Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 Þorsteinn Gíslason, forstjóri Coldwater: Tregasta sala á Banda- ríkjamarkaði í áratugi Nú reynir meir á vöruvöndun en nokkru sinni fyrr „MARKAÐSÁSTANDIÐ á fisk- mörkuðum okkar í Bandaríkjun- um er það versta í mörg ár og salan hefur ekki verið tregari í áratugi," sagði Þorsteinn Gísla- son, forstjori Coldwater Seafood Corporation, sölufyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, en Þorsteinn er nú staddur hérlendis vegna aðalfundar SH. Af þessum ástæðum hefur orðið samdráttur í sölu, en ástæður sölutregðunnar eru alvarlegri en oft áður, efnahagsástandið í Bandaríkjunum, þar sem ráð- stöfunartekjur hins almenna borgara hafa nú rýrnað um 7,9%. Morgunblaðið spurði Þorstein Gíslason, hver væri ástæða þessa alvarlega markaðsástands. Hann svaraði: • Fiskneyzla hefur minnkað „Ástæðan er fyrst og fremst slæmt efnhagsástand. Álmenn- ingur hefur lítið fé handa í milli og það veldur því að umsetning veitingastaða með flýtiaf- greiðslu hefur fallið niður í tvo þriðju, að því er talið er. Fisk- neyzla hefur minnkað stórum bæði í veitingahúsum og eins í heimahúsum. Fiskur í verzlun- um er tiltölulega dýr miðað við annan mat. Oft áður hefur borið á sölutregðu, en hún hefur aldrei verið af þessum ástæðum fyrr. Erfiðleikar, sem áður hafa komið fram í sölu, hafa verið vegna tímabundins ójafnvægis milli framleiðslu og neyzlu. Nú hins vegar skortir fólkið fé og ástæður þess eru verðbólgan í Bandaríkjunum og óvenju háir vextir, sem einnig hafa áhrif á sölumöguleikana til hins verra. Þeir aðilar, sem dreifa fiski draga mjög úr birgðum sínum og almenningur verður einnig hart úti vegna hárra vaxta, þar sem hann tréystir mjög á lánakerfi landsins." Hvernig snúizt þið hjá Cold- water við þessum vanda? • Sölustarf- semi stóraukin „Við verðum að snúast við þessum vanda með stóraukinni áherzlu á sölustarfsemi. Við sölustarfsemina notum við fleira fólk og unnið er að því að hagnýta öll tækifæri, sem hugs- anlegt er að finna. Útlit fyrir að úr rætist, veltur mjög á því, hve fljótt efnahagsástandið batnar. Eru þess þegar merki, að eitt- hvað slíkt geti verið í vændum, því að vextir hafa lækkað á nýjan leik. Að sjálfsögðu reynir nú meir en nokkru sinni fyrr á að vörugæði séu mikil, en á því hefur verið mikill misbrestur. Því miður er hugarfar of margra sem stunda framleiðsluna hér heima þannig, að vöruvöndun er nú lakari en hún hefur verið í mörg ár.“ • Dýrustu tegundirnar seljast verst Hvaða tegundir verða harðast úti í þessari sölutregðu? „Vegna sölutregðunnar, og það er raunar mjög óheppilegt, verða dýrustu tegundirnar fyrir mest- um samdrætti. Þess vegna er hætt við að verðmætið, sem fæst fyrir fiskinn verði mun lakara miðað við magn en áður hefur verið. Nú er allt útlit fyrir, að draga verði verulega úr fram- leiðslu á dýrum flakapakkning- um, en auka hins vegar fram- leiðslu á ódýrari fiskblokkum. Það er ljóst að þetta ástand mun valda miklum erfiðleikum hjá frystihúsunum hér heima. Ástæður þessa eru, að Banda- ríkjamarkaður getur ekki tekið við nema vissu magni af dýrari pakkningum, eins og nú standa sakir. Auk þess hefur komið fram ný samkeppni frá Kanada- mönnum, sem bjóða fram mjög verulegt magn þorskflaka á stór- um lægra verði en við seljum þorskflök á.