Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980 17 hengja bakara fyrir smið. Það nýjasta mun vera ákvörðun Fram- leiðsluráðs um að greiða svína- og alifuglabændum til baka hluta af 200% kjarnfóðurskattinum sam- kvæmt kvótakerfi. Það er ekki nóg með að hefðbundnir framleiðend- ur skattleggi samkeppnisfram- leiðslu heldur gefa þeir þeim skömmtunarseðla fyrir fram- leiðsluna einnig. Mönnunum getur tæpast verið sjálfrátt. Þeim er ekkert heilagt í botnlausri skatt- stofnaleit sinni og valdkúgun. Hvernig væri að skattleggja and- ardráttinn? Peningunum mætti verja til að greiða útflutningsbæt- ur fyrir mjólkurafurðir. í „Yfirheyrslu" Helgarpóstsins 20. júní gerir Pálmi því skóna, að afla verði meira fjármagns en lögbundinna 8.2—8.4 milljarða króna á þessu ári til útflutnings- bóta um leið og hann segir skýr- inguna fyrir þörfinni vera þá, að verðbólga hafi valdið breytingum á stöðu landbúnaðarins á undan- förnum árum og áratugum. — Annað hvort er hér um vítaverðan áróður eða ófyrirgef- anlegan þekkingarskort að ræða. Það, sem fólk á að lesa út úr þessu, er, að vandinn sé ekki landbúnað- inum að kenna og jafnvel, að þetta lagist, ef verðbólgan minnki. Því geti menn verið bjartsýnir fyrir framtíðina um útflutning hefð- bundinna landbúnaðarafurða. — Eins og áður var fjallað um, hefur verðbólgan viss áhrif á framleiðslumálin, en sennilega hvað helzt með því, að tilhneiging verður til að skrá gengi of hátt og gera þar með allan útflutning erfiðari. En þetta eru smámunir einir miðað við aðalástæðuna. ísland er ekki gott landbúnaðar- land borið saman við önnur lönd, og allar nágrannaþjóðir okkar eru yfirfullar af landbúnaðarmatvæl- um og grípa þær auk þess til margvíslegra ráðstafana til að vernda eigin framleiðslu gagnvart milliríkjavipskiptum. Það er því neyðarbrauð að flytja út landbún- aðarafurðir frá íslandi, og þetta sér allt upplýst fólk. Það er furðuleg annesjamennska hjá Pálma að halda það, að hann geti boðið ungu og upplýstu fólki þessa lands upp á hvað sem er. Segja má, að verðbólgan hafi valdið skattborgurum miklum erfiðleik- um. Nær væri að minnka skatt- heimtu á almenningi vegna verð- bólgunnar heldur en að auka hana eins og Pálmi vill. Pálmi er hress í Helgarpóstin- um og telur landbúnaðarstefnuna ekki hafa brugðizt. Heyr á endemi! Svo segir hann, að hann vilji vinna að breytingum, helzt í flestum þáttum í samstarfi við samtök bænda og í samstarfi innan ríkis- stjórnarflokkanna. Enn þá einu sinni, hvað með neytendur og skattborgara? Svar við svona yfir- lýsingum er krafa um það, að bæði útflutningsbætur og niðurgreiðsl- ur verði skornar niður í núll og eðlileg matvælaframleiðsla í öðr- um greinum tryggð með jafnrétti svo og innflutningur. Þá má leyfa Pálma og hans reikningssnilling- um að reikna eins og þá lystir á eigin ábyrgð en án sjálftökuréttar á skattfé almennings eða ráðs- mennsku um matseðil. Þetta er að sjálfsögðu harðneskuleg fram- setning, en ekki er enn að sjá merki þess, að forráðamenn hefð- bundinna framleiðslugreina séu reiðubúnir að virða önnur en þröng eiginhagsmunasjónarmið. Og nú um innanflokksmál og stjórnarmyndun Háttarlag Pálma innan Sjálf- stæðisflokksins er ennþá að- finnsluverðara en frumhlaup hans í landbúnaðarmálum almennt. Fyrst verður lítillega getið nokk- urra atburða á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Fyrir fund- inum lágu drög að ályktun um landbúnaðarmál, sem telja verður nokkurs konar sáttahugmynd á milli dreifbýlis og þéttbýlis, hefð- bundinna búskaparhátta og auk- inna markaðsafla, sem nauðsynleg eru nú til að aðlaga þjóðfélagið að breyttum tímum. Pálmi ásamt liði manna bjuggu til alveg nýjar tillögur, sem voru ekkert annað en úreltar