Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1980 23 Einkaklúbburinn, (til ha'tfri á myndinni), sem farþeKum var satft. að yrði bústaður þeirra. Rimini-málið: Lögfræðingur farþega í samninga- viðræðum við Samvinnuferðir Hreinlega ömurleg ferð - segir Þorsteinn Aðalsteinsson EINS OG fram hefur komið í fréttum kom upp mikil óánættja meðal farþetca með Samvinnuferðum — Landsýn til Rimini á Ítalíu þann 21. maí síðastliðinn. Töldu farþe«ar að þeir hefðu verið sviknir af hálfu ferðaskrifstofunnar og hún ekki staðið við skuldhindintcar sinar. Aðalástæðan mun vera sú að ferðamanna- tíminn var alls ekki hafinn á Ítalíu otc því aliar aðstæður í lakara lagi. Ferðahópurinn hefur fenKÍð Jón Maícnússon, löKfræðinjc. til liðs við sig og standa nú yfir samningaviðræður milli hans og Samvinnuferða. Ferðaskrifstofan hefur viðurkennt að eitthvað hafi verið í ólagi að sögn Eysteins Ilelgasonar. framkvæmdastjóra. þvi þeim sé kunnugt um að viss vandamál hafi komið upp í samhandi við ferðina ok séu Samvinnuferðir reiðubúnar til að bæta þeim sem urðu fyrir skakkaföllum skaðann. „Ég vil undirstrika það, að hér er um vissa byrjunarörðugleika að ræða, sem aðallega stafa af því, að veður hefur verið kalt á Italíu undanfarið og þeim hefur því ekki þótt taka því að undir- búa ferðamannatímann. Nú er hins vegar allt komið í lag og farþegar okkar í Rimini ánægðir með allan aðbúnað," sagði Ey- steinn Helgason. Til að fá nánari upplýsingar um ferðina sneri Mbl. sér til Þorsteins Aðalsteinssonar á Dalvík og hafði hann þetta um málið að segja: „Mér finnst ekki rétt að vera að blása þetta mikið út í blöðum, þetta mál er á viðkvæmu stigi og við stöndum í samningum við ferðaskrifstofuna. Mér finnst þó rétt að almenningur fái eitthvað um þetta að vita, því mér finnst ekki rétt að fleiri lendi í svona löguðu. Það, sem í raun og veru var að, er, að ferðamannatíminn var alls ekki byrjaður er við komum út. Við bjuggum í Porto Verde sem er skammt frá Rimini og þar var verið að undirbúa ferðamannatímann. Þar var enginn banki, diskótek eða kvik- myndahús, það varð allt að sækja til Rimini, en sá galli var á gjöf Njarðað að strætisvagnar höfðu ekki enn hafið ferðir þangað, svo erfitt var og kostn- aðarsamt að komast á milli. Ferðirnar hófust ekki fyrr en við höfðum verið þarna í hálfan mánuð. Það helsta sem við gátum gert var að fylgjast með undirbúningi ferðamannatímans í Porto Verde. Verið var að vinna með jarðýtur á svæðinu, mála hús og opna búðir og í síðustu vikunni var byrjað að láta renna vatn í sundlaugarnar. Húsnæðið var svo einnig kapítuli út af fyrir sig. Okkur hafði verið selt inni í íbúðablokk sem reyndist, þegar til kom, vera einkaklúbbur skútueigenda og var algjörlega lokuð öðrum en þeim. Okkur var því dreift um einhverjar blokkir, sem voru á svæðinu og virtist okkur helst að yfirleitt væru ekki fleiri en tvær fjölskyldur í hverri blokkinni og sem dæmi má nefna að ein fjölskyldan virtist vera ein í þrettán hæða blokk. Einu sinni í viku var svo komið og strokið yfir gólfin hjá okkur með rökum klút og vask- urinn þveginn. Við urðum svo sjálf að sjá um að skipta á rúmunum hjá okkur, taka það óhreina og fara með það út á skrifstofu til að fá hreint. Þetta var hreinlega ömurlegt og mér er óskiljanlegt að ferða- skrifstofunni skuli detta svona lagað í hug.