Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 VELHEPPNUÐ BJORGUNARÆFING ALMANNAVARNA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI 117 komust lífs af er þotu með 150 manns hlekkt- ist íl I lendingu texti: SIGHVATUR BLÖNDAHL/ myndir: KRISTINN OLAFSSON Sjúklingum komiö fyrir í einn björgunarsveitarbílinn. Hermenn umkringdu svnðiö þegar eftir slysiö og fékk enginn aö koma þar nálægt. Hér reyna nokkrir starfsmenn Almanna- varna aö brjóta sér leiö í gegn. baö tókst auövitaó ekki. Björgunarmenn komnir á staöinn og flutningur slasaðra hafinn. Það eru allir þeir sem stóðu að æfingunni sammála um, að hún hafi í heild sinni tekist mjög vel, sagði Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, er Mbl. innti hann álits á æfingu almannavarna og varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem farþega- þota með 150 manns brotlenti. „Við höfum tekið saman fimm meginatriði, sem verða tekin til endurskoðunar, en það er í fyrsta lagi, að skoða verður betur sjúkraflutninga frá slysstaðnum. Þeir þurfa að vera nokkru liðugri, en í gær. Þá þarf að endurskipuleggja starfsemi í greiningarstöð, sem staðsett í slökkvistöðinni á flugvellinum. Þar fannst okkur vanta meiri heildaryfirstjórn. Þátt starfsfólks í flugstöðvar- byggingunni þarf að endurskoða, en það tekur á móti þeim farþegum sem ekki slasast. Þá þarf að skoða nánar samspil sjúkrabíla á höfuðborgar- svæðinu og björgunarsveitabíla. Samkvæmt áætl- un okkar eru sjúkrabílarnir ekki kallaðir út, heldur einungis bílar björgunarsveitanna. Við erum á þeirri skoðun, að heppilegra væri að senda sjúkrabílana þegar á staðinn og fá síðan bíla björgunarsveitanna til þess að taka að sér tilfallandi verkefni hér á svæðinu. Það tekur alltaf nokkurn tíma fyrir björgunarsveitirnar að kalla út sína bílstjóra og þá að koma sér í höfuðstöðvar þeirra til þess að sækja bílana. Þar tapast mjög mikilvægur tími, sem hægt væri að losna við með því að senda sjúkrabílana þegar á staðinn. Þá kom það í ljós á æfingunni í gær, að Rannsóknarlög- regla ríkisins, sem er mikilvægur aðili við rannsókn svona atburða, var alls ekki kölluð út hjá okkur. Fyrir þann leka verður þegar sett,“ sagði Guðjón. Þá kom það fram hjá Guðjóni, að Keflavíkur- flugvöllur er trúlega fyrsti flugvöllurinn á Vestur- löndum, þar sem tekist hefur að gera samræmt skipulag, þar sem bæði her og borgarleg yfirvöld sameinast um björgunaraðgerðir. I því sambandi má geta þess að hér á landi hafa að undanförnu dvalið um 100 ráðstefnugestir frá slökkvistöðvum bandaríska hersins víðs vegar að úr heiminum og þeir lýstu miklum áhuga á þessu skipulagi og sögðust ekki vita um neina hliðstæðu. Það var um þrjúleytið, sem flugturninn á Keflavíkurflugvelli tilkynnti um farþegaþotu með ónýtan lendingarbúnað, sem var að koma inn til lendingar. Turninn tilkynnti síðan að henni hefði hlekkst á og hafði samband við slökkvilið flugvall- arins, sem fór í viðbragðsstöðu. Þeir boðuðu þá út sína menn og héldu af stað út á brautarenda. Slökkviliðið boðaði síðan út ákveðna aðila á Keflavíkurflugvelli, s.s. sjúkralið og flutningalið, jafnóðum og þeir hófu björgunaraðgerðir. Lögregl- an á Keflavíkurflugvelli hafði síðan samband við Almannavarnir