Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980 Ólafur E. Stefánsson, nautgriparæktarráðunautur: Galloway á Islandi Innflutningur árið 1933 Galloway kýr nemur land í Kjalarnesþingi. Sonur hennar, Brjánn, sem varð kynsæll, er eini hreinræktaði Galloway-gripurinn, sem fæðzt hefur á Islandi. Fyrir 47 árum voru fluttir inn nokkrir holdanautgripir frá Skot- landi, þ.e. tveir Galloway gripir (naut og kýr) og sitt nautið af hverju þessara kynja: Stutthyrn- ingum (holdakynið), Aberdeen Angus og Hálendingum. Gripirnir voru hafðir í sóttkví í Þerney. Hringskyrfi kom upp í þeim, og voru þeir allir felldir í ársbyrjun 1934, þótt dýralæknar mæltu með lækningu. Galloway kýrin var með fangi og var nýborin bolakálfi, er henni var lógað, og var hann hafður í sóttkví í landi fram á vor, svo lengi, sem læknar töldu frek- ast þörf á (Búnaðarrit 1935). Naut þetta, Brjánn, var selt Búnaðarsambandi Suðurlands og flutt á bú þess að Gunnarsholti. Síðan var það flutt á tilraunastöð Búnaðarfélags íslands á Sáms- stöðum og kvígur undan því born- ar saman við íslenzkar. Loks var nautið flutt að Hvanneyri og notað þar í nokkur ár, og þar tókst að skyldleikarækta nokkra gripi undan því. Eru allir holdablend- ingar í landinu (að undanteknum gripum, bornum í Hrísey síðan 1977) komnir út af þessu eina nauti. Sýnir það, hve erfðaáhrif þess hafa verið mikil. Það gegnir furðu, að engin áætlun um skipulega notkun nautsins virðist hafa verið gerð, og þó var innflutningurinn á vegum ríkisins. Má getum að því leiða, að ókunnugleiki á eiginleik- um kynsins eða holdanautgripa almennt hafi þar átt einhvern hlut að máli. í stað þess að hefja strax skyldleikaræktun með Brjáni og dætrum hans, þá hrekst hann úr einum stað í annan, samanburðar- tilraunir við íslenzka gripi ganga fyrir, og á Hvanneyri er litið svo á, að hann bæti mjólkureiginleika stofnsins þar. Hann lifir þar þó svo lengi, að dætur hans eru látnar fá við honum. Frá Hvanneyri dreifðust grip- irnir síðan, er hætt var að blanda þeim við mjólkurkúastofninn. Voru blendingar til á nokkrum stöðum við sunnanverðan Faxa- flóa og á Geldingalæk. Er Runólf- ur Sveinsson tók við starfi sand- græðslustjóra, tók hann að safna saman þeim blendingum, sem falir voru, m.a. frá Hvanneyri, og flutti á bú Sandgræðslunnar í Gunnars- holti. Síðan bættust þar við gripir frá Geldingalæk. Síðan hefur Gunnarsholt verið miðstöð þessar- ar búgreinar. Eftir að sæðingar hófust, hafa þó bændur um land allt getað framleitt blendinga til kjötframleiðslu með nautum frá Gunnarsholti. 1. mynd. Brjánn, fæddur 1933 í Þerney. Eini hreinræktaði Gallo- way gripurinn, sem fæðzt hefur hér á landi. Ut af honum eru komnir allir þeir Galloway blend- ingar, sem nú eru til á landinu (fyrir utan þá, sem fæðzt hafa í Hrísey og þar eru). Myndin tekin á Hvanneyri 1940. Innflutningur sæðis í sótt- varnarstöðina í Hrísey 2. mynd Sóttvarnarstöðin í Hrís- ey Þar á að hreinrækta Galloway kyn með endurtekinni blöndun Nr. 1 Fetill 691 kg, og brjóstmál var 205 cm. Hann er notaður til sæðinga í landi á þessu ári. 7. mynd. Repute of Castle Milk. Þetta naut, sem fætt var 23. sept. 1961, er af því afbrigði Galloway kynsins, sem er ljóst á lit (dun). Þessi litur er ekki til í íslenzkum nautgripum, þótt lit- auðugt sé. Liturinn getur verið allt frá því að vera afar Ijós, með bléktri slikju, sægrár og í það að verða mósóttur, jafnvel