Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAI1980 ffafgtsnlilafeifc Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, st'mi 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 240 kr. eintakiö. jj Tollkrít" Aárinu 1977 skipaði þáverandi fjármálaráðherra, Matthías A. Mathiesen, nefnd manna til að endurskoða lög og reglur um tollheimtu og tolleftirlit. Nefndin skilaði álitsgerð í ágúst 1978, rétt áður en ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar lét af störfum, og hefur hún legið í salti síðan í fjármálaráðuneytinu. Þegar sýnt var að stjórnvöld hugðust ekki fylgja þessari endurskoðun eftir með frumvarpsflutningi flutti Matthías Á. Mathiesen, Friðrik Sóphusson, Árni Gunnarsson, Albert Guðmundsson og Sverrir Hermannsson frumvarp til laga um breytingu á lögum um tollheimtu og tolleftirlit, sem að höfuðefni fól í sér heimild til greiðslufrests tolla og annara innflutningsgjalda, eða svonefnda „tollkrít", sem er stórt hagsmunamál innflutningsverzlunar og ekki síður hins almenna neytanda. Það nýja fyrirkomulag, sem frumvarpið felur í sér, hefur ýmsa kosti í för með sér, svo sem minnkun geymslukostnaðar og vaxtakostnaðar, auk þess sem það virkar sem hvati til hagstæðra innkaupa. Það myndi því, ef samþykkt verður, stuðla að sparnaði, hagræði og lægra vöruverði, sem öllum myndi koma til góða, bæði fólki og fyrirtækjum. I nefndaráliti, sem áður greinir, kemur fram, að beinn sparnaður fyrir þjóðarbúið yrði um þrír milljarðar króna á ári á núverandi verðlagi, samkvæmt útreikningum Rekstrarstofnunar. Úrtölumenn benda á hugsanleg neikvæð áhrif á fjárstreymi til ríkissjóðs, eða samskonar „röksemd" og nýtt var gegn tollvörugeymslunni á sinni tíð. Reynslan af henni hefur þó orðið mjög jákvæð á alla lund, einnig að því er varðar fjárstreymi til ríkissjóðs. „Tollkrítin" verður ekki ríkissjóði böggull, heldur hið gagnstæða, og almenningi og atvinnuvegum er hún mikilvægt framfaraspor. Tollkrítarfrumvarpinu var vísað til fjárhagsnefndar í þing- deild. Ráðherrar hétu því að ríkisstjórnin myndi, í samráði við nefndina, kanna þetta athyglisverða mál ofan í kjölinn í sumar, — með það í huga, að taka málið upp á ný á haustþingi. Stjórnarandstaðan hefur með þessu frumvarpi hreyft máli, sem horfir til heilla fyrir verðþróun í landinu. Handan sólar og sunnan mána Allir félagsmálanefndarmenn neðri deildar Alþingis voru sammála um að fjármögnunargrundvöllur húsnæðismála- frumvarpsins væri afar veikur. í áliti meirihluta nefndarinnar, sem skipaður er stjórnarliðum, segir: „Meiri hluta nefndarinnar er fullljóst, að æskilegt hefði verið að fjármögnunarþáttur frumvarpsins væri fyrir fram ákveðinn til að ná þessum markmiðum...". Þetta er mergurinn málsins. Loforð, gefin í kjarasamningum, eru yfirfærð í loforð, gefin í löggjöf. Enn vantar þó aðalatriðið, fjármagnsþáttinn, en það er einmitt hann, og hann einn, sem breytir orðum í athafnir. Hin nýju lög leggja kostnaðarsamar viðbótarskyldur á byggingarsjóð ríkisins, samhliða því, að helzti tekjustofn hans er skertur um helming. Helzti tekjustofn byggingarsjóðs, sem fjármagnað hefur veðlánakerfi m^ir- en 90% íbúðabygginga í landinu, hefur verið 2% af 3M>% launaskatti, sem lagður hefur verið á atvinnureksturinn. Önnur af þessum tveimur launa- skattsprósentum er með lögunum tekin af byggingarsjóði ríkisins og færð yfir á byggingarsjóð verkamanna. Fjármagn veðlánakerfis íbúðabygginga eykst ekki um krónu við þessa tilfærzlu. Hún veikir hinsvegar stórlega hið almenna veðlána- kerfi sem borið hefur höfuðþunga fjármögnunar veðlána til landt , nna. Hér er því teflt á hættulegt vað. Hyggilegra hefði verið • efla byggingarsjóð verkamanna með öðrum hætti og án þess höggva að rótum hins almenna veðlánakerfis. Sjálfstæðismenn í félagsmálanefnd neðri deildar lögðu til að 3'/2 launaskatturinn, sem lagður er á atvinnureksturinn í þessu skyni, færi óskertur til byggingarsjóðsins, þann veg, að fjármögnunarþátturinn væri tryggður, en á þá tillögugerð var ekki hlustað. Aukin yfirbygging Húsnæðismálastofnunar, samkvæmt hin- um nýju lögum, sem og breytt skipan stjórnar Húsnæðismála- stofnunar, hafa valdið deilum á Alþingi. Höfuðgalli laganna er þó sá, sem fyrr segir, að látið er sitja við loforðin — en fjármagnið, sem þarf til efndanna, er enn sem fyrr handan sólar og sunnan mána. Yfirlitssýningi Helgadóttur o, Til vinstri á myndinni eru verk Gerðar, til hægri verk Kristínar. (I.jósm. Emilia Björt;) Það var sólskinssvipur á þeim, sem voru að leggja síðustu hönd á undirbúning sýninganna á Kjarvalsstöðum fyrir helgi. í fremri röð, talið frá vinstri: Ragnheiður Jónsdóttir, mynd- listarmaður, mæðgurnar Kristín Gunnarsdóttir og Hulda Valtýs- dóttir, dóttir Kristinar Jóns- dóttur, Kjartan Thors, Þorgerð- ur Ingólfsdóttir, sem sæti á í stjórn Kjarvalsstaða, Elín Pálmadóttir, Leifur Breiðf jörð og Sjöf n Sigurbjörnsdóttir, formaður stjórnar Kjarvalsstaða. í aftari röð: Alfreð Guðmunds- son, Þóra Kristjánsdóttir og Björn Thors, en þeir Kjartan eru synir Helgu heitinnar Valtýs- dóttur, eldri dóttur Kristínar Jónsdóttur og Valtýs Stefáns- sonar. (Ljósm. Emilía Björs) Konumynd eftir Kristinu, máluð 1950. (Ljósm. Emilía Björg)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.