Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 í f i i i i-h.vmwwiwm Nordál Ákvarðanir um nýja stórvirkjun hald stóriðju verður að taka á þessu leyti. Þetta geta þau einkum gert með tvennum hætti. í fyrsta lagi með því að skapa atvinnuvegunum sem heilbrigðust og jöfnust starfsskilyrði. í þessu felst ekki síst það, að þau tryggi eðlilega samkeppni á öllum sviðum efnahagslífsins. Hagkerfið sé opið fyrir samkeppni utanað og atvinnuvegum sé tryggt eðlilegt svigrúm t.d. að því er varðar skattlagningu, starfsemi fjármagnsmarkaðar og svo framvegis. Að sjálfsögðu er hér ein af meginforsendunum, að verðbólgunni sé haldið í skefjum eða séð um, að hún raski ekki samkeppnisaðstöðu fyrirtækja með óeðlilegum hætti. Mönnum hættir til að gleyma því, hvað heilbrigð almenn skilyrði eru mikilvæg forsenda hagvaxtar. I þessu sambandi er nauðsynlegt að minnast þess, að vöxtur þjóðartekna á ekki rætur að rekja til tiltölulega fárra avinnugreina og stórfyrirtækja heldur byggist hann á sameiginlegu átaki til framleiðsluaukningar á öllum sviðum efnahagsstarfseminnar. í öðru lagi geta stjórnvöld átt beina aðild að framleiðslu og iðnþróun og gerst þátttakendur í atvinnustarfseminni. Með tilliti til þess, hve íslenska hagkerfið er lítið, er óhjákvæmilegt að afskipti ríkisins komi oft til, þegar um nýiðnað, einkum stóriðju, er að ræða, — eða til hjálpar starfandi fyrirtækjum, svo að þeim sé kleift að nýta nýja tækni eða markaðstækifæri. Augljóst er, að um áframhald- andi vöxt orkufreks iðnaðar verður ekki að ræða án atbeina ríkisvaldsins með einum eða öðrum hætti. Orkuframleiðsl- an fyrir slík fyrirtæki byggist að minnsta kosti á forystu stjórnvalda og ákvörðunum ríkisstjórnar og Alþingis. Það eru því þessir aðilar, sem verða að móta meginstefnuna með hliðsjón af þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru. Eignaraðildin — Allt frá því menn fóru að ræða um stóriðju hér á landi hefur verið um það deilt, hvort erlendir aðilar skyldu vera eignaraðilar að fyrirtækjunum. Hver er þín skoðun miðað við fengna reynslu? — í þessu efni hefur verið mótuð stefna, sem ég er sammála með tilliti til þjóðfélagshátta. í stefnunni felst, að ekki gildi almennar reglur um innstreymi erlends fjár- magns heldur sé það metið hverju sinni, hvaða hag fslendingar hafi af þeirri starfsemi, sem slíkur fjármagns- innflutningur leiðir til. Á þeim grundvelli hefur síðan verið ákveðið, hve langt skuli gengið. Samningar um álverið í Straumsvík og járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga sýna þær ólíku leiðir, sem farnar hafa verið. í fyrra tilvikinu á erlendi aðilinn allt iðjuverið en í því síðara á íslenska ríkið meirihluta. — Hvor leiðin er skynsamlegri? — Mér finnst ekki skynsamlegt að slá því föstu, að önnur hvor þessara leiða sé endilega sú eina rétta við allar aðstæður. Hitt er ljóst, að eftir því sem við fáum meiri reynslu af framleiðslustarfsemi orkufreks iðnaðar þeim mun auðveldara verður fyrir okkur að ráðast í slíkt fyrirtæki án þátttöku erlendra aðila. Álbræðslan ruddi brautina hér. Hún var svo stór í sniðum, að miðað við þáverandi aðstæður var vart hugsanlegt, að fslendingar hefðu haft ráð á eignaraðild að henni og því síður meirihlutaeign. Aðstæður höfðu breyst, þegar járnblendiverksmiðjan kom til sögunnar bæði vegna þróunar hér á landi