Morgunblaðið - 21.06.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1980
19
Nemendur hafa virkileKa fundið sig i iðkun ýmis konar iþróttagreina. hér ma sjá „startið“ í einu
boðhiaupanna. óli og Reynir keppa. Aðrir á myndinni eru, talið frá vinstri: Edda starfsstúlka, Kristján
kemur hiaupandi að, þá Sirrý, á bak við Óla er Auður, þá Ármann, síðan Ómar og lengst til hægri Henný.
Heimilisfólkið i Sveinalundi. Jón Þór lengst til
vinstri þá Tommi, standandi Heiðrún starfs-
maður, sitjandi við hlið hennar Lalli, þá Sisi,
við hiið hennar Bjðrk starfsmaður og iengst til
hægri Þórný með Bibí sina i höndunum, en Bibi
var vakin af eftirmiðdagsblundinum til að hún
gæti verið með á myndinni.
Saman sitja og prjóna og útkoman verður dúkkur, sem einnig verða til sölu á morgun. frá vinstri
Baddý, Solla og Erla.
Dagbjört,
Guðmundur garðyrkjumaður og Aðalheiður sýnir okkur uppskeruna.
Hér er unnið af þolinmæði. Á borðinu má sjá nokkra smfðisgripi, sem
verða til sðlu á morgun, taiið frá vinstri: Ásta, þá Haukur, síðan Gulla
og Eiríka lengst tii hægri.
Edda G. var að búa til púða á
vefstólnum en gaf sér þó tima til
að brosa til ijósmyndarans.
Óli var að búa til gólfmottu.
Hann sagði uppáhaldslitinn vera
gulan og mest gaman værí að
vinna með gula efnið.
Sannur íþróttaandi
Klukkan var farin að halla i tvö og við gengum út í góða
veðrið í fylgd Valgeirs og Katrínar. Á flöt skammt frá
aðalbyggingunni voru nokkrir nemendur við íþróttaæfingar.
Á leið þangað hittum við einn nemandann, Kristján, sem
vann við að taka til í kringum litla tjörn og átti í nokkru
basli með gæsapar vegna þess að gæsamamma gætti örlítils
afkomanda sem sjáaldurs auga síns. Kristján sagði okkur, að
það væri ekki skrítið, því gæsamamma hefði átt fleiri unga,
en „árans flækingskötturinn át þá frá henni“ sagði hann.
Við heilsuðum síðan upp á íþróttafólkið, sem æfði stíft
langstökk, hlaup og boltaköst, en nokkrir nemenda Sólheima
eru á leið í æfingabúðir að Varmá og síðan í keppnisferð til
Reykjavíkur, helgina 26.—29. júní. Tilþrif voru mikil og allir
lögðu sig fram. Það var einnig áberandi hversu samstilltur
hópurinn var, hvatningarhróp hljómuðu og í einu sprett-
hlaupanna, sem háð var í tveggja manna riðlum, hafði
stúlkan sem leiddi hlaupið nærri tapað fyrsta sætinu vegna
einlægra hvatningarhrópa til mótherjans.
Við kvöddum íþróttahópinn eftir nokkra viðdvöl og látum
hér fylgja með svar Ármanns, sem tekur þátt í keppninni í
ívéykjavík, er biaöamaður spurði hvort hann ætlaði ekki að
vinna sigur í einhverri sinna greina á mótinu. „Ég ætla að
vera með og keppa."
