Morgunblaðið - 31.05.1980, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. MAI1980
VEGAMAL
Varanleg
vegagerð
Það hefir verið skoðun undir-
ritaðs um árabil, að næst fram-
kvæmdum í orkumálum væri
varanleg vegagerð brýnasta
framfaramál landsmanna. Sýnt
hefir verið fram á með óyggjandi
útreikningum, að bygging vega
með bundnu slitlagi er eitt hið
arðvænlegasta, sem við getum
ráðizt í, og sparnaður mjög
mikill í beinhörðum gjaldeyri.
T.a.m. eyða vélar ökutækja um
20% minna eldsneyti við akstur
á vegi með bundnu slitlagi en á
þeim vegum sem við búum við.
Slit ökutækjanna um 70—80%
minna og einstakra hluta s.s.
hjólbarða um 170—180% minna.
Þá nemur sparnaðurinn vegna
viðhalds slíkra vega stjarnfræði-
legum tölum. Þannig mætti
fleira fram telja, en áherzla lögð
á þá staðreynd, að varanleg
vegagerð er stærsta byggða-
málið, sem hefir þann mikla kost
að vera sameiginlegt hagsmuna-
mál þéttbýlis og strjálbýlis.
Þannig færum við byggðir lands-
ins bezt saman og treystum
búsetuna í öllu landinu.
Ýmsum þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins hefir á umliðn-
um árum þótt sorglega lítið miða
í rétta átt í þessum efnum. Fyrir
því var það að við Eyjólfur
Konráð Jónsson hófum harða
atrennu að ítarlegri stefnumót-
un Sjálfstæðisflokksins í mál-
efnanefnd flokksins í samgöngu-
málum í ársbyrjun 1978. Gekk
nefndin frá nákvæmri fram-
kvæmda- og fjármögnunaráætl-
un og lagði fyrir miðstjórn
flokksins vorið 1978. Gerði Sjálf-
stæðisflokkurinn þessa áætlun
að stefnuskrá sinni í kosningun-
um þá. Var stefnunni síðan fylgt
eftir með flutningi þingsálykt-
unartillögu í upphafi þings
haustið 1978.
Það þarf því enginn að fara í
grafgötur um að hafnar verði
stórframkvæmdir í vegagerð um
leið og Sjálfstæðisflokkurinn
fær nægjanleg áhrif í stjórn
landsins og dragbítum verður
vikið til hliðar.
I tillögum okkar um fjármögn-
un vegaframkvæmdanna er m.a.
lagt til, að Byggðasjóður leggi
fram 1.000 milljónir króna ár-
lega, og haldi sú upphæð verð-
gildi sínu. Þá tillögugerð á grein-
arhöfundur, þótt fleiri langi nú
til að hafa kveðið þá lilju.
Skoðun undirritaðs var og er sú,
að með myrtdarlegu framlagi úr
hinum öfluga Byggðasjóði til
sameiginlegs hagsmunamáls
þéttbýlis og strjálbýlis, mættu
takast allsherjar sættir um
Byggðasjóð og starfsemi hans.
Miðað við tillögu 1978 um 1.000
milljón króna framlag þurfa
menn ekki að fíkjast í 700
milljón króna samþykkt Byggða-
sjóðs nú, enda hófst niðurskurð-
ur á framlagi til Byggðasjóðs
ekki fyrr en þeir menn tóku við
stjórn landsins, sem í skálaræð-
um þykjast bera byggðastefnuna
mest fyrir brjósti.
Olíumalarmálið
Að undanförnu hefir mikið
verið skrifað og skrafað um
málefni fyrirtækisins Olíumalar
hf. Leggja þeir mest til mála
sem minnst þekkja til. Fyrirtæk-
ið var stofnað af nokkrum sveit-
arfélögum á Suðurnesjum og eru
þau nú eignaraðilar ásamt sveit-
arfélögum á Vestfjörðum og
víðar. Tilgangurinn með stofnun
og starfrækslu fyrirtækisins var
hin brýna þörf sveitarfélaganna
að binda götur sínar slitlagi, að
þorp og bæir mættu verða íveru-
Sverrir Hermannsson
/1 GAGNVEGUM
hæfir. Þetta ættu malbiksmenn í
Reykjavík að geta skilið líka.