“ • Ekki verð- lækkun á þorskflökum Er fyrirsjáanleg verðlækkun á þorski? „Nei, að minnsta kosti ekki á þorskflökum, en það er uppi- staðan í söluverðmætinu. Þorskflök okkar eru svo miklu dýrari en önnur á markaðinum, að tilgangslaust yrði að reyna að Þorsteinn Gislason auka söluna með verðlækkun. Þess vegna verðum við að treysta á að geta náð nægilegum sölum, sem verða byggðar á styrkleika sölukerfisins. Þá er algjört skilyrði, að vörugæði standist ítrustu kröfur." En hvað um aðrar tegundir en þorsk? „Auðvitað nær sölutregðan til annarra fisktegunda en þorsk- flaka og í ýmsum tilfellum, þar sem það getur aukið söluna, kann að verða nauðsynlegt að beita verðlækkun í samkeppni við aðra.“ • 340 g af fiskmeti Nú hefur það heyrzt, að hið mikla eldgos í Washingtonríki kunni að hafa jákvæð áhrif á fiskmarkaðinn. Bæði lami það útgerð í norð-vesturríkjunum og eins kunni framleiðsluminnkun landbúnaðarvara þar að hafa áhrif á neyzlu fólks, sem hugsan- lega neytti þá meiri fisks en ella. Hvað vilt þú segja um þessar bollaleggingar? „Eg hef ekki trú á að það hafi áhrif á okkar fisksölur, þar sem við erum ekki í samkeppni við aðila, sem byggja á fiskiðnaðin- um á þessum slóðum. Ennfrem- ur tel ég að fiskneyzla í Banda- ríkjunum fylgi ekki svo einföld- um lögmálum, að unnt sé að draga slíkar ályktanir. Þótt Coldwater sé stærsti seljandi frystra fiskaflaka í Bandaríkj- unum, þá jafngildir öll sala okkar þar í landi aðeins 340 grömmum af fiskmeti á hvern mann á ári. Það segir sig sjálft, að svo lítið neyzluhlutfall getur ekki verið þýðingarmikill liður í mataræði fólks." • Framtíðarmöguleikar beztir á Bandaríkja- markaði Sú gagnrýni hefur komið fram á rekstur Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, að of mikil áherzla hafi verið lögð á Banda- ríkjamarkað, en mun minni á Evrópumarkað. Hefði ekki verið skynsamlegra að leggja meiri áherzlu á markaðina í Evrópu, þannig að þessi markaðsbrestur vestra hefði ekki haft jafn gífurleg efnahagsleg áhrif hér heima. Hvað vilt þú segja um þetta? „Sala Coldwater á Bandaríkja- markaði síðastliðin 6 ár, eða frá árinu 1974 hefur verið aukin úr 78 milljónum dollara í 224 millj- ónir dollara. Slíkri aukningu hefði hvergi verið hægt að ná, nema í Bandaríkjunum, sem auk þess gefur ávallt betra verð fyrir fiskinn en aðrir markaðir. Það er nægjanlegt samband milli sölumöguleika á Bandaríkja- markaði og Evrópumarkaði til þess að sölutregða, sem myndazt á einum stað, hafi einnig áhrif á verð á öðrum mörkuðum. Eg tel því að það sé mjög hæpin ályktun, að unnt sé að umflýja söluerfiðleika, sem koma endr- um og eins upp með því að leita þá alltaf til annarra sölusvæða. Eftir sem áður stendur það óhaggað að Bandaríkja- markaður gefur betri framtíðar- möguleika í sölu á fiski og fiskafurðum og með viðeigandi ráðstöfunum þá má hagnýta þá mjög vel.“ • 13% minni sala í magni Hver varð samdráttur í sölu Coldwater það sem af er þessu ári miðað við sama tíma í fyrra? „Salan fyrstu 4 mánuði þessa árs er 13% minni í magni og 7% minni að verðmæti miðað við sömu mánuði í fyrra. Því miður hefur sölutregðan mjög aukizt á þessum fjórum mánuðum og er nú með allra versta móti.