Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 35
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 3 5 Þýzkir lúórablásarar leika í Há- skólabíói og fyrir Hafnfirðinga í DAG, laugardaginn 31. maí, koma góðir gestir í heimsókn til Lúðrasveitar Hafnaríjarðar, en það er þýzka lúðrasveitin Tuni- berg Trachtenkapelle. sem hér hefur viðdvöl á heimleið úr tón- leikaferð til Kanada. Lúðrasveit þessi hélt nýlega upp á 75 ára afmæli sitt og mun í heimsókn sinni hingað til lands minnast tveggja annarra merkis- afmæla með tónleikahaldi. Fyrst er að nefna afmæli Germaníu, sem nú er 60 ára, og þá afmæli gestgjafanna, Lúðrasveitar Hafn- arfjarðar, sem um þessar mundir heldur upp á 30 ára afmæli sitt. Þeim til heiðurs leikur þýzka lúðrasveitin í Háskólabíói í dag klukkan 15 og tekur Lúðrasveit Hafnarfjarðar þátt í síðari hluta tónleikanna. Á sjómannadaginn, sem er á morgun, tekur sveitin þátt í há- tíðahöldum dagsins í Hafnarfirði, en 1. júní er jafnframt afmælis- dagur Hafnarfjarðarbæjar. Þess skal að lokum getið, að þetta er í annað sinn, sem Lúðrasveit Hafn- arfjarðar tekur á móti þýzkri lúðrasveit. Vortónleikar Sam- kórs Kópavogs Árlegir vortónleikar Samkórs Kópavogs verða haldnir í Borgarbíói í Kópavogi laugardaginn 31. maí og sunnudaginn 1. júní og hefjast kl. 14.00. Á efnisskránni eru m.a. íslenzk þjóðlög, þjóðlög frá Norðurlöndum og lög eftir Sigfús Halldórsson. Kórinn hyggur á ferð til vinabæja Kópavogs á Norðurlöndum um miðjan júní n.k. Söngstjóri Samkórs Kópavogs er Kristín Jóhannesdóttir. Einsöngvari með kórnum er Ingveldur Hjaltested og undirleikari Jónína Gísladóttir. Myndlist: Hörmungar stríðsins eftir Goya hjá Lista- safni alþýðu LISTASAFN alþýðu mun opna sýningu á koparstunguröð GOYA, Hörmungar stríðsins (los Desastres de la Guerra), sunnudaginn 1. júni kl. 16.00. Ríkislistasafn Finna, Ateneum í Helsinki, hefur lánað Lista- safni alþýðu þessa myndröð til sýningar á Listahátið 1980. Litskyggnuprógram um Hörmungar stríðsins með texta og tali Guðbergs Bergssonar mun verða í gangi í safninu meðan á sýningu stendur. Tólf síðna sýningarskrá og plakat er Úr myndaröð Goya: Hörmungar striðsins. gefið út af þessu tilefni. Lista- safn alþýðu er opið virka daga kl. 14—18 og sunnudaga kl. 14—22. Eins og áður greindi er sýning þessi framlag Listasafns alþýðu til Listahátíðarinnar. Leiklist: Þorlákur þreytti í Bíó- höllinni á Akranesi LEIKFÉLAG Kópavogs er með sýningu á Þorláki þreytta í Bíóhöllinni á Akranesi í kvöld kl. 20.30. Sýningar á þessum gamanleik eru orðnar 39 og verður sýningin á Akranesi sú síðasta, þar sem leikárið er á enda. Vegna mikillar aðsóknar hefur komið til tals að taka sýningar upp aftur í haust. Málverka- sýning í Listhúsinu PÉTUR Behrens opnaði mál- verkasýningu í Listhúsinu á Akur- eyri um síðustu helgi. Á sýning- unni eru 40 myndir til sýnis, olíumálverk, teikningar og vatns- litamyndir. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld. Pétur Behrens Myndlist: Sumariö ’80: Sýnikennsla í hlástursaðferð A sýningunni Sumarið ‘80 verður Slysavarnafélag íslands með sérstaka dagskrá. Þar verða sýnd í anddyri sýningarhaliar- innar í Ársölum flugiínutæki og björgunarstóll í notkun. í fram- haldi af því verður sýnikennsla í blástursaðferðinni og öðrum lifg- unaraðferðum. Einnig verður kennd iífgun úr dauðadái og bent á nauðsyn þess að rétt sé að staðið. Að sögn Hannesar Þ. Hafsteins, framkvæmdastjóra SVFÍ, verða einnig sýnda kvik- myndir með ísl. tali um blásturs- aðferðina og nauðsyn góðs hiifðarklæðnaðar á ferðalögum. Auk þess að vekja athygli á starfsemi félagsins er tilgangur þessarar sýningar að benda al- menningi á ýmis björgunartæki og aðferðir til að koma í veg fyrir slys bæði heima og að heiman, í umferðinni og á ferðalögum. Sýnd eru ýmis áhöld og tæki sem handhæg eru á ferðum og ekki fer mikið fyrir s.s. varma- poki, sem varla er fyrirferðar- meiri en venjulegur vindlapakki en getur skilið á milli lífs og dauða. Einnig eru sýndar nokkrar gerðir neyðarblysa sem handhæg eru. Þá eru og gefin nokkur heilræði varðandi vatna- og sjó- ferðir á litlum bátum. Um þessar mundir er SVFÍ í gangi með sitt árlega happdrætti og er efnt til þess í fjáröflunar- skyni til að efla og treysta starf- semi deildanna um land allt og endurnýja og bæta útbúnað björg- unarsveitanna. Tónlist: Tónleikar blás- arasveitarinnar BLÁSARASVEIT Tónlistarskól- ans á Akureyri heldur sína árlegu vortónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 1. júni kl. 17.00 Efnisskrá verður hin fjölbreytt- asta. Flutt verða lög úr ýmsum áttum, og er bæði um samleik og einleik yngri og eldri nemenda að ræða. Stjórnendur á tónleikunum verða Roar Kvam og Stefán Berg- þórsson. Nokkur töf hefur orðið á því að þessir tónleikar væru haldnir, vegna þess að blásarasveitin tók nýlega þátt í móti skólalúðrasveita í Njarðvík. Þetta eru 28. tónleikar blásarasveitarinnar og jafnframt þeir síðustu á starfsári Tónlistarsk- ólans á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.