Morgunblaðið - 21.06.1980, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.06.1980, Qupperneq 30
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? 30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980 MYNDLIST Málverkasýn- ing í Djúpinu LAUGARDAGINN 21. júní opnar Steingrímur Þor- valdsson málverkasýningu í Djúpinu. Þetta er fyrsta sýning hans, en hann lauk námi í Myndlista- og hand- íðaskóla Islands nú í vor. Á málverkasýningunni eru 17 verk, öll unnin á síðasta hálfu öðru ári, og eru unnin í olíu og með blandaðri tækni. Sýningin er opin daglega frá 11 til 23 og stendur til 2. júlí. Steinj?rím- ur Þorvalds- son opnar í da>? í Djúp- inu sina fyrstu mál- verkasýn- in«u. I.josm. RAX. Úr óðali feðranna. Guðmundur örn Guðmundsson dýralæknir ásamt aðalieikaranum, Jakobi Þór Einarssyni. NÝ ÍSLENSK KVIKMYND Óðal feðranna Frumsýning í dag í DAG verður frumsýnd ný íslensk kvikmynd. Óðal feðr- anna, eftir Hrafn Gunnlaugs- son, sem jafnframt er leik- stjóri. í fyrstu verður mynd- in sýnd í tveimur kvikmynda- húsum samtímis. Laugarás- bíói o« Háskólabiói, en síðan verður haldið áfram að sýna myndina í Laugarásbíói. Kvikmyndin Óðal feðranna fjallar um íslenska fjölskyldu í gleði og sorg. Söguþráðurinn snýst öðru fremur um yngsta soninn í fjölskyldunni, Stefán, baráttu hans í því skyni að ráða eigin lífi og láta drauma sína rætast. Inn í þennan veruleika fléttast einnig lýs- ing á harðsnúnum veruleika og mannlegum ástríðum. Hrafn Gunnlaugsson Sólstöðu- ganga ~ Foílina d JJOjn*- Ferðafélag íslands gengst fyrir næturgöngu á Esju nú um sólstöður. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 21 í kvöld og miðnætur- sólin skoðuð af Kerhóla- kambi. TÓNLIST Á LISTAHÁTÍÐ Clash í Laug- ardalshöllinni í KVÖLD kl. 20.30 hefjast í Laugardaishöli tónleikar bresku rokkhljómsveitarinnar Clash. Bubbi Morthens og Utangarðs- menn opna skemmtunina og hita mannskapinn upp. Hljómsveitin Clash er í fremstu röð upprennandi rokkhljómsveita í heiminum. Gagnrýnendur í Bretlandi og Bandaríkjunum líkja hljómsveitinni við The Rolling Stones, en sumir kveða fastar að orði og segja, að Joe Strummer og Mick Jones séu Lennon og McCartney dagsins í dag. Nú í upphafi nýs áratugar eru þeir að brjótast til vinsælda um allan heim og að áliti margra eiga þeir eftir að láta verulega að sér kveða í poppheiminum á næstunni. Á tónleikunum í Laugardalshöll í kvöld gefst tækifæri til að kynnast þessari umtöluðu hljómsveit, svo og íslenskri rokkhljómsveit, sem vakið hefur mikla athygli undan- farið, Bubba Morthens og Utan- garðsmönnum hans. Breska rokkhljómsveitin Clasi?, sem höll i kvöld kl. 20.30. leiKuf t y,nleikum í Laugardals

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.