Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980
27
ir
15 ára
atvinnumaður
Borg keppti í fyrsta
skipti gegn atvinnumanni
í tennis er hann var 14
ára. Þá mætti hann Oimy
Parun frá Nýja-Sjálandi, 25 ára
gömlum. Borg vann auðveldlega
og ári síðar hætti hann í skóla til
þess að gerast atvinnumaður í
• Það er alveu sama hvar tennisboltinn kemur. Borjí er ávallt kominn á staðinn o>?
slær hann til baka. Mikil mýkt er í öllum hreyfinjíum hans. og íótaburðurinn þykir
vera einstaklega íimur o>í mjúkur.
punda þunga á hvern fersenti-
metra. En spaðar Björns Borg eru
spenntir upp í 80 pund á fersenti-
metrann, „Það er eins og að slá
boltann með tréplanka, boltinn
þýtur á ógnarhraða af spaðanum,
vegna þess að hann gefur ekki
brot úr millimetra eftir,“ segir
Bergalen. Oft vaknar Borg upp við
það á nóttunni, að strengirnir í
spaðanum bresta vegna spennunn-
ar. Veitir stundum ekki af að hafa
30 stykki með sér í hverja ferð.
Eru aðeins tveir menn á jarðkúl-
unni sem Borg treystir til þess að
strengja spaða sína. Hefur annar
þeirra bústað í Stokkhólmi, en
hinn í New York.
Lifir fábreyttu lífi
Björn Borg berst ekki á, þrátt
fyrir ótrúieg auðæfi sín. Hann býr
ásamt sambýliskonu sinni, Mari-
önnu Simonescue í lítilli íbúð í
Monte Carlo. Flúði Borg Svíþjóð
vegna skattanna. Marianna er
rúmensk og þykir meira en fram-
bærilegur tennisleikari. Þau
hyggjast ganga í það heilaga í
Búkarest í sumar. Kunnugir telja,
að Marianna eigi mestan heiður-
inn af velgengni Björns síðustu
tvö árin. Að vísu var Borg á hraðri
uppleið, áður en þau kynntust, en
eftir að hann tók saman við
rúmensku stúlkuna, hefur hann
þótt gerbreyttur maður, ger-
breyttur til hins betra þarf vart að
taka fram. Borg telur sjálfur að
velgengninni sé helst að þakka
því, hve rólegur hann er. Hann er
nánast alger bindindismaður,
hann fer sjaldan út úr húsinu
heima hjá sér nema til að æfa sig
eða keppa, og hann lætur ekki
freistast í næturlífið. Besti vinur
hans er gangandi andstæða hans,
Vitas Gerulatis. Gerulatis æfir af
sama kappi og er einn af bestu
tennisleikurum veraldar. En Ger-
ulatis stundar næturlífið af mikl-
um móði og þykir skemmtilegast
að láta mynda sig úti á gólfi í
einhverju diskóteki með fallegri
konu. Drykkjumaður er hann þó
ekki talinn. Gerulatis lýsir vini
sínum, Birni Borg, þannig: „Hann
er mjög dulur maður, hann er vel
gefinn og hefur sínar skoðanir á
flestum hlutum. En hann segir
fátt af því. Annar tennisleikari,
Solomon að nafni, segir: „Við
kepptum saman á sýningamótum í
heila viku. Allan þann tíma held
ég, að ég hafi ekki talað við hann
nema í um 10 mínútur saman-
lagt.“
„Ég er ofurmenni“
Þegar þetta er ritað, er Björn
Borg búinn að tryggja sér sæti í
úrslitakeppninni á Wimbledon-
mótinu. I úrslitunum mætir hann
maður um íþróttir. Hann lét til
sín taka í knattspyrnu og frjáls-
um, næstum um leið og hann fór
að ganga. Sjö ára gamall var hann
kominn á bólakaf í borðtennis og
þótti efnilegur á þeim vígstöðvum
sem öðrum. Faðir Björns heitir
Rune Borg og þótti á sínum tíma
býsna liðtækur borðtennisleikari.
Þegar Björn var 9 ára gerðist það,
að Rune komst í úrslit í um-
fangsmikilli áhugamannakeppni.
Fyrstu verðlaun voru voldugur og
vandaður tennisspaði. Borg segir
svo frá: „Þegar ég sá spaðann á
verðlaunaborðinu, kveiknaði eitt-
hvað í mér. Ég varð viðþolslaus af
spennu. Ég óskaði þess af miklum
hita að faðir minn myndi vinna
spaðann. Ég vissi nefnilega að ég
myndi fá spaðann ef pabbi næði
að krækja í hann. Ég var að verða
brjálaður af spennu." Rune Borg
Bandaríkjamanninum John Mc-
Enroe. Borg á ekki sigur vísan
gegn hinum skapstygga McEnroe.
Kaninn er kornungur og bráðefni-
legur. Það sem meira er, McEnroe
hefur unnið Borg tvívegis. Þeir
félagarnir hafa aðeins att kappi
saman fimm sinnum. En sigri
Borg, hefur hann unnið afrek sem
varla nokkur maður leikur eftir
honum á næstunni, fimm Wimble-
don-titlar verða þá í höfn.
Það ku vera ótrúlegt að sjá til
Björns í keppni. Allt sem hann
gerir virðist vera svo átakalítið.