yfirlýsingar og yfirboð. Það má segja, að þeir hafi tröllrið- ið vinnunefnd um landbúnaðarmál þannig, að andlitið næstum datt af öðrum viðstöddum. Formaður flokksins gekk fram fyrir skjöldu og lofaði, að ráðstefna yrði boðuð um landbúnaðarmál til að sætta sjónarmið. Svo lætur Pálmi hafa eftir sér, að sættir verði að gerast í flokknum með þeim hætti, að hann verði að nýju frjálslyndur flokkur allra stétta eins og var aðall hans áður. Þetta er yfir- gengilegt rugl og fyrir neðan virðingu góðra sjálfstæðismanna. Það er beinlínis heimskulegt að kenna það við frjálslyndi eða víðsýni, eins og Pálmi gerir statt og stöðugt, að viðurkenna ekki hin gifurlegu vandamál, sem landbún- aðarstefnan hefur skapað þjóðar- búinu. Með því að skoða allt, sem Pálmi hefur látið hafa eftir sér um þessi mál í seinni tíð, má helzt ætla, að hann skilgreini frjáls- lyndi og víðsýni sem rétt hans og skoðanabræðra til sjálftöku og málamiðlunarlausrar stefnumót- unar í Sjálfstæðisflokknum með svipuðum hætti og tíðkast hefur til þessa í þjóðmálum á grundvelli atkvæðamisréttis. Það er lítill vandi að sýna fram á, að þetta háttarlag lýsi andstæðu bæði frjálslyndis og víðsýni. Tilraunir Pálma til að halda því fram, að „leiftursóknin" feli í sér óheft markaðslögmál er ekkert nema þvættingur. Leiftursóknin fól í sér nokkur skref í þá átt, en íslenzkt þjóðfélag er að gera útaf við frjálst atvinnulíf með ríkisaf- skiptum og ráðsmennsku misvit- urra stjórnmálamanna. Hattinn af skömminni bítur Pálmi svo í grein sinni í 3. tbl. Stefnis 1980. Þar er hann að skýra aðild sína að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen í blóra við Sjálfstæð- isflokkinn. Hann heldur því fram, að ýmsar stórpólitískar ákvarðan- ir flokksins hafi hvað eftir annað reynzt rangar eða óheppilegar, og að útfærsla á stefnu flokksins hefði tekið veigamiklum breyting- um. Öll þau dæmi, sem hann tínir til, eru haldlítil og eru í raun matsatriði enn. Það helzta, sem Pálmi gæti átt við með þessu er, að það hafi ekki verið hlustað á hans tillögur, ef hann hafði þá nokkrar. Það er greinilegt, að hann notar ýmis vandamál þjóð- félagsins, sem endurspeglast inn í Sjálfstæðisflokkin, til að rök- styðja og réttlæta það pólitíska upphlaup, sem hann hefur gert. Það þarf ekki mikla glöggskyggni til að sjá, að það, sem Pálmi í raun meinar er eftirfarandi orðrétt tilvitnun: „Átök hafa farið harðn- andi milli strjalbýlis- og þéttbýl- issjónarmiða, og æ erfiðara hefur orðið að fá hljómgrunn fyrir málefnum strjálbýlis og landbún- aðar hjá ráðandi öflum flokksins." Þetta er í raun kjarninn, þegar búið er að fletta hisminu af. Þegar litið er á tillögur Pálma og fleiri í landbúnaðarmálum, er það engin furða, að lítill hljómgrunnur hafi fengizt nema í þröngum hags- munahópi. Allar tilraunir hans til að halda því fram, að stefnumót- anir flokksins hafi farið fram í lokuðum hópum verða beinlinis broslegar í ljósi þess, að eina Landsfundarályktunin, sem þann- ig var samin, var einmitt í land- búnaðarhópnum eins og áður er getið. Og það að hans undirlagi alveg sérstaklega. Tilraunir Pálma til að gera því skóna, að leiftursóknin hafi verið skyndis- upa þröngs hópS' er slúður eitt í ljósi þess, að hún er í nánast öllum atriðum í samræmi við síðustu landsfundarályktun um efna- hagsmál, en hún tók mikið mið af „endurreisn í anda frjálshyggju", en það er efnahagsstefna flokks- ins, sem samþykkt var samhljóða á sameiginlegum fundi þingflokks og miðstjórnar flokksins í febrúar 1979. Málið er einfaldlega það, að Pálmi er á móti stefnunni og vill ekki, að henni verði beitt á landbúnaðinn til að endurreisa mjög svo brenglað atvinnulífið. Þap virðast engin takmörk fyrir því, hve langt hann vill ganga