Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 Sjómannadagur- inn í Reykjavík og Hafnarfirði Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna: Breytingar á framleiðslu eða verðlækkanir, ef ekki á að koma til samdráttar SJOMANNADAGURINN í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 1. júní. Hátíðahöld dagsins hefjast með því að skip í Reykjavíkurhöfn draga skrautfána að hún. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur létt sjómannalög fyrir aldraða vistmenn á Hrafnistu Reykjavík, kl. 10.00. Síðan er Sjómannamessa í Dómk- irkjunni kl. 11.00, þar sem biskupinn yfir íslandi herra Sigurbjörn Ein- arsson minnist drukknaðra sjó- manna. Séra Þórir Stephensen þjónar yfir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Sigurðar Isólfssonar. Ein- söngvari er Garðar Cortes. eftir hádegi verður útihátíðar- samkoma í Nauthólsvík á vegum Sjómannadagsins í Reykjavík og verða þar flutt stutt ávörp af full- trúum ríkisstjórnarinnar, útgerðar- manna og sjómanna. Síðan mun Garðar Þorsteinsson ritari Sjó- mannadagsráðs heiðra aldraða sjó- menn með heiðursmerki Sjómanna- dagsins. Þá verða skemmtiatriði svo sem kappsigling, kappróður, koddaslagur o.fl. Félagsmenn í siglingaklúbbunum Snarfara koma siglandi á bátum sínum inn á Nauthólsvíkina. Þá verður sjórallbátur sýndur á þurru landi á meðan hátíðarhöldin standa yfir. Sjómannadagshlaðið og merki dagsins verða seld á hátíðarsvæðinu. Strætisvagnaferðir verða frá GUNNAR Thoroddsen forsætis- ráðherra hefur beðið Morgunblað- ið að birta eftirfarandi svar hans og athugasemd vegna ummæla Olafs G. Einarssonar formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins um aðdragandann að kjöri í stjórn húsnæðismálastjórnar: „1. Hverjum einasta þingmanni Sjálfstæðisflokksins hefur verið það ljóst síðan ríkisstjórnin var mynduð, að meirihluti þingflokks- ins hefur aðeins atkvæðamagn til þess að fá tvo menn i sjömanna- nefnd. Með samstarfi við okkur sem stjórnina styðjum fær flokkur- inn hins vegar 3 menn. Þetta eru engin ný sannindi. Þetta á engum að koma á óvart. 2. Fyrir hvítasunnu ræddi ég við Ólaf G. Einarsson um að áður en til kosninga kæmi í húsnæðisstjórn skyldum við hafa samráð, eins og sjálfsagt var. 3. Það sem ég hafði ekki frekar heyrt frá Ólafi um þetta mál, hringdi ég til hans að morgni fimmtudags 29. maí. Hann tjáði mér að í þingflokknum hefði verið Hlemmtorgi og Lækjargötu á 30 mín. fresti frá kl. 13.00. Fólk er beðiö að koma tímanlega til að forðast um- ferðartafir. Lögreglan verður á staðn- um til að liðsinna umferðinni. Sýning og sala verður á handavinnu vistfólks að Hrafnistu í Hafnarfirði, og þar verður kaffisala. Heimilið verður einnig til sýnis almenningi. Allur ágóði kaffisölunnar rennur til skemmti- og ferðasjóðs vistmanna. Á SJÓMANNADAGINN n.k. sunnu- dag mun Sjómannadagsráð Hafnar- fjarðar efna til hátíðahalda í Hafnar- firði í tilefni dagsins. Kl. 11.00 verður haldin sjómanna- messa í Þjóðkirkjunni, prestur séra Gunnþór Ingason. Kl. 13.00 verður farið í siglingu með börn út Hafnarfjörð. KI. 14.00 verður útihátíð við fisk- iðjuver Bæjarútgerðar Hafnarfjarð- ar. Fluttar verða ræður af fulltrúa Slysavarnadeildar Hraunprýði og fulltrúa sjómanna. Þá verða þrír aldraðir sjómenn heiðraðir. Kl. 15.00 verður kappróður — koddaslagur — reiptog og mönnum gefin kostur á að eignast plastbát frá Kr. Ó. Skagfjörð með því að hvolfa bátnum. Þátttakendur í íþróttum dagsins hafa forgang. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur á hátíðarsvæðinu og einnig leikur stór lúðrasveit frá Suður-Þýskalandi. á það minnzt að kjósa sömu menn og verið hefðu en ekkert hefði enn verið ákveðið um það. Við ákváðum að ræðast við um hádegið. 4. Um hádegið á fimmtudag ræddum við Friðjón Þórðarson saman við Ólaf og lögðum áherzlu á að sjálfstæðisþingmenn byðu allir fram sameiginlegan lista með þremur nöfnum og lögðum til að eitt þeirra væri Gunnar S. Björns- son, formaður húsnæðis- og félags- málanefndar Sj álfstæðisflokksins. Ólafur lofaði að bera þingflokknum þessi boð. 5. Þingflokkurinn ræddi síðan málið og hafnaði tilboði okkar. 6. Að fenginni þessari synjun um samstarf buðu stuðningsmenn stjórnarinnar, eins og altítt er í stjórnarsamstarfi fram sameigin- legan lista með fjórum mönnum. Einn þeirra var Gunnar S. Björns- son og var hann kosinn. 7. Eftir kosninguna lýsti Ólafur Einarsson því yfir opinberlega að þingflokkurinn hefði tekið endan- lega ákvörðun daginn áður, mið- vikudag!! AÐALFUNDI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna lauk í Reykjavík í gær. Á fundinum voru samþykktar nokkrar ályktanir m.a. um viðskipti íslands og Sovétríkjanna, könnun á samkeppnisaðstöðu íslenzks sjávar- útvegs og um þá erfiðleika, sem hraðfrystiiðnaðurinn á nú við að striða. I ályktuninni um erfiðleika iðn- greinarinnar segir m.a.: „Á síðast- liðnu ári var mikil framleiðsluaukn- ing, en verðhækkanir óverulegar. Undir lok ársins fór að gæta sölu- tregðu á okkar mikilvægustu mörkuð- um og þó sérstaklega í Bandaríkjun- um og Englandi. Þetta leiddi til nokkurrar birgðasöfnunar. Það sem af er þessu ári hefur orðið mikil aukning á framleiðslu og þá sérstak- lega á þorski og karfa. Jafnframt hefur orðið umtalsverður samdráttur í sölu, sem er enn þá tilfinnanlegri þegar samtímis er um framleiðslu- aukningu að ræða. Þetta hefur því enn aukið á birgðavandamál, sem hljóta að leiða til breytinga á fram- leiðslu eða verðlækkana, ef ekki á að koma til samdráttar í vinnslu." I ræðu Gunnars Guðjónssonar formanns stjórnar SH við upphaf aðalfundarins í fyrradag kom m.a. fram að Norðmenn munu verja 123 milljörðum íslenszkra króna í styrki til sjávarútvegs á þessu ári. í gær gerði aðalfundurinn síðan samþykkt þar sem segir m.a.: „Þar sem erfitt er að henda reiður á hinum flóknu styrkjakerfum, sem í gangi eru hjá hinum ýmsu þjóðum, sem íslendingar eiga í samkeppni við, beinir aðalfund- ur SH þeirri ósk til stjórnvalda, að þau hlutist til um að gerð verði ítarleg athugun á samkeppnisaðstöðu íslendinga á hinum ýmsu markaðs- svæðum og fyrirkomulagi styrkja og aðstoðar við sjávarútveg helztu sam- keppnisþjóða." Á þessu ári rennur út gildistími 5 ára viðskiptasamnings milli íslands og Sovétríkjanna, en frystar sjávar- afurðir hafa skipað veigamikinn sess í þeim viðskiptum og haft afgerandi Á VEGUM Ráðherranefndar Norð- urlanda starfar samstarfsnefnd um jafnréttismál og á einn fulltrúi frá hverju Norðurlanda sæti í nefnd- inni. Fyrir nokkru skipaði félagsmáia- ráðherra Svavar Gestsson fulltrúa tslands í nefndina. Vegna þessarar skipunar skrifaði Jafnréttisráð