Morgunblaðið - 21.06.1980, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980
fltagtiiililfifeife
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5 000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakiö.
Launakerfi hins
opinbera
Sú ákvörðun þingfararkaupsnefndar að verða við tilmælum
forseta Alþingis að fresta framkvæmd á kauphækkun
þingmanna er hyggileg. Fregnir um fyrirhugaða hækkun á
launum þingmanna hefur vakið fádæma reiði meðal fólks.
Astæðan er ekki sú, að fólk telji þingmenn á of háum launum
heldur hin, að ekki sé við það unandi, að þingmenn hækki sín
laún um 20%, þegar ljóst er, að ekki er grundvöllur til almennra
kauphækkana í landinu.
Nú hlýtur athyglin að beinast að þeim þáttum í launakerfi
ríkisins, sem var forsendan fyrir ákvörðun þingfararkaups-
nefndar. Það virðist ljóst, að verulegt launaskrið hafi orðið hjá
hinu opinbera í formi greiðslu fyrir ómælda yfirvinnu. Rætt er
um, að 600—700 manns í þjónustu hins opinbera hafi fengið
launabætur á nokkurra ára bili með þeim hætti. Óþarft er að
orðlengja það, að ríkisstjórnir hverju sinni hafa að jafnaði lagt
áherzlu á að halda launahækkunum í skefjum og innan þess
ramma, sem þjóðarbúið þoli. Að vísu hefur það ekki tekizt eins
og allir þekkja. En ekki er við góðu að búast, ef ríkisvaldið sjálft
gengur á undan með launaskrið. Það verður að ætlast til þess af
ríkisstjórnum, að þær geri ekki minni kröfur til sjálfra sín
heldur en annarra. Sú spurning vaknar líka í þessu sambandi,
hvort forráðamönnum BSRB hafi verið kunnugt um þetta
launaskrið. Ef svo er, hafa þeir lagt blessun sína yfir
launahækkun til ákveðinna hópa ríkisstarfsmanna umfram
aðra.
Þær umræður, sem um þetta hafa orðið gefa fullt tilefni til
þess, að kjaramál hjá hinu opinbera verði tekin til athugunar.
Hversu víðtæk og almenn er sú venja að greiða ómælda
yfirvinnu? Er mikið um það t.d., að opinberir starfsmenn fái
greidda þóknun fyrir störf í einstökum nefndum, sem unnin eru
í vinnutíma þeirra í ráðuneytum og opinberum stofnunum?
Launagreiðendur, sem í þessu tilfelli eru skattgreiðendur í
landinu eiga kröfu á því, að þessi þáttur launamála hins
opinbera, sem var forsendan fyrir ákvörðun þingfararkaups-
nefndar verði tekin til rækilegrar athugunar.
grozka ...
Grózka
í kvikmyndagerð
Idag er frumsýnd þriðja meiriháttar íslenzka kvikmyndin,
sem sýnd er á þessu ári. Til viðbótar hafa smærri myndir
verið teknar til sýningar í kvikmyndahúsum auk þeirra mynda,
sem sjónvarpið sýnir og í mörgum tilvikum eru byrjendaverk.
Þetta sýnir, að mikil grózka er í íslenzkri kvikmyndagerð og er
það sérstakt fagnaðarefni.
Kvikmyndalistin hefur átt erfitt uppdráttar hér. Mikið
fjármagn þarf til að gera kvikmynd í fullri lengd og fram á
síðustu ár hefur bæði skort fjármagn, tækjabúnað og menntað
fólk til þess að takast á við verkefni á sviði kvikmyndalistar. En
nú er töluverður hópur ungs fólks komin til starfa að
kvikmyndagerð. Þetta unga fólk hefur tekið við starfi
brautryðjendanna í íslenzkri kvikmyndalist, sem er hið
merkasta og ber að minnast með virðingu. Reynslan sýnir, að
hér er nægilegur áhorfendafjöldi sem hefur áhuga á íslenzkum
kvikmyndum til þess að þær geti staðið undir sér fjárhagslega.
Við eigum að hlú að þessari listgrein og hvetja til dáða þá sem
að henni starfa og skapa þeim þau starfsskilyrði, sem þeir þurfa
á að halda.
Ungt fólk og ...
