Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 3 eins vel með störfum vinstri meirihlutans í borgarstjórn og ég, þarf ekki aðra hvatningu til þess að vinna það verk. Hvað væntanlega kosningabar- áttu varðar þá lít ég svo á að hin eiginlega kosningabarátta geti ekki hafist síðar en í haust og hljóti að vera stígandi allt til lokauppgjörsins. Við munum því nota sumarið til þess að undirbúa allt j)að starf," sagði Davíð. „Eg vona að mér takist í starfi mínu að vera í jafn góðu sam- bandi við samborgara mína hér í Reykjavík eins og Birgi ísleifi tókst og ég mun leitast við að gera slíkt samband eins auðvelt og verða má.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins. (Ljúsm. Mbl. Ól. K.M. Ert þú ekki nokkuð ungur til að taka starf sem þetta að þér? „Það er alveg rétt að ég er ungur, en það hefur verið venja hjá okkur sjálfstæðismönnum í borgarstjórn að velja unga menn til forystu og er ég á mjög áþekkum aldri og þeir Bjarni Benediktsson, Geir Hallgrímsson og Birgir Isl. Gunnarsson, þegar þeir völdust til forystustarfs hjá okkur í borgarmálum. Og nátt- úrulögmálið segir jú, að þeir annmarkar, sem kunna að fylgja ungum aldri, hljóti að lagast með tímanum,“ sagði Davíð Oddsson. Birgir ísl. Gunnarsson: og sýnt hæfileika til að geta veitt slíku starfi forystu," sagði Birgir. Hyggst þú starfa áfram innan borgarstjórnarflokksins? „Eg mun að sjálfsögðu starfa áfram í borgarstjórn og a.m.k. fyrst um sinn í borgarráði og ég hyggst ekkert draga af mér í störfum að borgarmálum." Munt þú bjóða þig fram í næstu borgarstjórnarkosningum? „Sú ákvörðun verður tekin þeg- ar þar að kemur,“ sagði Birgir ísl. Gunnarsson. Ég vænti mér mjög góðs af starfi Davíðs Oddssonar, hann hefur á þessum tveimur kjör- tímabilum sem hann hefur setið í borgarstjórn, starfað af lifandi áhuga að borgarmálum, verið hugmyndaríkur, lifandi og ötull Davíð Oddsson: „Eftir að ég tók sæti á Alþingi í vetur, þá hef ég smám saman styrkst í þeirri trú að nauðsyn- legt sé að endurskipuleggja starf borgarstjórnarflokks Sjálfstaeð- isflokksins," sagði Birgir ísl. Gunnarsson fráfarandi formaður borgarstjórnarflokksins, þegar Mbl. spurði hann um ástæður afsagnar hans. „Ég tel að það sé heppilegt að koma á annarri verkaskiptingu innan flokksins og milli þeirra fulltrúa sem þar eiga sæti. Mér finnst að ekki fari saman seta á Alþingi og veita jafnframt borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins forystu. Því tók ég þá ákvörðun að láta af störfum sem formaður. Eftir að ég tók þessa ákvörðun þá ræddi ég við félaga mína í þessum hópi og að þeim viðræðum loknum þá var það ljóst í mínum huga að Davíð Oddsson hefði traust allra í borgarstjórnarflokknum til að taka þetta starf að sér. Því gerði ég tillögu um að hann yrði kosinn. Olafur B. Thors sem verið hefur varaformaður léði ekki máls á því að vera inni í þeirri mynd og óskaði jafnframt eftir því að vera ekki lengur varafor- maður. Varð þá samstaða um að Magnús L. Sveinsson tæki sæti hans sem varaformaður og að Markús Örn Antonsson yrði rit- ari,“ sagði Birgir. „Ég