Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.05.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 15 Eitt af hinum hávöxnu greni- trjám í Reykjavík. Höggmynd Ásmundar lúrir í skjólinu. Það setur óneitanlega mikinn svip á þegar tré gnæfa á annan tug metra til himins. TRJÁGRÓÐUR Hæsta tré landsins liðlega 15,5 metrar VART er hægt að segja annað en að ísland sé skóglaust land, því aðeins eitt prósent af landinu hefur nú einhvers konar skóg þótt talið sé að 30% landsins hafi verið þakin skógi þegar byggð hófst á Islandi. Hvað um það, þó eru margir fagrir lundir með trjá- gróðri í landinu og reyndar nokkr- ir sem við köllum skóga. Það eru einnig til há tré á landinu og hæsta tréð er austur í Hallorms- staðarskógi. Það er liðlega 15,5 metra hátt og er 30 ára gömul ösp. Tvö önnur tré eru þó nær alveg eins hávaxin, lerki, sem er 38 ára gamalt, og greni, sem er 75 ára gamalt. Gildasta tréð í Hallorms- staðarskógi er yfir 50 sm í þver- mál í 1,3 m hæð frá jörðu, en þar er mæld hæð trjáa. Víða á landinu eu einnig há tré, bæði í Reykjavík og á Akureyri og i Múlakoti á Suðurlandi er t.d. sitkagreni, tré sem er tæplega 14 metra hátt og með 40 sm sveran stofn. Þá er hávaxinn álmur í Reykjavík við Norðurmýrina og einn 12 metra hár er við Karla- götu. Hæsta birkitré á landinu er hins vegar 13 metra hátt og það býr í Vaglaskógi. Skaut lambinu ofan í læk Ær ein að Ragnheiðarstöðum í Gauiverjabæ bar sérlega litlu lambi fyrir skömmu og skaut því ofan í læk við bæinn. Heimafólk sá hvað um var að vera og gat bjargað iambinu úr læknum, því ærin hirti ekki um það. Er lambið nú heima en á myndinni eru heimasæturnar á Ragnheið- arstöðum með tvö lömb nýfædd, það litla og eitt af venjulegri stærð. Ljósmynd Mbl. Tómas Jónsson. HELGARVIÐTALIO „Mér þætti skrítið ef þeir f æru ekki til sjós, strákarnir“ Þorsteina frá Þingholti áaamt fjórum barnabornum sínum sem voru að Ijúka stýrimannaskólanámi: Standandi frá vinstri: Bergur Páll Kristinsson, Birgir Þór Sverrisson og Guömundur Hugínn Guö- mundsson. Sitjandi frá vinstri: Grótar Þór Sœvaldsson, Þorateina og Elías Geir Sœvaldsson. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir Rabbað við Þor- steinu frá Þing- holti við skóla- slit Stýrimanna- skólans í Vest- mannaeyjum Þorsteina frá Þingholti í Vestmannaeyjum var heiöursgestur á skólaslit- um Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum í ver- tíöarlok sem amma fimm skipstjóraefna aö útskrif- ast frá skólanum, en af ætt hennar er styrkur og víöfeömur stofn. „Já þeir voru þarna fimm strákarnir," sagöi hún, „einn frá Kristni, tveir frá Sævald, einn frá Stínu og einn frá Huldu minni. Þeir voru allir að Ijúka síöari vetrinum, en í fyrra kláraði Hlöbbi hans Guöna og sonur Jóns kláraði skólann í fyrra. Þetta eru fyrstu barna- börnin sem klára Stýrimanna- skólann, og mér var boðið af þessu tilefni og færöur fullur vasi af blómum. Þaö var svo gaman aö vera við skólaslitin. Eg var svo pirruö áður en ég fór, maður er oröinn eitthvað lítill, en svo fann ég ekki fyrir þessu þegar út í slaginn var komiö. Kvöldið eftir var mikiö hóf heima hjá fjölskyldunni og þá var nú aldeilis líf og fjör, þar var mjög gaman og á eftir fór liðiö á ball, en ég heim,“ sagði þessi brosmilda 76 ára gamla kona hlæjandi. „Jú, flest af mínu liði er tengt sjónum. Þeir eru margir skip- stjórar og stýrimenn og margir eru kokkar. Elzti sonur minn, hann Emil, hefur verið kokkur á Gísla Árna í fjölmörg ár. Maður hefur alltaf verið í tengslum við sjóinn, Páli heitinn var alltaf tii sjós, pabbi var skipstjóri, maður vandist ekki öðru og mér þætti það bara skrítiö ef þeir færu ekki til sjós strákarn- ir.“ í sex ár, eöa frá því um eldgos, hefur Þorsteina átt heima á elliheimilinu Hraun- búðum. Ég spurði hana um það? „Þaö er svo gott aö vera hérna, alveg dásamlegt og svo eru krakkarnir alltaf á feröinni, sækja mann, fara í heimsóknir og svo er mjög góö þjónusta hér og aðhlynning. Þær hringja oft stelpurnar og spyrja hvort mig vanti ekki eitthvað eða hvort ég vilji koma í bæinn. Ég get ekki hugsaö mér þetta betra.Ég á mín 13 börn á lífi, öll gift, 54 barnabörn og 23 barnabarnabörn. Eitt fæddist 1Ö. maí sl. og annað 20. maí og ein er komin langt á leiö, svo það er nóg við að vera hjá þessu unga fólki mínu. „Nú er ykkur óhætt að hætta,“ sagði ég við krakkana mína, „nú eru lika svo ánægð með það hvað barnabörnin eru mér góö og víst hef ég gaman af að gantast við mannskapinn, hleypa fjöri í allt. Það er oft mjög skemmti- legt þegar ættingjarnir hittast og það er mikið samband á milli fólks innan ættarinnar. En þú mátt nú ekki skrifa nein ósköp, segöi bara að ég hafi þaö ágætt og sé ánægð með lífið.“ Svo sátum við stundarkorn og horföum á litsjónvarpiö sem krakkarnir hennar gáfu henni á 75 ára afmælinu. Þaö var norskur þáttur þar sem eitt- hvað treglega gekk í samdrætti ungra elskenda. Þorsteinu frá Þingholti líkaði ekki hangsið og athafnaleysið og gat ekki orða bundist: „Vertu ekki að mæna svona á hann, segðu bara, komdu.“ Friðrik Ásmundsson skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmanna- eyjum afhendir Þorsteinu blómavasa meö blómum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.