Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 DÓMKIRKJAN: Kl. 11 sjó- mannamessa. Biskup íslands predikar og minnist drukknaðra sjómanna. Sjómenn flytja fitn- ingartexta og bæn, sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Garðar Cortes syngur einsöng. Organisti Sigurður Isólfsson. LANDAKOTSSPÍTALI: Kl. 10 messa. Sr. Þórir Stephensen. Organleikari Birgir As Guð- mundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa fellur niður vegna handavinnusýn- ingar að Norðurbrún 1. Sr. Grímur Grímsson BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Messa í Breiðholtsskóla kl. 11 árd. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organleik- ari Guðni Þ. Guðmundsson. Vinsamlegast athugið breyttan messutíma. Sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Guðsþjónusta í safnað- arheimilinu að Keilufelli 1 kl. 11 árd. Athugið breyttan messu- tíma. Si\Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJÁ: Guðsþjón- usta kl. 11, altarisganga. Organ- leikari Jón G. Þórarinsson. Al- menn samkoma n.k. fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. GUÐSPJALL DAGSINS: Jóh. 3.: Kristur og Niko- demus. HALLGRlMSKIRKJA: Messa og altarisganga kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjud.: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10:30 árd. Beðið fyrir sjúkum. Prestarnir. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Sr. Arngrímur Jónsson. Organisti Árni Arinbjarnarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa í Kópavogskirkju kl. 11 árd. (alt- arisganga). Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta helguð sjómanna- derinum kl. 11. Athugið breytt- flytur Hannes Hafstein fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags- ins. Organleikari Ólafur Finns- son. Sr. Sig. Haukur Guðjónsson. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11, altarisganga. Þriðjudagur 3. júní: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Miðvikudagur 4. júní: Æskulýðs- fundur kl. 20:30. Sóknarprestur. FRlKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 2. Organleikari Sigurð- ur ísólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. DÓMKIRKJA krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Al- menn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Ræðumaður Snorri Óskarsson kennari. Einar J. Gíslason. GRUND elli- og hjúkrunar- heimili: Messa kl. 2 síðd. Sr. Lárus Óskarsson prédikar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Helg- unarsamkoma kl. 11 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræðissamkoma kl. 20.30. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háaleitisbraut 58: Messur kl. 11 og 17. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. VlÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta kl. 11 árd. í kapellu sóknar- innar. Sr. Sigurður H. Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 árd. Ath. breyttan messutíma. Sókn- arprestur. KAPELLAN St. Jósefsspítala Hafnarf.: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Há- messa kl. 8.30 árd. Virka daga er messa kl. 8 árd. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sjó- mannamessa kl. 11 árd. Sr. Þorvaldur Karl Helgason þjónar fyrir altari. Organisti Helgi Bragason. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sjó- mannamessa kl. 11 árd. Sókn- arprestur. SÁNDGERÐI: Sjómannamessa kl. 11 árd. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Sjómanna- messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknar- prestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Sjó- mannaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Aldnir sjómenn heiðraðir. Minnst drukknaðra sjómanna. Sr. Björn Jónsson. Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor: Nokkur orð til sr. Bjart- mars Kristjánssonar Sr. Bjartmar Kristjánsson ritar „nokkrar athugasemdir um hand- bókarmálið" í Mbl. laugardaginn 24. maí sl. Er grein hans þess konar hanastél sem algengt er að tilreiða í opinberum umræðum á Islandi og samanstendur af dylgjum og útúr- snúningi auk rógsins. Hef ég aldrei skilið, hvernig prestar geta fallið fyrir þeirri tegund af málflutningi. Þó telur sr. Bjartmar sér fært að segja þetta um trúarjátningar: „Hin rétta trúarjátning kristins manns á að koma fram í dagfari hans og breytni, ekki þulu mæltri af munni fram.“ Handbókarnefnd Tilefni greinar sr. Bjartmars er sú endurskoðun handbókar sem nú er á döfinni innan þjóðkirkjunnar. Vin- veittum lesendum til skýringar vil ég geta þess, að kirkjuráð hinnar íslensku þjóðkirkju skipaði vorið 1979 nefnd til að vinna að endur- skoðun handbókar fyrir íslensku tirkjuna og skyldi nefndin skila áliti Cyrir kirkjuþing 1980, enda hafi irestastefnan áður fjallað um málið. lafði kirkjuþing 1978 með einróma iamþykkt falið kirkjuráði þessa æfndarskipun. Þegar nefndin kom :.aman, var undirritaður kjörinn ormaður hennar. Störf handbókarnefndar gengu >að vel, að frumvarp að nýrri 'iandbók er nú tilbúið og verður það birt prestastefnunni til athugunar ■g síðan sent kirkjuþingi a hausti komanda. Stendur nefndin einhuga að frumvarpinu, enda hafði presta- stefnan 1979 — þar sem sr. Bjartmar var viðstaddur — einróma samþykkt viljayfirlýsingu um stefnuna í hand- bókarmálinu. Samdi ég greinargerð með tillögum nefndarinnar og var hún send prestum, svo að þeir gætu athugað málið, áður en þeir fá tillögurnar í hendur, sem væntan- lega verður fljótlega. Það lýsir ekki drengskap í garð bræðra og er óheiðarlegt að rjúka svo til sem sr. Bjartmar, er hann reynir að ófrægja tillögur, sem hann hefur aldrei augum litið og ekki hafa enn verið kynntar opinberlega, en eiga að vera til umfjöllunar af lögformlegum aðilum innan þjóð- kirkjunnar. Guði sé lof, að kirkjan (=kristnir menn) á hlutlægari mæli- kvarða á trú sína en breytni barna sinna — og þjóna! Þeim sem hafa vilja það sem sannara reynist leyfi ég mér að benda á, að greinargerðin fæst á Biskupsstofu, Klapparstíg 27, Reykjavík. Þar fæst einnig náms- hefti Lútherska heimssambandsins um helgisiði: A Lutheran Agenda for Worship (útg. 1979). Tillögur að nýrri handbók verða síðan kynntar þegar lögformlegir aðilar hafa um þær fjallað. Andi 17. aldar í upphafi greinar sinnar dylgjar sr. Bjartmar með, að endurskoðun helgisiða felist í að grafa upp Dr. Einar Sigurbjörnsson. eitthvað gamalt. „Andi sautjándu aldar svífur þarna yfir vötnunum," segir hann um greinargerð mína og bætir við: „eins og vænta (lbr. mín). Slítur hann síðan úr samhengi málsgrein og þykist sjá í henni „viss teikn á lofti". Ég verð að spyrja: Er það nú orðið forneskja að játa um Guð, að kærleikur hans sé vonsku manna sterkari? Síðan snýr sr. Bjartmar út úr máli mínu um skírnarformálann og hefur sitthvað skrýtið að segja um trúarjátninguna og er ekki orðum- að því eyðandi. Tilgangur sr. Bjartmars er líka sá að blása í kirkjupólitíska lúðra í því skyni að ófrægja. Blasir það skýrast við, er hann vænir handbókarnefnd í heild og formann hennar sérstaklega um að gera atiögu að Orðinu. Hér er farið með róg af Ijótasta tagi og hlýt ég trúar minnar og stöðu vegna að mótmæla