Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1980 37 maður, en lítið fyrir að ota eigin tota. Mannkostir, góð greind og gerhygli hrintu honum til margs konar ábyrgðar- og trúnaðar- starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þótti það sæti ávallt vel skipað, sem hann sat í. Hann var um tíma formaður Sjálfstæðisfélags Vest- mannaeyja, formaður Fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Vest- mannaeyjum og ritstjóri Fylkis. Er mikils þótti við þurfa, vanda þurfti að leysa eða til átaka kom, var Steingrími gjarnan skipað í fremstu röð. Þakka sjálfstæðismenn í Vest- mannaeyjum honum mikil og góð störf. Steingrímur var félagi í Oddfellowstúkunni Herjólfi og var fljótlega kallaður þar sem víðar til trúnaðarstarfa enda mat hann mikils það mannbótastarf, sem innan Oddfellowreglunnar er unn- ið. Steingrímur tók mikilli tryggð við Vestmannaeyjar, þótti vænt um fólkið, sem þar býr, og fylgdist af áhuga með framfara- og hags- munamálum þess. Hann var áhugamaður um starf sitt við flugvöllinn og gladdist mjög yfir framkvæmdum þar og þeim nýju mannvirkjum, sem þar eru risin og hlakkaði til að takast á við aukin verkefni í framtíðinni. Hvergi þótti honum betra að vera en við starf sitt suður á Heimaey. í kyrrð og fegurð nátt- úrunnar, sem þar blasir hvarvetna við augum, átti hann sínar auð- nustundir og þar var gott að hitta hann til skrafs og ráðagerða. Skarð er fyrir skildi, þegar góður vinur og samstarfsmaður er fallinn í valinn langt fyrir aldur fram, en við vinir og kunningjar gleðjumst við minninguna um góðan dreng. Um leið sendum við eiginkonu hans, Eygló Einarsdótt- ur, börnum og fjölskyldu sam- úðarkveðjur, en fyrst og síðast vann Steingrímur heimili sínu og fjölskyldu. Guðmundur Karlsson Felix Gestsson bóndi - Minning Fæddur 2. júní 1905. Dáinn 20. maí 1980. Enn er einn aldinn hlynur fallinn úr skógi mannlífsins í Þykkvabæ. Frá s.l. hausti hefur dauðinn verið stórvirkur á þessum stað. Fyrstur hvarf sr. Sveinn af sjónarsviðinu, í byrjun okt., þar næst Friðbjörg í Skarði, þá Pálína í Háarima. Rétt á eftir kvaddi Hafliði í Búð fólk og Frón. Stef- anía í Borg hvarf þar næst af sjónarsviðinu, háöldruð. Hún og Hafliði voru komin yfir nírætt og elzt Þykkbæinga. Felix í Mel var fæddur á þeim bæ fyrir tæpum þremur aldar- fjórðungum, nánar tiltekið 2. júní árið 1905. Voru foreldrar hans hjónin Gestur Helgason bóndi (d. 1965, 86 ára) og Kristín Þórðar- dóttir kona hans. Hún lést snemma árs 1961, eftir langa og stranga baráttu við þann sjúk- dóminn er flesta fellir á efri árum. Felix ólst upp í Mel, en hann var elztur systkinanna, fimm að tölu. Hin eru, talin í aldursröð: 2. Arnfríður, húsfreyja í Reykjavík, gift Haraldi Elíassyni múrara. 3. Guðni, býr í Keflavík, kvænt- ur Vigdísi Pálsdóttur. 