Fyrirtækið hefir ekki verið vel
rekið löngum, en ekki gátu menn
séð fyrir þá miklu deyfð sem
stjórnvöld hafa verið haldin í
vegamálum. Á öndverðu síðasta
ári, þegar útlit var fyrir að
Olíumöl myndi leggja upp laup-
ana, óx þeirri skoðun fylgi að
mjög myndi tefja og torvelda
framkvæmdir í vegagerð ef
fyrirtækið sundraðist. Af þeirri
ástæðu hófust stjórnvöld handa
um að athuga hvort fyrirtækið
væri á vetur setjandi. Vafalaust
hafði hið tilfinnanlega fjár-
hagslega tjón, sem blasti við
sveitarfélögunum, áhrif á gang
málsins.
Ráðherrar samgöngumála,
fjármála og félagsmála rituðu
stjórn Framkvæmdastofnunar
ríkisins bréf hinn 9. marz 1979,
þar sem þeir „mæla með því við
stjórn Framkvæmdastofnunar
ríkisins að hún greiði fyrir
kaupum sveitarfélaga á hluta-
bréfum í Olíumöl hf. og enn-
fremur að Framkvæmdasjóður
gerist eignaraðili að félaginu,
eftir því sem um semst.“
Þetta bréf var ritað með fullri
vitund og vilja undirritaðs, enda
óttaðist hann að mjög myndi það
tefja fyrir framkvæmdum í var-
anlegri vegagerð ef fyrirtækið
félli fyrir ofurborð. Það eitt gekk
honum til.
Undir fyrrgreint bréf rituðu
Tómas Árnason, Ragnar Arn-
alds og Magnús H. Magnússon.
Stjórn Framkvæmdastofnun-
ar ríkisins samþykkti að verða
við þessari málaleitan ráðherra
og ákvað að gefa sveitarfélögun-
um kost á allt að 200 millj. kr. að
láni til hlutabréfakaupa. Auk
þess ákvað stjórnin að Fram-
kvæmdasjóður skyldi kaupa
hlutabréf í Olíumöl hf. fyrir allt
að 100 millj. kr. Sá fyrirvari var
gerður um þessar samþykktir, að
ríkisstjórnin heimilaði Fram-
kvæmdasjóði fjárútvegum til
þess arna. Með bréfi dags. 30.
apríl 1979 samþykkti ríkis-
stjórnin heimild til þessarar
fjárútvegunar.
Öll ráðagerð um viðreisn
fyrirtækisins dróst þó mjög úr
hömlu og þar með starfræksla
þess. Varð afkoma síðasta árs
eftir því, og héldu skuldir áfram
að hlaðast upp, m.a. nam sölu-
skattsskuld nálega 300 millj. kr.
um áramót.
Núverandi ríkisstjórn fékk
Heimir Steinsson rektor:
Kjósum
Guðlaug
Þorvaldsson
Þegar til þess dró, að íslenska
þjóðin kysi lýðveldinu forseta öðru
sinni eftir að ég með atkvæði mínu
var orðinn þeirrar náðar aðnjót-
andi að geta haft þar lítils háttar
áhrif á, runnu á mig tvær grímur
og gott ef ekki fleiri. Sú var tíð, að
landsmenn fögnuðu núverandi
forseta sínum og hylltu hann til
embættis. Við sem þá vorum allt
að því bráðung, minnumst þess
eflaust, hve hátt hrifningaraldan
reis og hversu fljótt og vel tókust
sættir um þann mann hver svo
sem afstaða einstaklingsins hafði
verið áður en kurlin voru til
grafar komin. Sjálfum er mér
þessi endurminning einkar kær,
og skal þó ekki frekar um hana
fjölyrt. Enn því dreg ég hana fram
hér í kvöld að það var einmitt
mynd þessara tólf ára gömul
geðhrifa, sem að mér sótti, er það
spurðist, að enn skyldi efnt til
forsetakjörs. Yfir mig komu ýmis
konar efasemdir: Hvaða jafnvægi
var á milli umræddrar tilfinn-
ingabylgju sumarið 1968 og ár-
anna tólf, er á eftir fóru? Höfðum
vér, þjóðin, í nokkru notið þess
vors forseta, er vér fylktum oss
um þá björtu vordaga? Og væri
svarið nú jákvætt, sem það vissu-
lega er og skal síst undan dregið,
að hve miklu leyti hafði framhald-
ið þá verið í samræmi við upphaf
sitt? Þessar spurningar héldust í
hendur við aðrar, róttækari og
áleitnari: Getur það hugsast, að
forsetakjör sé eins konar víma,
sem af mönnum rennur, er um
hægist? Er allur þessi málatilbún-
aður í einhverjum skilningi hæp-
inn? Væri e.t.v. unnt að velja
mann til að gegna þessu einstæa
embætti, — því að einstætt er það
í landinu, — með einhverjum
öðrum og fyrirferðaminni hætti?