kröftuglega. í greinargerð- inni rek ég sögulega þróun messunn- ar innan lútherskrar kirkju og sýni fram á, hversu prédikunin fór smám saman (á sautjándu öld!) að mynda sérstaka guðsþjónustu innan mess- unnar. Get ég þess, að í tillögum nefndarinnar sé lagt til, að forminu kringum prédikunina sé breytt frá formi 17. aldar, er nú tíðkast, og til liprari áttar, til þess að þátturinn prédikun (=útlegging Orðsins) falli að heild messunnar en rjúfi hana ekki eins og hann gerir nú. Messan er nefnilega náðarmeðulunum til þjónustu og náðarmeðölin eru að lútherskum skilningi: Orðið og sakramentin. Er ekki annað spariföt og hitt hversdagsföt, heldur hvort tveggja föt kirkjunnar sem kirkju. Vakti það einmitt fyrir mótendum Helgisiðabókar 1934 — og einkum próf. Sg. P. Sívertsen — að mynda meira jafnvægi þarna á milli en þá ríkti, þótt framkvæmdin færi á annan veg. Allt þetta skýri ég í greinargerðinni handa þeim að skilja sem skilja vilja. Lokaorð Sú helgisiðabók sem nú er í endurskoðun, Helgisiðabókin frá 1934, er unnin úr ýmiss konar tilraunaefni frá kirkjum nágranna- landa vorra, einkum frá kirkjum Svíþjóðar og Þýskalands. Þarf ég væntanlega ekki að taka fram, að þar er um lútherskar kirkjur að ræða. Síðan 1934 hefur margt gerst í helgisiðamálum í þeim löndum sem fyrirmyndir voru sóttar til fyrir 50 árum. Hér hefur hins vegar ekkert gerst frá opinberri hálfu. Umræður allar um helgisiði hafa hjakkað í því fari sem sr. Bjartmar er fastur í. Er engu líkara en sumir álíti Helgisiða- bók 1934 eins konar Pallas Aþenu, sem stokkið hafi fullkomin út úr höfðum höfunda sinna. Helgisiðanefnd sú sem nú starfar hefur hugað að því sem verið er að gera í helgisiðamálum nágranna- kirknanna og leitast í tillögum sínum við að kynna það á sama hátt og höfundar Helgisiðabókar 1934 gerðu um sína daga. Það er hvorki nú né þá verið að grafa upp eitthvað gamalt og því síður að endurvekja hið rómverska messuform eins og sr. Bjartmar dylgjar með. Nefndin tek- ur ekkert hrátt upp og aðlagar heldur ekki efnið að ákveðinni guð- fræðistefnu. Hún aðlagar efnið að þeirri hefð sem hér ríkir í kirkju- málum, m.a. í tónlist og messusöng, og tekur mið af höfuðatriðum lúth- erskrar kenningar. Þess vegna er það nefndinni grundvallaratriði að gera í tillögum sínum alvöru úr einni höfuðkenningu siðbótarinnar og kirkju Orðsins: Kenningunni um hinn almenna prestsdóm. Hún þýðir gagnvart helgisiðum þetta: Kirkjan sem samfélag ber fram bænir sínar og lofgjörð sameiginlega og sækir sameiginlega styrk til vitnisburðar um þá trú er hún játar með vörunum. Og vettvangur vitnisburð- arins er heimurinn. Þar á kirkjan að skína eins og ljós og vinna sem salt. Hún getur því ekki haldið uppi rítúali vanans, því að þá lætur hún heiminn kæfa ljós sitt og deyfa seltuna. 28. maí 1980. Unga fólkið fjöl- mennir í laugarnar MIKIL aðsókn hefur verið að sundstöðum borgarinnar sólardagana undanfarið, en það er ekki aðeins fullorðna fólkið, sem er áhugasamt um sund- og sólböð. Stefán Kristjánsson íþróttafulltrúi Reykjavíkur upplýsti í sam- tali við Mbl. í vikunni, að í vor hefði hann kynnzt meiri áhuga fyrir sundnámskeiðum borgarinnar heldur en nokkru sinni áður. — Við erum með sundnámskeið í 7 sundlaugum og ég hef aldrei kynnst öðrum eins áhuga, sagði Stefán. — Þó svo að við kennum á sumum stöðum frá klukkan 8 á morgnana til 8 á kvöldin dugar það ekki til. Það er yfirfullt á öllum námskeiðunum nema í Sundhöllinni, þar sem enn mun vera hægt að bæta einhverju við, sagði Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.