Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980
29
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Nýtt úrval af teppum, mottum,
rétthirnum og myndum. Skinn á |
gólfin.
Teppasalan, Hverfisgötu 49,
*. 19692—41791, Reykjavík.
Stúlka óskast í sveit
12 til 14 ára. Uppl. í st'ma 41402.
Skurölistarnámskeið
Dag- og kvöldnámskeiö fyrir
unglinga og fulloröna í júní.
Fáein pláss laus.
Hannes Flosason.
Sími 23911.
XFUIM - KFUK
Samkoma fellur niður annaö
kvöld vegna kaffisölu í Vind-
áshlíö.
Kaffisala
Kvenfélag Kristilega sjómanna-
starfsins hefir kaffisölu í Betaníu,
Laufásvegi 13, sunnudaginn 1.
júní, sjómannadaginn. Opið frá
kl. 14.30—18.
Nefndin
A
Farfuglar
ÉA
Vinnudagur í Valabóli
veröur sunnudaginn 1. júní.
Gamlir og ungir farfuglar nú er
gott tækifæri til aö hittast í
Valabóli og rifja upp gamlar og
nýjar endurminningar. Lagt af
staö á einkabílum kl. 9 frá
Farfuglaheimilinu Laufásvegi 41.
Fíladelfía
Almenn guösþjónusta kl. 20.
Ræöumaöur Snorri Óskarsson
kennari frá Vestmannaeyjum.
Samkomustjóri Jóhann Pálsson. !
Barnablessun.
Krossinn
Æskulýössamkoma í kvöld kl.
8.30 að Auðbrekku 34, Kópa-
vogi. Teddi frá Færeyjum og
Willy Hansen jr. veröa á sam-
komunni. Allir hjartanlega vel-
komnir.
/ejjáN FERÐAFÉLAG
LSgy ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 11798 og 19533.
Sunnudagur 1. júní
1. Kl. 10. Kólfstindar. Farar-
stjóri: Sturla Jónsson.
2. Kl. 13. Búrfell í Grímsnesi.
Fararstjóri: Þórunn Þóröardóttir.
Léttar fjallgöngur. Verö kr. 5000
í báöar ferðirnar. Frítt fyrir börn
með foreldrum sínum. Munið
„Feröa- og fjallabókina". Fariö
frá Umferöarmiöstöðinni aö
austan veröu.
Ferðafélag íslands
GEÐVERNDARFÉLAG ISLANDS
Heimatrúboðið,
Óöinsgötu 6A
Almenn samkoma á morgun kl.
20.30. Allir velkomnir.
SL
UTIVISTARFERÐIR
Laugard. 31.5 kl. 13.30
Krummaferö. Heimsókn í
hrafnshreiöur meö ungum aust-
an Reykjavíkur. Tilvalin ferö fyrir
fólk meö börn Verö 2500 kr.,
frítt f. börnin.
Sunnud. 1.6 kl. 13
Hafnaberg — Reykjanes. Fugla-
skoöun í fylgd meö Árna Waage
eöa Eldvörp meö Kristjáni M.
Baldurssyni. Verö kr. 5000, frítt
f. börn m. fullorðnum. Fariö frá
B.S.Í. benzínsölu.
Hekluferö um næstu helgi.
Útivist, sími 14606.
Þættirnir um hinar ýmsu trjá-
tegundir, sem menn eiga kost á
að rækta í görðum sínum, eru
orðnir æði margir. Teygst hefur
úr lopanum og þó eru efni til að
halda áfram. En bæði af því, að
nú er þetta nokkuð liðið á vor og
flestir hafa aflað sér plantna, og
eins sakir þess, að ljúfur verður
leiður, ef lengi situr, annars
fletum á, mun mál að hætta að
sinni. Taka má þræðina aftur upp
að hausti, ef þess er álitin þörf.
Hvítasunnurumban er að
ganga niður þegar þetta er skrif-
að, en hún er nærri árviss sem og
páskahret, þótt þess hafi lítið
gætt í ár. Óveðrið um hvítasunn-
una hefur þó ekki valdið neinum
skaða á trjám enda tré ekki svo
útsprungin að teljandi blaðslit
af misskilningi, að tré þurfi ekki
og þoli jafnvel ekki mikinn áburð.
Samt er þessi vitleysa ærið lang-
líf og almenn manna á meðal. Því
verður enn um sinn að brýna
fyrir fólki að bera nægan áburð í
garða sína frá upphafi. Nú er
orðið fullseint að grípa til hús-
dýraáburðar, en það má bæta upp
með tilbúnum áburði.
Hér er það einkum nítur (köfn-
unarefni) og fosfór, sem skortur
er á, og heppilegasta blanda fyrir
tré, og raunar fleiri plöntur, mun
vera túnáburður (Græðir 4) því
þar er tiltölulega mest af áður-
nefndum efnum. Þar eð allur
tilbúinn áburður er sterkur verð-
ur að gæta þess vel að dreifa
honum jafnt yfir og forðast að
hann komi niður í klessum. Þá er
Afmælisgjöf
Skógræktarfélags Islands
hafi orðið. Þó kann að sjá eitt-
hvað á ungviði þar sem hart frost
hefur verið við jörð. Stór tré þola
nokkrar frostgráður þótt liðið sé
á vor.
