Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 19 Grímnir I íormála fyrir fyrsta hefti Grímnis, segir ritstjórinn, prófessor Þórhallur Vilmundarson, svo um nafn ritsins: „Nafn ritsins, GRÍMNIR, er sótt í Eddu. Þar segir, að Óðinn hafi sótt heim Geirröð konung, fóstra sinn, sem Frigg kallaði matníðing. Var Óðinn í feldi blám og nefndist Grímnir, og bar Geirröður ekki kennsl á hann. Lét konungur setja Grímni milli elda tveggja og pína hann til sagna. Agnar, sonur Geirröðar, færði honum fullt horn að drekka, og var þá svo komið, að feldurinn brann af Grímni. Hann kvað þá kvæði, þar sem hann telur upp heiti bústaða goðanna og önnur nöfn úr goðheimum og gerir nokkra grein fyrir þeim. Enn fremur þylur Grímnir árheiti (sennilega vegna þorsta síns) og telur að lokum nöfn óðins, en Geirröður þekkti hann ekki, fyrr en hann sagði til nafns síns („nú knátt óðin séa“). Vildi Geirröður þá taka Óðin frá eldinum, en steyptist á sverð sitt og fékk bana. óðinn hvarf á braut, en Agnar var þar konungur lengi síðan. Hið dularfulla naínakvæði, Grímnismál, og sögnin, sem því er bundin, eru á ýmsan hátt umhugsunarefni þeim, sem vinna að skráningu og þar með björgun íslenzkra örnefna og leggja stund á íslenzkar nafnarannsóknir. Þeir eru einnig milli tveggja elda. Annars vegar brennur heitt á þeim eldur eyðingarinnar, hættan á glötun hluta hins íslenzka örnefnaforða, ef skráningu hans er ekki sinnt sem skyldi nú á elleftu stundu. Hins vegar brennur á þeim þörfin á að skilja nöfnin sem réttustum skilningi, en mörgum fræðigreinum er það reyndar hin mesta nauðsyn, að leyst verði sem bezt úr þeim þrautum, sem þar er við að glíma. Og enn má verða til umhugsunar hlutur þjóðfélags- aflanna og oddvita þeirra, sem birtast í líki þeirra Geirröðar og Agnars. Annars vegar þess, sem eldana kyndir og í hættu teflir menningararfinum, en knýr jafnframt fram andsvör, og hins vegna þess, sem hornið ber og fræðin styrkir — og ríkið erfir.“ sameina verði annað slagið tvo árganga eða svo, eins og flest ársrit hafa reyndar orðið að gera.“ — Hvað segir þú af öðrum verkefnum Örnefnastofnunar? „Meginstarf Örnefnastofnun- ar er skráning íslenzkra ör- nefna. Áður en stofnunin tók til starfa árið 1970, höfðu Hið íslenzka fornleifafélag og Þjóð- minjasafn íslands safnað ör- nefnum um árabil, og var svo komið, að einhvers konar ör- nefnaskrár voru til frá flestum jörðum. Elztu skrárnar tók Brynjúlfur Jónsson á Minna- Núpi saman árið 1911. Skrán- ingarstarf þetta var afar mik- ilvægt, enda liggur í augum uppi, að verulegur hluti þeirra örnefna, sem safnað var á tímabilinu 1911—69, hefði ella glatazt með öllu. Hins vegar eru skrár þessar mjög misjafnlega ítarlegar, sumar jafnvel aðeins nafnaþulur, þar sem vantaði staðsetningar örnefna og annan fróðleik um örnefnin. í Ör- nefnastofnun hefur verið unnið að því að endurskoða og endur- bæta þessar örnefnaskrár og frumskrá örnefni á jörðum, þar sem engar skrár voru fyrir. Hafa nú alls verið endurskoðað- ar, endursamdar eða frum- samdar örnefnaskrár rúmlega 2000 jarða á landinu, síðan Örnefnastofnun hóf skrán- ingarstarf sitt árið 1970. Gefnar hafa verið út Leiðbeiningar um örnefnaskráningu til þess að samræma skráningarstarfið. Stofnunin hefur sett sér það mark að gera eða láta gera örnefnauppdrætti af sem flest- * um jörðum á landinu, og á hún nú uppdrætti rúmlega 500 jarða. Það háir þessari starf- semi mjög, að enn hafa ekki verið gefnir út ^uppdrættir af landinu í nægilega stórum mælikvarða, til þess að notaðir verði í þessu skyni. Því hefur orðið að notast við stækkaðar loftmyndir, sem eru mjög dýrar, og ónákvæma rissuppdrætti. Vonandi rætist úr þessum mál- um á næstu árum, þannig að auðveldara verði að sinna þessu mikilvæga verkefni. Þá er ónefnt það verkefni