Hann virðist aldrei þurfa að
teygja sig eftir boltanum og virð-
ist aldrei vera í erfiðleikum. Hann
sýnir aldrei svipbrigði og skiptir
ekki sjáanlega skapi. Hann segir:
„Þegar ég geng út á tennisvöllinn
fæ ég strax á tilfinninguna að ég
geti ekki tapað. Það verður alveg
sama, hvert keppinauturinn slær
boltann, ég verð alltaf þar fyrir og
svara fyrir mig. Þessi tilfinning
stigmagnast þar til mér finnst
sem mér geti ekki mistekist,
jafnvel þó ég reyni ótrúleg skot,
allt tekst. Mér finnst ég vera
ofurmenni sem allt getur. Það er
stórkostleg tilfinning ...
• Björn Bor>í. fæddur fi. júní 1956 i Södertalje í Svíþjóð,
mesti tennisleikari allra tíma.
Wimbledon meistari. 1976. 1977. 1978. 1979, 1980.
Franskur meistari, 1974, 1975, 1978, 1979. 1980.
ítalskur meistari. 1974, 1978,1980.
Davis Cup-sifíurvejíari 1975 með liði Svíþjóðar, heims-
meistari árin 1978, 1979. Björn Borg hefur aldrei leikið
betur en í ár.
ingsklefa til að rífast í þeim. „Ég
var ofstopamaður og kolvitlaus,"
segir Borg um þetta tímabil á ferli
sínum.
Þetta tók skjótan endi, félag
Borgs dæmdi hann í fimm mánaða
keppnisbann og mamma hans
læsti spaðann inni í skáp. „Eftir
þetta ásetti ég sjálfum mér að
steinþegja við keppni og hef staðið
við það,“ segir Borg.
• Björn Bor>í ásamt unnustu sinni ok foreldrum. sem
fylgja syni sinum eftir svo til hvert sem hann fer til að
keppa.
vann mótið og Björn geystist fram
á gólfið til að tryggja það að faðir
sinn veldi tennisspaðann í verð-
laun. Rune ætlaði að gantast við
son sinn og þreif veiðistöng sem
var á meðal verðlaunagripanna.
Þegar hann sá svipinn á Birni
hætti hann snarlega við brandar-
ann og tók spaðann.
Rune Borg handlék ekki spað-
ann oft eftir þetta, sonurinn tók
hann nefnilega traustataki og var
öllum stundum að æfa sig. Björn
reif sig á fætur klukkan 6.30 á
hverjum einasta morgni og tók sér
varla matarhlé allan daginn.
Hann hékk á tennisleikvangi
nærri heimili sínu og sló og sló.
Framfarir Björns Borg voru
örar og áður en varði var hann
farinn að keppa í unglingaflokk-
unum. Hann vakti strax feikna
athygli, bæði fyrir hve höggviss
hann var, auk þess sem hann hafði
tileinkað sér nokkur höggafbrigði
sem almennt var talið að úrelt
væru. Margir af fyrri þjálfurum
hans reyndu að siða piltinn, en
ekkert gekk. Núverandi þjálfari
Björns Borg, Lennart Bergelin, sá
Borg fyrst leika 13 ára gamlan.
Hann var fyrsti af mörgum þjálf-
urum Borgs, sem ekki reyndu að
telja hann af sérviskustílnum og
kunni Borg að meta það.
Skapstyggur
með afbrigðum
Einn af þeim hlutum, sem fólk
tekur eftir í fari Björns Borg á
tennisleikvanginum, er, hve yfir-
vegaður hann er jafnan. Eitt sinn
keppti Borg við Vitas Gerulatis.
Borg varð á að hitta ekki boltann
og bölvaði á sænsku. Varð Gerul-
atis svo um, að hann missti
spaðann. Venjulega skiptir Borg
nefnilega ekki einu sinni svip-
brigðum á vellinum, hvað þá
meira. ísborg er hann stundum
nefndur, bæði í gríni og alvöru. En
þannig hefur það ekki alltaf verið,
þvert á móti. Þegar Borg var
ellefu ára, bölvaði peyinn og
ragnaði út í allt og alla, hann
þeytti frá sér spaðanum, reyndi að
slá fólk með honum, elti dóm-
gæslumenn yfirleitt inn í bún-
tennis. Hann var líka 14 ára þegar
hann var beðinn í fyrsta skipti um
eiginhandaráritun. Það fór óskap-
lega í taugarnar á honum að geta
ekki skrifað nafn sitt tvisvar án
þess að það liti eins út. Það var
ekki fyrr en eftir að hafa setið í
þrjá klukkutíma og gert ekki
annað en að skrifa nafnið sitt, að
hann gat kippt því í lag. Úr þessu
lá leiðin upp á við. Hann keppti
fyrst á Wimbledon 1973, 17 ára
gamall, og fékk þá lítinn frið fyrir
herskara táningsstúlkna, sem all-
ar vildu eiga hann. Borg gerði hins
vegar engar rósir 1973, en gerði
betur síðar eins og allir vita.
Gengur um
með 30 spaða
Björn Borg hefur bætt nokkrum
tennisspöðum við þann eina, sem
faðir hans vann í verðlaun um
árið. I hverja keppni hefur hann
að meðaltali með sér 30 spaða. Og
þetta eru engir venjulegir spaðar.
Spaðar venjulegra atvinnutennis-
leikara eru strengdir að 60—65
II
• Tilvonandi ciginkona
Borgs, Mariana Simion-
escu, mátar brúðkaupsföt-
in á herrann. Þau munu
gifta si>í í sumar. Þess má
geta, að föt beggja voru
sérstaklega hönnuð fyrir
brúðkaupið af tískuhúsi í
París.
*
H*