Ungt fólk
og sumarstarf
Þessa dagana berast fregnir af því, að ungu fólki, sem ráðið
hefur sig í sumarvinnu í frystihúsum, hefur verið sagt upp
störfum vegna þeirra erfiðleika, sem hrjá frystiiðnaðinn. Það er
tæplega hægt að hugsa sér dapurlegri og biturri reynslu fyrir
ungt fólk en þá að vera sagt upp vinnu og þurfa að ganga um
iðjulaust og atvinnulaust. Atvinnulífið í landinu þarf að leita
allra hugsanlegra leiða til þess að tryggja þessu unga fólki
atvinnu á ný. En jafnframt eru þessar uppsagnir og aðrar, sem
tilkynntar hafa verið undanfarna daga og eru í vændum,
áminning um, að atvinnufyrirtækin í landinu eru ekki þeirrar
gerðar að hægt sé að leggja á þau hvað sem er og hvað sem
stjórnarherrunum dettur í hug.
Lýður Björnsson:
Víg Snorra
Alkunna er, að unnið er
að gerð heimildarkvikmynd-
ar um ævi Snorra Sturlu-
sonar á þessu sumri. Ná-
kvæm leikmynd og sviðsetn-
ing kynni að veita svör við
ýmsum atriðum, sem snerta
sögu Snorra. Hér verður
vikið að einu slíku.
Árið 1978 birti undirritað-
ur greinina Eigi skal höggva
í Skírni. Þar var fjallað um
víg Snorra og sú skýring
gefin á síðustu orðum hans,
að hann hafi með þeim beðið
banamenn sína að ganga
snyrtilega að verki og hagað
orðum sínum svipað og vin-
ur hans, Skúli hertogi Bárð-
arson, hafði gert á sinni
hinstu stund. Hafði Snorri
þá ástæðu til að ætla, að
aftökusveitin kynni að
ganga til verks af lítilli
snyrtimennsku? Lítum á að-
stæður. Flestum þeim, sem
handleikið hafa öxi, mun
ljóst, að talsverð sveifla
verður að nást til að veita
högg sem nægir eitt sér til
að bana manni. Svipuðu
máli mun gegna með sverð
sem höggvopn. Snorri var
veginn í kjallara (líklega
jarðhúsi). Ástæða er til að
ætla, m.a. með hliðsjón af
Snorragöngum, að þar hafi
hvorki verið hátt til lofts né
vítt til veggja og svigrúm
því lítið. Koldimmt mun
hafa verið í kjallaranum
septembernóttina 1241. Lík-
Lýður Björnsson.
legast er því, að vígið hafi
verið unnið við flakandi ljós
frá kerti eða kolu. Slík
Hallberg Hallmundsson:
Úr vHlu leitt
Þessar línur eru í þeim tilgangi
ritaðar að benda 2/46 — þeim
Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni og
Magneu J. Matthíasdóttur — á
villu síns vegar. Þau létu það álit
sitt í ljós í Morgunblaðinu 6. maí
8.1., „að rithöfundar geti betur
skemmt fólki með öðrum skrifum
en þeim, sem borin hafa verið á
borð í blöðunum undanfarið."
Þetta álít ég alrangt.
Nú bið ég velvirðingar á því hve
seint ég er á ferð með þessa
leiðréttingu, sem einungis stafar
af því að Mogginn berst mér ekki
alltaf reglulega hingað vestur. En
ég vil samt, virðingarfyllst, benda
2/46 á þetta: Að örfáum undan-
teknum, eru íslenskir höfundar
yfirleitt skemmtilegastir, þegar
þeir ætla sér ekki að vera það. Að
minnsta kosti hef ég ekki, á þeim
tíu árum sem ég hef að staðaldri
skrifað umsagnir um íslenskar
bækur, komist í aðrar eins krásir
fyndni og spaugs og framreiddar
voru í Mogganum frá 29. apríl til 8
maí — og má raunar vera að
framhald hafi orðið á síðan. Þarna
þusti fram hver höfundurinn á
fætur öðrum — fáir áður við
kímni kenndir — og dreifðu um
sig gullkornunum einsog þeim
væri úthlutað fyrir það. Ef satt er
að hláturinn lengi lífið, þá hafa
mér á fáum dögum bæst ár við
ævina.
Er það kannski ekki fyndið,
þegar menn mótmæla fyrst „því
gerræði ... að úthluta hæstu
starfslaunum eftir flokkspólitísku
sjónarmiði," en keppast svo við að
lýsa því yfir, að „þeir [sem launin
hlutu séu] í sjálfu sér alls góðs
maklegir" og „ekkert [sé] athuga-
vert við það að hluti þeirra
rithöfunda, sem hæstu starfslaun
hljóta, sé á einn eða annan hátt
tengdur Alþýðubandalaginu"; it-
em, að „flest af þessu fólki [sé] í
hópi bestu rithöfunda landsins."
Ef þetta er ekki fyndni, þá er það
moðhausaháttur. En það getur
ómögulega verið rétt; hér tala
burðarásar íslenskra bókmennta.
