Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 39 Jakob Jónsson vélvirkja. Þau hjónin áttu barnaláni að fagna og mikil var gleði Ingibjargar nú á síðustu ævidögum sínum að sjá Einar Eystein ljúka námi. Ingibjörg andaðist á heimili Sigríðar dóttur sinnar og As- mundar í Goðheimum 5 þann 25. þessa mánaðar. Hún verður í dag kvödd af vinum sínum frá As- ólfsskálakirkju. Ég kveð hana með þökk fyrir æfilanga og ógleyman- lega vináttu í garð minn og fjölskyldu minnar og flyt fjöl- skyldu hennar innilega samúð- arkveðju. Þórður Tómasson Guðmundur Halldórsson frá Hnífsdal — Minning Hinn 23. maí s.l. lézt á sjúkra- húsi í Reykjavík Guðmundur Halldórsson, stýrimaður frá Hnífsdal. Guðmundur var fæddur í Hnífs- dal 6. júní 1908, sonur hjónanna Halldórs Pálssonar og Guðríðar Mósesdóttur. Hnífsdalur var þá sem nú mikill útgerðarbær, og sér maður vel við hvaða aðstæður Guðmundur hefur alizt upp, er SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eiginmaður minn hefur marga góða eiginleika. En honum hættir til að vera orðljótur. Hann getur varla opnað munninn án þess að vera svo grófur, að öllum þykir nóg um. Mér líður mjög illa út af þessu, en hvernig get ég vanið hann af þessu? Eg hef aldrei kynnzt raunverulega andlegum manni, sem viðhafði ljótan munnsöfnuð. Eg hef aldrei þekkt orðljótan mann, sem hefur haft neinn andlegan skilning. Hann getur verið með látalæti í kirkju, en talsháttur hans kemur upp um hann í annan tíma. Vandað orðbragð ber vott um vandaðan mann. Illt orðbragð ber vott um fátæklegan persónuleika. George Washington gaf út almenna tilskipun árið 1776. Þar segir: „Hershöfðingjanum þykir miður, að honum hefur borizt til eyrna, að mjög sé orðið algengt að menn blóti og ragni. Þetta er heimskulegt og ljótt, og þessi ósiður hefur ekki tíðkazt í her Ameríku fram að þessu. Hann vonar, að liðsforingjarnir sýni fordæmi og að þeir reyni að kveða þetta niður. Þeir og menn þeirra þurfa að gera sér grein fyrir, að við getum varla vænzt blessunar himinsins (Guðs) yfir liðsveitir okkar, ef við ögrum honum með stærilæti og heimsku. Auk þess er þetta svo smánarlegur löstur, að hver heilvita og heilsteyptur maður fyrirlítur hann.“ Jafnvel hin guðlausa Sovétstjórn hvetur menn til að forðast blótsyrði, af því að þau beri vott um menningarleysi. En Biblían segir, að þetta sé móðgun við Guð. Nafn hans er lítilsvirt. Boðorð hans er brotið: „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma." Hvernig þér getið vanið hann af þessu? Biblían segir, að mjúklát áminning stöðvi reiði. Eg hef veitt því athygli, að í mörgum kirkjum er beðið fyrir friði og að páfinn er sífellt að hvetja til friðar í orðsendingum sinum. En er hugsanlegt, að friður komist á í heimi, þar sem bæði þjóðir og einstaklingar hafa i frammi ranglæti og eigingirni i þeim mæli, sem raun ber vitni? Þegar kristnir menn biðja um frið, biðja þeir þess, að þær aðstæður verði ríkjandi, að friður sé mögulegur. Að sjálfsögðu biðja þeir ekki um frið, „hvað sem hann kostar". Jafnvel Jesús Kristur sagði: „Eg er ekki kominn til að flytja frið, heldur sverð.“ Hvað átti hann við með þessum orðum? Eg held, að hann hafi átt við, að það sé barátta á jörðinni — milli góðs og ills, milli réttlætis og ranglætis. Hann átti við, að við skyldum gera okkur grein fyrir þessum átökum. Biblían segir: „Baráttan, sem vér eigum í, er ekki við hold og blóð, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonzk- unnar í himingeimnum.