Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 vtK> MORö-dK/ KArriNU Get ég eitthvað aðstoðað þig? Ég er alveg hættur að reyna að Annaðhvort er hún steinsofnuð ekki einu einasta orði að! koma með einhverjar skýringar. , sé svo ekki kem ég hvort sem er ffc'Í -4 » $ : \ 1 % 1;. i S! w \ % rm . L • „Þorsteinn" og Sand- gerðishúsið gamla BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Venjulega þarf sagnhafi að velja bestu leiðina í upphafi spils en stundum er fyrir hendi cin fullkomlega örugg leið. Málið er hara að koma auga á hana en það er einmitt það, að þú reynir í dag. Ert með spil suðurs., vestur gaf og aðeins andsta-ðingarnir eru utan hættu. Norður S. 9632 H.1054 T. D108642 L. - .Suður ÁD7 H. ÁD3 T. ÁKG9753 L. - Vestur opnar á einu laufi og eftir pass norðurs stekkur austur í fimm lauf. Þú lætur þér nægja að segja fimm tígla og eftir þrjú pöss spilar vestur út laufkóng og með viðeigandi athugasemd leggur makker spil sín á borðið. Þó spilin séu glæsileg eru samt fjórir tapslagir hugsanlegir, sem verða staðreynd séu svíningar reyndar í báðum hálitúnum og vestur á báða kóngana, sem verður jú að teljast líklegt eftir opnunina. En markmiðið var að finna öruggu leiðina og hún er að láta hjarta frá blindum og spaða af hendinni. Norður S. 9632 H. 105 T. D108642 L. - í dag verður byrjað á bréfi frá Skúla Magnússyni í Keflavík: „Fyrir nokkrum árum urðu blaðaskrif vegna björgunarbátsins Þorsteins, sem Slysavarnafélag íslands afhenti Sandgerðingum, en báturinn var upphaflega stað- settur í Sandgerði en síðar í Reykjavík. Kom þá fram að ætlun- in var að útbúa sérstakt húsnæði handa bátnum. Var honum komið fyrir skammt ofan þjóðvegar við Bæjarsker, líklega til bráðabirgða. Síðan hafa árin liðið og báturinn er þarna enn óvarinn fyrir vatni og vindum. Þar sem hér er um að ræða merkilegan bát (þann fyrsta sem SVFÍ eignaðist) ætti ekki að vera tiltökumál að hlúa betur að honum. Er vissulega kominn tími til að eitthvað sé gert fyrir bátinn og honum komið fyrir í góðri geymslu. Að sjálfsögðu er best að báturinn sé varðveittur á sínum heimaslóðum, enda var hann af- hentur í þeim tilgangi. • Sandgerðishúsið gamla Annað er það í Sandgerði, sem vekur áhuga aðkomumanns, það er Sandgerðishúsið gamla. Einhverntíma heyrði ég, að Lions- klúbbur staðarins hefði ætlað að gera við húsið, og að þar yrðu síðan varðveittir gamlir munir úr byggðasafninu. Virðist hafa verið byrjað á viðgerð hússins en hún dagað uppi. Ljóst er að þarna hefði þurft að koma til aðstoð sérmenntaðs manns með þekkingu á byggingarsögulegri arfleifð. Hugmyndin um endurbyggingu hússins er ágæt og á fullan rétt á sér. En þarna sannast það, sem stundum vill við brenna að áhuginn dvínar er á líður, ef enginn er til að halda verkinu á lofti. • Opið með brotnar rúður Illt er að sjá húsið eins og það lítur út í dag. Það er opið og rúðurnar brotnar, svo veðurguð- irnir ná óhindrað að snuðra þar um stofur og þil. Ég þekki því miður ekki nógu vel sögu þessa húss, en líklega er hún að ýmsu merkileg. Þarna kemur fram hve við Suðurnesjamenn erum langt á eftir í varðveislu gamalla minja, eins og ég hef oft bent á áður. Ég held að flestir hljóti að vera sammála slíkum friðunaraðgerð- um, þegar málið er athugað for- dómalaust. Miðnesingar eiga fyllsta rétt á að fá fé úr húsfriðun- arsjóði til endurbyggingar