Morgunblaðið - 21.06.1980, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980
Sólheimar í Grímsnesi 50 ára:
Ljósm.: Kristinn Óiafsson
Opið hús fyrir almenning á morgun
Skemmtileg og lærdómsrík
Gæsamamma var ekki aldeilis á
þvi að hleypa Kristjáni nær. en
hann skyldi afstoðu hennar full-
komlega.
helgarferð fyrir fjölskylduna
Á morgun, sunnudag, veður Sólheimaheimilið í
Grímsnesi opið almenningi í tilefni þess, að 50 ár eru liðin
í ár frá því heimilið var tekið í notkun. Það var árið 1930, að
Sesselía Sigmundsdóttir, í samvinnu við barnaheimilissjóð
Þjóðkirkjunnar, hóf rekstur barnaheimilis fyrir vangefin
börn að Sólheimum, sem áður var bóndabærinn Hverakot.
Sólheimar voru fyrsta heimili þessarar tegundar hérlendis.
Sesselía rak heimilið allt til dauðadags 1974, eða í 34 ár.
í dag eru Sólheimar ekki lengur aðeins stofnun fyrir
vangefin born. Þarna eiga nú heimili sitt 38 nemendur á
aldrinum 14—47 ára og eru Sólheimar heimili þeirra og
skóli, því máltækið „Svo lengi lærir sem lifir“ er þessum
einstaklingum e.t.v. meiri staðreynd en flestum óðrum.
Auk þess eru búsettir að Sólheimum um 22 starfsmenn.
Mortíunblaðið heimsótti nemendur ok starfsmcnn
Sólheima sl. miðvikudatí í tilefni af þessum merku
tímamótum.
Stillinn hjá Reyni er ekki ókunnáttumannslegur. og hafa stökk hans
verið mæld ailt upp i 3.80 metra.
! ~f
Svo
sem
Málefni Sólheima rædd. talið frá vinstri séra Valgeir Astráðsson, Jón Oluti af heimilisfólkinu í Fögrubrekku. talið frá vinstri: Haukur, Heiðar, þá húsbandurnir Jósúa og
Bjarnason í miðið. þá Katrín Guðmundsdóttir. Kristín með börn sin Steinunni Ástu og óskar. síðan Hanný og Rúnar.
Við rennum í hlað í hádegisverðartíma og var samstundis
boðið til hádegisverðar. Nemendur og starfsmenn snæða
sameiginlega hádegisverð í borðsal aðalbyggingar en aðrar
máltíðir eru framreiddar í íbúðarhúsunum, sem dreifð eru
um svæðið og saman búa í nokkrir nemendur og starfsfólk.
Blaðamanni var boðið til borðs með fjórum nemendum og
tveimur starfsmönnum. Áberandi var hversu borðhaldið fór
fallega fram og þó um leið frjálslega. Einn nemandanna við
borðið, Jón að nafni, sagðist aðspurður hafa verið í 19 ár að
Sólheimum og að sér líkaði vistin vel. „Það er gott í sveitinni,
engar hættur af bílum og svoleiðis." Hann sagðist vinna við
kertagerð o.fl., einnig væri hann mikið í íþróttum. Fljótlega
snéri Jón þó blaðinu við og spurði margs um tilurð
Morgunblaðsins, hversu margir blaðamenn væru þar í starfi,
hve lengi tæki að framleiða blaðið, hvað ritstjórarnir gerðu
o.fl. Kom í ljós, að hann hafði nokkuð fengist við
blaðamennsku og áhuginn leyndi sér ekki. Hafði hann m.a.
staðið að útgáfu „Hlédísar", sem er fréttablað Sólheima.
Vinna stuðlar að auknum þroska
í lok máltíðarinnar tókust allir í hendur og þökkuðu
samhljóða fyrir matinn. I hvíldartímanum, sem stendur til
kl. 14 röbbuðum við yfir kaffibolla við stjórnarformann
Sólheima, séra Valgeir Ástráðsson, forstöðukonuna Katrínu
Guðmundsdóttur og Jón Bjarnason staðarráðsmann. Séra
Valgeir sagði Sólheima hafa sérstöðu hvað varðar langa hefð
og legu þess í sveit, sem væri bæði kostur og galli. Með því
væri hægt að byggja upp sérstakan heimilisbrag, nemendur
byggju í húsum, sem dreifð væru um svæðið og væri hvert
hús sérstök eining. Þá væri möguleiki til víðtækrar aðstöðu
til kennslu og þjálfunar. „Við höfum hér vinnustofur í
aðskyldum greinum, s.s. vefstofu smíðastofu og kertagerð.
