Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
150. tbl. 67. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Eflum Evrópu
segir Giscard
Bonn, 7. júli. AP.
VALERY Giscard d'Estaing
Frakklandsforseti skoraði i
kvöld á vestur-þýzka gestgjafa
sina að hjálpa Evrópu að endur-
heimta hlutverk sitt sem heim-
sveldi.
í veizlu sem var haldin forset-
anum til heiðurs sagði hann að
Frökkum og Vestur-Þjóðverjum
baeri skylda til að sjá um að
sameiginlegum mætti þeirra væri
beitt til að Evrópa lifði ekki í
skugga heldur fengi aftur í hend-
ur hið rétta hlutverk máttar og
mikilvægis í heiminum.
Giscard sagði þetta í boði í
„Schloss Falkenlust" skammt frá
Bonn á fyrsta degi opinberrar
heimsóknar sinnar í Vestur-
Þýzkalandi fyrstu heimsóknar
þjóðhöfðingja Frakka í 18 ár.
Forsetinn lét í ljós þá ósk að
kynnast lífi Þjóðverja í heim-
sókninni.
í sinni ræðu sagði Carstens
forseti að hann teldi samvinnu
Evrópuþjóða eins og Frakka og
Vestur-Þjóðverja „mikilvægasta
stjórnmálastarf þessarar aldar."
Borpall-
ur hrundi
1'rkinK. 7. júlí. AP.
KÍNVERSKUR oliuborpallur
hrundi í fárviðri á Bo Hai-flóa
og 70 menn eru taldir hafa
beðið bana að sögn olíuráðu-
neytisins í dag.
Talsmaðurinn segir að engar
fleiri upplýsingar liggi fyrir.
Hann sagði að slysið hefði ekki
verið tilkynnt, en samkvæmt
óstaðfestum fréttum í Peking
virðist pallurinn hafa hrunið
einhvern tíma í síðasta mánuði,
að því er virðist þegar verið var
að færa hann þrátt fyrir viðvar-
anir um fárviðri.
W *
Iranir og Irakir í
hörðum bardögum
Teheran. 7. júli. AP.
HARÐIR bardagar hrutust út í gærkvöldi meðfram landama'rum írans
og íraks milli íranskra hyltingarvaröa og sveita úr írakska fastahernum
skipuðum málaliðum húnum írökskum hergognum að sögn blaðsins
„Keyhan“ I Teheran í dag.
Bardagarnir geisuðu nálægt ír-
anska landamærabænum Qasr-E-
Shirin, 1,450 km suðvestur af Te-
heran og 150 km norðaustur af
Bagdad.
„Tólf póststöðvar og eftirlits-
stöðvar á landamærunum urðu
fyrir harðri árás írakskra mála-
liða," sagði í fréttir.ni. „Bardagarn-
ir hófust kl. 11 e.h. og halda áfram."
„Engar fréttir hafa borizt um
manntjón í bardögunum."
Talsmaður byltingarvarðliðsins
sagði að málaliðarnir væru launað-
ir útsendarar herforingja, sem
studdu fyrrverandi Iranskeisara, og
stæðu fyrir hernaðaraðgerðum frá
írak með stuðningi írakska hersins.
„írakar hafa víggirt stöðvar hers-
ins að undanförnu," sagði í fréttinni
frá staðnum. „Phantom-þotur ír-
anska flughersins flugu yfir stöðv-
arnar á landamærunum í dag.“
Giscard d’Estaing ásamt Ilelmut Schmidt kanzlara fyrir fund þeirra í stjórnarráðinu í Bortn í gær.
Herir hægrisinna
berjast i Beirút
Hrirút. 7. júll. AP. **
inna manna í borgarastríðinu, átti
í höggi við „Tígrísdýrin", liðsafla
Camille Chamouns, fyrrverandi
forseta, í Austur-Beirút.
Yfirmaður hers falangista,
Bachir Gemayel, sagði að lið hans
hefði tekið flest mikilvæg hernað-
arskotmörk með áhlaupi, þar á
meðal vopnageymslur og einka-
hafnir, af „Tígrísdýrunum" í
Austur-Beirút og á 32 km löngu
svæði meðfram ströndinni. Hann
sagði að þessar aðgerðir hefðu
verið nauðs.vnlegar til að tryggja
að aðeins eitt herlið væri á þessu
svæði.
Falangistar lögðu undir sig hús
yngri sonar Chamouns, Danny,
yfirmanns 3.000 manna liðssveitar,
í Safra-hverfi, sprengdu það í loft
upp og kveiktu í því. Kona hans og
dóttir voru áður flutt úr húsinu.
TVEIR fjölmennustu liðsaflar líhanskra hægrrimanna
háðu götubardaRa í allan da« í austurhluta Beirúts, sem
er aðallega bygjíður kristnum mönnum. og samkvæmt
fyrstu fréttum íéllu rúmlega 20.
Jafnframt lauk með vopnahléi, sem Sýrlendingar
hafa umsjón með, 12 tíma vélbyssu- or handsprengju-
átökum tvejfgja herja vinstrimanna í hverfinu Ein
Mreisse við sjóinn í Vestur-Beirút sem er aðallega byKKt
múhameðstrúarmönnum.
