Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1980 Grímnir — nýjung í íslenzkum fræðum: „Lifandi orðabók44 um örnefni landsins Þórhallur Vilmundarson. 18 „Þessi útgáfutilhögun er óvenjuieg — að sameina tíma- rit og orðabók, en það er ýmislegt, sem kallar á að hafa þennan háttinn á,“ sagði Þór- hallur Vilmundarson, forstöðu- maður Örnefnastofnunar Þjóð- minjasafns, í spjalii um Grímni, rit um nafnfræði, sem stofnunin hefur hafið útgáfu á, en hluti þess rits er Safn til ÍSLENZKRAR ÖRNEFNA- BÓKAR. „í Grímni er ætlunin að birta einkum niðurstöður örnefna- rannsókna, sem unnið hefur verið að á vegum Örnefnastofn- unar. Hverju bindi mun verða skipt í tvennt. I fyrri hlutanum verða sérritgerðir um örnefni eða önnur sérnöfn, ritdómar, frásagnir af starfsemi Örnefna- stofnunar og fleira. En seinni hlutinn verður Safn til ÍS- LENZKRAR ÖRNEFNABÓK- AR með alfræðibókar- eða orðabókarsniði. Þar verður hverju sinni fjallað um allmörg jslenzk örnefni í stafrófsröð, rakinn ferill þeirra samkvæmt heimildum, tilfærðar stafréttar myndir nafnanna og greint frá aldri þeirra, til dæmis allra 14 Ketilsstaða á landinu, og reynt að skýra uppruna þeirra og merkingu. Hér hefur ekki verið til nein allsherjarörnefnabók íslénzk, og augljóst er, að lang- an tíma tæki að setja slíka bók saman. Því hefur sá kostur verið valinn að hefja nú þegar á þennan hátt útgáfu á safni til slíkrar örnefnabókar. Með því móti vinnst það, að fljótlega er unnt að koma á framfæri ýms- um nafnskýringum og annarri vitneskju um íslenzk örnefni, sem ella yrði að bíða útgáfu allsherjarörnefnabókar. Með þessari aðferð er einnig hægt að taka upp aftur til umfjöllunar örnefni, sem áður hafa verið gerð skil, ef ný vitneskja fæst. Þannig á Safnið að geta orðið „lifandi orðabók", þar sem unnt verður að fylgjast jafnóðum með framvindu í örnefnarann- sóknum. Það skal tekið fram, að ætjunin er, að í síðari bindum Grímnis verði vitnað til ör- nefnagreina í fyrri bindum og birtar verði skrár um örnefni, sem áður hefur verið fjallað um, til þess að auðvelda notkun Safnsins." — Nú ert þú höfundur nátt- úrunafnakenningarinnar og Safns til ÍSLENZKRAR ÖR- NEFNABÓKAR. Er þá þessi örnefnabók ekki bara bók um náttúrunafnakenninguna? „Nei. Safn til ÍSLENZKRAR ÖRNEFNABÓKAR er almenn örnefnabók og fjallar bæði um örnefni, sem löngum hafa verið talin dregin af mannanöfnum, og önnur örnefni, eins og Fer- stikla, Fura, Kein, Mjaðmá og svp framvegis. I Safninu eru meðal annars greinar um mörg bæja-, fjarða- og árheiti. Sumar skýringarnar, sem þar eru settar fram, hef ég áður fjallað stuttlega um í fyrirlestrum, en hér er reynt að styðja þær frekari rökum. Dæmi þess eru -staða-nöfn eins og Gilsstaðir. Hauksstaðir, Torfastaðir, sem til skamms tíma voru talin dregin af mannanöfnunum Gils, Haukur og Torfi, en niðurstaða mín er sú, að þau séu yfirleitt dregin af gili, haug eða torfi. Dæmi um fjarðanöfn, sem talin hafa verið dregin af mannanöfnum eða viðurnefnum, eru Dýrafjörður, Tálknafjörður og Vopnafjörð- ur, en mér virðist miklu senni- legra, að Dýrafjörður sé kennd- ur við dyrnar milli Sandafells og Mýrafells, sem siglt er um inn til Þingeyrar, Tálknafjörð- ur við hið giljum skorna fjall, Tálkna, sem minnt gæti á tálkn í fiski, og Vopnafjörður við hinn oddhvassa