og vegna þess, að þetta fyrirtæki er minna en álverið og þess vegna auðveldara fyrir fslendinga að vera meirihlutaaðilar að því. — Og í nýfluttu erindi þínu hreyfðir þú því, að íslendingar verði einir eigendur stóriðjufyrirtækis. — Já, ég er ekki í vafa um, að íslendingar hafa nú bolmagn til þess og lánstraust með tilliti til þeirrar reynslu, sem fengin er, að ráðast í nýtt stóriðjufyrirtæki sambærilegt við þau, sem fyrir eru, og yrði það algerlega í íslenskri eigu. Menn yrðu að meta það út frá áhættunni, hve mikla samvinnu þeir vildu hafa við erlenda aðila auk þess sem almennt hagkvæmnismat kemur auðvitað til, og þá einkum varðandi tækni og markaði. Ekki má gleymast, að eftir því sem samkeppnisaðstaða okkar í þessum iðnaði batnar eins og gerst hefur að undanförnu vegna hækkunar á orkuverði erlendis, batnar samningsaðstaða okkar við þau fyrirtæki, sem við þurfum að sækja til að því er varðar tækni og markað. — Mælir þú með því, að ákveðið verði, að erlendir aðilar komi hvergi nærri stóriðju á íslandi? — Eins og ég sagði fyrr er ég sáttur við þá stefnu, sem nú er fylgt í þessu efni. Hins vegar geta menn ekki lengur með rökum verið andvígir stóriðju á þeim forsendum, að hún leiði óhjákvæmilega til erlendrar þátttöku. Nú ætti að vera unnt að meta framtíðarstefnuna fordómalaust með hagkvæmnissjónarmið ein að leiðarljósi. Fyrirfram á engum leiðum að loka í þessum efnum. Eg tel, að við verðum áreiðanlega enn um hríð að hafa nána samvinnu við erlenda aðila, einkum á sviði tækni og sölustarfsemi og til að tryggja okkur hráefni með hagstæðum kjörum, hvað sem eignaraðildinni sjálfri viðvíkur. Næstu skrefin gætum við til dæmis stigið í samvinnu við íslenska álfélagið, þannig að við yrðum — Nauðsynlegt er að marka meginstefnu um næstu áfanga í orkuöflun eigi síðar en á hæsta ári. Nauðsynlegt er, að samtímis verði vandlega að því hugað, hvaða tækifæri geti á næstu árum skap- ast til frekari þróunar orkufreks iðnaðar hér á landi. Ella er hætt við því, að framundan sé tímabil stöðvunar í þessum iðnaði, sem þegar er orðinn veigamikill þáttur í atvinnustarfsemi landsmanna og í útflutningstekjum þjóðarbúsins. Á þessa leið voru upphafsorð Jóhannesar Nordal seðlabanka- stjóra og stjórnarformanns í Landsvirkjun, stærsta orkufram- leiðslufyrirtæki landsins, á ráð- stefnu um iðnþróunarmál 21. maí sl., en erindið birtist í heild í Morgunblaðinu 23. maí. í tilefni af því sneri blaðið sér til Jóhannes- ar og ræddi nánar við hann um orkuframleiðslu íslendinga og stóriðju. Mörkun meginstefnunnar — Hvað knýr á um að þessi meginstefna í orkumálum og stóriðju sé mörkuð? — Áldrei má láta undir höfuð leggjast að huga að því, hvernig unnt sé að halda áfram að auka þjóðarframleiðslu og bæta lífskjör landsmanna, sagði Jóhannes. Og á sviði orkuframleiðslu og stóriðju, þ.e. orkufreks iðnaðar, sem byggist á mikilli raforkunotkun, eigum við mörg tækifæri ónotuð. Við höfum hlotið reynslu á þessu sviði, sem kennir okkur, að við eigum að halda áfram á þessari braut og framhaldið verður að vera með markvissum hætti. — Hver á að móta stefnuna? — Til að auka þjóðarframleiðsluna eru til margar leiðir, en ég staldra hér við það, hvernig stjórnvöld geta þar látið til sín taka, því að þau verða að móta meginstefnuna að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.