dökkmós- 8. mynd. Jörundur 77601. fæddur í Hrísey. Jörundur, sjá 4. mynd, er sonur Repute of Castle Milk (H.B. No. 33848) og Lóu 20 frá Görðum, en hún var undan sama nauti frá Gunnarsholti og Fetli. Myndina tók Guðjón Björnsson í byrjun nóv. 1979. Þá vó Jörundur 605 kg 857 daga gamall, og var brjóstmál- ið 190 cm. Hinn 2. maí sl. vó hann 685 kg og var brjóstmálið þá 206 cm. Hann er notaður til sæðinga í landi á þessu ári. Nr. 2 með innfluttu sæði úr Galloway nautum. Innflutta sæðið má aldrei nota í landi og ekki heldur flytja gripi úr eynni í land, aðeins sæði úr nautum, fæddum í eynni. Af því leiðir að hreinrækta þarf kynið í landi, enda gert ráð fyrir því í lögum. Myndina tók Jónas Jónsson. 3. mynd. Kúastofninn í sóttvarn- arstöðinni. Vorið 1975 voru valdar 20 kvígur úr Mýrdal og fluttar um sumarið í eyna. Aðeins mátti velja gripi úr byggðarlögum, þar sem tilkynn- ingar skyldra sjúkdoma hafði ekki orðið vart síðustu 10 ár. Af þessum ástæðum var ekki hægt að velja gripi úr helztu nautgripa- ræktarhéruðunum. Tíu kvíganna voru hreinræktaðar íslenzkar, hinn helmingurinn undan íslenzk- um kúm og nautum frá Gunnars- holti. Myndina tók Guðjón Björnsson í nóv. 1979. Fremst t.v. sjást 2ja ára kvígur af 1. ættlið (Fx), þ.e. fæddar í eynni, undan hreinræktuðum Gallowaynautum. 4. mynd. Jörundur nýfæddur. Sæðingar hófust í • sóttvarnar- stöðinni í september 1976 og fyrsti kálfurinn, Jörundur fæddist 1. júlí 1977. Myndin tekin sama dag. Nautin, sem notuð hafa verið í Hrísey 5. mynd. Burnside Remarkable. Sérstakt afbrigði af Galloway kyninu er svart með hvít'a gjörð. Ræktun þess hefur verið haldið aðskilinni um langt skeið (Belted Galloway), og að henni stendur sérstakur félagsskapur. Burnside Remarkable (H.B. No. 317), sem fæddur var á gamlársdag 1965, varð gamall. Hann var notaður á sæðingarstöð í Skotlandi. 6. mynd. Fetill 77603. fæddur í Hrísey. Fetill, f. 28. júlí 1977, sonur Burnside Remarkable og Sneglu 16 frá Norður-Fossi, en hún var undan nauti frá Gunnarsholti (Skota VI 64501). Myndina tók Guðjón Björnsson í byrjun nóv. 1979. Þá var Fetill 830 daga gamall og vó 600 kg, en brjóstmál var 192 cm. Hinn 2. maí sl. vó óttur, ef nota má þá litarlýsingu á nautgripum. Repute of Castle Milk var frá Lockerbie í Skotlandi, en British Semen Exports, Ltd. í Surrey á Englandi fékk hann til sæðistöku. 9. mynd Grange Covenanter. Þetta svarta naut, sem notað hefur verið í Hrísey á 2. ár, er fætt 2. okt. 1971. Það er frá búi þeirra Biggars feðga nálægt Castle Douglas, en þaðan munu foreldrar nautsins Brjáns, sem fæddist í Þerney 1933, hafa verið. Nú eru til undan Grange Covenanter (Reg. No. 40861) m.a. gripa nautkálfar, fæddir í júlí 1979, sem eiga dætur Repute of Castle Milk fyrir mæð- ur. Það er 2. ættliðurinn undan hreinum Galloway nautum (F2), sem fæðist í eynni. 10 mynd. Nóri. Jötunn og Fóstr} Annar ættliður nauta (Fa2.2) út af innfluttu sæði, þ.e. að Vt hlutum. Þessir kálfar, fæddir í júlí—október 1979 eru allir undan Grange Covenanter og dætrum Repute of Castle Milk. Ömmur kálfsins t.v. og þess í miðið voru alíslenzkar (móðurætt), en amma þess t.h. var undan nauti frá Gunnarsholti og íslenzkri kú. Hinn 2. maí sl. vógu þessir kálfar (talið frá vinstri? 277 kg (290 daga), 348 kg (301 dags) og 205 kg (238 daga gamall). Myndina tók Guðjón Björnsson í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.