Morgunblaðið - 21.06.1980, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980
Á ferð með forsetaframbjóðanda:
Vigdis heimsótti aiis fjögur mötuneyti starfsfólks við Hrauneyjafoss. Hér er hún í mötuneyti Landsvirkjunar. Ljósm. Mbl. Kristinn.
„Eg er talin vinstri sinn-
uð af því ég vil ekki kyngja
því, sem mér líkar ekki‘r
- sagði Vigdís Finnbogadóttir m.a. í ferð um Rangárþing
Starfsdagur forsetaframbjóð-
endanna er langur og strangur
þessa dagana. Við heyrum i
útvarpi og sjáum i dagblöðum
auglýsingar um fundi og ferða-
lög frambjóðendanna víðs vegar
um landið. Blaðamenn Morgun-
blaðsins fengu að kynnast eril-
sömum degi hjá einum frambjóð-
andanum. er þeir slóust í för með
Vigdísi Finnbogadóttur á
fimmtudag í siðustu viku. Hún
var þá á ferð um Rangárþing og
heimsótti einnig starfsfólk Búr-
felLsvirkjunar. Alls heimsótti
Vigdis i ferðinni fjögur mötu-
neyti við Hrauneyjafoss og hélt
fundi á Hellu og Hvoli. Má mikið
vera. ef Vigdís hefur ekki tekið í
höndina á hátt á fimmtahundrað
manns yfir daginn.
Við hittum Vigdísi, þar sem hún
er að ferðbúast á bænum Eystra-
Geldingaholti í Gnúpverjahreppi en
þar hafði hún gist um nóttina.
Svefninn hafði þó orðið stuttur eða
aðeins tveir og hálfur tími, því seint
var komið í hlað á Eystra-Geldinga-
holti.
Vigdís er ekki með öllu ókunnug í
Eystra-Geldingaholti, en þar var
hún í sveit í mörg ár á sínum yngri
árum. Morgunverður var snæddur í
flýti og laust upp úr hálf átta var
lagt upp, en í för með Vigdísi voru
Jón Ólafsson, bóndi í Eystra-Geld-
ingaholti og Grímur Bjarndal,
skólastjóri og forstöðumaður
skrifstofu stuðningsmanna Vigdísar
á Selfossi. Nú þurfti að hafa hraðan
á þar sem Vigdís ætlaði að hitta
fyrstu starfsmennina við Hraun-
eyjafoss í kaffitíma þeirra klukkan
níu.
*
„Eg er best á traktor
og í saltfiski“
„Jæja, svo svartbakurinn er flutt-
ur hingað," sagði Vigdís, þegar hún
heilsaði starfsmönnum Hraunvirkja
en þeir voru þá að gæða sér á
svartbakseggjum í morgunsárið.
Við komuna að Hrauneyjafossi
hafði Heigi Bjarnason deildarverk-
fræðingur hjá Landsvirkjun slegist
í för með okkur sem sérstakur
leiðsögumaður af hálfu Landsvirkj-
unar.
Vigdís gekk um meðal starfs-
manna Hraunvirkja og heilsaði
hverjum og einum en tók sér síðan
stöðu framan til í salnum og tók að
rabba við starfsmennina.
„Það skyldi þó ekki vera að þið
hafið atvinnu fyrir mig hérna?"
sagði Vigdís og tók fram að hún
vildi ekki vinna á skrifstofu. „Viltu
vinna á trukk?" spurði einhver í
salnum en Vigdís svaraði því neit-
andi og sagðist heldur vilja vinna á
traktor. „Eg er best á traktor og í
saltfiski," sagði Vigdís og tók nú að
sveigja umræðurnar að væntan-
legum forsetakosningum.
Hún spurði, hvort þeim þætti ekki
í lagi að hún sem kvenmaður væri í
framboði. Einn karlmannanna svar-
aði því til að það væri alveg
sjálfsagt. „Þú ert ungur," sagði
Vigdís," en ég hef fundið það út á
ferðum mínum um landið að ungt
fólk og fullorðið teiur sjálfsagt að
kona bjóði sig fram til forseta. Fólki
á mínum aldri finnst þetta hins
vegar ekki sjálfsagt."
Vigdís varpaði fram þeirri spurn-
ingu, hvort forsetinn ætti að hafa
meiri völd enhann hefði nú. „Hann á
að hafa meiri völd,“ heyrðist úr einu
horninu en annar spurði, hvort
hægt væri að segja hún forsetinn.
Vigdís svaraði síðari spurningunni
játandi og benti á að iðulega væri
sagt hún skólastjórinn.
„En við vorum að ræða um völd
forsetans. Forsetinn hefur mikil
völd en hann hefur til allrar ham-
ingju látið lýðræðið sitja í öndvegi,"
sagði Vigdís en þá heyrðist spurt:
„Er ekki lýðræðið komið út í öfgar?"
„Guð hjálpi þér drengur," sagði
Vigdís," við verðum að gæta að
lýðræðinu og frelsinu. Það er okkar
dýrmætasta eign. Sjálf vil ég ekki
auka vald forsetans, því við megum
ekki færa einum manni of mikil
völd. Þó við kynnum að treysta
okkar samtíðarmönnum fyrir auknu
valdi á forsetastóli, vitum við ekki
hvað framtíðin kann að bera í
skauti sér. Og ég er hrædd við að
það þyrfti eitthvað mikið að gerast
til að völd forsetans yrðu takmörk-
uð á ný, ef þau yrðu aukin."
„Getur forsetinn neitað að skrifa
undir lög,“ var spurt úr salnum.