ráð- hcrra eftirfarandi bréf, dags. 23. mai sl.: „í bréfi Jafnréttisráðs dags, 27. mars sl. óskaði ráðið eftir að hraðað yrði skipun í Jafnréttisnefnd Norður- landa og jafnframt var óskað eftir að samráð yrði haft við ráðið um skipun fulltrúa íslands. Hinn 15. apríl sl. barst Jafnréttis- ráði tilkynning um skipun Svövu Jakobsdóttur rithöfundar í Jafnrétt- isnefnd Norðurlanda. Ekkert samráð var haft við ráðið um þessa skipun. þýðingu fyrir hraðfrystiiðnaðinn með tilliti til mikilvægra fisktegunda, segir í ályktun aðalfundar SH. Því beindi fundurinn því til stjórnvalda að í fyrirhuguðum viðræðum um framtíðarviðskipti milli þessara landa verði lögð áherzla á að raun- veruleg hlutdeild frysts fisks í áfram- haldandi viðskiptum verði aukin frá því sem nú er. Guðrún Erlandsdóttir dósent var fulltrúi íslands í nefndinni, þar til hún lét af störfum sem formaður Jafnréttisráðs, sbr. bréf hennar dags. 23. janúar sl. og Jafnréttisnefnd Norðurlanda hefur verið eini tengilið- ur Jafnréttisráðs við hliðstæðar stofnanir á öðrum Norðurlöndum. Jafnréttisráð telur því mjög óheppilegt að fulltrúi íslands í nefnd- inni skuli ekki vera í beinum tengsl- um við ráðið. Samkvæmt lögum á Jafnréttisráð að vera ráðgefandi gagnvart stjórn- völdum í jafnréttismálum og harmar ráðið því að óskir þess um samráð skyldu vera að engu hafðar. Með þessu er Jafnréttisráð ekki að kasta rýrð á störf Svövu Jakobsdóttur að jafnréttismálum heldur að gagn- rýna hvernig að málum var staðið." (Fréttatilkynning) Athugasemd vegna um- mæla þingflokksformanns Svava Jakobsdóttir skipuö i Jafnréttisnefnd Norðurlanda: Ekkert samráð haft við Jafnréttisráð Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands Rúmlega 10800 konur skoðað- ar á liðnu ári 19 konur greindar með brjóstkrabba- mein og 16 með krabbamein í leghálsi AðALFUNDUR Krabbameinsíé- lags íslands var haldinn i gær að Hótel Loftleiðum. Á fundinum voru um 30 manns, fulltrúar félaga víðs vegar að um landið, stjórn auk starfsmanna. Aðild- arfélög Krabbameinsfélags íslands eru 24 með 10 þúsund félaga. í skýrslu formanns Krahbameinsfélags Islands, dr. Gunnlaugs Snædal, kom fram. að á síðasta ári voru 42 á launaskrá félagsins og að greiddar voru liðlega 90 milljónir króna í laun og launatengd gjöld. „Það sem sett hefur svip sinn á starfsemi Krabbameinsfélags ís- lands á síðasta ári og það sem af Frá aðalfundi Krabbameinsfé- lags íslands. Dr. Gunnlaugur Snædal, formaður félagsins flyt- ur skýrslu stjórnar. er þessu ári, er hið óörugga ástand í fjármálum félagsins," sagði dr. Gunnlaugur Snædal í ræðu á aðalfundinum. „Fjárlögin voru af- greidd óvenju seint eins og öllum er kunnugt og óvissa ríkti þangað til, um fjárveitingar til félagsins. Því er ekki að neita, að þessi óvissa hefur dregið allverulega úr athöfnum stjórnarinnar. Satt best að segja vissum við ekki hvar við stóðum hvað fjárráð snerti og vitum ekki enn. Þó er bót í máli, að ágóði af Mynd Mbl. Kristínn. happdrætti Krabbameinsfélagsins varð mun meiri en reiknað hafði verið með og framlag Reykja- víkurfélagsins þar af leiðandi 17 milljónum króna hærri en áætlað hafði verið. Inn í þeirri tölu eru 7,5 milljónir krona, sem þetta sama félag veitti sem beinan styrk til krabbameinsskrárinnar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.