tanga, sem gengur út í fjörðinn og minnir á vopn. I Safninu eru einnig settar fram ýmsar nýjar nafnskýringar, sem ekki hefur verið fjallað um á öðrum vett- vangi, til dæmis á Bitru, Birn- ingsstöðum, Draflastöðum og Ketilsstöðum“ — Um hvað fjalla sérrit- gerðirnar í Grímni? „I tveimur þeirra er reynt að skýra örnefnin Hclkunduheiði og Sængurfoss. Um fyrra nafn- ið ritaði Magnus Olsen prófess- or í Ósló kunna ritgerð fyrir allmörgum árum og taldi það dregið af tröllkonuheiti úr heiðni. Helkunda merki ’vætt- ur kynjuð úr Hel’. Sængurfossi í Mjóafirði vestra fylgir sú ör- nefnasögn, að maður hafi misst sæng sína í fossinn í búferla- flutningum. Niðurstaða mín er hins vegar sú, að bæði þessi nöfn séu dregin af náttúrufari. Þriðja ritgerðin er um ný- nefni og örnefnavernd á íslandi. Hún var lögð fram á ráðstefnu, sem Norræna nafnarannsókna- nefndin (NORNA) gekkst fyrir árið 1977 í Helsingfors, en þar var fjallað um nýjar nafngiftir og verndun örnefna á Norður- löndum. I ritgerðinni er greint frá hinu helzta, sem þessi mál varðar hér á landi, sagt frá nýjum nafngiftum á þessari öld, allt frá nýbýlanöfnum til götu- nafna, greint frá lögum og reglum, sem sett hafa verið um þessi efni, og rakin starfsemi Örnefnanefndar. Þetta eru mál, sem marga varða, bæði sveitar- stjórnamenn og aðra borgara." — Þú getur þess í formála Grímnis, að mörgum fræði- greinum sé gagnlegt, að ör- nefni séu rétt skilin. Hvað áttu við með því? „Ég tel, að réttur skilningur á örnefnum komi mörgum fræði- greinum að haldi. Til dæmis ætti að vera fróðlegt fyrir byggðasagnfræðinga að kynn- ast rökunum fyrir því, að bæj- arnafnið Augastaðir efst í Reykholtsdal merki ’eyðistaðir, eyðibýli’, fyrir bókmenntafræð- inga og jarðfræðinga, að Ber- serkjahraun dragi nafn af fjór- um gróðurlausum gígkúlum, sem hraunið er frá runnið (en ekki berserkjunum Halla og Leikni), fyrir sagnfræðinga og veðurfræðinga, að Gufufjörður sé kenndur við hina sérkenni- legu gufumyndun yfir leirunum og engjunum í firðinum á heit- um sumardögum (en ekki land- námsmanninn Ketil gufu), fyrir skógræktarmenn og þjóðhátta- fræðinga, að Brúnastaðir og Brynjudalur dragi nafn af skógsviðu í upphafi landnáms og Kollabúðir af kolagerð, og fyrir bændur og búfræðinga, að Goðdalir merki Góðdalir, nafn- ið dregið af góðum beitarskil- yrðum og veðursæld, og Bitra merki ’beitiland’. Og þannig mætti lengi telja.“ — Hvað á Grímnir að koma oft út? „Eins og skýrt er frá í for- mála, er stefnt að því, að Grímnir geti í framtíðinni orðið ársrit. Hins vegar er á þessu stigi ekki unnt að lofa reglulegri útkomu hans. Til þess þyrfti aðstaða til útgáfunnar að batna. Þess vegna verða áskrifendur ritsins að vera við því búnir, að SeyðisfjÖrður Boíjj Scyðisfjarðar, N-Múl. diegið. aó botn hans líkist kafii eóa grvlju. þar sem fjöróurinn beygist til suóurs ínnst. og uiyndast þanmg inni- lokaóur lx>tn (Krintfan) nteð háum íjðlhim i krmg. „Vlan íolcr sig som i en Kedei.