Stórskotaliði var beitt í öðrum
bardögum, sem blossuðu upp í
Suður-Líbanon milli kristinna
hægrimanna, er ísraelsmenn
styðja, og palestínskra skæruliða
Yasser Arafats. Fréttir herma að
friðargæziulið SÞ reyni að koma á
vopnahléi.
Átökin eru til marks um það
ótrygga ástand sem ríkir í Líban-
on, fjórum árum eftir borgara-
styrjöldina, sem kostaði rúmlega
37.000 mannslíf á 19 mánuðum.
Yfirvöld segja, að valdabarátta
hafi leitt til hinna nýju átaka milli
fyrrverandi samherja úr borgara-
stríðinu beggja vegna hinnar svo-
kölluðu „grænu línu“, sem skiptir
Beirút í hverfi kristinna manna og
múhameðstrúarmanna.
Flokkur falangista, sem tefldi
fram fjölmennasta liðsafla krist-
Flóttamenn skildir
eftir í eyðimörkinni
Ajo, Arizona, 7. júli. AP.
LEIT var haldið áfram í dag i eyðimörk Arizona að flóttamönnum
frá E1 Salvador. sem var smyglað yfir landamærin frá Mexikó og
segja að þeir hafi drukkið rakspíra og barizt um þvagdropa til að
halda sér á lífi eftir að smyglararnir rændu þá og skildu þá eftir i
eyðimörkinni. En lítil von er talin til þess að fleiri en 13
flóttamenn, sem þegar hafa fundizt, hafi komizt lífs af.
„Þetta er orðið um seinan. Við
búumst ekki við að finna fleiri,"
sagði Fred Wallace, eftirlits-
maður 516 fermílna þjóðgarðar,
þar sem 13 Salvadormenn til
viðbótar fundust látnir vegna
vatnsleysis. Leitin beinist að
svæði þar sem líkin og þeir sem
af komust fundust — fimm
mílna eyðimerkurskika 10 eða 12
mílur norðan við landamærin.
Flestir þeir sem taka þátt í
leitinni eru fótgangandi. Talið er
að um tólf Salvadormenn hafi
farið aftur til Mexíkó.
Alls greiddu 35 eða 40 flótta-
menn frá Salvador, sæmilega
velefnað miðstéttafólk, 1,200
dollara hver fyrir að láta smygla
sér inn í Bandaríkin, en þeir
voru skildir eftir í þjóðgarðinum
fyrir að minnsta kosti fjórum
dögum. Erfitt var að skilja þá
sem af komust þar sem þeir voru
svo máttfarnir, svo að enginn
veit með vissu hvað þeir voru
margir í upphafi.
Smyglararnir munu hafa ekið
Salvadormönnunum inn í þjóð-
garðinn í vörubifreið, sent þá út
í eyðimörkina og bent þeim
hvert þeir ættu að fara. Til að
halda í sér lífinu sagði einn
flóttamannanna, Yolanda Estela
Hernandez, 20 ára, að þeir hefðu
notað og barizt um hvern smá-
dropa af hvers kyns vökva sem
þeir fundu, þar á meðal eigið
þvag. „Það var svo heitt og við
vorum svo þyrst," sagði hún.
Leit hófst á föstudag með
hestum og þyrlum þegar öku-
maður tilkynnti að hann hefði
séð mann liggja við vegarbrún.
Tvö lík fundust á föstudag og 10
flóttamenn sem voru á lífi.
Ellefu lík í viðbót fundust á
laugardag og þrír flóttamenn.
Hector Ochoa úr bandarisku landamæralögreglunni hlúir að
Yolanda Estela Hernandez. einni af þeim sem lifðu af fjögurra
daga eyðimerkurgöngu i Arizona þar sem smyglarar skildu þá
eftir.
Sovézkt
sendiráð
í hættu
Moskvu. 7. júlí. AP.
RÍJSSAR kröfðust þess í dag að
irönsk yfirvöld gerðu allar nauð-
synlegar ráðstafanir til að koma
í veg fyrir „ögrandi aðgerðir" í
Teheran. þar á meðal hugsanlega
töku sovézka sendiráðsins þar að
sögn Tass.
Fréttastofan segir í skeyti frá
Teheran að fyrir liggi upplýsingar
um að öfl fjandsamleg Sovétríkjun-
um ætli að grípa til „ögrandi
aðgerða“ gegn sovézka sendiráöinu
og ef til vill leggja það undir sig.
Slíkt miðaði að því að spilla
sambúð Rússa og Irana.
Samskipti Rússa og írana hafa
hríðversnað. Sadegh Ghotbzadeh
utanríkisráðherra gagnrýndi
starfsemi Rússa í íran á fimmtu-
dag og fyrirskipaði að starfs-
mönnum sovézka sendiráðsins yrði
fækkað.
Hann gagnrýndi einnig íranska
kommúnistaflokkinn, Tudeh, og
kvað félaga hans flugumenn Rússa.
Tveimur dögum áður ráku íranir
sovézkan diplómat fyrir meinta
njósnastarfsemi.