Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAI 1980 47 Endurkoma Sigurlass skipti ÍBV öllu máli ÍBV — UBK 1:0 MEISTARAR ÍBV kræktu sér í sín íyrstu stig í 1. deildinni í gærkvöldi á heimavelli sínum. þegar þeir sigruðu UBK 1—0 í góðum og skemmtilegum leik. Sigur ÍBV var naumur, en fylli- lega sanngjarn. Leikur þessi bauð upp á góða knattspyrnu beggja liða og var hann ólikt betri, en leikur ÍBV og ÍA um síðustu helgi. Hjá báðum liðum sat knattspyrnan í fyrirrúmi. ÍBV byrjaði leikinn með miklum látum og er skemmst frá því að segja, að Eyjamenn höfðu tölu- verða yfirburði í fyrri hálfleikn- um. Sigurlás Þorleifsson lék nú aftur með IBV, var hann í miklum ham og máttu Breiðabliksmenn ekki af honum líta. Sigurlás var óheppinn að skora ekki í leiknum. Það gerði hins vegar félagi hans Tómas Pálsson á 23. mínútu og var skemmtilega að því marki unnið hjá sóknartríói ÍBV. Ómar Jó- hannsson braust af harðfylgi upp vinstri kantinn þó að á honum væri brotið, þar var frábær dóm- ari leiksins Guðmundur Haralds- son vel með á nótunum. Og Ómar gaf síðan vel fyrir markið á Sigurlás, sem lét skot vaða í mark UBK. Guðmundur Asgeirsson varði snilldarlega, en missti fast skot Lása frá sér og beint fyrir fæturna á Tómasi Pálssyni, sem rólegur og yfirvegaður sendi bolt- ann í netið. I seinni hálfleik sóttu Breiða- bliksmenn verulega í sig veðrið, en Eyjamenn náðu ekki upp sömu baráttu og í fyrri hálfleik. Var seinni hálfleikurinn nokkuð jafn, en þó meiri þungi í sókn Breiða- bliks. Eyjamenn treystu hins veg- ar meira á langar sendingar fram á Sigurlás, sem oft skapaði mikla hættu. Áfram léku bæði liðin góða knattspyrnu, en engu að síður var lítið um opin tækifæri. Endurkoma Sigurláss Þorleifs- sonar virðist hafa haft góð áhrif á Eyjamenn, því liðið var nú nær óþekkjanlegt frá fyrstu leikjum þess, góð barátta, gott spil. Sigur- lás, Snorri Rútsson og Óskar Valtýsson voru bestu menn ÍBV. Breiðablik lék góða knattspyrnu úti á vellinum og keyrðu á fullu allan leikinn. Liðið vantaði hins vegar herslumuninn er nær dró marki ÍBV. Bestu menn liðsins voru markvörðurinn Guðmundur Ásgeirsson, Einar Þórhallsson og Helgi Bentsson. Sérstök ástæða er til að minnast á frábæra frammistöðu Guð- mundar Haraldssonar og mætti slíkt sjást mun oftar. í STUTTU MÁLI: Islandsmótið í 1. deild Vest- Þorsteinn á toppnum og Teitur skoraði Elfsborg og IFK Gautaborg 1-2 Með þessum þýðingarmikla sigri skaust Gautarborgarliðið i efsta sætið, hefur betri marka- tölu heldur en Malmö FF. Þorsteinn Ólafsson þurfti að sækja knöttinn í netið í fyrsta skiptið i fimm leikjum, en hlýtur þó að koma fullur sjálfstrausts til landsleiksins gegn Wales. Fjögur mörk hefur hann fengið á sig í átta leikjum og lið hans er í efsta sæti Allsvenskan. Norrköping-Öster 1 — 1 Teitur Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark í 1. deildinni á þessu keppnistímabili. Markið kom þeg- ar á fyrstu mínútu leiksins eftir að Teitur hafði komist einn inn fyrir og leikið á markvörð and- stæðinganna. Ekki tókst Öster að skora fleiri mörk, þrátt fyrir yfirburði í fyrri hálfleik og mörg góð tækifæri. í síðari hálfleik jafnaði