til að verja og viðhalda óþolandi ástandi í landbúnaðarmálum. Hverjir eru raun- verulegir hagsmunir þjóðarinnar í landbúnaðarmálum? Þess gætir stundum hjá sumu fólki, að offramleiðsla sem slík geti ekki verið mikið vandamál. Það er reyndar rétt, en vandinn er í raun allt annar, þótt hann sé háður offramleiðslunni. Vandinn er sá, að þjóðfélagið verður að greiða tugi milljarða með hefð- bundnum greinum, þ.e. sauðfjár- rækt og kúabúskap, til þess að bændur hafi sambærilegar tekjur og tíðkast í þessu landi. í raun er vandinn mun meiri, því að neyzla á afurðum áðurnefndra fram- leiðslugreina er þvinguð með mjög mörgum ráðstöfunum, lögum og reglum, tollum og innflutnings- höftum, álagningarreglum og fyrirgreiðslu o.m.fl. Málin eru þannig, að hagsmunasamtök land- búnaðarins og embættismenn taka flestar ákvarðanir, og mikil- vægi nánast allra hluta er reiknað út af landbúnaðarkontórum eða embættismönnum, þótt um mat- væli almennings sé að tefla. Neyt- andinn sjálfur hefur mjög litla möguleika á því að tjá hug sinn eða leggja mat sitt á dilka- eða mjólkurafurðir vegna þess, að verðlagi og framboði á öðrum matvælum er. einnig stjórnar. Segja má, að framleiðslumálum hafi verið stýrt pólitískt en þau eru ekki látin fylgja markaðslög- málum. Þess vegna er um hrika- lega viðkvæma „byggingu“ eða „spilaborg" að ræða, sem varin er pólitískt með kjafti og klóm. Það, sem megin máli skiptir er, hversu mikla framleiðslu þjóð- hagslega og í víðtækum skilningi hagkvæmt er að stunda. Um þessa spurningu skiptast menn upp í mismunandi hópa eftir hagsmun- um fyrst og fremst. Sumir reyna að gera lítið úr markaðslögmálun- um vegna þess, að þeir vita, að þau eru lýðræðislegust og endurspegla vilja og mat almennings. Það eru ekki neinir kontórar, sem geta reiknað út vilja almennings eða búið til heimsmarkaðsverð. Þeir menn og stofnanir, sem hafa atvmnu sína af því að rúlla peningum á milli vasa eða at- vinnugreina og framkvæma talna- æfingar í bókhaldsmöppur, eins og tíðkast í Sovíet, eru orðin svo hrikalegar að vöxtum og völdum, að líkja má þeim við krabbamein eða æxlisvöxt, sem lýtur eigin lögmálum um viðhald og stækkun. Það hljóta að vera íslenzkir hagsmunir, að allar landbúnað- arvörur, sem hagkvæmt er að framleiða á íslandi og óskað er eftir af íslenzkum neytendum, séu framleiddar hér og að það fólk, sem framleiðsluna stundar, njóti sambærilegra kjara og annað fólk miðað við sömu kröfur. Um þetta geta allir verið sammála, væntan- lega. En það er glapræði að ætla sér útflutnng á landbúnaðarvör- um frá Islandi nema í undantekn- ingartilvikum. Hin æpandi stað- reynd er aftur á móti sú, að allt of margir fást við sauðfjár- og kúa- búskap, og það fjármagn, sem þessar greinar taka til sín, eru svo yfirgengilega mikið, að þjóðfélagið er í einni spennitreyju og engir peningar eru handbærir til að bygKja upp ný atvinnufyrirtæki. Það má til sanns vegar færa, að skynsamar sé, að einstakir bænd- ur framleiði heldur offramleiðslu- vörur fyrir slikk á kostnað skatt- borgaranna heldur en að ganga um atvinnulausir. Þetta eru bara óviðunandi valkostir. Annar val- kostur er sá, að vinnuafl flytjist smám saman úr hefðbundnum greinum og fjármagn til að byggja upp aðra atvinnumöguleika, og þetta er sá valkosturinn, sem hlýtur að vera hagkvæmastur. Hann er líka mannlegastur, þegar til lengri tíma er litið. Menn þurfa ekki annað en að skoða málin frá öðrum sjónarhól. Það hljóta flest- ir sanngjarnir og upplýstir að sjá, að það er fráleit hugmynd að ætla sér að halda stærstum hluta Islands í byggð með framleiðslu á svotil eingöngu tveimur tegundum matvæla, kindakjöti og mjólk, og taka þó þátt í tæknivæðingu nútímans og lífskjarabótum, sem eru fylgifiskur