Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 45 miður ekki með hvaða hljómsveit síðarnefnda lagið er.) í stað þess að spila bæði lögin, hvort með þeim kveðjum sem þeim fylgdi, eða saman í syrpu, þá tilkynnti kynnirinn að lagið „5-4-3-2-1" yrði látið fylgja öllum kveðjunum! • Furðulegt val Það sem ég hef út á þetta að setja er þetta: „Lagið „2-4-6-8 Motorway" með Tom Robinson Band var af flestum breskum poppblöðum kosið og útnefnt besta lag ársins 1977. Fyrir þetta lag var Tom Robinson Band einnig kosið og útnefnt „Bjartasta vonin" í Bretlandi þetta sama ár. Eitt þessara blaða nefndi Tom Robin- son Band og lagið „2-4-6-8 Motor- way“ ástæðu númer eitt fyrir því að árið 1977 var gott og mikið rokkár. Virtir poppsérfræðingar eins og Ásmundur Jónsson (Áfangar) fullyrtu að platan „Power in the Darkness", sem inniheldur m.a. “2-4-6-8 Motor- way“, hafi verið ein af 5 bestu plötum ársins 1978. En þegar unglingar senda kveðju með þessu stórgóða rokklagi þá er spilað fyrir þá í staðinn þriðja klassa lagleysa. Hvers vegna þetta var gert veit ég ekki. En hvort sem það var gert vegna þess að nöfn laganna eru svipuð eða „5-4-3-2-1" er léleg eftirlíking af „2-4-6-8 Motorway“, þá fannst mér þessi framkoma kynnisins ósmekkleg. Rokkunnandi.“ • Reka á íran úr SÞ Þá er hér loks bréf frá „V.S.“, sem finnst linlega tekið á málefn- um írans á alþjóðavettvangi: „Enn eru gíslarnir í ömurlegri fangavist víða um Iran og á valdi svokallaðra námsmanna, en það er fínt orð sem ýmsir misindismenn nota nú óspart eins og flestum mun kunnugt. En eitt er það, sem sem ég furða mig á, hvernig má það vera að íran er enn fullgildur meðlimur Sameinuðu þjóðanna, og gegna fulltrúar þar sínum störfum eins og ekkert sé eðlilegra? íran, eða þeir sem þar stjórna, hefur þverbrotið öll alþjóðalög varðandi friðhelgi sendiráða, en samt gegna fulltrúar írans störfum sínum hjá Sameinuðu þjóðunum. • Aðalritari SÞ hunsaður Mönnum er í fersku minni, að þegar aðalritari Sameinuðu þjóð- anna var í íran var hann hunsaður og hæddur af skrílnum með fullu samþykki ráðamanna, en samt eru þessir menn fullgildir meðlimir Sameinuðu þjóðanna. Ég legg til að fulltrúi íslands beri fram tillögu um að Iran verði rekið úr Sameinuðu þjóðunum og öllum stofnunum á vegum þeirra. ísland getur vissulega lagt sitt af mörk- um, og aldrei má gleyma veslings gíslunum í íran. Við verðum að standa með bestu vinaþjóð ís- lands, Bandaríkjunum, og það kröftuglega. Enn einu sinni lýsi ég yfir skömm minni á þögn ráða- manna á Norðurlöndum, ekki stendur á að fordæma Israel og Suður-Afríku, en það stendur svo sannarlega á ykkur í nafni mann- úðar að stöðva villimennskuna í íran. V.S.“ Þessir hringdu . . . • Naglar um allt Kona í Þingholtunum hringdi: Sagði hún að verið væri að gera við tvö hús skammt frá heimili hennar. Bað hún um að þeim skilaboðum væri komið til smið- anna, að þeir sæju til þess að naglar og annað þeyttist ekki út um allar götur. Sagði hún að naglarnir, sem væru þar eftir þá, gætu verið hættulegir gangandi vegfarendum og ekki væri heldur SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti sovézka skákfélags- ins Spartak í vetur kom þessi staða upp í viðureign meistaranna Malisovs og Janvarevs, sem hafði svart og átti leik. 31. - Re3+!, 32. fxe3 - Hb2 og svartur vann auðveldlega. skemmtilegt að fá þá í bíldekkin. Ekki