Sérstæð keríagerð
Þá litum við inn á vinnustofurnar, fyrst trésmíðaverk-
stæðið, þá vefstofuna, kertagerðina ög dúkgerðina. Á öllum
þessum stöðum voru iðnar hendur við störf sín og áhugi og
gleði skein úr andlitum nemendanna. Kertagerðin er sérstæð
að því leyti, að þar eru unnin kerti úr býflugnavaxi á
vandaðan máta. Vaxið er flutt inn sérstaklega fyrir
Sólheima en kertin hafa mjög langan brennslutíma og
hunangsilm leggur af þeim. Hverju kerti er dýft upp undir
hundrað sinnum ofan í vaxið og þarf sérstaka þolinmaeði til
að sinna verkinu. Verkstjórum Sólheima kom saman um, að
nemendur þar hefðu til að bera þolinmæði umfram það sem
gengur og gerist og leyndi sér ekki á handavinnu þeirra,
hvort sem smíðisgripir, vefnaður, kerti eða dúkkur áttu í
hlut, að á bak við liggur þolinmæði og vandvirkni, því sum
hver eiga við hreyfiörðugleika að etja.
Það má taka hér fram, að á Opna deginum á morgun, sem
hefst kl. 14 verður handavinna nemenda til sölu og
nemendur verða við vinnu á vinnustofum.
Skemmtileg og
lærdómsrík fjölskylduferð
Þá sagði Katrín, að öllum yrði boðið upp á kaffi.
Grænmeti, tómatar og agúrkur verða einnig til sölu og tók
hún sérstaklega fram, að allir væru velkomir og gæti slík
férö orðið skemmtileg og lærdómsrík helgarferð fyrir
fjölskyiduná.
Við litum við á einu heimilanna. Heimilið ber nafnið
Fagrabrekka og ber nafn sitt vel, staðsett í fallegri brekku.
Húsmóðir í Fögrubrekku er Kristín Eggertsdóttir og
húsfaðirinn og einnig leiðbeinandi á trésmíðaverkstæðinu
Jósúa Steinar Óskarsson en þau eru frá Vestmannaeyjum og
komu til starfa á Sólheima nú í vor ásamt tveimur börnum
sínum, Steinunni Ástu 8 ára og Óskari 2 ára. Kristín sagði
starfið skemmtilegt og forvitnilegt „Þó það sé krefjandi og
viðbrigði að vera allt í einu með ellefu manna fjölskyldu í
stað fjögurra, þá er þetta mjög þroskandi og hefur kennt
okkur að meta virkilega það sem við eigum.“
Eiginmaður hennar tók undir orð hennar og sagði
nemendurna góða í sambúð og að þeir væru mjög góðir við
börnin. Aðspurð sögðust þau ekki vita hversu lengi þau yrðu
á Sólheimum en þessi stutti tími hefði gefið þeim mikið.
Katrín forstöðukona skaut því að, að starf þetta virtist
vinsælt, því síðast þegar auglýst hefði verið eftir ungum
hjónum til starfans hefðu borist 14 umsóknir.
í lok heimsóknarinnar litum við inn í gróðurhúsið, en þar
voru að störfum Guðmundur Benediktsson garðyrkjumaður
og Aðalheiður, sem er nemandi. Guðmundur sagðist vera
með tómata, agúrkur og papriku í gróðurhúsunum og
ræktunin færi fram án alls aðkeypts tilbúins áburðar og
hefði gefist vel. Á Sólheimum er hver og vatnið frá honum
nýtt sem neyzluvatn, til upphitunar og ylræktar, einnig til
kertaframleiðslunnar. Valgeir tjáði okkur að til umræðu
væri að nýta meira af orku hversins og stæðu yfir viðræður
við Grímsneshrepp þar að lútandi.
Hæfileikar sem öllum eru
ekki geínir
Við kvöddum nemendur og starfsfólk Sólheima að
afloknum kaffitíma og viðstaddir nemendur í hlaði vinkuðu
brosmildir í kveðjuskyni og varð ekki komist hjá þeirri
hugsun, að þótt misskipt sé gáfum og þroska til mannanna,
þá sé ætíð eitthvað gefið, sem á móti vegur. Hæfileikinn að
una glaður við sitt og geta sýnt einlæga gleði yfir litlu er
ekki öllum gefinn — en virtist einkennandi í fasi og viðmóti
nemenda Sólheima.