“ scgir um S. i Jslandsfcerdcn eftir S. Pouiscn og H. Rosenberg (Kbh. 1907), 298. >Til hiiðsj.mar eru ba'ja- nöfnin Kjejbotnet í N-Þtæmiaiögum. sern O. Rygh tciur draga nafn af fíró- ínum. sem upphafiega hafi heitið *KeuU ÍNG XV. 339), og Katk á Hörðalandi, sem M. Oisen teiur e. t. v. draga nafn af tveintur vikuin, er heifið hafi •Katlar (NG XI, 131). Innri hluti S. í N-fs. sveigir til aust- urs. og iokasí þanníg fjarðarbominn á svtpaðan hátt og í S. eystra. Þess vegna virðisi merking nafosins geta verið hm sama. Ólafur Olavius frá Eyri i S. nefmr fjörðinn Eiðisfjöri), hað nafn gtfií átt vel við, þar scm eiði cr í fjarðarbotm (sbr, bið algenga nafn EidyjoiJen og Eidfjord i Noregi Um siíka firði), en nafnmymlin Effiis- kemur ekki fyrir að fornu né beldur er hún notuð nú á dögurn. (>V i fyrirl. 1966) Sítfrastaðir bíer i Akrahr., Skag. (.S'Ufra- Sfb., Hb. I.andn., Sturi. s. (Kfb.j, sama mynd í nokkrum öðrum fornsögum og annálum, svlfrcks•• 1350 (í konungsbréfi frá fcjöigvin). silfra- 1374/1386, Silfrar- 1448/1704. 1688 Al, silfarar- 1478, „SilfrastaUer, kallast nú nýlega af sumum Sllfnniastadcr'* 1713 Jb., Silfnt- Sókn. 18'Í0, Siifrúnar-, Silfra- 1862 ÞjsJÁ. Sitfra■ 1930 lit ). Finnur Jónsson (Stsí IV. 434) og E. H. Lirid (Binamn, 308) hugðu S. draga nafn af karlmanni. en dæmi eru um Botn Seyðisfjarðar. N-f*. 126 viðurnefnm siffri og silfra í fornum w'jgum (s. st.). „Viðurnefnið sitjrí er dregið af silfr og þýðir likl.: silfurauð- ugttr. Það kemur og fram i baejar- nafninu Sitfrastaðir“ segtr Linar Öl Sveiniison (IF’ VIII. 135). Athuga ber, að Silfra heitir gjá á ÞingvöUum og i Grindavík, bergvatns- lind á Núpi i Fijótsblíð og á Austur- bæjum i Hvolhr,, Silfri heitii foss i Gvendarsiaðaa í Köldukinn, og Silfur- foss er i Leiðólfsstaðagili i Laxárdal i Döium (örn ), Silfrashógar (stlfurxkoga þf. 1430 ap., Siffraskógar nf. 1703 Jb.) heiia rnstir i heimalandi Magnússkóga i Hvammssveil i Dðlum (sagt í jarðabök Ama, að þar sé meim, að bærinn hafi áður staðið (JbÁM VI, 84)). Á Norðurlöndnm eru ýmis d<emi urn Siher-, So/v- i ár- og fossaheitum (Siherán. -forsen i Sviþjóð, Soívfoss t Noregi), á Lnglandi er árheitið Siher í Devottskfri (,,a íittle clear stream”) og Silvcr Hcck ú.clear water“) i Cumber- larid (F.RN, 366), og í Baden í Þvzka- landi er Silberbach (BNF 1951- 52, 237). I Rússlandi eru urn 50 árheiti taím gcyma orð urn silfut. þar af eru 36 dæmi um Serchrjanka, af rússtt no. serebro ‘silfur’ (samstofna orð), og kunna sum að vera htarorð (BNF 1968, 298). f F.vrópu eru ailmörg dæmi um árheitin *A rgantia, *Argentio, sem H. Krahe taidi geta verið mynduð af stofninum *argant(o*argent(o)-, sbr. iat. argentum ‘síifur’, og merkt þá 'siif- urlil á’. sbr. Glaisín-an airgid 'silfur- iækur á Iriandi. Þó taldi hann, að árheíti þessi gætu einnig verið mynduð af *arg- hvttur’ og merkt þá ‘hvít á' (BNF 1951-52, 237 -38. sbr. H. Krahe: Unsere áltesten Flussnamcn. 53- 54). Opna úr Grímni. Norðurá i Skagafirði. S. standa við Norðurá skammt ofan við mót hennar og Héraðsvatna, sem héttt Jökulsá að fortiu. Norðurá er silfuttær bergvatnsá, sem fellur á grá- urn eyrum 1 skolugt jökuivatn Héraðs- vatna (sbr. andstæðunöfn eins og Hvitá - Svartá). „Við mér bíasti Norðurár- dalurinn fagurgráínn aílt frá silfurtærri siiungsánni upp á brúnir/4 (Tryggvi Fmilsson: Fáuekt íólk I (Rvk. 1976), 274). Með hliðsjön af framangreindu verður að lelja líklegt, að S. geymi cldra nafn Norðurár, scm heitið hafi *Silfra eða *Silfr kvk. i öndverðu og bærinn þá *Silfm- eða Stlfrarstnflir (sbr. ritháuinn 1448). 127

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.