Er það ekki jafnfyndið, þegar
menn lýsa því yfir, að „rithöfund-
ar [séu og eigi] að vera málsvarar
verk þessara höfunda léleg og ekki
finnist í þeim nokkur neisti er
þeim hollast að fá vitneskju um
þetta sem fyrst." Er nokkur í vafa
um að t.d. Solzhenitsyn og aðrir
austantjaldshöfundar mundu
skella upp úr ef þeir væru læsir á
svo rammíslenska fyndni? Sami
höfundur lét þess einnig getið að
hann hefði ekki kunnað við orða-
lag þeirrar yfirlýsingar, sem hann
skrifaði undir, en „hins vegar varð
eitthvað að gera.“ Já, það gefur
auga leið. Sé ekkert annað að
skrifa, má þó alltaf skrifa nafnið
sitt! Ef þetta er ekki kátlegt, þá er
það kindarlegt. En það getur varla
verið rétt; hér talar höfundur
einna tuttugu bóka!
Ekki er allt talið enn. Annar
höfundur lýsir því yfir að lokinni
undirskrift, án þess að stökkva
bros — og slíkir segja einatt bestu
brandarana — að „hvað það snert-
ir að stjórn launasjóðsins láti
stjórnast af pólitískum hvötum úr
einni eða annarri átt, læt ég þá um
að svara sem leituðu undirskrifta
okkar á þetta listamannatal (sic).
Þeir hafa þá innsýn í launasjóðinn
gegnum árin, sem ég er alls ófróð
um.“ Það hefur löngum verið
einkenni góðra grínista að geta
beint spjótum spés síns að sjálfum
sér. En bíðum við; hér er framhald
á „Þá vil ég vísa því til föðurhús-
lýðræðis og tjáningarfrelsis," ef
haft er í huga að með slíku diktati
er einmitt verið að fyrirskipa
þeim hvaða skoðanir þeir eigi að
hafa og þar með svifta þá frelsi til
sjálfstæðrar skoðanamyndunar.
(Einhvern tíma fyrr á árinu las ég
í öðru sambandi að mannúð ætti
að vera höfuðboðorð rithöfundar;
þess var ekki getið þá heldur hver
gefið hefði út það diktat). En ef
þetta er ekki skop, þá er það
aulaskapur. Slíkt getur þó tæplega
staðist; þetta er haft eftir mátt-
arstoðum íslenskrar menningar.
Og getur nokkuð fyndnara en
menn, sem taka sjálfa sig svo
hátíðlega, að þeir tala um „að hið
opinbera [grynni] á skuld sinni við
rithöfunda og listamenn" — það
er að segja þá sjálfa. Það er ég viss
um, að t.d. pípulagningamenn
hafa ekki slíka kímnigáfu. Enginn
þeirra færi að leggja hitalögn eða
skólppípur út í loftið og senda svo
ríkinu reikning fyrir því sem það
skuldaði honum fyrir verkið! En
það er líka munur á pípulagninga-
mönnum og rithöfundum.
Og síst gerast brandararnir
lakari. Einn höfundurinn niðar á
því að ríkið ætti að setja á
laggirnar „höfundamiðstöð, þar
sem vel hæfur og vandaður bók-
menntamaður væri ráðinn til að
yfirfara (sic) verk höfunda ... Séu
Lóðari“
án be*9 öth
w.raat á stéttinni fyrJr. „x aUammast a
nginedUleg.6«köp.tem
a á i fjölmiMum uppé
»ta »lttt Ianis">s ao
“»lt. »i« HHt « *™
I, aí þft ortm »4o
ekki aíl sama akapi
valin. rlaniö er ortrt
o, leiftinlelía n„kk»p6þ-
persónuleeu skttWaata
S6.partt*itt;Eruþelta
„ sem vift viljum
r' orftift »f fteiluefninu
. . |,5r__t á atéttinni fyrir
an aftrir hlrast » _ euki
uUn. BókmenntaLnu^á^r m
keef, »8 fara « ktar. ijftft
Sttina vtft. I}6® s p„nktar,
‘ PU”111*'’ ■*“"
skáldaaea ktar, „ýraunsa-
.káldaaea-HPunk r góS-
•“ld“sí .u'LL - ift
akildaapa - 15 p
irfur ekki farift fram- þjóftfélwalek
4n heaa aft úthlutunarnefi. J
aft kkammast eln fyrir skil j
Varl. byl«>r sí stúr'i ** 1
sfz.'vrsa
^.nmet«emlin«ar upp.J
Jappirnar o« fóru |
’Sutun siarfa au » \
v.,ft ftnnur
y?e_,,i.,rift kusu aft akil