húss- ins, því oft eru það peningarnir sem skortir, þegar til verksins kemur. • Sameiginlegt byggðasafn Ennþá hafa aðeins tvö sveit- arfélög á Suðurnesjum viljað taka þátt í sameiginlegu byggðasafni. Miðnesingar ættu að gerast þar aðilar og endurbyggja Sandgerð- ishúsið, sem hýst gæti muni úr byggðarlaginu. Einnig myndi björgunarbáturinn fylgja með þegar hann hefur komist í hentugt hús. Hvað sem öðru líður er nauðsyn að gera eitthvað fyrir húsið og bátinn, svo það fari ekki sömu leið og margt annað, sem Suðurnesja- menn hafa hirt lítið um af arfleifð liðins tíma. Skúli Magnússon Keflavík.“ • Lög í óska- lagaþáttum Rokkunnandi skrifar: „Ég hlusta ekki oft á óskalaga- þætti Útvarpsins sjálfviljugur. Ástæðan fyrir því að ég geri það ekki er sú, að ég hef hvorki gaman af margra ára gömlum slagara- lummum né diskógargi. En um daginn varð mér það á að hlusta á brot úr þættinum „Lög unga fólksins". Þar gerðist atvik sem er hliðstætt mörgum öðrum í svona óskalagaþáttum. Fyrst las kynnir- inn margar kveðjur og segir síðan: „Með þessum kveðjum var ýmist beðið um lagið „2-4-6-8 Motorway“ með Tom Robinson Band eða lagið „5-4-3-2-l“ með ...“ (Ég náði því Vestur S. KG84 H. K986 T. - L. ÁG52 Austur S. 105 H. G72 T. - L. D10987643 Suður S. ÁD H. ÁD3 T. ÁKG9753 L. - Vestur fær þann vafasama heið- ur að spila aftur út og hvort, sem honum líkar betur eða ver verður hann að gefa þér ellefta slaginn. Annaðhvort verður útspil hans frá kóng þér hagstætt eða lauf, sem þú trompar í blindum en lætur spaða heima. Frá skemmtun, sem starfsíólk í Stapa í Njarðvík hélt fyrir þroska- hefta á Stór-Reykjavíkursvæðinu og Suðurnesjum 4. maí sl. Könnun á stöðu þroska- heftra FÉLAGIÐ Þroskahjálp á Suðurnesjum, hélt aðalfund sinn nýlega. í skýrslu formanns Einars Guðberg, kom fram að félagsstarf var fjölbreytt á árinu, segir í frétt frá félaginu. Má þar nefna að hafinn var rekstur leikfangasafns með þroska- leikföng til útlána. Nokkur pláss fengust fyrir þroskaheft börn á Dagheimilinu Garðaseli í Keflavík, og í leikskólanum í Grindavík. Akstri þroskaheftra til náms, vistunar og þjálfunar á Reykjavíkursvæð- inu, var haldið áfram og hann aukinn. Félagið gekkst fyrir fundum, svokölluðu opnu húsi, fyrir foreldra þroskaheftra barna, þar sem fengnir voru fyrirlesarar sem fjölluðu um hin ýmsu málefni og ræddu við foreldra. Hefur þetta gefist vel og fyrirhugað að halda því áfram. Þá hefur félagið gengist fyrir því, í samráði við Sjálfsbjörg á Suðurnesjum, að koma á fót endurhæfingarstöð, þar sem skjólstæð- ingar félaganna fá þjálfun. Mun Sigríður Þórarinsdóttir sjúkraþjálfi sjá um rekstur stöðvarinnar. Stjórn félagsins vinnur nú að könnun á vegum Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum, til að kanna hagi, stöðu og fjölda þroskaheftra á svæðinu og jafnframt að gera tillögur til úrbóta á Vandamálum þeirra. Kiwanismenn á Suðurnesjum hafa stutt félagið dyggilega með fjárframlögum. Hafa þeir t.d. pantað og greitt tæki sem nauðsynleg eru til reksturs þjálfunar- stöðvarinnar, auk þess sem þeir hafa látið fé af hendi rakna til fleiri þátta í félagsstarfseminni segir í frétt félagsins. í stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum eru: Einar Guðberg formaður, Ásgeir Ingimundarson, Reynir Eiríksson, Kristín Guðmundsdóttir og Ásta Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.