„Eitt af því, sem ég hef orðið að gera
vegna þessa framboðs er að rifja
sérstaklega upp efni stjórnarskrár
Islands og ýmis lög um forsetaemb-
ættið. Ég kann stjórnarskrána orðið
alveg utan að en hún er eitthvað
fallegasta plagg, sem við eigum.
Forsetinn getur neitað að skrifa
undir lög en þau öðlast engu að
síður gildi þar til þjóðin hefur
fengið tækifæri til að segja álit sitt
á þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Nokkrar umræður urðu enn um vald
forsetans en kaffitíminn var senn á
enda hjá starfsmönnum Hraun-
virkja og Vigdís kvaddi.
„Þetta hefur kallinn
sagt henni að segja“
Næst Iá leiðin í mötuneyti Lands-
virkjunar og þegar Vigdís hafði
heilsað fólkinu flutti hún stutta
tölu. Hún spurði, hvort það kynni að
hafa mikil áhrif að hún væri
einhleyp. „Já það er verra," sagði
einhver en annar sagði að það gæti
nú staðið til bóta. „Ertu með tilboð,"
spurði Vigdís að bragði. „Ég má til
með að segja ykkur frá einu, sem
sagt var við mig á Akureyri," sagði
Vigdís,“ en þð var eldri maður, sem
sagði við mig að ég væri heppin að
vera einhleyp. Að öðrum kosti yrði
jafnan sagt, þegar mér tækist vel
upp: „Þetta hefur kallinn sagt henni
að segja.“
Afram var rætt um væntanlegar
forsetakosningar. „Á ég bara ekki
að bjóða ykkur á Bessastaði," sagði
Vigdís en einn karlmannanna
spurði: „Ertu svona sigurviss!" Vig-
dís svaraði því til að hún gæti boðið
þeim til Bessastaða þó hún yrði ekki
forseti, því hún hefði verið leiðsögu-
maður. „Ég gæti farið með ykkur í
kirkjuna — og ef forsetinn væri ekki
heima þá gætum við kíkt á glugg-
ana,“ sagði Vigdís og næst var
spurt, hverju hún ætlaði að breyta á
Bessastöðum, ef hún næði kjöri. „Ég
veit vitanlega ekki hverju kann að
þurfa að breyta þar en eitt vil ég þó
nefna að mig langar til að hafa
kúabú á Bessastöðum," svaraði Vig-
dís.
Vigdís var spurð til hvers hún
væri að bjóða sig fram sem forseti?
„Ég geri það hreinlega vegna þess
að ég var eggjuð til þess. Ég var
beðin að vera oddviti fyrir stórum
hópi fólks og ég lít svo á að allir
mínir stuðningsmenn séu í fram-
boði, og ég sé aðeins oddviti þessa
fólks. Það var jafnan svo, hvort sem
það er í sveitarfélagi eða annars
staðar, þar er alltaf einhver oddviti.
Ástæðurnar fyrir því að ég var
beðin um að fara í framboð, eru
eftir því, sem ég fæ best séð tvær.
Ég hef unnið að menningarmálum
og hin ástæðan er að ég er kona,“
sagði Vigdís og þeirri spurningu,
hvort hún teldi sig hafa meira fylgi
meðal kvenna en aðrir frambjóð-
endur svaraði hún neitandi.
„Búið að líma mig
alla út i komm-
únistafrímerkjum“
Skoðanir starfsfólksins voru
skiptar, þegar spurninguna um auk-
ið vald forseta íslands bar á góma
og talið barst að stjórnmálunum.
„Það er búið að líma mig alla út í
kommúnistafrímerkjum eins og þið
hafið sjálfsagt séð í blöðunum. Ég
er viss um að það þyrfti ekki einu
sinni að pakka mér inn til að senda
mig til Moskvu. Þeir stæðu á
flugvellinum og segði aðeins já, já.
Þegar ég færi hins vegar að kvarta
og heimta meira frelsi segðu þeir
nei, nei og styngju mér inn á
geðveikrahæli," sagði Vigdís.
„Ertu ekki vinstri maður í stjorn-
málurn," var spurt úr salnum og
Vigdís sagðist vera talin vinstri
sinnuð af því að hún vildi ekki
kyngja því, sem henni líkaði ekki.
„Vinstri maður er ég vegna þess að
ég styð jafnrétti og vil að allir hafi
það jafngott," sagði Vigdís og bætti
því við að sér fyndist það til
skammar, að þegar lægstu laun
hækkuðu um 10%, þyrftu hæstu
launin einnig að hækka jafnmikið.
Þá sagðist Vigdís vera friðarsinni
og vilja láta þá peninga, sem nú
færu til vopnabúnaðar, ganga til
þess að rækta land, þannig að allir
fengju nóg að borða. Áfram var
spjallað og ýmsar spurningar born-
ar fram.
En nú var ekki lengur til setunnar
boðið. Steypumótin biðu eftir
starfsmönnunum og Vigdís kvaddi.
Hún þakkaði starfsmönnunum fyrir
samverustundina og sagði í fram-
haldi af orðum sínum um stjói-n-
málin og forsetaembætið, að það
væri farsælt að forsetinn blandaði
sér ekki í stjórnmál.
Klukkan var nú farin að halla í
ellefu og næstu fundir voru ráðgerð-
ir í tveimur mötuneytum í hádeginu.
Helgi Bjarnason verkfræðingur not-
aði tækifærið til að sýna Vigdísi
Gamall skólabróðir Vigdísar. séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli var
meðal þeirra. sem fluttu ávai p á kvöldfundi stuðningsmanna Vigdisar
á Hvoli. Við hlið Vigdisar situr Grimur Bjarndal, kosningastjóri
stuðningsmanna Vigdisar á Suðurlandi.