Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAI 1980 11 heimild samþykkta við af- greiðslu fjárlaga á Alþingi að breyta fyrrnefndri söluskatts- skuld í hlutafé. Skyldi umsögn fjárveitinganefndar liggja fyrir áður en heimildin yrði notuð. Fjármálaráðherra óskaði eftir slíku samþykki fjárveitinga- nefndar, en nefndin velkist enn í vafa. Þegar ríkisstjórnin hafði tekið ákvörðun um að rétta fyrirtækið við með öflun fyrrnefndrar heimildar, brá stjórn Fram- kvæmdastjórnar ríkisins á það ráð, að ítreka fyrri samþykkt sína um lánafyrirgreiðslu við sveitarfélög að festa kaup á hlutafé og jók hlut Fram- kvæmdasjóðs úr 100 millj. kr. í 300 millj. kr. Voru þessar sam- þykktir gerðar með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar og er hennar nú beðið. Tæpitungulaust skal það sagt hér, að greinarhöfundur hefir gert ráð fyrir því, að Fram- kvæmdasjóður tæki að sér um- sýslu fyrirtækisins um hríð. Þegar framkvæmdir í vegagerð hefjast að marki, og stórverkefni boðin út, er þess að vænta að verktökum í greininni vaxi svo fiskur um hrygg, að þeir geti keypt og rekið fyrirtækið. Undir- ritaður hefir engan áhuga á opinberum rekstri fyrirtækja, en Framkvæmdasjóður hefir áður neyðst til að taka við vandræða- fyrirtækjum og tekizt vel til. Sá grunur hefir og læðst að mönnum, að ýmsir hugsi sér gott til glóðarinnar að maka krókinn ef fyrirtækið leysist upp. Myndi þá líklega heyrast hljóð úr horni 6 heilags-anda-manna í máli þessu. Sér í lagi djúphyggju- manna norður á Akureyri, sem miðlað hafa mönnum af þekk- ingu sinni í þessu máli og sanngirni á síðum íslendings. Ömurlegast er þó ef varanleg vegagerð lendir áfram í útideyfu fyrir kjaftæði upphlaupsmanna og kjarkleysi stjórnvalda. Valgerður Bergsdóttir kosin ritari FÍM AÐALFUNDUR FÍM, Félags íslenskra myndlistarmanna, var haldinn 25. apríl sl. Sigríður Björnsdóttir, ritari félags- ins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Stjórn FÍM skipa nú: Sigrún Guöjónsdóttir. furmaöur. Valgerður Bergsdóttir. ritari. Þorbjðrg Hóskuldsdóttir. gjaldkeri. Jón Reykdal og Girikur Smith, meðstj. Sýningarnefnd skipa eftirtaldir félagsmenn: örn Þorsteinsson. formaður. Björgvin Ifar- aldsson, ritari, Jónina Guðnadóttir, Ilelgi Gislason, Magnús Kjartansson, Guðbergur Auðunsson, Gunnar Örn Gunnarsson, Gunn- laugur St. Gislason, Hringur Jóhannesson og Snorri Sveinn Friðriksson. Á síðastliðnu starfsári tók FÍM á móti tveim sýningum sem hingað komu á vegum Norræna myndlistarbanda- lagsins. Hin fyrri var Snorrateikn- ingarnar, sýning á myndskreytingum við Heimskringlu Snorra Sturlusonar, og annaðist FIM upphengingu mynd- anna á gangi Kjarvalsstaða. Sú síðari var sýningin Maximal-minimal, sýning alþjóðlegs hóps konkretlistamanna, og var Herði Ágústssyni listmálara boðin þátttaka í henni. Sýningin var hengd upp í FIM-salnum. í apríl var send sýning smámynda til Kemi í Finnlandi í samvinnu við Norræna félagið. Sýn- endur voru Hringur Jóhannesson, Jó- hannes Geir, Bragi Ásgeirsson, Jón Reykdal og Þórður Hall. FÍM tók þátt í áttunda Rostockbiennalnum og sá Bragi Ásgeirsson um undirbúning þátttökunnar. Sýnendur voru Örn Þor- steinsson, Bragi Ásgeirsson, Sigurjón Ólafsson, Sverrir Ólafsson, Valtýr Pét- ursson, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Jón Reykdal og Eyjólfur Einarsson. Haust- sýning félagsins var haldin á Kjarvals- stöðum. Sýnd voru 140 verk eftir 45 einstaklinga, þar af 26 félagsmenn. I jan.—febr. sl. var tveim félagsmönnum boðið að sýna í Hasselby-höll í Stokk- hólmi. Fyrir valinu urðu þeir Snorri Sveinn Friðriksson og Elías B. Hall- dórsson. Sýningin hlaut lofsamlega dóma, og annar sýnandinn, Snorri Sveinn, seldi eitt verka sinna. (Fréttatilkynning frá FÍM) Sumarstarf KFUK í Vindáshlíð að hef jast SUMARSTARF Sumarbúða K.F.U.K. í Vindáshlíð hefst að þessu sinni á morgun sunnudaginn 1. júní, með guðþjónustu í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð. Guðþjónust- an hefst kl. 14.30 og mun sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir annast hana. Að guðþjón- ustu lokinni verður kaffisala og verður ágóðanum varið til áframhaldandi bygg- ingar á íþrotta- og leikskálanum á staðn- um. Bygging hans hófst 1976 en lokið var við að klæða hann utan og setja í hann glugga síðast liðið sumar. Stefnt er að því að klæða hann innan og innrétta á þessu ári. Aðstaðan mun breytast mjög til hins betra með tilkomu hans. Dvalarflokkar sumarsins verða 10 og fer sá fyrsti upp eftir miðvikudaginn 4. júní. Hver hópur dvelur viku í senn og una stúlkurnar sér í leikjum, íþróttum, göngu- ferðum o.fl. á daginn en á kvöldin eru kvöldvökur sem stúlkurnar annast. Einnig er Biblíufræðsla og mikið sungið. Ar tresms i gróöurhúsinu Notið tækifærið HEIMSÆKIÐ Garðplöntukynning í dag og á morgun kl. 2—6. Hafsteinn Hafliðason kynnir meðferö trjáa, runna og sumarblóma, veitir ráð- leggingar um rétt tegundaval, um rétta áburðargjöf o.fl. o.fl. Plantið trjám Yuccu skógurinn Nú eigum viö glæsilegt úrvai af yuccum í öllum stærðum. Skoöiö skóginn þegar þér heimsækið Japanskur stíll blómaskreytingar Kl. 1—6 í dag og á morgun höfum við sýnikennslu í blómaskreylingum. Okkar ágæti skreytingameistari Uffi Balslev kynnir „japanska blómaskreytingastílinn IK- EBANA HEIMSÆKIÐ Gróöurhúsinu v. Sigtún, símar 36770 og 86340

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.