fagna því mjög að innan borgarstjórnarflokksins náðist alger samstaða um þetta mál og ber það vott um að þessi hópur sé staðráðinn í að vinna saman, hér eftir sem hingað til. Höfum verk að vinna - að koma á heilsteyptri og skynsamlegri stjórn í Reykjavík Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands „Ég er mjög ánægður með þá eindrægni og samstöðu sem kom fram á fundi borgarstjórnar- flokksins þegar þessi vandasama ákvörðun var tekin,“ sagði Davíð Oddsson í samtali við Mbl. en Davíð var í gær kjörinn til formennsku í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins. „Það var ekki létt átak að finna mann í stað Birgis Isl. Gunnarssonar, eftir að hann ákvað að láta af störfum sem formaður borgar- stjórnarflokksins. Það er ekki síður erfitt fyrir mig að gangast undir að taka slíku kjöri. Ég vildi gjarnan mega í mínum störfum beita svipuðum starfsaðferðum og Birgir hefur beitt og samræma festu, lagni og samningalipurð," sagði Davíð. „Það verður mér mjög mikil hvatning í þessu starfi að finna samhug og baráttuvilja félaga minna og ég hygg gott til sam- starfs við þá Magnús L. Sveins- son og Markús Örn Antonsson, sem með mér voru kjörnir til þess að veita flokknum forystu. Við höfum verk að vinna, þ.e. að koma á heilsteyptri og skynsam- legri stjórn í Reykjavíkurborg á nýjan leik og sá sem hefur fylgst Davíðs Oddssonar Vænti mér góðs af starfi Center for Defence Information: Hernaðarlega óvarlegt að hafa ekki kjarnorkuvopn á íslandi þó ekkert sem staðfestir tilvist þeirra Morgunblaðinu barst í gær frá Washington yfirlýsing frá stofn- uninni Center for Defence In- formation um kjarnorkuvopna- mál og ísland, en stofnun þessi hefur dregist inn i umræður um varnarmál hér á landi nú síðast fyrir tilstuðlan fréttastofu hljóð- varps, sem hafði samband við hana í síðustu viku. Yfirlýsing stofnunarinnar nú er gefin fyrir eftirgrennslan frá íslensk- Dr. Gunnlaugur drap á nokkur atriði sem ofarlega hafa verið á baugi hjá félaginu. Þar má nefna aukið leitarstarf, ekki aðeins hóp- skoðun kvenna með tilliti til legháls- og brjóstkrabbameins, heldur einnig krabbameinsleit meðal karla. í því sambandi hefur verið rætt um leit að krabbameini í blöðruhálskirtli, endaþarmi og ristli. Dr. Gunnlaugur sagði brýnt, að brjóstkrabbameinsrannsóknir verði efldar. Alls voru skoðaðar á öllu land- inu rúmlega 10.800 konur á síðasta ári. Greindar voru 19 konur með brjóstkrabbamein við leit. Heildar nýgengi var 67. Alls fundust 33 konur með frumstigsbreytingar í leghálsi, — það er áður en krabba- mein náði að festa rótum. Með leghálskrabbamein voru greindar 5 konur við hópskoðun en alls voru greindar 16 konur með krabba- mein í leghálsi. Alls voru skoðuð 13.459 sýni á árinu 1979 í Frumurannsókna- stofu Krabbameinsfélagsins en húsnæðisskortur og fólksfæð hef- ur háð starfsemi rannsóknarstof- unnar. Fyrir skömmu voru rann- sóknarstofunni gefnar tvær smá- sjár af Kiwanisklúbbnum Heklu. Fréttabréf um heilbrigðismál, sem Krabbameinsfélagið gefur út, kom út fjórum sinnum á síðasta ári eins og undanfarin