Örnefnastofnunar, sem enn sem komið er hefur orðið að sitja á hakanum, en það er skráning örnefna úr prentuðum og óprentuðum heimildum. Fyrir fáum árum var byrjað á því að taka upp á seðla örnefni úr fornbréfum, en vegna þess að brýnna þótti að bjarga örnefn- um af vörum fólks, hefur orðið að fresta þessu verkefni. Sam- antekt slíks seðlasafns hlýtur þó í framtíðinni að verða eitt höfuðverkefni stofnunarinnar." — Hvaða starfsliði hefur stofnunin á að skipa? „Auk forstöðumanns, sem jafnframt er prófessor við Há- skóla íslands, vinna þær Guð- rún S. Magnúsdóttir cand. mag. og Jónína Hafsteinsdóttir cand. mag. að safnvörzlu og örnefna- skráningu í hálfu starfi hvor og Sigríður Jóhannsdóttir B.A. vinnur nú að örnefnaskráningu í fullu starfi. Auk þess hefur lausráðið fólk unnið að vélritun, örnefnaskráningu og fleira. Hér við bætist, að fjöldi fólks víðs vegar um land hefur lagt hönd á plóginn í skráningarstarfinu. Sumir hafa skráð örnefni heimajarða sinna, aðrir hafa tekið fyrir stærri svæði, jafnvel heilar sveitir. Þessu fólki er Örnefnastofnun afar þakklát fyrir ómetanlega aðstoð við björgun hins íslenzka örnefna- forða." — Hvernig stöndum við íslendingar að vígi varðandi söfnun og rannsóknir á örnefn- um? „Eg veit nú ekki, hvað segja skal. Sumar þjóðir hafa auðvit- að staðið sig betur, eins og til dæmis Svíar. Ef til vill er skýringarinnar að leita í því, að þeir eiga ekki, fornbókmenntir og því hafa örnefnin orðið þeim meira verk- efni.“ Ágorpir b Alafsson, fyrrv. héraðsdýralæknir: Rabíes (hundaæði) í heim- skautsref á Svalbarða í norsku dýralæknatímariti (Norsk Veterinær Tidsskrift) 3. hefti 1970, er skýrt frá því samkv. blaðafregn frá 12. marz 1950, að rabies (hundaæði) hafi fundist í heimskautsref (Polar- rev) á Svalbarða. Sjúkdóms- greiningin hefir verið staðfest við rannsókn á sýnum (frá Sval- barða) í dýralæknarannsókna- stöðinni (Veterinærinstituttet) í Ósló. Út af þessum málum var ráðstefna haldin í landbúnaðar- ráðuneytinu norska, með full- trúum frá heilbrigðismálaráðu- neytinu, dómsmálaráðuneytinu ásamt sýslumanninum á Svai- barða. Eftir tilmælum heilbrigðis- málaráðuneytisins fór prófessor Bjarne Bjornvatn í Tromsö, sér- fræðingur í smitsjúkdómum og Virologi til Svalbarða; íbúum Svalbarða til trausts og halds og þá fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn bær- ist í önnur dýr eða í fólk. Rabies (hundaæði) er vírus- sjúkdómur, sem getur sýkt öll dýr með heitu blóði, einnig fólk. Sýkiefnið er fyrst og fremst í munnvatni sýktra dýra og berst á milli dýra (og í fólk) við bit sýktra dýra, einnig með munn- vatni sýktra dýra gegnum sár eða jafnvel slímhúðir. Gegn um heila húð kemst sýkiefnið ekki. Yfirstjórn dýralæknamála í Noregi hefir sent sérfræðing til Svalbarða; mun hann aðallega hafa umsjón með bólusetning- um, sem fram eiga að fara. Hundaæðið (rabies) hefir lengi verið þekktur sjúkdómur í heimskautslöndunum. Ýmsir heimskautsfarar (rannsóknar- menn) segja frá þessum sjúk- dómi, sem sleðahundar þeirra sýktust stundum af. Einar Mikk- elsen kapt. segir frá því, að þeir (norðurfararnir) hafi þurft að vera vel á verði gagnvart þessum sjúkdómi og sæjust rabieseink- enni á sleðahundi var hundurinn tafarlaust skotinn. í norska dýralæknablaðinu (Norsk Veterinær Tidsskrift), en úr því riti hefi ég þessar upplýs- ingar, sem hér er farið með, er í 6. hefti ritsins 1979 minnst á rabies-hættuna og þá sérstak- lega í sambandi við sumarferða- lög fólks (orlofsferðir o.s.frv.). Lögregla og tolleftirlit hafa þráfaldlega tekið dýr (hunda og ketti) af þessum ferðalöngum er þeir voru að flytja þessi dýr inn í landið á ólöglegan hátt. Fólk þetta hafi borið fyrir sig sem afsakanir, að því væri ókunnugt um þær reglur, sem í gildi væru um innflutning