Morgunblaðið - 31.05.1980, Side 26

Morgunblaðið - 31.05.1980, Side 26
/ 26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. MAÍ1980 Ar trésins Gróðursett á 30 stöð- um í Reykjavík í dag SKÓGRÆKTARDAGUR er í Reykjavík í dag og er þá ætlunin að íbúar borgarinnar leggi hönd og plóg og gróðursctji tré í nágrenni sínu. Hafa 30 svæði verið tekin til þcss og þeir sem ekki búa í nánd við þau eru hvattir til að gróðursetja í Rauðavatnsstöðinni við Suður- Iandsveg. Hefst vinnan kl. 13.15 og þeir sem geta, þurfa að hafa með sér verkfæri, skóflur, haka, fötur og hjólbörur. Fjölmargir sjálfboðaliðar ásamt verkstjórum frá garðyrkjudeild borgarinnar og Skógræktarfélaginu munu leiðbeina. Reykjavíkurborg leggur til plöntur, 30 þúsund alls. Svæðin sem gróðursetning verður í á skógræktardeginum í Reykjavík eru: ÍÁrbæjarhverfi: a. Milli Bæjarháls og Hraunbæjar, b. við Árbæjarkirkju og c. svæði íþróttafélagsins Fylkis. í Fella- og Hólahverfi: Svonefnd Grænagróf í hlíðinni aust- an við Suðurfell og Keilufell. í Seljahverfi: Svonefnt Bláskógasvæði í dalnum upp af Stekkjarbakka við gróðrar- stöð Alaska. í Breiðholti I: a. Svonefnt Fálkabakkasvæði milli Fálkabakka og Stekkjarbakka og b. Stangarsvæði sem afmarkast af Arnarbakka, Stöng og Breiðholts- braut. í Fossbogi: Þrjú opin svæði: a. Milli Eyrarlands og Hörgslands, b. milli Hörgslands og Óslandsog c. milli Hörgslands og Óslands og 1 Smáibúðahverfi: a. Víkingssvæðið við Réttarholtsveg og Hæðargarð og 20 þús. watta hljóm- kerfi til landsins Hljómtækjaverzlunin STERÍÓ hefur nú flutt til landsins magn- ara og hátalarabúnað sem er af þeirri stærðargráðu sem algeng er meðal stærstu hljómsveita heims. Hátalarakerfið er frá Electro- Voice sem er eitt stærsta fyrir- tæki Bandaríkjanna á þessu sviði. Með tilkomu þessa hátalara- kerfis opnast mögluleikar á aukn- um heimsóknum erlendra hljóm- sveita til landsins, jafnframt því að hægt verður að bjóða uppá frambærilega tónleika í Laugar- dalshöll jafnt sem utan dyra. Kerfið er hægt að nota í heild sinni en auk þess verður hægt að skipta því upp í smærri einingar. Heildarverð tækjanna mun nema um 30 milljónum króna. Með þessu framtaki sínu vill verzlunin STERÍÓ leggja áherslu á sérhæfingu verzlunarinnar á sviði vandaðra hljómtækja fyrir atvinnumenn jafnt sem hinn al- menna neytanda. Stálu bíl og eyðilögðu ÞRÍR ungir menn tóku Lada- fólksbifreið '79 traustataki á flugvellinum á ísafirði í fyrra- kvöld og óku honum í jarðgöngin á leiðinni til Súðavíkur, þar sem þeir óku á og skemmdu bílinn. sem nú er talinn ónýtur. Málavextir voru þeir, að eigandi bifreiðarinnar var að koma pakka Nafn mis- ritaðist NAFN eins nefndarmanna í stuðningsnefnd Alberts Guð- mundssonar á Dalvík misritaðist undir mynd í Morgunblaðinu í gær. Nafn nefndarmannsins er Sigyn Georgsdóttir og er hún beðin velvirðingar á þessari mis- ritun. í flugvél Flugfélags íslands, sem fór þetta kvöld til Reykjavíkur. Gekk hann inn í flutstöðvarbygg- inguna með pakkann og skildi bifreiðina eftir fyrir utan. Á meðan tóku piltarnir, sem eru á aldrinum 16 til 17 ára, bifreið- ina. Þeir höfðu ekki fengið far með flugvélinni til Reykjavíkur, þar sem hún var fullbókuð. Ákváðu þeir þá að verða sér úti um