Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1980 13 eignaraðilar að því með því að byggja sjálfir við núverandi verksmiðju, verði ákveðið að ráðast í stækkun hennar. Með tímanum gætum við orðið meirihlutaaðilar í fyrirtækinu. Umhverfisvernd — Menn hafa sett umhverfisvernd fyrir sig í afstöðu sinni til stóriðju og raunar einnig virkjana. Hvernig horfa þau mál við frá þínum sjónarhóli? — Á þeim tíma, sem samningurinn um álverið var gerður, voru menn ekki orðnir eins uppteknir af umhverfis- vernd og nú á tímum. Leitað var álits erlendra manna á þessu á sínum tíma, og töldu þeir ekki þörf á frekari ráðstöfunum en gerðar voru í upphafi, hins vegar voru sett í samninginn ákvæði, sem skylduðu álfélagið til að setja hreinsibúnað í verksmiðjuna. Síðan hefur orðið bylting á þessu sviði og þess hefur verið farið á leit við álfélagið, að það léti fullkomnasta búnað í verksmiðju sína. Er það verk nú langt komið og verður búnaðurinn kominn í allt álverið eftir rúmt ár. Virðist nú enginn vafi á því, að tæknilega er fullleystur sá vandi, hvernig vernda megi umhverfið. Hins vegar hefði það ekki tekist, ef hreinsibúnaður hefði verið settur í það í upphafi, sá búnaður, sem þá var á markaðnum hefur reynst ófullnægjandi. Reynslan á Grundartanga sýnir okkur einnig, að fyllilega er nú unnt að tryggja umhverfisvernd við stóriðjufyrirtæki. Ég held að allir viðurkenni nú, að við ákvarðanir um stóriðju þurfi áhrif hennar á umhverfið ekki að vera áhyggjuefni, ef gerðar eru kröfur um notkun fullkomnustu tækni á þessu sviði. Frá framkvæmdum viö byggingu stöövarhússins viö Hrauneyjafoss. Þegar þeirri virkjunarframkvæmd er lokiö er framleiöslugeta landskerf- isins oröin nálægt 4000 gíga- wattstundum — fyrir liggur aö ákveöa í hvaöa virkjun á aö ráöast næst á eftir framkvæmdunum viö Hrauneyjafoss. — En hvað um umhverfisspjöll af virkjunum? — Almennt má segja, að sú skoðun sé ríkjandi, að fá mannvirki fari öllu betur í náttúrunni en vel hannaðar virkjanir. Hins vegar er því ekki að neita, að dæmi eru til um árekstra milli áforma um virkjanir fallvatna og sjónarmiða umhverfisverndar. í fyrsta lagi, ef virkjanir eyðileggja fallega fossa eða náttúrufyrirbæri. í öðru lagi, ef vatnsuppistöður setja verðmætt land eða náttúruverðmæti undir vatn. Og í þriðja lagi, ef virkjun fallvatna eyðileggur dýralíf, til dæmis fiskigöngur, sem yfirleitt má þó hindra með stigum. Hér á landi eru ýmsir staðir, þar sem slíkir árekstrar geta orðið, en meginhluta vatnsmagns okkar má virkja án þess, að hætta sé á náttúruspjöllum. Á vatnasvæði Þjórsár eru menn til dæmis fallnir frá hugmyndum um stóra vatnsuppistöðu efst í Þjórsá, sem hefði haft í för með sér, að Þjórsárver færu að miklu leyti undir vatn. Þess vegna hefur verið leitað annarra leiða til að miðla vatni til virkjananna, þótt þær séu dýrari en stóra vatnsuppistaðan. Rannsóknir og virkjunarkostir — Hver eru áformin nú um næstu stórvirkjun, eftir að lokið er framkvæmdum við Hrauneyjafoss? Jóhannes Nordal stjórnarffor- maöur Landsvirkjunar undirritar samning um virkjunarframkvæmdir á vegum fyrirtækisins. Viö hliö hans er Eiríkur Briem ffram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar. — Um þessar mundir er staðan í virkjunarmálum sú, að samhliða er unnið að því að rannsaka rækilega, hvaða virkjanir koma næst til greina. Áður en þessar rannsóknir eru lengra á veg komnar, er of snemmt að setja fram ákveðna skoðun um það í hvaða röð eigi að virkja eða hvar á landinu. í nýlegu erindi, sem Jakob Björnsson orkumálastjóri flutti á aðalfundi Sambands íslenskra rafveitna um þetta efni (sjá Mbl. 28. maí), kom fram, að ekki virtist, eins og mál nú standa, mikill munur á hagkvæmni þriggja kosta, þ.e. að halda áfram virkjun Þjórsár, að virkja Blöndu eða ráðast í Fljótsdalsvirkjun. Allt virðast þetta vera hag- kvæmir virkjunarkostir, en hins vegar er ljóst, að tímasetning og virkjunarröð fer að nokkru eftir því hvaða hugmyndir menn hafa um orkufrekan iðnað. — Verða það hagkvæmnissjónarmiðin ein, sem munu ráða, eða koma til dæmis ekki byggðasjónarmið inn í myndina, eða öryggissjónarmið eins og að hættulegt sé að allar stórvirkjanirnar séu á virku