Hér á eftir verður aðeins vikið
að fáeinum atriðum varðandi
hirðingu trjágróðurs yfir sumar-
tímann, svo sem grisjun, áburð-
argjöf og verkfærum.
Þótt ýmsir kunni að hafa látið
grisjun undir höfuð leggjast
snemma á þessu vori þá má enn
bæta úr. Þau tré, sem víkja eiga
fyrir öðrum, má fella og fjar-
lægja á hvaða tíma árs sem er. Ef
trén eru um eða innan við
mannhæð má jafnvel flytja þau
enn, ef þess er gætt að vökva þau
vel rétt fyrir upptöku og gæta
þess, að moldin sé ávallt vel rök
umhverfis þau fyrstu 2—3 vik-
urnar eftir flutninginn. Við flutn-
ing á að fækka greinum á lauf-
trjám, en ekki á greni. Þau má
hinsvegar úða, ef þurrkar ganga.
Furur er oftast vonlaust að flytja,
ef þær eru yfir hálfan metra á
hæð. Fullseint er að sníða stórar
greinar af trjám, en smærri
greinar má klippa af ef þær slást
um of utan í þau tré, sem menn
vilja hafa sem framtíðartré.
Menn skyldu muna, að sláist
lauftré utan í barrtré, þá skemm-
ast barrtrén en ekki lauftrén þótt
einkennilegt megi virðast.
Hafi garðeigendur gleymt að
klippa limgerði sín í haust eða
vetur eru nú síðustu forvöð að
gera slíkt. Séu þau of gisin að
neðan, svo sem víða á sér stað,
sakir þess að menn hafa ekki tímt
að halda þeim nógu lengi niðri, þá
má klippa allan sumarvöxtinn frá
í fyrra af þeim.
Hér á norðurslóðum eru rækt-
unarskilyrði jafnan erfið, og því
skiptir það miklu máli að jarð-
vegurinn sé bæði myldinn og
frjór. Það er gömul firra, sprottin
hætta á að hann skemmi rætur
Hákon Bjarnason
Prýóum landíó-plöntumtijám!
og getur orðið til tjóns en ekki til
bóta.
Erfitt er að setja reglur um
notkun tilbúins áburðar að trjám,
en af reynslu hefur eftirfarandi
magn af túnáburði verið notað
með góðum árangri: Eitt gramm
áburðar fyrir hvern sentimetra
af hæð trésins, en það þýðir 100
grömm á hvert meters hátt tré.
Aburði er dreift jafnt umhverfis
stofninn og álíka langt út frá
honum og greinar nema.
Tilbúinn áburð má nýta betur
með því að leysa hann upp í vatni
og vökva með því þegar jörð er
rök. Þá er hæfilegt að leysa upp
200 grömm af áburði í 10 lítrum
af vatni. Slíka upplausn má nota
tvisvar á sumri, í fyrra skipti um
Jónsmessuna en í síðara skipti
um þrem vikum síðar. Á þennan
hátt nýtist áburðurinn langbest.
Þeir, sém eiga greiðan aðgang
að húsdýraáburði, geta búið til
enn betri áburðarblöndur með því
að koma strigapoka með áburði
fyrir í vatnstunnu og nota löginn
af honum til vökvunar. Af
reynslu eða með lestri garðyrkju-
bóka geta menn komist upp á lag
með að nota þessa ódýru aðferð
og með því komist langt í hvers-
konar garðrækt. Ennfremur hafa
margir notað kúahland í sama
skyni, en þá er vani að blanda það
til helminga með vatni.
Loks skal á það bent, að í
mörgum gömlum görðum er oft
áburðarskortur sakir þess að
illgresi hefur verið reitt og hent
um mörg ár án þess að hugsað
hafi verið um að bæta það upp,
sem af var tekið.
Að endingu má minna á, að
garðeigendur þurfa að eiga góð
verkfæri, og ekki er síður nauð-
synlegt að halda þeim vel við.
Góð verkfæri eru ávallt nokkuð
dýr, en þau geta enst lengi,
jafnvel í mannsaldur, með góðri
meðferð. Skóflur eiga að vera
léttar og þægilegar í meðförum.
Þær stunguskóflur, sem hér eru
algengastar, eru þungar í vöfum
við alla garðvinnu. Stungugaffla
þurfa og flestir að eiga, Svo og
garðhrífu, kantskera og arfa-
sköfu. Ennfremur handklippur og
limskæri, en liprar og gróftennt-
ar bogasagir koma að sömu
notum og stærri klippur.
