Morgunblaðið - 03.06.1980, Page 16

Morgunblaðið - 03.06.1980, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1980 Vatnarall á Laxá í Aðaldal: dalnum rennur, Laxá í Aðaldal. Fyrir ralli þessu stóö Hjálparsveit skáta í Aðaldal og höfðu meðlimir sveitarinnar unnið af kappi við að undirbúa keppnina, en þá gripu veöurguðirnir í taumana. Sumir keppendur svikust um að mæta, trúlega vegna veðurs, en þó fréttist af nokkrum sem ekki komust á leiðarenda eða fundu ána. Eins og áður sagði var kalt í veðri og áin ekki nema 8° heit og því ekki fýsilegt að sulla mikiö í henni. Samt sem áður mættu tvö lið til keppni og var haldin „óformleg keppni“ eins og einn keppandinn orðaði það. Tveir bátar fóru niður hluta árinnar, þó mun styttri leiö en áformað var. Lögðu þeir af stað við Eskey og komu í land við Heiðarenda. Vegnaði þeim misjafnlega, annar komst klakklaust á leiðarenda, en hinn sökk tvisvar á leiðinni. í síðara skiptiö var straumurinn það harður að bátsverjar flutu niður ána og gátu enga stjórn haft á ferðum sínum. Blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðs- ins fengu aö fara eina ferð og var ekki laust við að nokkur beygur væri í þeim þegar lagt var af stað. Allt slíkt rauk þó út í veður og vind þegar út í ána var komið, þá var hugsunin aðeins sú að reyna að komast niður flúðirnar. Það var sérkennileg tilfinning aö finna bátinn ganga í bylgjum og velkjast eins og korktappi í ánni. Vatniö gusaöist yfir bátsverja og menn urðu holdvotir. Samt sem áöur fann enginn fyrir kulda meðan á ferðinni stóö, en hinsvegar kólnaöi ýmsum þegar upp var komið. Hér á eftir fara viötöl við nokkra þeirra sem tóku þátt í rallinu á einn eöa annan hátt og m.a. viö þá félaga sem fóru á kaf í miðri ánni, en það hlýtur aö vera sérkennileg tilfinning að þeytast niður straumharða á og geta litla björg sér veitt. — ój. Báturinn sekkur undan þeim félögum Sigmundi og Friöriki. f‘- 'V t . Stefán Kjartansson í kröppum dansi. Fyrst og fremst ævintýra- mennska — segir Ilaraldur Þórarinsson „Hugmyndin um vatnarall kom fyrst upp á aðalfundi Hjálparsveitar skáta í Aðaldal fyrir tveimur árum,“ sagði Har- aldur Þórarinsson, en hann er einn af skipuleggjendum vatna- rallsins. „A þessum fundi var ákveðið að vinna að því að halda rall sem þetta, en endanleg ákvörðun var síðan tekin í fyrra,“ sagði Haraldur. „I fyrravor þegar átti að halda rallið, gripu veðurguðirnir í taumana og ekkert varð af keppni. Það setur okkur einnig skorður að laxveiðin í ánni hefst þann tíunda júní, en landeigend- ur vilja ekki gefa leyfi sitt þegar hún er hafin. Keppni sem þessi krefst mikils undirbúnings, sérstaklega er það mikið fyrirtæki að merkja leið- ina sem bátarnir eiga að fara og einnig að fylgjast með bátunum. Fjöldi hliðanna er frá 15 til 25 og geta jafnvel verið fleiri á lengri leið, en einnig getur vatnsmagn- ið ráðið nokkru. Við reynum auðvitað að gera leiðina eins erfiða og hægt er, en þetta þróast með tímanum. Brautin hjá okkur er 15 km löng og við hugsum okkur að hún sé farin í þremur áföngum, með hvíldum á milli. Þá er brautin ekki lögleg fyrr en einhver sem ekki er skráður í keppnina hefur farið hana, það er gert til að kanna hvort hún sé yfirieitt fær. Braut- in er þannig gerð að menn verða að sýna töluverða leikni til að komast hana klakklaust, það á enginn byrjandi að geta sigrað," sagði Haraldur. „Við héldum keppnina ekki í þetta sinn og kom það aðallega til af veðrinu, það var