“. Réttarsaga Maurers á bókauppboði Klausturhóla KLAUSTURHÓLAR efna í dag, Iaugardag, klukkan 14 til bókauppboðs að Laugavegi 71. Alls verða á uppboðinu seldir 200 titlar og eru meðal þeirra ýmsar merkar og fágætar bækur. Meðal einstakra bóka, sem at- hygli vekja eru: Udsigt over de nordgermaniske Retskilders Hist- orie, Oslo, 1978, fágætt verk eftir Konrad Maurer, Doktorsritgerð Kristjáns Eldjárns: Kuml og haug- fé, Hvalasaga Jóhannesar Kjarvals frá 1897, sérstaklega áritað frá höfundi, Æskuljóð Jóhannesar úr Kötlum: Ég læt sem ég sofi, Orðabók Sigfúsar Blöndals, Nokkr- ar Árnesingaættir eftir Sigurð Hlíðar, Ódáðahraun 1—3 eftir Ólaf Jónsson, Beschyrving van Ysland, Groenland en de Straat Davis eftir Johann Anderson, Amsterdam 1756, Ferðabók E. Hendersons I— II, Edinburgh 1818, Bókin um Alþingishátíðina 1930 eftir Magnús dósent, Árbækur Reykjavíkur eftir Jón Helgason biskup, Sagnaþættir Þjóðólfs 1898-1875, Árbók Há- skólans með öllum fylgiritum, Tímarit hins íslenzka Bókmennta- félags 1.—25. árg. og tímaritið Verðandi, sem þeir stóðu að, þá ungir menn og lítt þekktir, Einar Hjörleifsson (síðar Kvaran), Bertel Þorleifsson, sem ungur fórst í Kaupmannahöfn, Gestur skáld Pálsson og Hannes Hafstein ráð- herra. Laugardagsvinna VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Baldur á ísafirði ákvað fyrir nokkru að banna alla vinnu á laugardögum. Þessu hafa vinnuveitendur á ísa- firði mótmælt og t.d. í frystihús- unum vilja þeir hafa möguleika á að bjarga verðmætum ef þannig stendur á. Segja þeir að ekki sé bönnuð á ísafirði unnið í frystihúsunum á laugar- dögum nema brýna nauðsyn beri til og því þurfi ekki þessa tilskipan um bann við vinnu á laugardögum. Einnig er það skoðun vinnuveit- enda á Isafirði, að verkalýðsfélag- ið hafi ekki heimild til slíkra fyrirmæla. Færeyingum gert að hætta rækjuveiðum við Austur-Grænland GRÆNLENDINGAR hafa nú krafizt þess. að Fa*reyingar hætti þegar rækjuveiðum við Austur- Grænland. Gramlandsmálaráð- herrann Jörgen Peder Ilansen tilkynnti þeim Atla Dam. lög- manni í Færeyjum. og Iledin Klein. fiskimálaráðherra. þessa ákvörðun Grænlendinga á fundi i Kaupmannahöfn fyrir nokkru. Ástæðan fyrir því að veiðarnar eru stöðvaðar nú er sú. að Færey- ingar eru búnir að veiða meira en 2500 tonn. sem var hámarksafli þeirra á þessum tilraunaveiðum. Talið er að Fa-reyingar muni í stað rækjuveiðanna snúa sér að öðrum veiðum við A-Grænland. Eins og komið hefur fram í fréttum hafa Færeyingar og skip fleiri þjóða verið á rækjuveiðum vestan miðlínu milli Íslands og Grænlands. en Dalborg frá Dalvík var fyrst til að reyna rækjuveiðar á þessum slóðum á sinum tíma. Aðalskipulag Garðabæjar ^ Sýning Tillaga aö skipulagi Garöabæjar er til kynningar í Garðaskóla, stofu 101 daglega frá kl. 16—19 til miövikudags 26. júní. Höfundar skipulagsins svara fyrirspurnum kl. 18—19 sömu daga. Bæjarstjóri. ----------------FARIÐ Á------;----------\ NORRÆNAN LÝÐHÁSKÓLA í DANMÖRKU 6. mán. 1/11—30/4 og 4. mán. 3/1—30/4. Lágmarksaldur 18 ára. Norrœnir kennarar. Skrifió eftir stundatöflu og nánari upplýsingum. UGE FOLKEHOJSKOLE, DK - 6360, Tinglev, sími 643000. 29.JUNI Pétur J. Thorsteinsson Aðalskrifstofa stuðningsfólks Péturs J. Thor- steinssonar í Reykjavík er á Vesturgötu 17, símar: 28170 — 28518 ★ Utankjörstaöaskrifstofa símar 28171 — 29873. ★ Allar upplýsingar um forsetakosningarnar. ★ Skráning sjálfboöaliöa. ★ Tekið á móti framlögum í kosningasjóð. Nú fylkir fólkið sér um Pétur Thorsteinsson. Hverfaskrifstofur stuöningsmanna Péturs J. Thorsteinssonar Nes- og Melahverfi Vesturgötu 3. Vestur- og Miðbæjarhverfi Símar 28630 - 29872. Austurbæjar- og Opið 17.00-22.00 Norðurmýrahverfi Hlíða- og Holtahverfi Laugarneshverfi Langholtshverfi Háaleitishverfi Bústaða-, Smáíbúða- og Fossvogshverfi. Skóga- og Seljahverfi Fremristekkur 1. Árbæjar- og Seláshverfi Sími 77000. Bakka- og Stekkjahverfi Opið 17.00—22.00. Fella- og Hólahverfi Stuðningsfólk Péturs. Grensásveg 11. Símar 36944 -37378 - 37379 Opið 17.00-22.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.