bifreið. Fannst bifreiðin seint um kvöldið og um nóttina handtók lögreglan mennina þrjá, sem í gær sátu í fangageymslum lögreglunnar á ísafirði. _ 0' INNLENT b. Fákssvæðið neðan Byggðarenda. t Ilvassaleiti: Milli Stóragerðis og Brekkugerðis við Hvassaleitisskóla. Vogar, Kleppsholt og Langholt: a. Við Steinahlíð meðfram Elliða- vogi, b. svæðið milli Elliðavogar og Njörvasunds og c. Þróttarsvæðið við Holtaveg. t Laugarneshverfi: a. Meðfram Sundlaugavegi milli Laugalækjar og Dalbrautár, b. við Laugarneskirkju og c. við hús Öryrkjabandalagsins meðfram Kringlumýrarbraut. d. Félagssvæði Ármanns. í Ármúlahverfi: Við Ármúlaskóla að Síðumúla. í gamla Vesturbænum: Leikvöllur við Framnesveg. I Vesturbæ munu KR-ingar planta í félagssvæði sitt við Kaplaskjólsveg og einnig verður plantað við Sundlaug Vestur- bæjar og við Hjónagarða við Suður- götu. I Hliðahverfi munu Valsmenn planta í félagssvæði sitt við Flugvallarveginn. í Álftamýri munu Framarar planta í félagssvæði sitt við Safamýri. t Elliðaárhólma mun Stangveiðifélag Reykjavíkur planta. t Golfvallarsvæðið mun Golfklúbbur Reykjavíkur planta. Við Réttarholtsskóla verður gróðursett 2.—15. júní á vegum æskulýðsráðs og Bústaða- kirkju. 1 Rauðavatnsstöð meðfram Suðurlandsvegi. Sýnir í fyrsta skipti í Eden Hveragerði SVEINBJÖRN Þór Einarsson opn- ar málverkasýningu í Eden, Hveragerði í dag, laugardaginn, 31. maí. Þetta er fyrsta sýning hans og eru á henni 55 myndir. Sveinbjörn stundaði nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur og síðan framhaldsnám í Englandi. Meðfylgjandi málverkanna, mynd er af einu sem á sýningunni Blómamarkað- Garðabæ ur / 1 KVENFELAG Garðabæjar heldur sinn árlega blómamarkað í Gagn- fræðaskólanum við Vífilstaðaveg á morgun, sunnudaginn 1. júní, klukkan 14 eftir hádegi, en ekki í dag eins og tilkynnt hafði verið. Á boðstólum verða fjölærar jurtir svo sem blóm, jarðaberjaplöntur, graslaukur, rabarbari, tré og runnar, inniblóm og útsæði. Allur ágóði af markaðnum rennur til að byggja upp Samkomuhúsið á Garðaholti, sem kvenfélagið hefur rekið undanfarná áratugi. Lektorsstaða í dönsku: Hallast að þvi að eðli- legt sé að auglýsa — segir menntamálaráðherra „HÁSKÓLARÁÐ hefur óskað eftir því að staðan verði auglýst og persónu- lega hallast ég að því, að það sé eðlilegt að auglýsa stöðuna. En málið er til meðferðar hjá mér,“ sagði Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra, er Mbl. spurði hann um afstöðu hans til auglýsingar á stöðu lektors í dönsku við Háskóla íslands. „Það er algjör firra að um einhverjar pólitískar aðgerðir sé að ræða í þessu máli,“ sagði menntamálaráðherra. „Þessi lekt- orsstaða varð til svo leysa mætti úr vandræðum vegna dönsku- kennslu — og hún var bráða- birgðalausn. Hitt er svo aftur, að ég hef persónulega tiltrú á Peter Söby Kristiansen, sem hefur starfað í tengslum við mennta- málaráðuneytið og ég hef nýlega skipað hann ráðunaut varðandi dönskukennslu í sjónvarpi. Þessa ósk háskólaráðs um að auglýsa stöðuna er á engan hátt hægt að túlka sem aðgerðir gegn Peter Söby persónulega. Eins og málum er háttað finnst mér hún ekki óeðlileg." Séra Jón M. Guð- jónsson fyrrv. prófastur 75 ára Vorkvöldin eru fögur á Vatns- leysuströndinni. Þessi