allt of kalt. Einnig skemmdi það fyrir að keppendur sem búnir voru að skrá sig mættu ekki og skapar það mikil vandamál. Nú mættu aðeins tvö lið til keppni, en til þess að bjarga því sem bjargað varð þá fóru þessir keppendur hluta leiðarinnar, það má segja að haldin hafi verið óformleg keppni. Við ætlum að reyna að halda alvöru keppni næsta sunnudag, en ef það gengur ekki þá höldum við hana næsta vor,“ sagði Haraldur. „Ég fékk fyrst þessa bakteríu þegar ég var að veiða sem strákur í ölfusá með afa mínum. Síðan hef ég alltaf verið að dútla í þessu, þetta er fyrst og fremst ævintýramennska. Mesta svað- ilför sem ég hef farið á þessu sviði var þegar við fórum niður Núpafossinn, það er erfiðasta þrautin sem ég hef glímt við. Það er ekki hægt að fara niður fossinn nema þegar vatnsmagnið í ánni er meira en venjulcga. Aður en lagt er í fossinn verður að hugsa um það fyrst og fremst að halda réttri stefnu á bátnum, en þegar í sjálfan fossinn er komið þá þýðir ekkert að hugsa neitt, það gerist allt svo snöggt. Ef illa fer þá er hugsunin að reyna að ná andanum, maður fer nefnilega í kaf. Við höfum gert þrjár tilraunir við fossinn og hefur ein þeirra heppnast. Það er svo mikið loft í fossinum að menn fara í kaf, hvort sem þeir komast klakklaust niður eða ekki. Það versta við hann er þó það að bjarg skagar út í hann og fossinn er því ekki í beinni stefnu, ef svo má segja. Það er tæpast hægt að lýsa fossinum öðru vísi en að segja að hann vindi upp á sig, það er nokkurs konar beygja í honum miðjum. Eina hættan við þessa á er botninn, en hann er mjög grófur og er varasamt að reyna mikið að synda. Best er að menn reyni að láta sig fljóta með fæturna á undan og reyna síðan að komast í land þegar niður á brotið er komið. Ef menn reyna mikið að synda geta menn rekið fæturna í nibburnar á botninum og meitt sig,“ sagði Haraldur. „Annars stendur þessi keppni og fellur með velvilja landeig- enda, en samskipti okkar við þá hafa hingað til verið mjög góð,“ sagði Haraldur Þórarinsson. Hef sullast lengi á bát- um á ánni — segir Stefán Kjartansson „ÉG HEF sullast lengi á bátum hér í ánni og þá aðallega í sambandi við veiðiskap," sagði Stefán Kjartansson, en hann er einn þeirra sem tók þátt í vatnaralli á Laxá í Aðaldal á laugardaginn. „Eg hef ekki stundað þetta að neinu ráði fyrr en fyrir keppn- ina sem áformuð var í fyrra. Mér finnst þetta mjög skemmti- leg íþrótt, það er eiginlega ekki hægt að líkja þessu við neitt sem maður þekkir. Þetta byggist aðallega á jafnvægi keppandans, það er nefnilega minni vandi að velta þessum bátum en menn halda. Það er frumskilyrði að vera vel búinn þegar menn taka þátt í svona ralli, það verður að hafa björgunarvesti og hjálm. Ég hef aldrei komist í hann krappann hér í ánni, nema ef vera skyldi þegar við fórum niður Núpafossinn á dögunum. Ég reiknaði aldrei með öðru en að komast, en þetta getur auð- vitað verið hættulegt ef menn eru ekki vel búnir. Það er einnig skilyrði að menn séu ekki í þessu, ef engir eru á bakkanum ef eitthvað bregður út af,“ sagði Stefán. „Ég mun örugglega taka þátt í næsta ralli og er jafnvel til í að demba mér í fossinn, ef aðstæð- ur verða góðar,“ sagði Stefán Kjartansson. Menn trúa ekki hve skemmtilegt þetta er fyrr en þeir reyna það sjálfir — segir Sigmundur ófeigsson „ÉG HEF verið viðloðandi þetta í ein tvö ár,“ sagði Sigmundur Ófeigsson, vatnarallari og skip-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.