 Sir William Stephenson fór reglulega til Lundúna til skrafs og ráöageröa. Á myndinni stendur hann í forgrunni en maöurinn sem skoðar með honum rústirnar er sir Winston Churchill. William Donovan — Stephenson kallaði hann á sínum tíma einn bezta bandamanninn, sem Bretar ættu vestan hafs. Cynthía — kynþokki hennar töfraöi sendiráðsmenn svo, aö þeir voru fúsir til samstarfs viö hana. Hún starfaöi fyrst sem brezkur njósnari í Póllandi í leit aö þýzkri dulmálsvél. fjarlægði hann lásinn á hurðinni á skrifstofu flotamálaráðherrans. Síðan lærði hann á stillingu skjalaskápsins í dulmálsherberg- inu. Á þrem stundum tókst honum að ljúka þessu verki, sem varð að vinna mjög hljóðlega og án þess að nokkur ummerki sæjust. Það táknaði að ekki var tími til að sinna dulmálsbókunum en erfið- asta þætti áætlunarinnar var lok- ið og nú var aðeins að hagnýta fengna þekkingu. Tveimur kvöld- um síðar koma þau Bestrand og Cynthia og þau töldu ekki hyggi- legt að byrla varðmanninum svefnlyf aftur, enda fann Cynthia að hann var tortrygginn. Hún greip því til einfalds úrræðis. Jafnskjótt og þau Bestrand voru orðin ein, bjó hún sig undir að varðmaðurinn kæmi óvænt að þeim. Það brást ekki heldur því að hann kom 20 mínútum síðar — og þá var Cynthia kviknakin á legu- bekknum. Maðurinn fór hjá sér og forðaði sér í skyndi, enda sann- færður um, að fyrir gestunum vekti ekkert annað með þessum næturheimsóknum en ástarleikir. Lásasmiðnum var hleypt inn og hann var ekki lengi að opna skjalaskápinn. Dulmálsbækur flotans voru samstundis teknar úr skjalaskápnum og réttar út um opinn glugga, þar sem einn af njósnurum Stephenson beið. Síðan var ekið í skyndi með þær til heppilegs húss í grenndinni, og þær ljósmyndaðar, án þess að nokkur merki sæjust um, að þær hefðu verið fluttar á brott. Sólar- hring síðar voru dulmálsbækurn- ar komnar í hendur flotamála- ráðuneytisins í Lundúnum. Þeir sem tóku þátt í happa- drjúgri iandgöngu í N-Afríku nokkrum mánuðum síðar hefðu undrast, hefðu þeir vitað hversu mjög undirbúningurinn á að koma að maður þessi — Igor Gouzenko, gæti veitt einstakt tækifæri til að afla mikilvægra upplýsinga um starfsemi leyniþjónustu Sovétríkj- ana í Vesturheimi. Hann sá einn- ig, að Gouzenko væri í lífshættu, því áreiðanlega mundi sovézka leyniþjónustan vera á höttunum eftir Gouzenko. Stephenson fékk ráðherrann til að grípa í taumana. Gouzenko skyldi sóttur, og honum heimilað að leysa frá skjóðunni. Saga Gouzenko var furðuleg — hann hafði í fórum sínum skjal- festa sönnun á njósnum Sovét- manna í Kanada. Hann hafði farið í gegn um leyniskrár sendiráðsins og tekið skjöl, sem hann taldi mikilvæg úr sendiráðinu. Hann hélt til ritstjórnar dagblaðsins Ottawa Journal. Þar var honum „kurteislega“ sagt að fara með skjölin til riddaraliðslögreglunn- ar. Það gerði hann — en var sagt að koma daginn eftir! Næsta dag þrammaði Gouzenko frá einni skrifstofu til annarar með konu sína, sem gekk með barni, og barn. Enginn lagði trúnað á sögu hans, — hann sneri dapur í bragði til íbúðar sinnar. Hann leitaði ásjár granna sinna, sem bjuggu við sama stigagang. Einn þeirra, lið- þjálfi í kanadíska flughernum, kallaði á lögregluna, en annar bauð Gouzenkofjölskyldunni til sín og lét þau sofa hjá sér um nóttina. Lögreglan féllst á að hafa gætur á húsinu. Skömmu fyrir miðnætti kom fjögurra manna sveit úr sovézka sendiráðinu og ruddist inn í íbúð Gouzenko með því að brjóta upp lásinn. Sendi- ráðsmennirnir voru undir stjórn Vitalis Pavlovs, aðalfulltrúa N.K.V.D. (leynilögreglunnar) í sendiráðinu. Nágrannar Gouzenko hringdu til lögreglunnar og sögðu að verið væri að brjótast inn í íbúðina. Fáeinum mínútum síðar sæti í neðri deild kanadíska þings- ins, Schmidt Kogan, fram- kvæmdastjóri kanadíska kommúnistaflokksins, Kathleen Mary Willsher, sem starfaði á skrifstofu brezka fulltrúans í Ott- awa og hafði aðgang að leyndar- og trúnaðarskjölum. Malcolm MacDonald, landstjóri Breta í Kanada neitaði í fyrstu að trúa þessu, en þegar sönnunargögnin voru