“ Nú hefur Coldwater næstum eingöngu selt vöru sína til mötu- neyta, veitingahúsa og ýmissa stofnana. Ætlið þið í þessari sölutregðu að færa út kvíarnar í þessum efnum og selja til fleiri aðila? „Já, en að vísu leysir það ekki vanda okkar, að snúa okkur meira að sölu til verzlana, þar sem þar er enn meiri samdráttur en í sölu til veitingahúsa. Vegna sölutregðunnar erum við þó að reyna ýmsar nýjar leiðir, því að í þessu ástandi má ekkert tæki- færi glatast. Þetta er meðal annars fólgið í því að hraða útfærslu á nýjungum í verk- smiðjuframleiðslu okkar, sem hafa verið í undirbúningi lengi og þær opna nýja sölumögu- leika." • Birgðir með meira móti Hvernig er birgðastaða ykkar nú og eins hjá SH af framleiðslu fyrir Bandaríkjamarkað? „Birgðir hjá okkur hafa verið með meira móti, eins og alltaf vill verða, þegar sala er erfið, en það er reynt að halda þeim niðri vegna hinnar gífurlegu vaxta- byrði, sem þeim hefur fylgt. Birgðir SH á frystum fiski fyrir Bandaríkjamarkað hafa verið miklar vegna þess, að fram- leiðslan hefur verið óvenju mikil síðan um áramót, sérstaklega miðað við það, að sölumöguleik- ar eru nú verri en áður.“ Hvernig verður svo ástandið í framtíðinni. Áttu von á því að þessi sölutregða verði langvinn? „Það er útilokað að spá um það með neinni vissu, en það er von mín, að þegar líður fram á árið, þá muni sölumöguleikar okkar komnir í eðlilegt horf hvað magn snertir — en vafalaust tekur það lengri tíma að ná aftur sölum, sem skila sambærilegum verð- mætum og verið hefur á undan- förnum árum,“ sagði Þorsteinn Gíslason, forstjóri Coldwater Seafood Corporation að lokum. — mf. Snjór — tvær forsýn- ingar á nýju verki Kjartans Ragnarssonar MIÐVIKUDAGINN 4. júní og fimmtudaginn 5. júní verða tvær forsýningar í Þjóðleikhúsinu á nýju leikriti Kjartans Ragnarssonar, sem ber heitið Snjór. Forsýningar þessar eru í tilefni listahátíðar, en leikritið verður formlega frumsýnt í upphafi næsta letkárs. Þetta verk er nýr og forvitnilegur flötur á leikritunarferli Kjartans Ragnarssonar sem hingað til hefur samið mest gamanleiki með samfé- Iagsbætandi boðskap. I Snjó kveður við annan tón. Hér er fjallað um alverlega hluti og spurningar sem hver dauðlegur maður hlýtur að verða að velta fyrir sér einhvern- tíma á ævinni. Leikurinn gerist um vetur í þorpi á Austfjörðum þar sem allt er á kafi í snjó og snjóflóðahættan þrúgar mannfólkið. Héraðslæknirinn hefur fengið hjartaáfall, óþyrmilega áminningu um dauðann, og gerist leikurinn á heimili hans. Ástandið í verkinu og ýmsir atburðir hnýta saman fólk með gerólíka afstöðu til þeirra hluta sem upp koma. Rúrik Haraldsson leikur héraðslækninn, Erlingur Gíslason leikur hjartasér- fræðing sem er nýkominn heim frá útlöndum og sem er jafnframt gam- all nemandi héraðslæknisins. Konu sérfæðingsins leikur Bríet Héðins- dóttir; Pétur Einarsson leikur vin læknisins, hversdagslegan mann úr plássinu, en Guðrún Lilja Þorvalds- dóttir leikur húshjálp læknisins, unga ekkju og þriggja barna móður. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, leikmynd er eftir Magnús Tómasson, búningar eru eftir Dóru Einarsdótt- ur, en lýsingu sér Páll Ragnarsson um. (Fréttatilkynning.) Pétur Einarsson, Rúrik Haraldsson og Erlingur Gíslason í hlutverkum sínum í Snjó. Myndin var tekin á æfingu á dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.