Þá höfum við gróðurhús, garðræktaraðstöðu og einnig
nokkra nautgripi í fjósi. Öll vinna nemendanna við þessar
iðn- og búgreinar miða að því að auka þroska þeirra og auka
hreyfigetu" sagði Valgeir — og Katrín bætti við, að
nemendur skiptust á að vinna í hinum ýmsu greinum og
væru t.a.m. fyrir hádegi á einni vinnustofunni en eftir
hádegið í annarri.
Við spurðum í framhaldi af því, hvort einhverjar kröfur
væru gerðar um getu við inntöku nemenda. Þau svöruðu því
til að það væri ekki að öðru leyti en því, að þau yrðu að geta
komist leiðar sinnar sjálf. Það yrði erfiðleikum bundið að
vera með einstaklinga í hjólastólum þar sem starfsemin færi
fram á stóru svæði og oft væri erfitt að komast á milli að
vetrarlagi, og yrði það erfiðast fyrir nemandann sjálfan.
Ekki stofnun heldur heimili og skóli
Þá sagði Valgeir að sér fyndist það jákvætt hversu málefni
þroskaheftra hefðu verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu.
Þó hefði því samfara komið fram nokkur ádeila á Sólheima
og því haldið fram, að þar væri ekki unnt að framkvæma
hina umtöluðu „normaliseringu" sem væri í brennipunkti,
þ.e. að koma einstaklingunum i eðlileg samskipti við annað
fólk. „Ég held því statt og stöðugt fram, að Sólheimar hafi
einmitt haft frumkvæði að þessari „normaliseringu" og
margt í henni er hvergi eins auðvelt í framkvæmd og einmitt
hér. Nemendur lifa eðlilegu heimilislífi — þetta er ekki
stofnun heldur heimili þeirra og skóli og þó við getum ekki
kennt þeim að nota strætisvagna, meðhöndla peninga í
verzlunum o.fl., sem tengist borgarlífi, þá held ég að þetta líf
hér gefi þeim annað og meira.
Katrín forstöðukona sagði aðalerfiðleikana við rekstur
heimilisins vera peningahliðina. „Heimilið er skráð eign
Þjóðkirkjunnar en ríkisrekið eins og önnur slík heimili.
Sólheimar hafa þó dregist aftur úr hvað fjárveitingar varðar
og gífurleg þörf er nú á endurbyggingu og viðhaldi. Þá má
nefna að okkur er mikil nauðsyn á fullkomnari íþróttaað-
stöðu, því nemendurnir hafa virkilega fundið sig í ástundun
ýmissa íþróttagreina." Þá sagði Jón, að munir sem nemendur
ynnu væru seldir, einnig afurðir úr ylrækt og ræktun, en
kostnaður við reksturinn væri gífurlegur, t.d. þyrfti fastan
garðyrkjumann, einnig eftirlitsmenn og leiðbeinendur á
allar vinnustofurnar.
Þau sögðu að heimilið ætti marga góða að og væri það
áreiðanlega ekki svipur hjá sjón, ef svo væri ekki, t.d. hefði
Lionsklúbburinn Ægir ætíð verkefni í gangi fyrir heimilið og
í ár hefðu félagar í Ægi tekið til hendinni við endurnýjun
sundlaugarinnar á staðnum. Þá hefði Hljómplötuútgáfan
staðið fyrir jólatónleikum til styrktar heimilinu og hefðu þar
safnast heilar 6 millj. kr., sem notaðar hefðu verið til kaupa
á húsgögnum og litasjónvarpi, byggt hefði verið við eina
vinnustofuna o.fl. „Margir einkaaðilar og félagasamtök hafa
sýnt Sólheimum ómetanlegan velvilja og það ber vissulega
að þakka," sagði Katrín.
Þá lýsti Katrín einum degi á Sólheimum. Hann hefst með
því að morgunverður er snæddur inni á heimilinu. Klukkan 9
hefst vinnutíminn og unnið er til kl. 12. Þá er sameiginlegur
hádegisverður og síðan hvíldartími til kl. 14 og síðan unnið
frá 14—17. Frjáls tími er eftir kl. 17, kvöldverður er
borðaður inni á heimilunum og ýmislegt er fundið sér til
dundurs á kvöldin. Nemendur hafa staðið fyrir bingókvöld-
um, diskótekskemmtunum, hópsöngur er vinsæll, sett hafa
verið upp leikrit, farið í gönguferðir og sjónvarpið er einnig
vinsælt, eins og á flestum íslenzkum heimilum.