Verkfæri á að hreinsa eftir
hverja brúkun og hengja þau upp
á vegg en ekki láta þau liggja eða
standa á gólfi. Öll bitverkfæri,
hvort heldur það eru stunguskófl-
ur, klippur eða sagir, skal skerpa
um leið og bit fer að dofna. Það er
oft sorgleg sjón að sjá hve menn
geta böðlast með bitlaus verk-
færi, sem auðvitað stafar af
algeru hirðuleysi og slæmri með-
ferð þeirra. Þá skal og verja
verkfæri fyrir ryði svo sem kost-
ur er, og er það auðvelt mál með
því að bera á þau smurolíu við og
við.
Góð og vel hirt áhöld létta
mönnum störfin, en léleg verk-
færi og óhentug spilla vinnugleð-
inni.
Með þessum orðum lýkur þeim
pistlum, sem ég hef skrifað fyrir
áeggjan forgöngumanna fyrir Ári
trésins. En þetta svonefnda Ár
trésins á aðeins að vera upphaf
margra ára í röð, þar sem allir
búendur landsins eiga að taka
þátt í því starfi að gera umhverfi
okkar og niðjanna vistlegra og
hlýlegra en það hefur verið frá
ómuna tíð. Landið okkar er rúið
fyrri tíma gæðum og er í raun og
veru nærri gróðurvana eyja norð-
ur í Dumbshafi. Fyrir hálfri öld
var það talið til tíðinda ef sæmi-
legur garður var við hús manna
og fáein tré skýldu fyrir roki. Nú
er öldin önnur, en samt vantar
enn mikið á að vel sé. Áður fyrr
var hér bæði skortur á trjáplönt-
um og trjátegundum. Enn getur
orðið skortur á einstöku tegund-
um í einstöku árum en varla til
langframa. Áður áttu menn þess
ekki kosta að fá nemar örfáar
tegundir trjáa og runna, en nú er
unnt að velja á milli nær 30
trjátegunda og enn fleiri runna.
Þá kunnu menn og almennt lítið
til garð- og trjáræktar áður fyrr,
en þetta er mjög að breytast
Skögræktarfélag íslands verð-
ur 50 ára eftir tæpan mánuð. Það
var stofnað á Þingvöllum 27. júni
1930, meðan Alþingishátíðin stóð
sem hæst. Þá var kalt í lofti,
norðaustan næðingur og hríðaði í
fjöll. Samt var vorhugur í mörg-
um og þrátt fyrir ótal erfiðleika í
upphafi hefur starf Skógræktar-
félags íslands valdið hvað mestu
um þær framfarir, sem orðið hafa
á endurgræðslu landsins á þessu
tímabili. Saga félagsins hefur enn
ekki verið skráð, en sagt er frá
ýmsum þáttum félagsstarfsins í
Ársriti þess, sem nú er í prentun.
En afmælisgjöf félagsins til þjóð-
arinnar er Ár trésins, og stjórnir
þess á næstu árum munu efalaust
sjá til þess, að þetta ár verði
aðeins fyrsta árið af mörgum, þar
sem gróðursetning trjáa verður
höfð í hávegum.
Erfitt að fá
vinnu fyrir
16 og 17 ára
skólafólk
„ÞAÐ virðist vera nokkuð slæmt
að fá vinnu fyrir skólafólk sér-
staklega 16 og 17 ára,“ sagði
Hildur Pálsdóttir hjá atvinnu-
miðlun framhaldsskólanema í
samtali við Mbl. í gær. Það eru
tæplega 400 búnir að láta skrá
sig hjá okkur, en þar af er búið
að fá vinnu fyrir um 150 og
margir þeirra hafa sjálfir útveg-
að sér vinnu.“
Hjá Ráðningarskrifstofu
Reykjavíkurborgar sagði Gunnar
Helgason að búið væri að ráða 360
unglinga, en á skrá væru 110
skólapiltar 16 ára og eldri, 145
stúlkur 16 ára og eldri og 150
unglingar sem verða 16 ára á
árinu. Kvað Gunnar alltaf mjög
miklum erfiðleikum bundið að fá
vinnu fyrir alla sem það vildu, en
þetta gengi svipað og undanfarin
ár.
SAGNIR
Sagnfræðinemar
við H.í. gefa út blað
UT ER komið blað sagnfræðinema
við Háskóla íslands, Sagnir. Það
er 88 bls. að staerð og meðál efnis
má nefna greinar eftir Helga
Skúla Kjartansson; „Sagnfræði, af
hverju og til hvers“, Loft Gutt-
ormsson; „Fólksfjöldasaga og
söguleg lýðfræði", Ólaf Friðriks-
son; „Smáflokkaframboð á íslandi
1942—1974“ og Brodda Broddason;
„Vígorðið var „Verndum Sovétrík-
in““. Einnig rná nefna viðtöl við
Björn Th. Björnsson listfræðing,
Vilmund Gylfason sagnfræðing og
alþingismann og Inga Sigurðsson
sagnfræðing. Þá eru hringborðs-
umræður um stöðu íslenskrar
sagnfræði og ýmislegt fleira í
blaðinu.