Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1980 25 LISTAHÁTÍÐ Á KJARVALSSTÖÐUM: ar á verkum Gerðar 'gKristínar Jónsdóttur Yfirlitssýningar á verkum tveggja lát- inna listakvenna á Kjarvalstöðum hljóta að teljast einn helzti viðburður á þeirri Listahátíð, sem nú er að hefjast. Hér er um að ræða Kristínu Jónsdóttur listmálara og Gerði Helgadóttur myndhöggvara, og enda þótt báðar hafi um langt skeið verið á fremstu röð íslenzkra myndlistarmanna og fjölmargar sýningar hafi verið haldnar á verkum þeirra, bæði hér og erlendis, er þetta í fyrsta sinn, sem efnt er til yfirlitssýninga á verkum þeira. Hér er í raun um að ræða tvær sýningar, sem þó mynda samstæða heild. Sýningarsvæðið á Kjarvalsstöðum hefur verið stúkað sundur, þannig að í báðum aðalsölum hússins er komið fyrir verkum beggja listakvenn- anna. Sýningarsvæðið hannaði Leifur Breiðfjörð í samvinnu við Þóru Kristjánsdóttur listráðunaut Kjarvalsstaða. í tengslum við sýninguna á Kjarvalsstöðum er sýning á grafíkmyndaröð Ragnheiðar Jónsdóttur. Röðina, sem nefnist „Ég er ...“, gerði Ragnheiður að tilhlutan Listahátíðarnefndar. Að sögn Þóru Kristjánsdóttur er langt síðan hugmynd um yfirlitssýningu á verkum Kristínar Jónsdóttur var fyrst hreyft, en svo viðamikii sýning sem hér er á ferð hefði ekki verið möguleg nú hefðu afkomendur listakonunnar ekki byrjað að skrá- setja verk hennar í fyrrahaust. Slíkt starf er vandasamt og að sögn Þóru Kristjánsdóttur er þessi skrásetning líklega einsdæmi hér á landi. Heimilda hefur verið leitað í gömlum skrám og dagbókum, en án þess að auglýst hafi verið eftir verkum til skrásetningar hefur tekizt að hafa upp á yfir 500 myndum eftir Kristínu, og hafa öll þessi verk verið ljósmynduð. Listmálararnir Þorvaldur Skúlason og Jóhannes Jóhannesson völdu síðan um 200 verk, sem eru á sýningunni á Kjarvalsstöðum flest olíumyndir. Á yfirlitssýningunni á verkum Gerðar Helga- dóttur eru rúmlega 200 myndir, — höggmyndir frá 30 ára tímabili, mósaíkmyndir, lágmyndir, skartgrip- ir, vatnslitamyndir, frumdrög og vinnuteikningar, en flest eru þetta verk, sem hafa ekki verið sýnd opinberlega áður. Loks, en ekki sízt, eru á sýningunni 40 steindir gluggar, sem fengnir voru að láni frá Þýzkalandi í tilefni sýningarinnar. Þunga- miðjan i sýningunni er stórgjöf sú, sem ættingjar listakonunnar gáfu Kópavogskaupstað að henni látinni en fjöldi verka hefur jafnframt verið fenginn að láni hjá stofnunum og einstaklingum. Elín Pálmadóttir, sem var náin vinkona Gerðar Helgadóttur, hefur á undanförnum árum unnið mikið starf við skrásetningu á verkum listakonunnar, en Elín og Snorri Helgason, bróðir Gerðar, hafa aðstoðað Leif Breiðfjörð við uppsetningu á verkum Gerðar. Við opnun sýningarinnar kl. 18. á sunnudag flytur Gylfi Þ. Gíslason fyrrum menntamálaráð- herra stutt erindi um listakonurnar, og Unnur María Ingólfsdóttir og Gísli Magnússon leika kafla úr vorsónötu Beethovens. Sýningarnar verða síðan opnar daglega kl. 14—22 til 27. júlí. - Á.R. Reykjavíkurmynd eftir Kristínu Jónsdóttur. (i.jósm. Emiiia Bjðrs:) i Verk Gerðar Helgadóttur í and- dyri Kjarvalsstaða. (Ljósm. Emilia Bjórg) Þjóðarsál í fjötrum heitir þessi mynd eftir Gerði Helgadóttur. Myndin er í eigu Mörtu Thors, ekkju Péturs Benediktssonar, en myndina gaf Gerður Pétri eftir að hann hafði flutt ræðu á fundi sem Stúdentafélag Reykjavíkur efndi til vegna blóðbaðsins i Ungverjalandi 1956.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.