Suðurnesja og flugumsjónin boð- aði út Almannavarnir ríkisins, sem boðaði síðan út allt höfuðborgaralmannavarnarkerfið, s.s. sjúkra- bíla, bíla björgunarsveita, sjúkrahúsin og lækna og hjúkrunarlið til þess að fara á staðinn. Að sögn Guðjóns Petersens gekk mjög greiðlega að boða út allar björgunarsveitirnar og voru fyrstu bílar þeirra komnir á slysstaðinn rúmum klukku- tíma eftir að slysið varð. Allir sjúklingarnir voru síðan komnir á sjúkrahús innan þriggja tíma frá því að slysið varð. Þrjátíu farþegar sluppu nær ómeiddir og voru fluttir í flugstöðvarbygginguna á flugvellinum. Nokkrir farþegar létust þegar og allnokkrir á leið á sjúkrahús, en lifandi komust á sjúkrahús 87 sjúklingar af 130, þannig að alls lifðu 117 þetta af. Það olli nokkrum töfum hversu mikil umferð var á Keflavíkurveginum á þeim tíma sem sjúkrabíl- arnir voru á ferð, sérstaklega var ástandið slæmt milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur milli klukkan 16.30-18.00. Eftir að hafa fylgst með æfingunni getur undirritaður fyllilega tekið undir þau orð Guðjóns Petersen, að hún hafi í stórum dráttum tekist vel. Slökkvilið flugvallarins brást mjög snögglega við þegar kallið kom og var komið á slysstaðinn með allan sinn búnað og mannskap innan fárra mínútna. Þeir þurftu óneitanlega að taka vel á honum stóra sínum, þar sem hver fjögurra manna flokkur þurfti að bera 30—40 sjúklinga frá vélinni og á öruggan stað. Það vakti reyndar furðu mína hversu lítið dró af þeim þegar á leið. Síðan þegar sjúklingunum var komið fyrir á sjúkrabörum og átti að flytja þá í burtu virtist vera nokkur misbrestur á því, að nægilega vel væri frá þeim gengið, t.d. voru fjölmargir sjúklingar látnir liggja á sjúkrabörunum án þess að fá nokkurn skjólfatnað eða teppi og var það mál margra þeirra þegar í greiningarstöð kom að þeir væru að krókna úr kulda. — I greiningarstöðinni vantaði tilfinnanlega örugga yfirstjórn og sem dæmi um það tók mjög langan tíma að fá teppi fyrir sjúklinga, sem þau vantaði. . Eins og kom fram hjá Guðjóni hefðu flutn- ingarnir frá slysstað í greiningarstöð mátt ganga greiðar fyrir sig, jafnvel fá fleiri bíla í þá flutninga. Þá vakti það nokkra athygli að þegar íslenzku læknarnir komu á staðinn virtust þeir vera nokkuð óöruggir með hvað þeir ættu að gera. Ástæðan fyrir því er eflaust sú að þeir hafa ekki tekið þátt í æfingu með starfsfélögum sínum á flugvellinum fyrr, auk þess sem styrkari yfirstjórn hefði bætt mikið. Mjög greiðlega gekk að flytja sjúklingana frá greiningarstöð til að byrja með, en síðan kom nokkurt hlé meðan beðið var eftir björgunarsveit- arbílunum í Reykjavík og nágrenni. Það er auðvitað ekki við þá að sakast, þeir komu eins fljótt og auðið var, en eins og Guðjón benti á hefði þessi töf ekki þurft að koma til, ef sjúkrabílar höfuðborgarsvæðisins hefðu verið sendir þegar af stað, en björgunarsveitabílarnir síðan tekið við þeirra hlutverki í bænum. Þess má að lokum geta, að þessi æfing er eflaust sú fjölmennasta, sem haldin hefur verið hér á landi, alls munu um 5000 manns háfa tengst henni á einhvern hátt og eiga Almannavarnir ríkisins heiður skilið fyrir góða skipulagningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.