þyrfti nú annað en hafa kúst við höndina og nota hann. Þá sagðist hún vilja þakka sjónvarpinu fyrir myndina „Lítil þúfa“. Það hefði verið yndisleg og góð mynd. Sagði hún að þar hefði sannast að til væru íslendingar, sem kynnu að taka myndir. Hvatti hún til þess að það fólk, sem kynni til verka, fengi fleiri verkefni hjá sjónvarpinu en hinum gefið frí. HÖGNI HREKKVÍSI 29. JUNI PÉTUR J. THORSTEINSSON Aöalskrifstofa stuöningsfólks Péturs J. Thorsteins- sonar í Reykjavík er á Vesturgötu 17, símar: 28170 — 28171 — 28518 ★ Allar upplýsingar um forsetakosningarnar. ★ Skráning sjálfboöaliöa. ★ Tekiö á móti framlögum í kosningasjóð. Nú fylkir fólkið sér um Pétur Thorsteinsson. Stuðningsfólk Péturs. Dagskrá 43. Sjómanna- dagsins í Reykjavík, 1. júní 1980. Kl. 08:00 Fánar dregnir aö hún á skipum í Reykjavíkurhöfn. Kl. 10:00 Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur létt sjómannalög viö Hrafnistu Reykjavík. Stjórn- andi Þorvaldur Steingríms- son. Kl. 11:00 Minningarguðsþjónusta í Dómkirkjunni, Biskup íslands Herra Sigurbjörn Einarsson prédikar og minnist drukknaöra sjó- manna, séra Þórir Steph- ensen aðstoðar. Hróbjartur Lúthersson les pistil dags- ins og Rafn Sigurðsson guðspjall dagsins. Dómkór- inn syngur undir stjórn Sig- uröar ísólfssonar, einsöngv- ari er Garðar Cortes. Hátíðahöldin í Nauthólsvík Kl. 13:30 Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur létt sjómannalög, stjórn- andi Þorvaldur Steingríms- son. Kl. 14:00 Samkoman sett og kynnt, þulur er Anton Nikulásson. Ávörp: A: Fulltrúi ríkisstjórnarinn- ar, Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra, í fjar- veru sjávarútvegsráö- herra. B: Fulltrúi útgerðarmanna Ólafur Biörnsson út- gerðarmaður frá Kefla- vík. C: Fulltrúi sjómanna, Björn Þorfinnsson skipstjóri, formaður Skipstjórafé- lagsins Öldunnar. D: Garðar Þorsteinsson rit- ari Sjómannadagsráðs heiörar aldraða sjómenn með heiðursmerki Sjó- mannadagsins. Skemmtiatriði dagsms Kl. 15:00 Kappsigling á seglbátum. Unglingar í æskulýðsklúbb- um Reykjavíkur og ná- grannasveitafélaganna ásamt félögum úr Siglinga- sambandi íslands keppa. Kappróður fer fram á Nauthólsvík. Margar sveitir keppa. Björgunar- og stakkasund. Hinn vinsæli koddaslagur fer fram milli atriöa. Snarfaramenn sýna listir sínar á skemmti- og sjórall- bátum. Merki Sjómannadagsins og Sjómannadagsblaðið, ásamt veitingum veröa til sölu á hátíðarsvæðinu í Nauthólsvík. Strætisvagnaferöir veröa frá Lækjargötu og Hlemm- torgi frá kl. 13:00 og verða á 15 mínútna fresti. Þeir sem koma á eigin bílum er sérstaklega bent á aö koma tímanlega til að foröast umferöaröngþveiti. Hringakstur er um Naut- hólsvík og yfir Öskjuhlíðina. Sjómannahóf verður að Hótel Sögu og hefst með boröhaldi kl. 19:30. Hrafnistuheimilið í Hafnarfirði Sýning og sala á handa- vinnu vistfötks frá kl. 14.30—17.00. Á sama tíma er kaffisala og rennur allur ágóöi í skemmti- og feröa- sjóö vistmanna heimilisins. Sölubörn athugið Há sölulaun og auk þess aðgöngumiði að kvik- mvndasýningu í Laugarás- Sé'S«te,ao„ Sjó- mannadagsblaðsins eru í Blaðsölunni Austurstræti 18, Kaffivagninum Granda- garði, Sjóbúðinni Granda- garði, Neskjöri. Sjómannahóf að Hótel Sögu: Miðasala fer fram á laugar- 17:00 til 19:00 — Borð hjá dag 31/05 aö Hótel Sögu kl. yfirþjóni á sama tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.