4. Helga, búsett í Mel alla tíð. 5. Lilja, dó aðeins fimmtán ára. Auk áðurnefndra barna, ólu þau hjón upp Ólaf Guðbrandsson frá Stokkseyri, allt frá því að hann var barn í vöggu og til þroskaald- urs. Ólafur býr á Akranesi, kvænt- ur Kristínu Kristinsdóttur. Hann er þar bæjarfulltrúi og nefndar- maður. Ungur að árum hélt Felix til Vestmannaeyja og vann þar við sjó á vetrum og þótti mikill dugnaðarmaður. Reglusemi hans var og viðbrugðið. Hann fór vel með fé sitt. Ávaxtaði það vel og skynsamlega. Felix sagði mér margar sögur frá Vestmannaeyjaárunum. Hann var ungur þá og hraustur. En öll látum við okkur — fyrr eða síðar. Felix var síðustu tvo áratugina eða vel það bagaður maður. Fékk kölkun í mjaðmir og átti afar erfitt um allar hreyfingar. Komst lítið um á fæti. En illa mátti hann vera haldinn, að hann sæti heima, ef skreppa þurfti bæjarleið. Sett- ist þá Felix upp í dráttarvél sína og ók af stað. Man ég hann þannig ekki sízt. Eins og áður sagði, var Felix bóndi í Mel. Stóð hann að félags- búi á þeirri jörð ásamt systur sinni, Helgu, svo og með foreldr- um sínum meðan þeirra naut við. En Felix var ekki aðeins bóndi og erfiðismaður. Hann átti góðan hlut að félagsmálum í Þykkvabæ á yngri árum, var þar formaður ungmennafélags um langa hríð, lék í leikritum og gætti bókasafns, er ungmennafélagið rak og átti. Á haustin vann Felix við að svíða í sláturhúsi staðarins. Fórst honum það ágæta vel. Og nú er ekki annað eftir en að kveðja, þakka góðum félaga sam- fylgdina og votta aðstandendun- um samúð við fráfall hans. Auðunn Bragi Sveinsson. Kveðja: Hafsteinn Sigurðs- son - Ólafur Ólafsson Fæddur 13. nóvember 1961. Dáinn 25. maí 1980. Fæddur 17. nóvember 1956. Dáinn 25. maí 1980. Hafsteinn og Ólafur eru dánir. Við þessa frétt setur okkur hljóð. Við viljum helst ekki trúa, en kaldur raunveruieikinn blasir við. Tveir af okkar bestu vinum eru skyndilega burtkallaðir svona ungir, aðeins .18 og 23 ára gamlir. Hjá þeim þekktist ekki víl eða væl, alltaf glaðir, duglegir og uppörvandi, hvernig sem á stóð. Állar samverustundirnar þökk- um við af öllu hjarta og biðjum góðan Guð, sem öllu ræður, að gefa foreldrum og systkinum Ól- afs og Hafsteins styrk til þess að bera þessa miklu sorg. Katrín og María. ^Prfi^sniííingar^*^ á Listahátíð Haskolabio 1. jum. RAFAEL FRUHBECK de BURGOS frægasti htjómsveitarstjóri Spánar stjórnar Sinfóníuhljómsveit íslands á opnunartónleikum í Háskólabíói. Á efnisskránni eru „Raeöa nautaban- ans" eftir TURINA, „Concierto de Aranjuez" eftir Rodrino. Frægasti gítarkonsert veraldar fluttur í fyrsta sinn á íslandi. Einleikari er Göran Söllscher, sem vann síðustu heims- keppni gítarleikara í París og er nú jafnað við fremstu gítarsnillinga nú- tímans. Eftir hlé leikur hljómsveitin sinfóníu DVORÁKS „Úr nýja heimin- um." Göran Söllscher frá Svíþjóö. Alicia de Larrocha frá Spáni. Háskólabíó 3. júní. ALICIA de LARROCHA, frægasti píanóleikari Spánar leikur verk eftir Beethoven, Bach, De Falla og Ravel. í stórblaöinu „New Vork Times“ 4. maí eru tónleikar ALICIA de LAR- ROCHA, sunnudaginn á Listahátíð í Reykjavík, taldir einn af fjórum helstu viðburðum ársins á sviöi píanóleiks í Evrópu. Haskolabio 5. júní. GORAN SOLLSCHER frá Svíþjóð, nýjasta stór- stjarnan í gítarleik, aðeins 24 ára gamall. Hann leikur verk eftir Dowland, Barrios, Yocoh og Ponce. kl. 14—19.30, sími 28088.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.