Ef til vill eru þessar spurningar
fánýtar, — og alveg sérstaklega út
í hött að bera þær á torg hér í
kvöld. Þó er mér nær að halda, að
svo sé ekki með öllu. Forsetaemb-
ættið er einnig gætt tiltekinni
merkingu í vitund þjóðarinnar,
ákveðinni þyngd og dýpt, ef svo
má að orði komast. Og það skiptir
mjög miklu máli, að þær svipt-
ingar, sem af og til verða um það,
hver eigi að gegna þessu embætti,
raski ekkki merkingunni til muna,
valdi því ekki að þyngdarhlutföll-
in haggist og dýptinni sé stefnt í
tvísýnu.
Hver er hún þá þessi merking,
þyngd og dýpt? Hverjar eru þær
eigindir forsetaembættisins, sem
ég tel, að ekki megi höggva of
nærri forsetakjöri? Því er vand-
svarað. Mér kemur í hug þjóðsöng-
urinn: 0 Guð vors lands, ó lands
vors Guð. Stundum hafa gaman-
samir menn karpað um það sín á
milli, að rétt væri að skipta um
þjóðsöng. En af því hefur aldrei
orðið. Og mér þykir mjög líklegt
að það verði ekki í bráð. Hvers
vegna áræði ég að taka svo stórt
upp í mig? Jú, það geri ég vegna
þess, að með þessari ljóðlínu einni
hefur skáldið Matthías miðað svo
hátt, að hærra verður ekki komist.
í raun og veru getur enginn farið í
alvöru að jagast um lands vors
Guð, eða hvað? Atkvæðagreiðsla
um hann væri dálítið annkanna-
leg. Hann er ofar öllu slíku. En um
leið er hann svo nærri okkur
öllum, að hann brosir við okkur í
hverju grasstrái þessara vordaga.
Eitthvað þessu líkt vil ég segja
um embætti forseta íslands, og sé
öll manndýrkun þó svo fjarri mér
sem austrið er frá vestrinu. Emb-
ætti forseta íslands skal í raun og
veru svo hátt, að hærra verði ekki
komist á mannlegan mælikvarða í
þessu landi. Það sé það embætti,
sem við fáum auðsýnt virðingu,
lotningu, á sama hátt og landinu
sjálfu, þjóðinni og lýðveldinu. Það
verði um alla framtíð ofar flokks-
pólitískum átökum, fjölmiðlagleði
og leikrænum tilburðum, hverju
nafni sem þeir nefnast. En jafn-
framt sé það svo nærri mér og
ykkur og okkur öllum, að forseti
Islands sé vinur minn og ykkar og
okkar allra, hversdagslegur mað-
ur, hógvær og hlýr, maður sem
getur dottið inn úr dyrunum á
hvaða bæ sem er og þegið kaffi-
sopa án fyrirvara og spjallað við
okkur um gagn og nauðsynjar þess
lands, sem við báðir elskum, en
honum er með sérstökum hætti
ætlað að sameina persónu sinni.
Það er trúa mín, að Guðlaugur
Þorvaldsson sé fær um að keppa
að þessu háa embætti og gegna því
síðan án þess að varpa rýrð á
merkingu þess, þyngd og dýpt.
Persónulega er ég honum ekki
kunnugur. En mér þykir ýmislegt
benda til þess, að hann einnig sé
sá hversdagslegi íslendingur, sem
ég áður talaði um. Ég mælist ekki
til að menn hylli hann með
húrrahrópum umfram það sem
siðvenja heimilar, ef hann nær
kjöri. Ég reyni ekki að særa fram
neina hrifningarbylgju Guðlaugi
Þorvaldssyni til handa. Ég get
mér þess til, að slíkt sé honum lítt
að skapi. Og sem fyrr greinir efast
ég um gildi þess konar geðbrigða
fyrri embætti það, sem um er teflt
og þó einkum og sér í lagi fyrir
þjóðina. Af sjálfu leiðir, að ég læt
það ógjört að flytja Guðlaugi
Þorvaldssyni nokkurt lof. En ég
fer þess á leit við ykkur, sem hér
eruð samankomin, að þið kjósið
hann forseta íslenska lýðveldisins
og hvetjið aðra til hins sama.
Frú Kristín og Guðlaugur Þorvaldsson.