eldsvæði við Þjórsá? — Margir leggja áherslu á byggðasjónarmiðin. Hitt hlýtur þó að ráða, að litið verði á kostnaðarþáttinn fyrst og þar með hagkvæmnina og síðan komi byggðasjónarmiðin til álita. Um öryggissjónarmiðið er það að segja, að næstu virkjunarkostir á Þjórsársvæðinu eru að miklu leyti á gömlu blágrýtissvæði og utan við það eldvirka svæði, sem liggur fyrir austan og upp með Tungnaá. Menn mega því ekki mikla þessa áhættu fyrir sér. En öll slík sjónarmið koma auðvitað til álita í lokamati á virkjunarkostunum. — Hvað með eignaraðild að næstu stórvirkjun? Nú er landið allt orðið eitt, þegar litið er til orkudreifingar og Landsvirkjun er þungamiðjan í því kerfi. Ákvarðanir um næstu stórvirkjun verður að taka út frá landskerfinu, hvað sem eignaraðild líður. Það er rétt, að landið er orðið eitt orkuveitusvæði. Ákvarðanir á þessu sviði verða ekki teknar hér eftir nema hagsmunir landsins alls verði hafðir í huga. Segja má, að það sé vandamál við undirbúning virkjana utan Landsvirkjunarsvæðisins, að enginn aðili hefur þar bæði reynslu af byggingu og rekstri stórra virkjana eða aðstöðu til að sinna öllum þáttum virkjanaframkvæmda og koma þeim í höfn. Orkustofnun vinnur að rannsóknum í samvinnu við Rafmagnsveitur ríkisins en Landsvirkjun hefur verið kölluð til ráðuneytis varðandi rannsóknir og áætlanagerð að því er Fljótsdalsvirkjun varðar. Orkustofn- un stendur að grundvallarrannsóknum og forrannsóknum en Landsvirkjun hefur reynslu í gerð virkjunarmannvirkja og áætlanagerð á því sviði. — Hafa erlendir aðilar verið kallaðir til vegna þeirra rannsókna sem nú fara fram? — Aðeins innlendir aðilar stunda á þessu stigi rann- sóknir á Þjórsársvæði, við Blöndu og vegna Fljótsdalsvirkj- unar. Orkuþörfin og næsta stórvirkjun — Hver er framleiðslugeta núverandi virkjana og hvernig meta menn framtíðarþörfina? — Þegar búið er að virkjá Hrauneyjafoss verður framleiðslugeta landskerfisins orðin nálægt 4000 gíga- wattsstundum á ári (þ.e. 4000 milljónir kílówattstunda). Uppsett vélarafl í vatnsvirkjunum verður þá komið upp í 700 megawött. Af þessum 4000 gígawattsstundum koma 3300 af Þjórsársvæðinu og uppsett afl á því svæði verður 560—570 megawött. Til stóriðju fer afgangsorka til járnblendiverksmiðjunnar og Áburðarverksmiðjunnar, svo að í heild notar stóriðja um 2000 gígawattstundir á ári eða um helming orkuframleiðslunnar eftir að Hrauneyjafoss- virkjun er komin af stað. Þegar framtíðarþörfin er metin koma ýmis óviss atriði inn í myndina. Hve lengi má búast við, að Hrauneyjafoss- virkjun endist til að mæta aukinni eftirspurn á almennum markaði? Og hvað verður með Kröflu? Sé unnt að slá því föstu, að árið 1985 verði afköst í Kröfluvirkjun orðin 70 megawött eins og að virðist stefnt og næsta stórvirkjun kæmi til sögunnar ekki seinna en 1987—88 þá væri líklega unnt að selja orku frá Hrauneyjafossvirkjun til stóriðju, sem svaraði til 40—60 megawatta þegar á árinu 1982—83. En með 60 megawöttum má stækka álbræðsluna um 30 þúsund tonna ársframleiðslu eða bæta 2 ofnum við verksmiðjuna á Grundartanga, þ.e. tvöfalda framleiðslu- getu hennar. Komi ekki viðbótarorka frá Kröfluvirkjun og engin stórvirkjun fyrr en 1987—88 er vafasamt, hvort hægt yrði að bæta jafnvel einum ofni við járnblendiverksmiðj- una á Grundartanga. — Viltu greina frá þeim hugmyndum, sem nú eru uppi um það, hvenær virkjanir aðrar en Krafla gætu hafið starfsemi? — Á þessu stigi er ekki unnt að slá neinu föstu um það, hvenær unnt verði að ljúka þeim þremur stórvirkjunum, sem nú eru á döfinni. Rannsóknum er ekki lokið og því hlýt ég að hafa þann fyrirvara á svari mínu, að endanlega ráði niðurstöður þeirra. En þó vil ég segja eftirfarandi og byggi þar meðal annars á erindi Jakobs Björnssonar, sem áður er getið: Þjórsársvæðið. Nú er talið, að heppilegasti næsti virkjunaráfangi þar sé virkjun við Sultartanga. Sú virkjun yrði nokkru minni en fyrri virkjanir á svæðinu, en hún er nú ætluð 120 megawött (Búrfell er 230 megawött, Sigalda 150 megawött og Hrauneyjafoss með 3 vélasamstæðum 210 megawött) og framleiðslugeta Sultartangavirkjunar yrði SJÁ NIÐURLAG Á BLS. 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.