Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 41 félk í fréttum + Formaður japönsku Ólympiunefndarinnar, Katsuji Shibata, tilkynnir heimspressunni að loknum fundi i nefndinni, að hún hafi ákveðið að Japanir sendi ekki iþróttamenn sina til ólympíuleikanna í Moskvu nú i sumar. Formaðurinn sagði, að eins og málum væri háttað gætu leikarnir í Moskvu ekki þjónað þeim tilgangi sínum að efla vináttu og frið. Þessir glaðlegu ungu menn eru nú á ferð úti í geimnum í siðasta mannaða geimfari Sovétrússa, Soyuz 36. Til vinstri er rússneski geimfarinn Valery Kubasov, en til hægri geimvisindamaður frá Ungverjalandi, Bertalan Farkas að nafni. Myndin er tekin af þeim félögum i geimfarastöðinni rússnesku, sem heitir eftir rússneska geimfaranum Gagarin. Nýjan elskhuga + Nú er franska kvikmynda- leikkonan Brigitte Bardot búin að ná sér í nýjan elskhuga, — suður í Parisar- borg. Hann er 25 ára og starfar við sjónvarp þar i borginni, sagður vera hag- yrðingur en aldrei hafi neitt komið út af ljóðum hans á prenti, a.m.k. ekki hingað til. ... Eg les þá dómsniður- stöður... + I dómarastúkunni. — Þessi AP-fréttamynd er tekin í dómsal Alþjóðadómstólsins í Haag. í dómarastúkunni er verið að lesa niðurstöðu dómenda í máli am- erísku gíslanna í íran. Það er forseti dómsins, Bretinn Sir Humphrey Waldock (næst okk- ur), sem les þær, en samkvæmt niðurstöðum dómsins ber írön- um að sleppa Bandaríkjamönn- unum. Blökkumaðurinn er vara- forseti Alþj óðadómstólsins, 01- awale Elias frá Nígeríu, OPIÐ HÚS í UNDARBÆ verður á sjómannadaginn, sunnudaginn 1. júní kl. 3—6 síödegis. Fréttir úr kosningabaráttunni. Sjálfboðaliðar komið og skráið ykkur til starfa! Kaffiveitingar Al(jr velkomnir! VELJUM VIGDÍSI Frá Ármúlaskóla (Fjölbrautaskólanum við Ármúla) Næsta vetur munu nemendur geta valið milli þriggja námssviöa og nokkurra námsbrauta á hverju sviði eins og hér segir: 1. HEILBRIGÐISSVIÐ Tveggja ára heilsugæslubraut til sjúkraliðanáms og framhaldsbraut að stúdentsprófi. 2. UPPELDISSVIÐ Þrjár brautir 2 tveggja ára grunnnámsbrautir, fóstur-og þroskaþjálfabraut, félags og íþróttabraut og fjögurra ára menntabraut að stúdentsprófi. 3. VIÐSKIPTASVIÐ 2 tveggja ára brautir að almennu verslunarprófi og 2 þriggja ára brautir að sérhæföu verslunarprófi. Af öllum brautum viðskiptasviðs er nemendum tryggð framhaldsmenntun aö stúdentsprófi. Innritun fer fram í Miöbæjarskólanum 3. og 4. júní kl. i 9—18 og í skrifstofu Ármúlaskóla vikuna 2.—6. júní kl. 9—16. Skólastjórn. Má bjóða þér bíl um helgina? Pveginn, bónaðan, skráðan og skoðaðan, - með tómum öskubökkum og fullum bensíntanki - trysgðan og tilbúinn beint á götuna. p.s./Við bjóðum líka hagstæð kjör - gáðu að því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.