ár. Upplag tímaritsins er nú sjö þúsund eintök. Hjá krabbameinsskrá fé- lagsins var unnið að rannsóknum á áhættuþáttum krabbameina auk skráningar nýrra tilfella. Þá skýrði dr. Gunnlagur frá því, að Krabbameinsfélagið hafði ný- lega veitt íslenzkum lækni í Svíþjóð, Snorra Ingimarssyni, 1 milljón króna styrk til að ljúka doktorsritgerð, sem hann vinnur að við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Dr. Gunnlaugur Snædal var endurkjörinn formaður Krabba- meinsfélags íslands. Úr stjórn áttu að ganga Jónas Hallgrímsson prófessor og Ólafur Örn Arnarson læknir. Prófessor Jónas gaf ekki kost á sér, en í hans stað var Sigurður Björnsson, læknir kos- inn. Ólafur Örn var endurkosinn. Aðrir í stjórn eru Tómas Árni Jónasson, Hjörtur Hjartar, Vigdís Magnúsdóttir, dr. Friðrik Einars- son, Erlendur Einarsson og Matthías Johannessen. um stjórnvöldum og öðrum aðilum hér á landi og í henni skýrir stofnun- in, hvernig hún hafi komist að þeirri niðurstöðu, að ýmislegt bendi til þess að kjarnorkuvopn séu hér á landi. Nefnir stofnunin sérstaklega í yfir- lýsingu sinni tilvist P-3C kafbáta- varnaflugvélanna og F-4 Phantom orrustuflugvélanna auk þeirrar til- vísunnar í handbók landgönguliða- deildar varnarliðsins, sem fyrst var nefnd í ofangreindri útsendingu út- varpsins. En íslenska utanríkisráðu- neytið skýrði frá því s.l föstudag, að slíkum handbókum sé dreift til allra mikilvaegra stöðva bandaríska flotans um allan heim. í lok yfirlýsingar sinnar segir stofunin: „Skynsamleg hernaðarleg áætlanagerð fyrir styrj- öld við Sovétríkin krefst þess, að kjarnorkuvopnum sé fyrir komið ná- lægt þeim tækjum, sem eiga að bera þau eins og gert er í öðrum Evrópu- löndum.“ Hér fer yfirlýsing stofnunar.innar um ísland í heild: „Center for Defence Information hefur um nokkurra ára bil haft sérstakan áhuga á kjarnorkuvopnum og beitingu þeirra í styrjöld. Dreifing kjarnorkuvopna af hálfu Bandaríkj- anna, Sovétríkjanna, Frakklands, Kína og Bretlands og tenging kjarn- orkuvopna inn í herafla annarra þjóða, eykur líkurnar á notkun þeirra. Við rannsóknir okkar á kjarnorku- vopnum höfum við reynt að ákvarða, hvar þau er að finna í heiminum. Rannsóknir okkar, sem hafa einvörð- ungu byggst á heimildum, sem eru öllum opnar, hafa leitt í ljós skýrar sannanir fyrir tilvist kjarnorkuvopna í mörgum aðildarlöndum Atlants- hafsbandalagsins og þær hafa í flest- um tilvikum verið staðfestar með opinberum yfirlýsingum bandaríska varnamálaráðherrans. ísland hefur algera sérstöðu innan Atlantshafs- bandalagsins, þar sem ekki er fyrir hendi nein staðfesting bandaríska varnamálaráðherrans fyrir því hvort þar er að finna kjarnorkuvopn eða ekki. NATO flotastoðin á íslandi er einn þeirra staða, þar sem ýmislegt bendir til, að finna megi kjarnorku- vopn. Eftirfarandi eru nokkur atriði, sem bent gætu til, að á íslandi væru kjarnorkuvopn: 1. NATO stöðin á Keflavíkurflug- velli er helsta eftirlitsstöð Banda- ríkjamannna og kafbátavarnastöð á sjóleiðunum á Norður-Atlantshafi. Liðsafli í stöðinni mundi hafa það verkefni að finna, þekkja, staðsetja og eyðileggja skip sovéska flotans. 