lögð fyrir hann, varö hann að sætta sig við að hafa misst einn „duglegasta starfsmann“ sinn. Yfirheyrslurnar yfir Gouzenko reyndust tímafrekar og Stephen- son sendi tvo af reyndustu mönnum sínum til Ottawa til að vinna með Kanadamönnum að rannsókn málsins. Hann lét Kanadamönnum í té hið örugga ritsímadulmál sitt, -svo að þeir gætu verið í stöðugu sambandi við Lundúni og New York, þar eð dulmál Kanadamanna þótti ekki öruggt eftir að ljóst var hve umfangsmikil njósnastarfsemi Sovétmanna var. MacKenzie King, forsætisráðherra Kanada sagði við Gouzenko daginn, sem skýrsla nefndar þeirrar, sem hann hafði sett á laggirnar til að rannsaka njósnastarfsemi Rússa var birt: „Kanadíska þjóðin og hinn frjálsi heimur standa í þakkarskuld við yður“. Gouzenko-málið var hið síðasta sem Stephenson hafði með að gera. Hann flutti til Jamaica eftir heimsstyrjöldina og sneri sér að viðskiptum. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir afrek sín. Hann var aðlaður af Georgi VI og Bandaríkjamenn sæmdu hann Verðleikaorðunni — æðsta heiðursmerki, sem Banda- ríkin veita óbreyttum borgara. Það er rétt að geta þess í lok þessara greinastúfa um Stephen- son og BSC, að bók Stevenson í veg fyrir, að herskip Vichy- stjórnarinnar veittu mótspyrnu, hafði oltið á einbeitni kyrrláts Kanadamanns í Washington. Gouzenko-málið Það var síðla kvölds, 6. septem- ber 1945 að William Stephenson heimsótti Norman Robertson, að- stoðarutanríkisráðherra Kanada. Stephenson var þá staddur í opin- berum erindagjörðum í Ottawa. Hjá Robertson var Archibald Stone, sendiráðunautur við sendi- ráð Kanada í Washington. Fyrr um daginn, hafði Stephenson frétt, að starfsmaður í sovéska sendiráðinu hafði sett sig í sam- band við dómsmálaráðherra Kanada, fyrir meðalgöngu ridd- araliðslögreglunnar kanadísku, og boðist til að gefa ýmsar upplýs- ingar. Ráðherrann hafði rætt mál- ið um daginn við MacKenzie King, forsætisráðherra með þeim ár- angri, að lögreglunni var skipað að halda að sér höndum af ótta við árekstur við Sovétríkin. Stephenson sá það í hendi sér, kom lögreglan og eftir harða deilu fóru Pavlov og félagar. I nokkrar klukkustundir var allt með kyrrum kjörum, þar til 4 um nóttina að barið var að dyrum. Það voru þeir Stephenson og Stone, sem voru komnir til að athuga málið. Enginn kom til dyra þá og þeir héldu leiðar sinnar til Robertsons, aðstoðarutanríkisráð- herra og sögðu honum hvað gerst hefði. Morguninn eftir var Gouz- enko fluttur í aðalstöðvar kanad- ísku riddaraliðslögreglunnar. Fyrstu yfirlýsingar Gouzenko hljómuðu ótrúlega, hvernig sov- ézkir njósnarar höfðu aflað sér upplýsinga um kjarnorkusprengj- una með samböndum sínum á æðstu stöðum. Gouzenko lagði fram skjölin máli sínu til sönnun- ar og njósnahringur Rússa var leystur upp. Það kom fram, að dr. Alan Nunn May, brezkur eðlis- fræðingur sem starfaði við kjarn- orkurannsóknir í Montreal veitti upplýsingar, svo og hinn brezki Fuschs. Þá voru ýmsir minni háttar njósnarar afhjúpaðir. Fred Rose, eini kommúnistinn, sem átti hefur sætt gagnrýni og hefur Stevenson sætt ámæli um, að gera hlut Stephenson stærri en hann í raun og veru var. Brezki sagn- fræðingurinn Hugh Trevor-Roper kallaði bókina „móðgun" fyrir skömmu í blaðagrein.Hann skrif- aði: „Bókin hefur reitt til reiði þá, sem þekkja staðreyndir njósna- starfseminnar í heimsstyrjöld- inni, unna sannleikanum og vilja að hlutur vina sinna sé ekki fyrir borð borinn. Höfundur segist byggja frásögn sína á gögnum BSC, en staðreyndin er sú að bókin er skáldsaga frá upphafi til enda“. Það má deila um sannleiksgildi bókar Williams Stevenson. Það sem menn eru þó sammála um er, að njósnaaðgerðir Bandamanna í heimsstyrjöldinni síðari, sérstak- lega Breta, höfðu afdráttarlaus áhrif á gang síðari heimsstyrjald- arinnar. 30 árum eftir lok heims- styrjaldarinnar voru gögn BSC gerð opinber og það er á þeim, sem Stevenson byggði bók sína, svo og viðtölum við sir William Steph- enson sjálfan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.