og bein afleiðing af breyttum atvinnuháttum. Það er að sjálfsögðu skiljanlegt, að marg- ir vilji stunda hefðbundna atvinnu áfram en fá samt sem áður kjarabætur í stíl við aðra án þess að nauðsynlegar þjóðfélagsbreyt- ingar bitni á þeim sjálfum. Með því að framleiðendum í umrædd- um greinum fækki verulega er auk þess svigrúm fyrir hina, sem eftir verða, til að lifa betra lífi en nú gerist. Ef menn vilja horfast í augu við staðreyndir, er ekki mikill vandi að ráða bót á um- ræddum vandamálum. Málið er bara það, að enn eru þeir of margir, sem berja hausnum við steininn og komast upp með það enn vegna misréttis í atkvæða- vægi í landinu, og gífurlega öflugs verndarkerfis. Að sjalfsögðu virðist það vera harðneskjulegt, að fólk þurfi að breyta um atvinnu eða að afkom- endur verða að velja sér aðra atvinnu en forfeður. Menn sjá fyrir sér gamalt fólk, sem aldrei hefur gert annað en að stunda sauðfjárrækt. Þegar aftur á móti fórnarkostnaðurinn er skoðaður á móti kostnaði af offramleiðslunni er dæmið alveg hrikalegt. At- vinnumái í landinu er komin á mjög alvarlegt stig og aukið vinnuafl fer í vaxandi mæli ein- hvers staðar „inn í verðbólguna". Varla er orð af gerandi, að mark- viss ný atvinnuuppbygging eigi sér stað, J)ví alls staðar vantar peninga. Islendingar verja hlut- fallslega mörgum sinnum minna fjármagni til rannsókna en tiðkast í nágrannalöndum með svipuð lífskjör. Atvinnumöguleikar eru fábrotnir og landflótti er í gangi. Það hljóta að vera hagsmunir landbúnaðarfólks eins og annarra íslendinga, að efnahags- og at- vinnumál landsins komist á réttan kjöl. Pálmi er enginn maður til að taka á sig þá ábyrgð, sem hann nú þykist ætla að axla. Það er enginn vafi á því, að skattaáþján á landsmönnum vegna hefðbundins landbúnaðar veldur verulegum þætti þjóðarmeins Islendinga, verðbólgunni, auk stórlega verri lífskjörum þjóðarinnar í heild. Lokaorð og niðurstöður Þegar grannt er skoðað, kemur í ljós, að Pálmi Jónsson, landbúnað- arráðherra berst með oddi og egg fyrir áframhaldi þeirrar landbún- aðarstefnu, sem fylgt hefur verið nú um alllangt skeið með alvar- legum afleiðingum. Til þessa hef- ur hann ekki sýnt nein tilþrif önnur en greinilega meiri hörku í skattheimtu en fyrirrennarar hans hafa gert. Hann virðist vera tilbúinn til að valda Sjálfstæðis- flokknum meiri skaða en hann hefur þegar gert. Ýmsir stuðn- ingsmenn hans trúa á hann í örvæntingu sinni og átta sig ekki á því, að gandreiðin getur ekki endað nema á einn hátt. Allir ráðherrar hafa visst „fríspil" í byrjun, en þess nýtur Pálmi enn. Hann kynni að hafa einhver töfra- brögð í pokahorninu. Segja má, að Pálmi og stefna hans sé dæmigerð fyrir núverandi stjórnarsamstarf. Það er myndað á barnalegri trú á þvi, að unnt sé að halda áfram gangi efnahags- mála án þess að horfast í augu við grundvallarmeinsemdir. Það má segja, að „leiftursóknin“ ekki að- eins haldi gildi sínu, heldur verði eina lausnin á þeim vandamálum, sem stöðugt fara nú vaxandi. Þótt ýmislegt hafi verið óheppilegt og harðsoðið í sambandi við fram- setningu hennar fyrir síðustu kosningar, hefur ekkert gerzt, sem breytt hefur gildi hennar í aðal- atriðum. Það skal að lokum viðurkennt, að vandi sá, sem Pálmi er að reyna að glíma við, er gífurlegur og að það séu miklar kröfur að ætlast til þess, að Pálmi Jónsson hafi lausn- ir á hraðbergi. Þessi grein er skrifuð aðallega til að benda honum og öðrum á það, að óvar- legt sé að reka hefðbundna land- búnaðarstefnu áfram og leiðin til sátta milli þéttbýlis og framleið- anda í hefðbundnum greinum landbúnaðar sé ekki sú, sem nú er fetuð. Enn er leið til samkomu- lags. Reykjavík, 2.7.1980, Dr. Jónas Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.