2. Kafbátavarnir eru framkvæmdar með því að beita ýmsum kerfum og skotpöllum, þ.á.m. kjarnorkuvopnum. Unnt er að 'eyðileggja sovéska kaf- báta (einkum þá, sem búnir eru landrægum eldflaugum) bæði með venjulegum vopnum og kjarnorku- vopnum, en kjarnorkudjúpsprengjan er árangursríkasta vopTtið og for- gangsvopn. 3. Bandaríska P-3C Orion kafbáta- varnaflugvélin (en níu slíkar eru starfræktar í NATO stöðinni) hefur venjulega kjarnorkuvopn til taks til nota á stríðstímufn. Þó hugsanlegt sé, að þær vélar af P-3C gerð, sem eru á Islandi, hafi engin kjarnorkuvopn til taks, mundi slík takmörkun á getu þeirra mjög draga úr áhrifamætti þeirra á stríðstímum, í þessu sam- bandi má vekja athygli á því, að 1962 þegar F-102Á flugvélar, sem gátu borið kjarnorkuvopn, komu til íslands, voru í opinberum yfirlýsing- um tekin af öll tvímæli um það, að fyrir þessar vélar yrði ekki komið fyrir neinum kjarnorkuvopnum. Eng- in sérstök viðbótarskýring hefur ver- ið útgefin síðan þá af íslensku ríkisstjórninni, sem snertir P-3C vél- arnar, er geta borið kjarnorkuvopn. 4. F-4 Phantom orrustuvélarnar, sem geta borið kjarnorkuvopn, komu í stað F-102 vélanna í apríl 1973, þær eru einnig starfræktar frá Keflavík og veita Islandi loftvernd og fljúga í veg fyrir sovéskar flugvélar á Norð- ur-Atlantshafssvæðinu. Orrustu- flugvélar, sem ætlað er að fljúga í veg fyrir aðrar flugvélar í mikilli fjar- lægð, eiga venjulega kost á því að geta notað kjarnorkueldflaugar, sem unnt er skjóta á skotmörk á flugi. 5. Rannsókn, sem framkvæmd var nýlega til að svara beiðni íslenska ríkisútvarpsins, leiddi einnig til þess, að nýjar upplýsingar fundust, sem snerta kjarnorkuvopnamál. í kynn- ingarriti um stöðina, sem flotinn gefur út, er lýst er undir liðnum um landgönguliðadeild flotans hlutverki hennar m.a. með eftirfarandi hætti: „Landgönguliðadeildin sjái stöðinni fyrir öryggisvörðum samkvæmt fyrirmælum yfirstjórnar sjóhersins C5510-83b um að bregðast við óvænt- um atburðum, sem upp kunni að koma ... „I skrá yfir rit á vegum sjóhersins eru þessi fyrirmæli yfir- stjórnar sjóhersins flokkuð sem trún- aðarmál og nefnd: „Handbók sjóhers- ins um kjarnorkuöryggismál." Ofangreint bendir til þess, að kjarnorkuvopn kunni að vera á íslandi eða að þau kunni að verða flutt til íslands á hættu- eða stríðstímum. Til þess að unnt sé að framkvæma frumskyldur stöðvarinnar í Keflavík þarfnast flugvélarnar, sem þar eru, kjarnorkuvopna á stríðs- eða hættu- tímum. Við hernaðarlega áætlana- gerð mætti reikna með því, að unnt yrði að fljúga með kjarnorkuvopn til Islands frá Bandaríkjunum á hættu- tímum, en það væri hernaðarlega óvarlegt að reikna með því, að unnt yrði að fljúga með kjarnorkuvopn frá Bandaríkjunum til íslands eftir að styrjöld við Sovétríkin hefði byrjað. Skynsamleg hernaðarleg áætlanagerð fyrir styrjöld við Sovétríkin krefst þess, að kjarnorkuvopnum sé fyrir komið nálægt þeim tækjum, sem eiga að bera þau eins og gert er í örðum Evrópulöndum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.