“ Meðan bið verður á því, að Kristur komi aftur, verða átök í heiminum. Jesús sagði þetta fyrir, þegar hann talaði um komandi hernað og hernaðartíðindi. Ekki verður komizt hjá styrjöldum, meðan ágirnd, öigingirni og syndir búa í hjörtum mannanna. Því er það, þegar eg bið fyrir friði, að þá bið eg þess ekki, að allt falli í Ijúfa löð meðal ranglátra manna, ekki fyrir undanlátssemi við hið illa eða fyrir friði, hvað sem kostnaðinum líður. En eg bið þess, að menn, sem láta stjórnast af hinum illa, snúi sér til Jesú Krists. Þegar þeir kynnast honum, verður orsökum styrjalda rutt úr vegi. Þá munu réttlæti og friður ríkja í heiminum. maður les lýsingu frænda hans, Páls Pálssonar, er hann lýsii lífinu í Hnífsdal í bókinni „Faðii minn skipstjórinn“: „mikil eftir vænting ríkti, ekki aðeins á ein stökum heimilum, heldur í ölli þorpinu um aflabrögð, frá degi ti dags. Þeir, sem í landi biðu, horfði títt til sjávar, þegar á daginn leið og róið hafði verið um nóttina, o; biðu spenntir eftir að sjá fyrsti bátana koma upp á víkina, úi róðrinum. Það sá strax, ef þeiir var brugðið, og gat sagt meí mikilli nákvæmni til um afla- brögð, áður en þeir lentu. Væri fyrsti báturinn siginn, að ekki sé talað um hlaðinn, lifnaði yfir öllu þorpinu, ekki sízt ef ógæftir eða aflaleysi hafði verið undanfarið. Líf okkar barnanna, ekki síður en fullorðna fólksins í landi, snerist því um þetta allsráðandi lífsatriði — fiskiríið." (Tilvitnun lýkur.) Það er úr þessum jarðvegi, sem sú kynslóð, sem nú er að renna sitt skeið, er sprottin. Guðmundur fór snemma að róa í heimabyggð sinni. Hugur hans stefndi þó hærra en að bindast litlu bátunum í Hnífsdal, svo að haldið var í Stýrimannaskólann í Reykjavík. Eftir það lá leiðin á togarana og var Guðmundur lengst af stýrimaður á togaranum Karlsefni RE 24, bæði þeim gamla og nýja (þ.e. nýsköpunartogaran- um). Það var erfitt starf að vera stýrimaður á togurum hér áður fyrr. Skipti þá, sem nú, oft sköp- um fyrir útgerðina, hvernig farið var með hlutina. Þeir höfðu það orð á sér, frændurnir á Karlsefni, Halldór Ingimarsson, skipstjóri og Guðmundur, að fara vel með. Sýndi það sig vel á frumbýlingsár- um nýsköpunartogaranna, að þar skipti sköpum, hvort um var að ræða nýjar útgerðir, sem bruðluðu með allt, eða hvort hlutirnir voru nýttir til hins ýtrasta og farið vel með afla. Eftir að Guðmundur hættir til sjós, fer hann að vinna við neta- viðgerðir. Síðan lá leiðin til Islenzkra aðalverktaka og starfaði hann þar sem vaktmaður. Síðasta áratuginn hefur Guðmundur verið húsvörður í Iðnskólanum og var í fullu starfi, er hann lézt. Guðmundur giftist 6. júní 1929 Gróu Ólafsdóttur og áttu þau fjögur börn, þau Gunnar, skip- stjóra í Bandaríkjunum, Guðríði, húsmóður í Kópavogi, Ólaf, starfs- mann hjá ísal og Þorgeir raf- virkja, sem nú er búsettur í Bandaríkjunum. Nú eru liðin þrjátíu ár síðan ég kynntist fjölskyldu Guðmundar, sem þá bjó að Grenimel 3 í Reykjavík. Mér er Gummi alltaf minnisstæður frá þessum árum, er hann kom vaggandi heim með sjópokann sinn. Það var alltaf viss „sjarmi" yfir togaramönnum þar sem þeir fóru um. Það var mér kært og lærdóms- ríkt að kynnast Guðmundi Hall- dórssyni. Þessvegna hef ég hér leitast við með þessum orðum að tjá mig um góðan dreng. Um leið vil ég votta Gróu Ólafsdóttur og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Sæmundur Bj. Áreliusson. Húsgagnasýningin sem auglýst var í gær, verður í verzluninni eftir viku. Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar Aðalsafnaðarfundur Seltjarnanessóknar verður í Valhúsaskóla, þriöju- daginn 3. júní kl. 8.30 síödegis. Sóknarnefndin. Nýtt glæsilegt hústjaldaúrval 7 gerðir. Verð frá kr. 174.000. — Sendum myndalista. Tjaldbúdir Geithálsi, sfmi: 44392 ITSTJ0RN 0G SKRIFST0FUR: 10100 AUGLÝSINGAR: 22480 m ww mm sp* ■ m p m - ii : ; ISL A: 83033 * '• * **r- -.~v-.tr*>v*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.