græna vin milli svartra hraunfláka og blás sjávar baðast þá ljóma hnígandi sólar. Og öldurnar loga ... Á vordægri fyrir þrem aldar- fjórðungum fæddist þar inn í birtu náttleysunnar sveinn sem síðan hefur verið ljósberi samtíð sinni. — Honum hefir fylgt, hvar sem hann hefir farið, ljómi vor- kvöldsins, hlýja sumardagsins og sú hressandi hafgola sem hrekur brott lognmollu og værugirni. Tvisvar áður hefi ég minnst þessa vinar míns, séra Jóns M. Guðjónssonar, á merkisdögum. Því skyldu einhverjir ætla að nóg væri kveðið. Síður er þó en svo. Liðið er á annan áratug síðan við fluttumst frá Akranesi — en böndin, sem knýta okkur prófasts- hjónunum þar efra, hafa styrkst með ári hverju. Hvert skyldi hafa verið leitað þegar hughreystingar var þörf, þegar ógnir blöstu við á næsta leiti, þegar dauðinn virtist aðeins bíða færis? Hver átti þann hógværa kraft, það hlýja þel og þá öruggu trú sem bar birtu vonar og vissu inn í myrkur kvíða og órósemi? Það var vinurinn handan Flóans, fermingarfaðir barnanna okkar, sá mildi og skilningsríki Guðs þjónn, séra Jón M. Guðjóns- son. Hann tók, ásamt konunni sinni elskulegu, þátt í áhyggjum okkar og kvíða og naut síðan jafn traustur og þelhlýr gleðinnar djúpu þegar sigur vannst. Víst er þetta persónuleg játning en sú er réttlæting þess að setja hana á blað að slíkur hefir séra Jón verið ótalmörgum öðrum. Sóknarbörn hans áttu í honum skjólið hlýja og örugga. Handtakið þétta var mörgum styrkur á erfið- um stundum, orðin smyrsl á opnar undir, samkenndin með þeim sem höllum fæti stóðu tákn þess kær- leika sem „leitar ekki síns eigin". Við hjónin rifjum það oft upp hver fögnuður var jafnan að heimsóknum hans er við áttum heima á Skaga. Viðmót hans og viðhorf eru þeim töfrum slungin að lengi eftir fundum við and- blæinn styrka og milda „sem titrandi óm í auðum kór og angan úr tómu keri“. Á sjötugsafmæli séra Jóns sagði ég lítið eitt frá störfum hans á Skaga. Ég drap til að mynda á Byggðasafnið í Görðum sem lofar meistara sinn, séra Jón. Frásögn af lífsstarfi hans er fremur bókar- efni en stuttrar blaðagreinar. Og sóknarbörn hans hafa sýnt hvers þau meta hann með því að gera hann að heiðursborgara Akraness. Vinir prófastshjónanna á Akra- nesi vita vel að með þeim er jafnræði. Frú Lilja Pálsdóttir er ein þeirra kvenna sem stækka menn sína. Hún á því sinn hlut í þeirri virðingu og því þakklæti sem manni hennar hlotnast. Það sem dýpstum rótum stend- ur í hjarta mannsins verður seint með orðum tjáð. Andspænis undri lífsins er óðurinn til gleðinnar orðlaus þakkargjörð. Það veit séra Jón manna best. Þess vegna er þjónusta hans við Guð um leið skerfur til gróanda lífs. Við hjónin, börn okkar, tengda- börn og barnabörn sendum honum og konu hans hugheilar kveðjur á merkisdegi og þökkum þeim vin- áttuna góðu árin öll. Sú þökk er dýpri en þessi fátækleg orð fá tjáð. Fögur eru vorkvöldin á Vatns- leysuströnd. Fegra miklu er þó í hugartúnum prófastsins á Skaga sem fæddist þar á ströndinni inn í birtu vorsins fyrir hálfum áttunda áratug. Þar mun vart nokkru sinni hausta. — Verði honum ókomin ár jafnfögur sem blítt vorkvöld í bernskuhögum. Hann verður að heiman. ólafur Haukur Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.