leikurinn, Norrköping fékk dæmdar tvær vafasamar víta- spyrnur, tókst að skora úr annari og þar við sat. Teitur átti enn einn prýðisleikinn, var meðal bestu manna Öster, sem er enn í þriðja sæti. Landskrona—Hammarby 2—4 Enn hallar undan fæti hjá Landskrona, sem hefur aðeins hlotið eitt stig í síðustu sex leikjum sínum. Þrátt fyrir mörkin fjögur, eitt víti, stóð Árni Stef- ánsson sig mjög vel og bjargaði liði sínu frá enn stærra tapi. Það er því greinilegt að fallbaráttan verður hlutskipti Landskrona eins og síðast liðið ár. 2 dcild: Örgryte hrapaði niður í þriðja sætið, eftir 0—4 tap GAIS, að viðstöddum 7000 áhorfendum. Leikurinn var þó ekki eins ójafn og úrslitin gefa til kynna. Örn Óskarsson og félagar hans voru reyndar sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, sem endaði 0—0. AIK tapaði öðru sinni á stuttum tíma, fyrir Örebro, 0—3 og er nú í 5. sæti norðurdeildarinnar. Undir- ritaður hóf leikinn, en kenndi fljótlega meiðsla þeirra sem hrjáð hafa hann undanfarnar vikur og varð að yfirgefa völlinn á 60. mínútu. Forward, sem einnig er frá Örebro, tapaði fyrir Degerfors 0—1, en verðskuldaði a.m.k. jafn- tefli. Einar Ásbjörn Ólafsson, Keflvkingurinn góðkunni, lék síðari hálfleikinn með Forwards, og stóð sig það vel, að hann hlýtur að fá tækifæri í byrjunarliðinu í næsta leik. Félagi hans Rúnar Georgsson hefur átt við meiðsl að stríða frá upphafi keppnistíma- bilsins, og ekkert getað leikið. Iþrótta- og leikja- námskeiðin hefjast MÁNUDAGINN 2. júní hefjast íþrótta- og Icikjanámskéið fyrir börn 6—9 ára og 10—12 ára. Námskeiðið mun fara fram á níu stöðum í borginni. sem hér segir: Fyrir 6—9 ára börn á morgnana á Melavelli kl. 9.00-10.15 Laugardalsvelli kl. 9.00—10.15 Leikvelli við Árbæjarskóla kl. 9.00-10.15 íþróttavelli við Fellaskóla kl. 9.00-10.15 Leikvelli við Grímsbæ, F'ossvogi kl. 10.30-11.45 Leikvelli við Álftamýrarskóla kl. 10.30-11.45 íþróttavelli Þróttar við Sæviðarsund kl. 10.30-11.45 Leikvelli við Breiðholtsskóla kl. 10.30-11.45 Fyrir 10—12 ára börn eftir hádegi á: Laugardalsvelli kl. 13.30-15.00 Melavelli kl. 13.30-15.00 íþróttavelli við Fellaskóla kl. 13.30-15.00 Fyrir námskeiðum þessum standa íþróttabandalag Reykjavíkur, íþróttaráð Reykjavíkur, Leikvallanefnd Reykjavíkur og Æskulýðsráð Reykjavíkur. Skráning fer fram á hverjum stað fyrir sig ,og er þátttökugjald kr. 1.000.- fyrir allan tíman. Námskeiðið stendur frá 2. júní til 16. júní og lýkur með íþróttamóti fyrir börn 6—9 ára í hverfunum, en fyrir börn 10—12 ára á nýja frjálsíþróttavellinum í Laugardal, þann 16. júní kl. 13.00. • Árni Stefánsson leik með liði sínu þrátt fyrir mörkin hann fékk á sig. átti góðan Landskrona, fjögur sem mannaeyjar ÍBV — UBK 1—0 (1-0) . Mark ÍBV: Tómas Pálsson (23. mín.) Gul spjöld: Helgi Bentsson, Ingólf- Ingólfsson, Benedikt Guð- mundsson (UBK) Georgsson (ÍBV). Áhorfendur: 730. og Jóhann hkj. • Tómas skoraði sigurmark ÍBV í gærkvöldi. KA hóf tíma- bilið af krafti KA — Þróttur 4:0 KA hóf keppnistímabilið í 2. deild með miklum ágætum, en liðið lagði Þrótt frá Norðfirði að velli á Akureyri í gærkvöldi. Skoruðu KA-menn 4 mörk, en Þróttar svöruðu ekki