á lifandi dýrum til Noregs. Stjórnvöld hafa óskað eftir samvinnu við utanríkis- þjónustuna og flugfélögin um þessi mál. í þessu sama tímariti (N.V.T.) eru þær upplýsingar gefnar að í eftirtöldum löndum finnist hundaæði (rabies) ekki: Noregur, Finnland, Svíþjóð, England, írland og ísland. Dan- mörk er ekki laus við þennan vágest þrátt fyrir mikla fyrir- höfn við útrýmingu hans. í Mið-Evrópu og Austur- Evrópu virðist sjúkdómur þessi alltaf vera til staðar, þrátt fyrir mikla fyrirhöfn til útrýmingar, eða a.m.k. að halda honum í skefjum. í sömu grein (í sama blaði) segir, að í Evrópu hafi rabies á 8 ára tímabili kostað 700 manns lífið. Hver er þá staða okkar Islend- inga gagnvart þessum sjúkdómi? Vissulega sofa okkar menn ekki á verðinum. Nýlega hafa okkar aðalmenn í heilbrigðis- málum manna og dýra, land- læknirinn og yfirdýralæknirinn, gefið sameiginlega út aðvörun til fólks um að gæta sín varðandi þessi mál, að menn geri sér ekki leik að því að smygla lifandi dýrum inn í landið (aðall. hund- um og köttum). Dr. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir hefir hvað eftir annað skrifað greinar í dagblöðin, til þess að minna fólk á hættuna, sem stafað getur af innflutningi lifandi dýra og heitir á fólk að sýna þegnskap og varfærni í þessum málum. P.s. Síðan þetta greinarkorn var skrifað, hafa mér borist nýjar fregnir um rabies á Sval- barða í sama tímariti (Norsk Veterinær Tidsskrift). Þar segir að alls hafi fundist hundaæði (rabies) í 4 refum og í einu hreindýri. Allir hundar á eyjun- um (Svalbarða) hafa nú verið bólusettir í fyrsta sinn. Dýra- læknafulltrúi Ödegaard hefir sent landbúnaðarráðuneytinu norska skýrslu um starf sitt á Svalbarða. Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði, handbragð eða hönnun, er Völund í sérflokki, enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu markaða veraldar. Volund y danskar þvottavélar í hæsta gæðaflokki. Frjálst val hitastigs með hvaða kerfi sem er veitir fleiri mögu- leika en almennt eru notaðir, en þannig er komið til móts við séróskir og hugsanlegar kröfur framtíðarinnar. Hæg kæling hreinþvottarvatns og forvinding í stigmögnuðum lotum koma í veg fyrir krumpur og leyfa vindingu á straufríu taui. En valið er þó frjálst: flotstöðvun, væg eða kröftug vinding. Trefjasían er í sjálfu vatnskerinu. Þar er hún virkari og handhægari, varin fyrir barnafikti og sápusparandi svo um munar, Traust fellilok, sem lokað er til prýði, en opið myndar bakka úr ryðfríu stáli til þæginda við fyllingu og losun. Sparnaðarstilling tryggir góðan þvott á litlu magni og sparar tíma, sápu og rafmagn. Fjaðurmagnaðir demparar í stað gormaupphengju tryggja þýðan gang. Fullkominn öryggisbúnaður hindrar skyssur og óhöpp. 3ja hólfa sápuskúffa og alsjálfvirk sápu- og skolefnisgjöf. Fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt, brúnt. Tromla og vatnsker úr ekta 18/8 króm- nikkelstáli, því besta sem völ er á. Lúgan er á sjálfu vatnskerinu, fylgir því hreyfingum þess og hefur varanlega pakkningu. Lúguramminn er úr ryðfríum málmi og rúðan úr hertu pyrex- gleri. Annað eftir því. Strax við fyrstu sýn vekur glæsileiki Völund athygli þína. En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stillingar, möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu hvers vegna sala á vönduðum vélum hefur á ný stóraukist í nágrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ fleiri að raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en verði og gera sér Ijóst, að gæðin borga sig: strax vegna meira notagildis, síðar vegna færri bilana, loks vegna lengri endingar. Volund þvottavélar-þurrkarar-strauvélar FYRSTA FLOKKS FRÁ| Traust þjónusta Afborgunarskilmálar I /rOnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.