fyrir sig. Staðan í hálfleik var 2—0. KA-menn voru allan tíman mun sterkari aðilinn, ef frá eru taldar fyrstu 15 mínúturnar, en þá var það Þróttur sem lék eins og sá sem valdið hefur. KA skoraði hins vegar á 15. mínútu og var þá allur vindur úr Þrótti. Það var Gunnar Gíslason sem skoraði markið með skalla af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá Elmari Geirssyni. Annað markið skoraði Jóhann Jakobsson 2 mínútum fyrir hlé með lausu skoti sem markvörður Þróttar var klaufi að góma ekki. Elmar skoraði síðan ævintýralegt mark á 49. mínútu, var þá kominn upp að endamörkum og ætlaði að senda fyrir markið, „en kingsaði óvart og skoraði" eins og tíðinda- menn Mbl. komust einkar skemmtilega að orði í gærkvöldi. Á síðustu mínútunni innsiglaði Óskar Ingimundarson stórsigur KA með góðu skallamarki eftir hornspyrnu. Leikur þessi var frekar þung- lamalegur og bauð ekki upp á umtalsverð tilþrif. Það var helst Elmar sem yljaði áhorfendum með nokkrum sprettum. sor/gg Þrenna Andrésar sökkti Haukum IBÍ — Haukar 4:2 ÍBÍ vann mjög góðan sigur á heimavelli sínum gegn Haukum í 2. deild íslandsmótsins í knattsp- yrnu. ísfirðingarnir farið ákaf- lega vel af stað á þessu keppnistí- mabili, unnið tvo fyrstu leiki sína. Lokatölur í gærkvöldi urðu 4—2 fyrir ÍBÍ. eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2—2. Það var Andrés Kristjánsson sem kom ÍBÍ á bragðið með góðu marki strax á 18. mínútu. Andrés átti eftir að reynast Haukunum erfiður ljár í þúfu, hann bætti við tveimur mörkum í viðbót áður en yfirlauk.Haukarnir jöfnuðu þó fyrsta mark Andresar, var þar á ferðinni Kristján Kristjánsson á 20. mínútu. Rúnar Guðmundsson kom ÍBÍ yfir á nýjan leik á 25. mínútu, en Daníel Gunnarsson jafnaði fljótlega fyrir Hauka á nýjan leik. I síðari hálfleiknum bætti Al- drés síðan við tveimur mörkum fyrir ÍBÍ og tryggði liði sínu verðskuldaðan sigur. Þeir Andrés, Rúnar og Halldór Ólafsson stóðu upp úr í fjörugu liði ÍBÍ, en hjá Haukum bar mest á Daníel Gunn- arssyni. Annras var lið Hauka jafnt og lék oft ágætlega þrátt fyrir tapið. bh/gg. Hermann lýsir fyrir BBC!! NÚ ER endanlega ljóst, að lands- leik íslands og Wales í knatt- spyrnu verður ekki lýst í útvarp- inu. Mbl. hefur fyrir því góðar heimildir. að fjármálastjórar út- varpsins hafi reynt að komast að samkomulagi við KSÍ um greiðslu fyrir lýsingu. Sam- kvæmt heimildum Mbl. bauð út- varpið 500.000 krónur, en KSÍ neitaði. Útvarpið hefur þann háttinn á við slikar aðstæður, að láta íþróttafréttamann sinn Her- mann Gunnarsson, benda á þá íþróttaviðburði sem helst kæmu til greina að lýsa. Benti Hermann m.a. á landsleik þennan, en samn- ingar tókust þó ekki eins og að framan segir. I þessu sambandi má geta þess til gamans, að Bretar hafa mikinn áhuga á leiknum og ætla í því sambandi að hringja í Hermann Gunnarsson á Laugardalsvellinum til þess að fá upplýsingar. Sú staða er því komin upp, að Her- mann má ekki segja landsmönn- um frá leiknum í íslenska útvarp- inu, en þeir sem tök háfa á, geta hins vegar hlustað á Hermann í laugardagsþætti Paddy Pheeny í BBC útvarpinu! i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.